Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 ✝ Jakob Sig-finnsson var fæddur 24. ágúst árið 1936 í Græna- nesi í Norðfirði. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 27. nóvember 2019. Jakob var sonur hjónanna Sig- fríðar Friðriks- dóttur og Sigfinns Þorleifssonar í Grænanesi. Jakob var áttundi í röðinni af tólf systkinum. Elst var Lilja og á eftir henni komu Friðrik, Þorfinnur, Þorgeir, Hannes, Árni, Guðríður, þá Jakob, Guð- veig, Sigfríð, Jón og Anna. Eft- irlifandi úr systkinahópnum frá Grænanesi eru Þorgeir, Guðveig og Anna. Fóstursystk- ini Jakobs eru Hulda og Jón Þór Aðalsteinsbörn. Tveggja ára gamall fór Jakob í fóstur að Orms- stöðum og ólst þar upp hjá afabróður sínum, Jóni Jóns- syni, og síðar syni hans Jóni Aðal- steini Jónssyni og konu hans Maríu Katrínu Guðjóns- dóttur Ármann. Jakob ólst upp við hefðbundin sveitastörf. Síðar sinnti hann samhliða sveitastörfum ýmsum verkum svo sem jarðvinnu á ýtu og skólaakstri. Jakob gekk í barnaskóla sveitarinnar en stundaði síðar nám við Al- þýðuskólann á Eiðum veturinn 1953-1954. Útför Jakobs fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 6. desember 2019, klukkan 14. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Elsku Jakob. Þessar ljóðlínur eiga við í dag, því þú munt lifa í hjarta og minni okkar allra enda varstu einstakur. Ég man lítið sem ekkert eftir tímanum áður en ég flutti að Ormsstöðum fjögurra ára gömul og því man ég heldur varla eftir öðru en að þú hafir verið hluti af tilveru minni. Alltaf ljúfur, alltaf stutt í brosið og kankvísina, allt- af þolinmóður, hvers manns hug- ljúfi. Þolinmæðin sem þú sýndir okkur systkinum var einstök og þú virtist óþreytandi við að leyfa okkur að skottast með þér. Meðal dýrmætustu æsku- minninga okkar Sigrúnar systur eru allar ferðirnar sem við við fórum með þér í heimsóknir í Grænanes. Við fórum að kvöld- lagi á Landrovernum. Stundum var ekið yfir ána sem var alltaf spennandi, við horfðum dáleidd- ar ofan í árstrauminn á meðan ekið var yfir. Í annan tíma var ekið á ís yfir ána, sem var enn ævintýralegra. Ég sé þetta alltaf fyrir mér, aksturinn á Land- rovernum í tunglskininu yfir ísi- lagða ána. Svolítil svona „Árna í Hraunkoti“-stemning. Ekki var upplifunin síðri þegar rennt var í hlað í Grænanesi. Þarna drukk- um við öll saman te í einstöku andrúmslofti gleði, kátínu og hlýju. Þessum stundum gleymi ég aldrei. Tíminn leið, ég varð fullorðin … en merkilegt nokk, þú breytt- ist aldrei. Ég eignaðist börn og þau upplifðu þig með sama hætti og ég. Sérstaklega hann Jón Þór „litli“ sem hvað mestum tíma varði á Ormsstöðum af strákun- um mínum. Við eigum öll saman minninguna um þennan ein- staka, ljúfa mann sem þú varst. En þú varst meira en ljúfur. Það lék allt í höndunum á þér og þó þú hafir ekki setið langtímum á skólabekk þá kunnir þú ótrú- legustu hluti. Handverk og vélar léku í höndunum á þér og það er líklega vandfundinn sá einstak- lingur sem betur er að sér í Landrover-bílum. Fyrir nokkrum árum dvaldi ég viku á Ormsstöðum til