Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 þumal á öllum fingrum. Hann var hins vegar minna fyrir pappírinn gefinn. Að sumu leyti minnti hann á Bjart í Sumarhúsum þeg- ar neikvæðu hliðarnar eru dregnar frá Sumarhúsabóndan- um. Hann vildi bjarga sér og sjá fyrir sér sjálfur. Að leiðarlokum vil ég þakka Páli mági mínum samferðina að sinni. Guð blessi minninguna um hann og gefi fjölskyldu hans allri styrk á erfiðum tímum. Einar S. Hálfdánarson. Elsku uppáhaldsfrændi. Þann- ig hófust vanalega okkar sam- skipti sem ég renni yfir nú þegar elsku uppáhaldsfrændi er látinn, langt um aldur fram. Mikið sem það er dýrmætt að eiga þessi samskipti, lesa þau yfir og hlæja upphátt. Elsku uppáhaldsfrændi minn var líka með einstakan húmor. Hann var sömuleiðis eld- klár og pólitískt rétthugsandi, verandi mikill sjálfstæðismaður. Síðasta símtalið sem við áttum, fyrir aðeins nokkrum vikum, var einmitt um pólitíkina sem við höfðum svo gaman af að ræða. Palli frændi er stór og mik- ilvæg persóna í mínu lífi. Ég man eftir mér pínulítilli í pössun hjá Palla frænda sem þá átti vatns- rúm og var mikill töffari og fyr- irferðarmikill. Það rifjast upp fyrir mér stundir í Depluhólun- um þar sem hann föndraði fígúr- ur fyrir okkur Susie systur milli þess sem við stríddum honum, uppveðraðar yfir athyglinni frá uppáhaldsfrændanum. Listin og afrekin hans Palla eru alltum- lykjandi í minningum um hann. Þegar Palli og Dísa fólu mér ábyrgðarmikið hlutverk í skírn Krumma varð ég upp með mér og þykir óendanlega vænt um að hafa fengið að passa þessi frænd- systkin mín og fylgjast með þeim vaxa úr grasi. Þegar við hittumst síðast fyrir stuttu og áttum dýr- mæta kvöldstund saman hafði ég orð á því við mömmu hvað þau væru lánsöm að hafa öll húmor- inn hans Palla. Það var mikið hlegið þetta kvöld. Við áttum Palla líka að þegar veikindi herjuðu á Susie systur og ég gat aldrei þakkað honum nægjanlega fyrir að hafa komið eins og kallaður þegar ég þurfti mest á honum að halda í erfiðum aðstæðum. Hann verður að eiga það inni hjá mér. Guð geymi þig, elsku Palli, uppáhaldsfrændi. Ég læt fylgja með línur úr ljóðinu sem er ritað á steininn hennar Susie Rutar, listaverkið sem þú hannaðir fyrir hana af þinni alkunnu og ein- stöku snilld. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. ... En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast æv- inlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Diljá Mist Einarsdóttir. Árin líða og drengurinn fer að fara til frænku í sveitina og vera í smá tíma hjá Gretu frænku sem var forstöðukona á Skálatúni. Páll var ljúfur drengur og lék sér með þroskahömluðu börnunum og leit á þau sem vini sína. Listamannshæfileikar komu fljótt í ljós. Árin liðu og mennta- skólaárin voru við „Sundin“. Þar málaði Páll mikið málverk í and- dyri skólans sem lengi fékk að lifa. Páll lauk námi frá Listahá- skólanum, en á seinni árum fór hann að uppgötva nýja mögu- leika tölvunnar. Það vakti ekki eingöngu athygli hér á landi. Hann fékk mörg boð um að koma og kynna þessar nýjungar er- lendis. