Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist 6. október 1926 í Reykjavík. Hún andaðist 27. nóv- ember 2019 á Sól- túni. Foreldrar Guðrúnar voru Jón Júníusson, f. 1895, d. 1967, stýrimaður og k.h. Jónína Jóns- dóttir, f. 1900, d. 1983, húsfreyja. Bróðir Guðrúnar var Jón Atli, f. 1924, d. 1975, vélstjóri. Maki Súsanna Halldórsdóttir. Guðrún giftist 19. ágúst 1949 eftirlifandi eiginmanni sínum Páli Sigurðssyni, f. 9.11. 1925, bæklunarlækni og fv. ráðuneyt- isstjóra. Hann var sonur Sig- urðar Jónssonar sjómanns í Reykjavík, f. 1894, d. 1959, og k.h. Ingibjargar Pálsdóttur hús- freyju, f. 1900, d. 1975. Börn Guðrúnar og Páls eru tvíbur- arnir Jónína tannlæknir og Ingi- björg lyfjafræðingur, f. 14.12. 1949, Dögg hrl., f. 2.8. 1956, og tvíburarnir dr.med. Sigurður Páll geðlæknir og Jón Rúnar hrl., f. 15.11. 1960. Maki Jónínu er dr.med. Magn- ús Guðmundsson, lyf- og gigt- arlæknir. Börn: a) Guðrún Lilja viðskiptafræðingur, f. 1974, læknir, f. 1986, sem á með Peter Christian Nielsen blaðamanni Freyju Sif, f. 2012, og með Hilm- ari Laxdal tölvufræðingi Ástu Lilju, f. 2016; b) Sólrún Dögg heil- brigðisverkfræðingur, f. 1991, sem á með Þorra Jenssyni leikara Jens Erik, f. 2019; c) Páll Steinar háskólanemi, f. 1994; d) Sigrún Björk háskólanemi, f. 1997. Guðrún lauk stúdentsprófi með ágætiseinkunn frá MR 1946 og var dúx skólans. Hún lauk læknanámi í ársbyrjun 1955 og fékk lækningaleyfi 1958. Árin 1958-59 og 1965-69 kenndi hún líffæra- og lífeðlisfræði við Hjúkrunarskóla Íslands. Vet- urinn 1969-70 hóf hún sérnám í geðlækningum í Bristol í Eng- landi og fékk íslenskt sérfræði- leyfi í geðlækningum í janúar 1976, fyrst kvenna. Hún skrifaði sérfræðiritgerðina Sjálfsmorð á Íslandi 1962-1973. Guðrún var sérfræðingur í geðlækningum á Borgarspítala frá 1976 til starfs- loka 1996. Guðrún hélt fjölmarga fyrir- lestra um sjálfsvíg bæði hér á landi og erlendis. Hún var í stjórn Geðlæknafélags Íslands, sat í Barnaverndarráði og ritaði og ræddi í fjölmiðlum um geðheilsu og kristna trú enda biblíulestur og trúmál henni ætíð mjög hug- leikin. Útför Guðrúnar fer fram frá Neskirkju í dag, 6. desember 2019, og hefst athöfnin kl. 13. maki Geirlaugur Blöndal Jónsson siglingafræðingur, börn: Magnús Garð- ar, f. 2000, og Nína Dögg, f. 2002; b) Atli Páll tölvufræðingur, f. 1981, maki Mar- lena Magnusson leikskólakennari, börn: Oliver Atli, f. 2009, og Aurelia Lilja, f. 2011. Maki Ingibjargar er Helgi Þórhallsson efnaverkfræðingur. Synir: a) Páll eðlisverkfræðingur, f. 1970, maki Karítas Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, börn: Mel- korka Ingibjörg, f. 2000, Re- bekka Guðfinna, f. 2004, og Egill Breki, f. 2009; b) Þórhallur kenn- ari, f. 1977, maki Þórunn J. Júl- íusdóttir heimilislæknir, börn: Elín Dögg, f. 2009, Helgi, f. 2014, og Stefán, f. 2016. Dögg var gift dr. Ólafi Ísleifssyni, hagfræðingi og alþingismanni. Sonur: Páll Ágúst, f. 1983, lögmaður og prestur, maki sr. Karen Lind Ólafsdóttir, börn: Þórhildur Katrín, f. 2007, Dögg, f. 2012, Ólafur Páll, f. 2014, og Magnea Sigurborg, f. 2015. Maki Sig- urðar Páls er Ásthildur Sólborg Þorsteinsdóttir grunnskólakenn- ari. Börn: a) Guðrún Ágústa Mamma var engin venjuleg kona. Afburðagreind skaraði hún fram úr í námi. Fyrir hvatningu kennara og með dyggum stuðn- ingi foreldra sem bæði höfðu þráð að læra meira, en ekki átt þess kost, gekk hún