að standa vaktina í sauðburði í fjar- veru foreldra minna. Ég verð að játa að þetta verkefni tók á taug- arnar. Hvað kunni ég í þessu? Voru ekki mestar líkur á að lambadauði yrði mikill á minni vakt, þar sem ég kunni lítið sem ekkert til verka? Þegar upp var staðið var þetta einstakur tími, einna dýrmætasti tíminn sem ég hef átt með þér. Við vorum meira og minna saman á vakt- inni í „fjárhúsfjósinu“. Drukkum saman kaffi að gegningum lokn- um og spjölluðum um alla heima og geima. Alltaf þegar ég hélt að ég kynni ekki og gæti ekki þá hafðir þú trú á mér! Oft hefur verið sagt að trúin flytji fjöll. Það sannaðist þarna. Trúin þín á mér flutti fjöll og ég gat það sem ég þurfti að geta. Lambadauði var held ég barasta innan skekkjumarka þetta vorið. Það að geta veitt öðrum trú á eigin getu er hæfileiki sem ekki öllum er gefinn. Þetta gast þú, með þinni einstöku hlýju og lít- illæti. Við Eysteinn Þór og strák- arnir okkar kveðjum einstakan mann með söknuði. Jakob á Ormsstöðum mun lifa í minning- um okkar um ókomna framtíð. Kærleikskveðja, Lilja Guðný Jóhannesdóttir. Skjótt skipast veður í lofti. Jakob Sigfinnsson er horfinn á braut. Hann ekur ekki lengur rólega í hlað, bankar ekki lengur létt á dyr hjá ættingjum og vin- um, gengur hljóðlega inn og býð- ur góðan daginn lágum og stillt- um rómi. Það eru góðar minningar tengdar órofa vináttu við hann. Hann var sannkallaður heimilis- vinur á Skorrastað 3 og í miklu uppáhaldi hjá foreldrum mínum. Kobbi á Ormsstöðum eins og hann var oftast kallaður meðal samferðafólks var stilltur, kurt- eis og hæverskur í framkomu, gætinn en bar höfuðið hátt í erli hins daglega lífs og eins á góðum stundum í mannfagnaði. Kobbi var góður viðræðu en fylginn sér í skoðunum. Hjálpsemi hans var einstök og sveitungar hans nutu hennar í ríkum mæli. Segja má að Jakob Sigfinnsson hafi verið sannur vinur síns byggðarlags. Honum var margt einstaklega vel til lista lagt. Segja má að allt hafi leikið í höndunum á honum. Alls konar vélaviðgerðir ber þar hæst. En hann var einnig mjög liðtækur við að veggfóðra, mála og vel heima í öllum störfum til sveita. Hann vann lengi á jarð- ýtu og dráttarvél í Norðfjarðar- sveit. Hann hugsaði um vélarnar sínar eins og aðrir hugsa um börnin sín. Samhliða vinnu átti Kobbi sín áhugamál. Þar bar hæst ást hans áFerguson og LandRover. Stundum var hann ekki ánægður með Bretann þeg- ar hann var í erfiðum viðgerðum en yrði mönnum á að taka undir með honum þá brást hann illa við og sagði gjarnan: „Það er nú samt margt sniðugt hjá Bretan- um.“ Hann vissi sjaldnast hvað tímanum leið er hann var í véla- viðgerðum á sveitabæjunum. Er hann kíkti við í eldhúsinu að verki loknu seint og um síðir þáði hann gjarnan góðgerðir en varð þá oft að orði: „Æ það er nú skömm að halda vöku fyrir fólk- inu.