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Gréta Bachmann (Gréta frænka). Það er sárt að missa góðan vin. Í dag horfum við í annað sinn á eftir einum úr hópnum. Tóti – Þórir Þorláksson – lést 2007 og í dag kveðjum við Palla. Tóti var aðeins 45 ára og Palli 57 ára. Við héldum að við yrðum miklu leng- ur saman í þessu jarðlífi öll sjö. Dýrmætar minningar streyma fram. Það má eiginlega segja að við sjömenningarnir höfum eytt saman unglingsárunum. Við skruppum í skólann en vorum að öðru leyti saman. Þannig er það að minnsta kosti í minningunni. Ella, Palli, Gunni, Svala, Anna Sigga, Tóti og Jón Atli. Þessi nöfn tilheyrðu hvert öðru og mynduðu heild. Við áttum hvert annað að. Í gleði og sorg. Palli var gleðigjafi. Hann var mikill húmoristi og sá til þess að það væri fjör í kringum okkur. Við rúntuðum um götur borgar- innar, fyrst á bílum foreldra okk- ar en síðan eignaðist Jón Atli sína eigin sjálfrennireið. Þá þurftum við ekki lengur að biðja einn eða neinn að lána okkur bíl- inn sinn heldur höfðum „eigin“ bíl til umráða. Oft var ansi þröngt í aftursætinu hjá Jóni Atla! Við eyddum löngum stund- um í einni hrúgu inni í herbergi einhvers úr hópnum, skoðuðum bíóauglýsingar og hlustuðum á plötur. Þetta voru góð ár. Við vorum hópur ungmenna sem naut samverunnar. Kærleik- ur og samstaða ríkti í hópnum. Við vorum skjól og stuðningur hvert annars þegar á þurfti að halda og saman spegluðum við framtíðaráform okkar. Foreldrar okkar og heimili léku stórt hlut- verk. Við vorum velkomin hvert heima hjá öðru og okkur var treyst. Þetta traust skipti okkur miklu máli, miklu meira máli en við gerðum okkur grein fyrir þá. Það skilaði sér í sjálfsmynd okk- ar og sjálfstrausti. Það er mikil gæfa að eiga ung- lingsárin í því öryggi sem við upplifðum í félagsskap hvert annars. Góðvild og sönn vinátta umlukti vinahópinn. Fyrir það erum við þakklát. Um leið og við kveðjum okkar dýrmæta vin vottum við föður hans, eiginkonu, börnum, systk- inum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lifir. Anna Sigríður Helgadóttir, Elín J. Oddsdóttir, Gunnar Oddsson, Jón Atli Eðvarðsson og Svala Ísfeld Ólafsdóttir. „Þegar þið komið í Kaldársel munuð þið kynnast Páli Heimi sem er frændi hennar Gretu Bachmann.“ Það var sumarið 1971 og við bræður vorum sendir í sumarbúðir KFUM og kviðum því að við þekktum þar engan. Þegar við vorum komnir inn í stórasal með sængurfatapokana settumst við í neðstu koju eins og flestir nýir drengir sem þangað komu. Þeir sem höfðu verið þar áður höfðu færst ofar í virðing- arstiganum og voru í efri koju. Þar sem við sátum þarna ný- komnir gægðist ljóshærður drengur ofan úr þriðju koju sem spurði: „Eruð þið þessir tvíbur- ar?“ Þannig hófst vinskapur okkar bræðra við Palla og má segja að við hefðum hist daglega upp frá því í um átta ár. Hann var stór og áhrifaríkur þátttakandi í æsku okkar og þroska. Það sem við kunnum strax að meta við Palla var húmorinn. Hann var fæddur listamaður sem hafði hæfileika á mörgum sviðum og næmleikinn eftir því. Allt lék í höndunum á honum. Hann var leiðandi í flestu og kynnti okkur hluti sem við þekktum ekki áður. Í Kaldárseli var umhverfið örvandi fyrir skapandi leiki. Hellakönnun, fjallgöngur, virkja- gerð og berjamór í bland við bibl- íusögur, söng, kakó og fransk- brauð með smjöri. Hraunin, móbergsfjöllin og áin sem hvarf ofan í jörðina mynduðu umhverfi sem minnti á sögusvið Biblíunnar og Helgafell gnæfði yfir eins og Zíonsfjall. En þó að við hefðum kynnst í Kaldárseli vorum við samt skóla- bræður í Langholtsskóla og því stutt á milli heimilanna. Við vild- um eignast allt eins og Palli átti; gúbbífiska, Kærnesteds-peysur, copperhjól, sailorjakka og margt fleira. Við vorum oft eins klæddir