Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 Það var mikið um dýrðir í höfuð- stöðvum Árvakurs þegar keppnin Jólakakan 2019 fór fram. Matarvefur mbl.is stóð fyrir keppninni en áhuga- bakarar sendu inn kökur og kepptu um glæsilega vinninga. Að sögn dóm- ara voru gæði kakanna mikil sem og fjölbreytileikinn og því ljóst að það var mikið verk fram undan við að ákvarða sigurvegara. Komu kök- urnar víða að og sú sem lengst ferð- aðist kom með flugi frá Egilsstöðum og í leigubíl frá Reykjavíkurflugvelli. Dómnefndin var skipuð þungavigt- arfólki í faginu en formaður dóm- nefndar var Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari en honum til að- stoðar voru matreiðslumennirnir Óskar Finnsson og Völundur Snær Völundarson, Ásdís Ásgeirsdóttir blaðamaður á Sunnudagsmogganum og Kristín Sif Björgvinsdóttir, út- varpskona á K-100. Að sögn Þóru Kolbrár Sigurðardóttur, umsjónar- konu matarvefjarins fór þátttakan fram úr björtustu vonum. „Við rennd- um blint í sjóinn með þetta en allur þessi fjöldi kom okkur í opna skjöldu og hversu fjölbreyttar kökurnar voru. Dómnefndin tók einmitt tillit til þess og ég hlakka mikið til að til- kynna sigurvegarann á morgun á matarvefnum,“ sagði Þóra. Þátttaka framar björtustu vonum Glæsilegar kökur Gríðarlegur fjöldi kaka tók þátt í keppninni. Prúðbúnir í smakkinu Hafliði Ragnarsson, Óskar Finnsson og Völundur Snær Völundarson áttu ærið verkefni fyrir höndum eins og sjá má.  Áhugabakarar sýndu góð tilþrif Forsætisráðuneytið leitaði ekki til- boða í þjónustu sem það keypti af At- tentus - mannauði og ráðgjöf á tíma- bilinu frá október 2018 til ágúst 2019, alls að fjárhæð 2,3 milljónir króna. Þetta kom fram í svari frá forsætis- ráðuneytinu. Tilefnið er umfjöllun blaðsins um tugmilljóna viðskipti rík- isstofnana við Attentus. „Sú þjónusta sem ráðuneytið hefur keypt af umræddu fyrirtæki er á sviði mannauðsráðgjafar og stjórnenda- fræðslu. Ekki hefur tíðkast að leita tilboða þegar slík þjónusta er keypt enda er þá jafnan verið að leita eftir þjónustu tiltekinna ráðgjafa vegna þekkingar þeirra og reynslu og/eða þeirrar aðferðafræði sem þeir beita og kenna. Þá eru upphæðir slíkra þjónustukaupa jafnan langt undir við- miðunarfjárhæðum laga um opinber innkaup,“ sagði þar m.a. Samningar ríkisstofnana um kaup á þjónustu frá fyrirtækinu Attentus hafa verið utan rammasamninga við Ríkiskaup. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, sagði í samtali við blaðið nýverið að þegar ríkisstofn- anir keyptu þjónustu utan samnings væri þeim skylt að leita tilboða frá minnst þremur aðilum, svo að um eðlilega samkeppni væri að ræða í samræmi við lög um opinber innkaup. Forsætisráðuneytið leitaði ekki tilboða vegna ráðgjafar  Ekki hefur tíðkast að leita tilboða í mannauðsráðgjöf Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða, afhenti Guðrúnu Ragnars, barnahjúkrunarfræðingi og deild- arstjóra Rjóðursins, í vikunni 11.071.795 krónur, afrakstur Takk- dagsins svonefnda, sem haldinn var í fimmta sinn í ár. Allar þóknanatekjur vegna við- skipta dagsins renna þá til góðs mál- efnis. Auk Fossa markaða tóku Kauphöllin, Nasdaq Iceland og upp- gjörsfyrirtækið T plús þátt í deg- inum með því að fella niður öll gjöld af viðskiptum Fossa, sem í staðinn runnu til söfnunarinnar. Auglýs- ingastofan Tvist gaf vinnu og skart- gripahönnuðurinn Hildur Hafstein hannaði armbönd til styrktar átak- inu. Í tilkynningu er haft eftir Haraldi að dagurinn hafi heppnast ein- staklega vel. „Þegar við kynntum okkur starfsemi Rjóðursins var ljóst að gríðarlega öflugt starf er unnið þar sem snýr að þörfum barna og fjölskyldna þeirra,“ segir hann. Rjóður er hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili á vegum Landspítala fyrir langveik og lang- veik fötluð börn. Afhenti styrk Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða, og Guðrún Ragnars, barnahjúkrunarfræðingur og deildarstjóri Rjóðursins. Styrktu Rjóðrið  Rúmar 11 milljónir króna söfnuðust á Takk-degi Fossa markaða Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is GOTT VERÐ ALLA DAGA Úlpa kr. 17.990 Pels kr. 16.990 Gerið verðsamanburð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.