“ Kobbi ók börnunum í sveit- inni árum saman í skóla. Aldrei henti hann óhapp við þau störf. Börnin höfðu mikið uppáhald á honum. Þótti reyndar stundum að hann æki of hægt. Þegar fjölskylda mín hóf að bjóða upp á langar hestaferðir þá komu Kobbi og Land Rover- inn til hjálpar að flytja vistir um hálsa og dali á vegleysum. Þar dugðu þeir vel félagarnir að venju. Á hlið Land Roversins var letrað: One life live it. Kobbi og Roverinn voru vinsælt mynd- efni reiðfólksins enda stjanaði hann við hópana og það kunni fólk að meta. Hann naut þess að vera í samskiptum við gestina þótt flestir væru þeir ekki mælt- ir á íslenska tungu og Kobbi ekki á útlenskuna. Ég held að Kobbi hafi þarna á gamals aldri komið sjálfum sér og okkur á óvart. Jakob Sigfinnsson vildi helst ekki láta hafa mikið fyrir sér og hann hafði það í heiðri er hann kvaddi eftir viku dvöl á sjúkra- húsi. Blessuð sé minning Jakobs Sigfinnssonar. Þórður Júlíusson. Elsku Kobbi frændi. Nú þeg- ar þú ert farinn átta ég mig á því að þrátt fyrir að vera löngu orðin fullorðin hef ég alveg fram á síð- ustu stundu í þínu lífi horft á þig með augum barns. Augum sem héldu að tíminn væri endalaus. En enginn er eilífur og öll fáum við takmarkaðan tíma með þeim sem okkur er annt um. Eftir sitja margar tilfinning- ar. Sumar góðar en aðrar eilítið erfiðari. Ég hugsa um allt sem ég hefði viljað vita, en gaf mér aldrei tíma til að spyrja að. Það sem ég ætlaði að gera til að sýna þér væntumþykju, en kom aldrei í verk. Við könnumst víst of mörg við þetta. Tíminn flýgur áfram, dagar, vikur, mánuðir og ár. Allt það sem við ætlum að gera en „lífið“ er einhvern veg- inn of plássfrekt til að hleypa mikilvægu hlutunum að. Jakob bar ekki tilfinningar sínar á torg. En þeir sem hann þekktu vita hvaða mann hann hafði að geyma. Hæglátur, ljúf- ur, duglegur og alltaf stutt í brosið. Alltaf, þrátt fyrir að fá orð hafi verið um það höfð, fann ég fyrir hlýju og væntumþykju frá frænda mínum. Ég sannarlega óska þess að hann hafi fundið það sama frá mér. Þolinmóðari og greiðviknari maður er vandfundin. Ég get ekki annað en hugsað til þeirra ára þegar ég var í grunnskóla og Kobbi keyrði okkur sveitakrakk- ana í skólann. Við vinkonurnar rétt að komast á unglingsárin og maður minn, við vitum öll hvað því fylgir. Hlátur, grátur og há- vaði. Já lætin í skólabílnum hans Kobba voru eflaust oft langt yfir hávaðamörkum, hefðu hæglega getað gert hvern mann brjálað- an. En ekki Jakob. Hann var alltaf þolinmóður, alltaf umburðarlyndur, alltaf góður. Og allt skyldi hann láta eftir okkur. Hvort sem það var að skutlast eitthvað eða stoppa í sjoppunni á leiðinni heima eftir sund. Öllu var þessu tekið af þessari einstöku ró og yfirvegun. Nú þegar ég sit hér og horfi yfir farinn veg með augum næst- um fertugrar konu er þakklæti mér ofarlega í huga. Þakklæti fyrir að hafa haft þennan ljúfa frænda í mínu lífi. Stundirnar sem hann eyddi með mér og fjöl- skyldunni minni og þá sérstak- lega á jólunum. Aðfangadagur án Kobba er döpur tilhugsun. Elsku Kobbi, þess vildi ég óska að ég hefði sagt þér hvers virði þú varst mér. Vildi að ég hefði sagt þér að þér verður aldrei gleymt. Minningin þín mun lifa hjá öllum sem þig þekktu. Þín mun vera minnst með hlýju. Þín frænka, María Katrín Jónsdóttir