allir þrír og hann á milli okkar bræðra í symmetrískri mynd. Við brutumst inn í lagerhús- næði Rafmagnsveitunnar við Gelgjutanga og stofnuðum „Leynifélagið Háspennu“ sem átti sér aðstöðu inn á milli há- spennutækja. Félagsfundirnir höfðu yfir sér dulúðugan blæ og fundargerðir ritaðar með leyni- skrift sem enn er til á gulnuðum blöðum. Við fórum með fjölskyldu Palla í sumarbústað og í hjólhýs- ið í Vatnaskógi og hann kom með okkur í okkar bústað auk þess sem við gistum hver heima hjá öðrum með reglulegu millibili. Susie og Páll voru okkur mikið góð og við minnumst stunda með þeim með þakklæti og hlýju. Svo tóku við unglingsárin og við færðumst upp í gaggó. Við settum á svið leikrit á árshátíð- um og gáfum út skólablaðið „Allt er hey í harðindum“. Að grunnskólanum slepptum skildi leiðir og við höfum síðan þá verið í litlu sambandi. Þegar við hittumst á förnum vegi urðu samt alltaf fagnaðarfundir. Þá var innilega hlegið og haft orð á því að við þyrftum að fara að boða til fundar í Leynifélaginu Háspennu. Þeim mun hryggilegri voru okkur fréttirnar af ótímabæru fráfalli Palla. „Kenn oss að telja daga vora“ segir í Davíðssálmum sem við lærðum að þekkja í Kald- árseli. Við trúum því að Palli haldi nú á vit þeirrar birtu sem umlukti okkur á yndislegum æskuárum og við erum svo óend- anlega þakklátir fyrir. Við sendum Bryndísi, börnum hans, systkinum hans og þeirra fólki, Páli föður hans og Gretu Bachmann okkar innilegustu samúðarkveðjur. Arinbjörn og Þórhallur Vilhjálmssynir. Góður og traustur vinur, Páll Heimir, var búinn ríkum hæfi- leikum; listrænn fram í fingur- góma; einstaklega vel læs á tölv- ur og tækni ásamt því að hafa gott verkvit. Þessir þættir, með hjálp góðrar greindar og viða- mikillar menntunar, gerðu hon- um kleift að fást við og leysa hin ólíklegustu viðfangsefni. Kynni okkar hófust þegar við unnum saman nokkur ár. Eftir það héld- um við blessunarlega alltaf góðu sambandi – sem í æðra veldi má flokka sem trúnaðarsamband. Við hittumst nokkuð reglulega til að ræða málin og kryfja. Minn- ingar um húmoristann og heim- spekinginn eru hlýjar og góðar. Palli sagði mér ítrekað, eftir að hann greindist með „skrímslið“, að hann væri einstaklega hepp- inn með stuðning fjölskyldu sinn- ar – Dísu og allra hinna. Hann skynjaði hversu miklu auðveld- ara var að heyja baráttuna með fulltingi slíkra bakhjarla. Ég er sannfærður um að þannig hafi það verið; fjölskyldan var honum allt fram á síðustu stundu. Við Helga erum þakklát fyrir ómetanlega og góða vináttu og sendum þér, Dísa, sem og að- standendum hlýjar kveðjur. Sturlaugur Þorsteinsson Í dag kveðjum við kæran frænda okkar, Ólaf E. Magnússon. Ólafur og Gunnar, pabbi okk- ar, voru bræður, tveir af tólf systkinum frá Seyðisfirði. Ólafur var rétt rúmu ári yngri en pabbi og þeir voru alla tíð mjög nánir og fylgdust að í gegnum lífið. Þegar þeir voru 9 og 10 ára gamlir voru þeir sendir í vist í Jökulsárhlíð á Héraði og voru ef- laust spenntir þegar þeir lögðu af stað, enda ferðalög ekki algeng hjá börnum á þeim tíma. Þegar það rann upp fyrir þeim að þeir áttu að fara hvor á sinn bæinn, féllust þeir í faðma og grétu sáran. Þurfti að beita lagni við að aðskilja þá bræður. Það var þó bót í máli að þeir voru í sömu sveit og gátu hist af og til og nýttu til þess hvert tækifæri sem gafst. Í Jökulsárhlíð voru þeir fram undir tvítugt en héldu þá suður og störfuðu saman á