Ármann. Jakob Sigfinnsson ✝ HólmfríðurJóna Arndal Jónsdóttir fæddist 3. desember 1931 í Múla í Þingeyr- arhreppi, V-Ísa- fjarðarsýslu. Hún varð bráðkvödd 19. nóvember 2019. Foreldrar Hólmfríðar voru Jón Guðmundsson frá Seljalandi, N-Ísafjarð- arsýslu, f. 21. júlí 1900, d. 26. september 1982, og Sigríður Guðrún Guðmundsdóttir frá Arnardal, N-Ísafjarðarsýslu, f. 16. mars 1900, d. 22. október 1988. Systkini Hólmfríðar voru Jón Ásgeir Gestsson, d. 2001, Sigurborg Jónína Gísladóttir, d. 2006, Ólöf Ragnheiður Jóns- dóttir, d. 2016, Jóna Björg Jónsdóttir, d. 1947, Bjarn- fríður Edda Jónsdóttir, d. 1927, Guðmundur Jónsson, d. 1951, Andri Sigurður Jónsson, d. 1997, Hulda Guðrún Dýr- fjörð Jónsdóttir, d. 2007. Hólmfríður giftist Þórmundi Hjálmtýssyni, f. 13. apríl 1935, d. 19. maí 2007, hinn 21. mars 1953. Börn Þórmundar og María Björk, f. 22. maí 1989, hún á eitt barn. 4) Jón Gunn- ar, f. 21. september 1956, d. 17. desember 2002, börn a) Hannes Sigurbjörn, f. 25. apríl 1975, hann á tvö börn, b) Hall- dór Gunnar, f. 15. maí 1980, hann á tvö börn, c) Heimir Snær, f. 24. maí 1985, hann á tvö börn. 5) Sóley Arndal, f. 24. desember 1958, börn a) Hólmfríður Eygló Gunnars- dóttir, f. 24. febrrúar 1977, hún á tvö börn, b) Rósa Sjöfn Gunnarsdóttir, f. 10. sept- ember 1981, hún á tvö börn, c) Þórey Ósk Arndal Gunnars- dóttir, f. 3. apríl 1989, hún á eitt barn, d) Ómar Þór Arndal Gunnarsson, f. 2. maí 1996. 6) Fanney, f. 12. maí 1961, börn a) Árni Þór Hilmarsson, f. 5. ágúst 1980, hann á þrjú börn, b) Haukur Már Hilmarsson, f. 14. nóvember 1983, hann á tvö börn, c) Hugrún Jóna Hilm- arsdóttir f. 5. jan. 1988, hún á tvö börn, d) Þórmundur Smári Hilmarsson f. 13. júlí 1995. 7) Sigurbjörn Jakob, f. 17. apríl 1965, börn a) Páll Ekensteen, f. 11. desember 1990, b) Ísidór Freyr, f. 8. maí 1998, c) Karen Ýr, f. 15. janúar 2002. 8) Bjarni Gaukur, f. 29. desember 1968, börn a) Ægir Hreinn, f. 25. mars 1993, b) Sóllilja, f. 13. febúar 1995, c) Bjartur Freyr, f. 23. janúar 2005. Útför Hólmfríðar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 6. desember 2019, klukkan 13. Hólmfríðar eru: 1) Óskar Herbert, f. 23. maí 1950 (kjör- sonur Þórmundar), börn a) Hólm- fríður Þóra, f. 20. nóvember 1971, hún á þrjú börn, b) Þorkell Jósef, f. 30. desember 1972, hann á þrjú börn, c) Þorbjörg Magnea, f. 8. jan- úar 1975, hún á eitt barn, d) Óskar Björn, f. 30. maí 1989. 2) Sigurjón Ingibjörn, f. 25. júlí 1953, d. 8. febrúar 2018, börn a) Ingibjörg Brynja, f. 14. mars 1973, hún á tvö börn, b) Þórmundur Haukur, f. 15. desember 1975, hann á þrjú börn, c) Dagbjört Hlín Wyr- wich, f. 2. desember 1976, hún á fjögur börn og eitt barna- barn. 3) Þórður Rúnar Mál- finnur, f. 11. ágúst 1954, börn) a) Jóhanna Þorbjargardóttir, f. 1. janúar 1977, b) Rúnar Snær, f. 12. janúar 1977, hann á sex börn, c) Ingibjörg, f. 15. janúar 1975, hún á þrjú börn, d) Benjamín Hjörtur Annel, f. 5. mars 1978, hann á tvö börn, e) Hörður Reynir, f. 17. janúar 1984, hann á tvö börn, f) Elsku mamma. Besta mamma og tengda- mamma. Mikið höfum við gert saman um ævina. Þú hafðir svo gaman af að koma til okkar hér í Kerhraunið, fylgjast með gróðr- inum vaxa og dafna. Þú sast alltaf í horninu þínu og prjónaðir. Margt kemur upp í hugann þegar svona tímamót verða. Alltaf varstu að sauma á okkur krakk- ana þegar við vorum að alast upp. Þér var gefin náðargjöf í saumi, list og allri handavinnu sem þú tókst þér fyrir hendur. Eftir þig liggja mörg listaverkin. Það var svo gott að vita af þér í Gullsmár- anum hjá vinkonum þínum, þér fannst svo gaman að vera niðri að föndra, mála og spila. Þú fórst á mörg námskeið með þeim, út- skurð, silfursmíði og margt fleira. Það getur ekki hafa verið auð- velt að ala okkur átta upp því pabbi var aldrei heima. Það er svo margt sem mig langar til að segja en fátækleg orð mín geta eigin- lega ekki lýst þér. Þú sást alltaf það góða í fólki og varst með ein- dæmum bjartsýn manneskja. Alltaf vildir þú gott gera. Hvar á ég núna að fá ráð með hitt og þetta? Elsku mamma, mikið held ég að pabbi sé feginn, þú ert núna komin til hans. Svo samrýnd vor- uð þið meðan hann lifði. Ég end- aði alltaf símtalið við þig með þessari setningu: Þú passar hana mömmu mína fyrir mig. Svo í síð- asta skiptið: „Þú passar hana mömmu mína fyrir mig.“ Hvíl í friði. Kveðja, Sóley og Gunnar. Það er sárt að kveðja mömmu, en hún fékk að fara á þann hátt sem hún hafði óskað sér, án sjúkrahúslegu eða langvarandi veikinda. Hún hafði verið að spila botsía um morguninn, en átti pantaðan tíma hjá lækni kl. 11.20 og gerði þá smá hlé á leiknum og fékk tengdadóttur sína (Ingi- björgu) til að skutla sér til lækn- isins, en mamma sneri ekki aftur. Hún varð bráðkvödd um hádeg- isbil í heimsókninni á spítalann. Minningar um einstaklega góða, glæsilega og heiðarlega manneskju lifa. Mamma var lista- maður og handverkskona af Guðs náð og allt lék í höndum hennar og allt gerði hún af stillingu og skipti sjaldan skapi, en gat þó verið kappsöm á sinn rólega og yfirvegaða hátt. Mamma ólst aðeins upp í for- eldrahúsum fyrstu æviárin, en síðan hjá venslafólki vestur í Dýrafirði, á Þingeyri og víðar, en 17 ára lá leið hennar til Reykja- víkur. Æskustöðvarnar voru henni mjög kærar og henni varð tíðrætt um fallegu fjöllin og firð- ina fyrir vestan og fólkið sem ól hana upp. Óljóst man ég fyrstu æviár mín í Melabragganum í Vesturbæ Reykjavíkur, en þar bjó fjölskyld- an þar til við fluttum á Nýbýlaveg 44a í Kópavogi í byrjun árs 1957. Foreldrum okkar fannst best að við strákarnir, Siggi, Doddi og Nonni, færum frekar í skóla í Kópavogi en að fara sem „bragga- börn“ í Melaskólann. Mamma og pabbi undu sér vel í Kópavogi og þar eignuðust þau fjögur börn til viðbótar, Sóleyju, Fanneyju, Bjössa og Gauka. Komu hæfileikar mömmu við saumavélina sér vel enda hand- leggur að sauma föt á átta krakka. Mamma og pabbi áttu sér draum um að flytja í sveit og sá draumur varð að veruleika er þau fluttu að Sóleyjarbakka í Hruna- mannahreppi árið 1976 og kallaði mamma sveitina sína alltaf „gull- hreppinn“ sinn. Vegna veikinda