ýms- um stöðum. Árið 1966 stofnuðu þeir saman Glerskálann og ráku hann með myndarbrag allt til ársins 1998, þegar fyrirtækið var selt. Verkaskipting var skýr á milli þeirra bræðra, Óli sá um skrifstofuna en pabbi sá um framleiðsluna. Við systkinin hóf- um öll okkar starfsferil í Gler- skálanum og fengum þar gott veganesti út í lífið. Þegar þeir bræður byggðu sér hús fyrir ungar fjölskyldur sínar á árunum milli 1960 og 1970 var innan við 5 mínútna gangur á milli heimilanna, við í Litlagerði en Óli með sína fjölskyldu aust- ast í Langagerði. Það var mikill samgangur milli fjölskyldnanna á okkar yngri árum. Minnisstæð eru skemmtilegu ættarmótin og jólaböll stórfjöl- skyldunnar þar sem Óli hélt uppi fjörinu með harmonikkuleik og söng. Óli og Villi Valli, mágur hans, spiluðu á harmonikkur og sungu, oft var græjað trommu- sett úr pottum og dósum sem Rúnar Vilbergsson frændi okkar sló taktinn á. Alltaf var harm- onikkan með í för hjá Óla og hann hafði mikla unun af tónlist- inni. Óli frændi var glaðlegur mað- ur, síbrosandi og skemmtilegur. Hann hafði smitandi bros og hlý- lega framkomu. Alltaf tók hann vel á móti manni og var áhuga- samur um lífið. Óli kynntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Hlíf, fyrir um 30 ár- um og það var gaman að sjá hvað þau voru dugleg að fara í fjall- göngur og aðra útivist, ásamt því að hlátur, tónlist og söngur ein- kenndi þeirra samveru. Það var alltaf líf og fjör hjá þeim á meðan heilsa Óla leyfði. Eftir að aldurinn færðist yfir fór að bera á heilsubresti hjá Óla, eins og hjá pabba. Þrátt fyrir að öldrun og alzheimer legði fjötra á þá bræður síðustu árin, þá spurðu þeir oft hvor um annan. Hvar er Óli? spurði pabbi og Óli spurði: Hvenær kemur Gunnar? Það varð stutt á milli þeirra hinstu ferða, pabbi lést í maí síð- astliðnum svo það eru bara rétt rúmir sex mánuðir á milli þeirra. Við sjáum þá fyrir okkur fallast í faðma í Sumarlandinu, lausir úr fjötrum öldrunar og heilsubrests. Með þakklæti og kærleika í hjarta þökkum við Óla frænda fyrir samfylgdina og alla skemmtunina. Hlíf, Sylvíu, Jóni og fjölskyld- um þeirra sendum við okkar inni- Ólafur Einar Magnússon ✝ Ólafur EinarMagnússon fæddist 26. júlí 1932. Hann lést 19. nóvember 2019. Útför hans fór fram 3. desember 2019. legustu samúðar- kveðjur. Megi hann hvíla í friði. Guðbjörg, Arnar, Harpa og Magnús Gunnarsbörn. Vetrarsólin verm- ir hafflötinn og him- inninn er roðagyllt- ur, íslensk kvöld- fegurð sem á fáa sína líka. Allt er tært og hreint, Snæfellsjökull stendur í loga og bláma slær á Esjuna. Ljósrák ber við sjón- deildarhring. Ljósið, þetta him- neska ljós sem við öll síðar hverf- um í, hefur nú tekið til sín einn af Íslands góðu sonum. Ólafur kom inn í líf Hlífar vin- konu okkar fyrir tæpum þrjátíu árum, bæði orðin fullþroska fólk. Vinahópurinn hefur staðið saman síðan við vorum ung í Reykholti, fimmtán og sextán ára unglingar sem bundust órjúfandi böndum. Við glöddumst svo við að sjá ást- ina og væntumþykjuna hvort fyr- ir öðru skína í gegn og mörg voru sameiginlegu áhugamálin. Þegar hópurinn fagnar áföngum er Hlíf sjálfkjörin í skemmtinefndina, enda haldið til haga öllu sem við- kemur okkar stundum í hartnær sextíu ár. Ólafur var sjálfkjörinn með nikkuna og spilaði fyrir okk- ur af mikilli list. Ferðalög, fjall- göngur, gönguskíði, berjaferðir, sund og hvers kyns útivist var mikið stunduð og fyrr á árum var