pabba þurftu þau að bregða búi árið 1984 og fluttu þau þá aftur í Kópavog, fyrst í Laufbrekku þar sem þau ráku efnalaugina Hreint og klárt og eftir það bjuggu þau í Gullsmára 7 og hún ein eftir að pabbi lést árið 2007. Mamma var mikil félagsvera, glaðlynd og skemmtileg og lét sér ekki leiðast og kvartaði aldrei undan neinu. Hafði unun af því að dansa, spila bridge, föndra og taka þátt í leik og starfi eldri borgara í Kópavogi. Ein af síðustu færslum mömmu á Facebook lýsir henni mjög vel og æðruleysi hennar: Góði Guð, mig langar að taka eina mínútu af tíma þínum. Ekki til að biðja þig um neitt, heldur til að þakka þér fyrir allt sem ég hef og á. Hvíl í friði. Þinn sonur, Óskar Herbert. Þegar ákvörðunin var tekin að flytja utan í janúar 2012 komu upp blendnar tilfinningar. Til- hlökkun, gleði, spenningur en samt líka leiði og sorg. Þegar ég kvaddi landið var það að kveðja elsku ömmu eitt það erfiðasta. Ég hef kviðið fyrir þessum degi síðan ég flaug frá Íslandi, daginn sem símtalið myndi koma: amma er dáin. Ég náði þó að heimsækja hana nokkrum sinnum og heimsótti hún mig og strákana 2016 þegar Gunni minn fermdist. Ég gleymi því aldrei! Ég er svo þakklát fyrir að hafa deilt því með henni og að sjá hana. Það var yndislegur tími og ógleymanlegur fyrir alla. Við hlökkuðum til að fá þann heiður að vera með henni í ferm- ingunni hans Óskars á næsta ári en nú er það ljóst að amma verður einungis hjá okkur í anda og vakir yfir okkur. En ég veit að hún verður hjá okkur, stolt eins og alltaf með ríkidæmið sitt. Amma var allt, amma gat allt og amma gerði allt! Hún er ein af fáum konum sem ég hef alltaf litið upp til. Ég óskaði alltaf að ég gæti gert hlutina eins og amma. Að ég hefði þá hæfileika sem hún hafði; þolinmæði, jákvæðni og hugarfar sem var engu líkt. Hún gat töfrað fram allt það fallegasta af hand- bragði og alltaf með bros á vör! Alltaf tókst henni að hrífa mann upp úr skónum með einhverju sem hún prófaði að gera; skera út í tré … ekkert mál, hún bara rúll- aði því upp. Mála á alls konar efni- við … ekkert mál. Allt sem hún gerði var svo fallegt að það hálfa hefði verið nóg. Ég er óendanlega þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með henni. Allar klippingarnar sem ég gerði fyrir þig, ferðirnar sem við áttum saman þegar afi var veikur, öll samtölin, allar umræðurnar um allt sem á vegi okkar varð og ávallt verð ég þakklát fyrir það sem þú kenndir mér sem barn og fullorðin. Þú varst og verður alltaf mín fyrirmynd. Ég kveð þig með tárum, elsku amma, með þakklæti í hjarta, elsku amma. Ég kveð þig með faðmi, elsku amma. Ég kveð þig í hinsta sinn, elsku amma. Hvíl í friði, elsku amma mín. (Hólmfríður E.A. Gunnarsdóttir) Takk fyrir allt elsku amma, ég elska þig. Við sjáumst seinna. Þín Eygló. Elsku mamma mín, nú er kom- ið að kveðjustund og margar minningar sem eiga eftir ylja og lifa með mér. Ég trúi að pabbi, Nonni og Siggi hafi tekið vel á móti þér. Ekki er hægt að hugsa Hólmfríður Jóna Arndal Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.