Ísidór barnabarnið oft með í för. Þegar Ólafur varð sjötíu og fimm ára var Esjan klifin til topps með þeim Hlíf. Ólafur var mikill söngmaður og söng lengi í Óperukórnum ásamt fleiri kórum. Kunni reið- innar býsn af textum og þar var Hlíf aldeilis með á nótunum og ekki spillti hversu hagmælt hún er. Já þetta voru góð ár en eftir að Ólafur greindist með alzheim- ersjúkdóminn fór að halla undan fæti. Þá kom sér vel menntun Hlífar en hún er sjúkraliði, nudd- ari og mikill þekkingarbrunnur í öllu því er viðvíkur heilsu fólks. Alzheimerkaffið, sem haldið er einu sinni í mánuði, sóttu þau og þar var sko sungið og síðan dans- að en það var einmitt dansinn sem leiddi þau saman á sínum tíma. Að ganga með ástvini sínum hina torfæru leið sem alzheim- ersjúkdómurinn velur er erfitt verk, reynir á alla þætti, líkam- lega, andlega og félagslega. Horfa upp á þann sem þér þykir vænt um hverfa fyrir sjónum þínum, hætta að þekkja þig og allt sem ykkur var kært og verða annar persónuleiki en hann var. Já slíkt reynir á, meir en við get- um ímyndað okkur. Gnípa blá gnæfir við ský. Verður af dögginni veröldin ný. Kliðmjúk vötn kalla til mín. Vorsólin árrisul vermandi skín. Fjöllum á friður mér gefst. Utan við þjóðbrautir eilífðin hefst. (Helgi Sæmundsson) Sendum Hlíf vinkonu okkar og fjölskyldu ásamt börnum Ólafs innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ólafs Magnússonar. F.h. Reykholtshópsins, Sigþrúður Ingimundardóttir. Mig langar að minnast Ólafs Einars Magnússonar í fáum orð- um. Ég bjó á heimili hans og fjöl- skyldunnar í nokkur ár þegar ég var unglingur, alls óskyld nokkr- um á heimilinu. Óli var mikill fjölskyldumaður og góður pabbi og afi alla tíð. Hann átti einnig í góðu sambandi við systkini sín og vini og ræktaði samband sitt við foreldra sína og fósturforeldra af alúð. Óli var ljúfur maður með gott skap, alltaf glaðvær og með góðan húmor. Hann var mikill útivistarmaður og hugsaði vel um heilsuna. Hann stóð fyrir reglulegum sundferðum fjöl- skyldunnar og skíðaferðum á veturna. Á sumrin var konu, börnum og farangri pakkað í Volguna og síðan haldið af stað í ferðalög og útilegur. Fastur liður hjá honum var að fara í sund og gufu með vinahópnum á laugar- dagsmorgnum þann tíma sem ég bjó á heimilinu. Óli var mjög tón- elskur og hafði gaman af söng. Hann spilaði á hljómborð og harmóníku og var í kór Bústaða- kirkju í mörg ár. Aðrir kórar fengu einnig að njóta söngelsku hans. Síðari ár var Óli duglegur að ferðast, utanlands sem innan, með konu sinni. Þau voru líka virk í lengri sem styttri göngu- ferðum um fjöll og firnindi. Ég minnist Óla með þökk fyrir þann tíma sem ég átti með honum. Konu hans og börnum sendi ég samúðarkveðjur. Kveðja, Sigurbjörg Sigurðardóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÚLFAR HARÐARSON, Straumi, Flúðum, lést á Landspítalanum 28. nóvember. Útförin fer fram 6. desember í kyrrþey að ósk hins látna. Guðríður Sólveig Þórarinsdóttir Hörður Úlfarsson Anna María Gunnarsdóttir Þórarinn Ingi Úlfarsson Þóra Sædís Bragadóttir og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HELGASON, Holtsgötu 21, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 1. desember. Útför hans fer fram frá Neskirkju 19. desember klukkan 13. Guðmundur Jónsson Rannveig Egilsdóttir Kristín Jónsdóttir Ragnar Smári Ingvarsson Ægir Thorberg Jónsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.