menntaveginn þegar konur fengu almennt ekki tækifæri til þess. Hún dúxaði frá MR á aldarafmæli skólans. Tæpum áratug síðar lauk hún læknaprófi. Hvorki hún né pabbi létu það stoppa sig þó þeim fædd- ust tvíburar í miðju læknanámi og nutu þar mikilvægs stuðnings ömmu en milli þeirra mæðgna var einstakt samband. Tveimur ára- tugum eftir læknapróf varð hún fyrst kvenna til að fá íslenskt sér- fræðingsleyfi í geðlækningum. Mamma var því brautryðjandi og fyrirmynd. Starfsframa og -metnað setti hún þó til hliðar á annan áratug, sinnti börnum og búi og sá til þess með pabba að við systkinin kæm- umst til manns. Aldrei lét hún í ljós neina eftirsjá vegna húsmóð- uráranna. Raunar talaði hún aldr- ei um þann tíma öðruvísi en sem sjálfsagðan, eðlilegan og gefandi. Árið 1969 urðu þáttaskil. Pabbi ákvað að afla sér meiri menntunar og saman fóru þau með okkur yngri systkinin til Bristol í Eng- landi. Þar áttum við eftirminnileg- an vetur. Mamma fór aftur að sinna læknisfræði. Hún fór milli geðdeilda í Bristol, hóf sérnám í geðlækningum og varð geðlæknir. Til geðlæknisstarfa hennar þekki ég lítið. Vænt hefur mér því þótt síðustu daga um kveðjur frá koll- egum hennar og samferðafólki sem rifja upp hversu frábær sam- starfsmaður hún var og hve ein- staklega vel hún reyndist sjúk- lingum sínum. Mamma var falleg kona og smekkleg. Á húsmóðurárunum voru Hagkaupssloppar hennar heimafatnaður og hún átti þá marga. Utan heimilis, ekki síst eftir að hún fór að vinna, lagði hún metnað í að klæðast fallegum, vel sniðnum fötum úr vönduðum efn- um. Í mörg ár hafði hún aðgang að frábærri saumakonu, lét sauma á sig og raunar okkur systur stund- um líka, bæði dragtir og kjóla. Hún valdi alltaf litrík efni því henni fannst svart svo ljótt. Hún var tónelsk, hafði fallega sópran- söngrödd, söng lengi í kórum og hafði unun af. Hún var oftast glöð og kát en leyndi því illa ef henni mislíkaði. Mömmu verður ekki minnst án þess að nefna hversu trúuð hún var. Amma var sterktrúuð frá bernsku og gekk ung í söfnuð Sjö- unda dags aðventista. Mamma fékk því sterka trú með móður- mjólkinni. Sjálf gekk hún löngu seinna í söfnuðinn og var þar virk í starfi. Mamma hafði óbilandi trú á mætti bænarinnar. Hún kenndi okkur bænir, bað með okkur og var óþreytandi að brýna fyrir okk- ur mikilvægi þeirra. Mamma og pabbi voru einstök hjón og hjónabandið farsælt. Þau voru samrýnd, miklir félagar og traustir vinir. Mamma sagði að grunnur góðs hjónabands væri ást, traust og síðast en ekki síst virðing. Þau elskuðu, treystu og virtu hvort annað, takmarkalaust. Þegar heilsu mömmu hrakaði annaðist pabbi hana af einstakri ást og umhyggju þangað til verk- efnið varð honum ofviða. Um tíma voru þau aðskilin. En aftur sam- einuðust þau á Sóltúni og pabbi passaði upp á mömmu til hinsta dags. Guð blessi og geymi minningu mömmu. Dögg Pálsdóttir. Í dag kveð ég tengdamóður mína. Ég vil minnast hennar í þakklætisskyni fyrir að hafa notið þeirrar gæfu að kynnast henni. Allt frá fyrstu stundu er við Sigurður Páll felldum hugi saman lét hún mig finna að ég var vel- komin inn í fjölskylduna. Hún og Páll tengdafaðir minn létu mig finna að ég gæti leitað til þeirra með þær spurningar sem brunnu á mér. Þau voru alltaf ráðagóð og hreinskilin. Guðrún var merk kona í alla staði, víðlesin, fróð, trúuð og heið- arleg en einnig hispurslaus. Guðrún var af bænda- og sjó- mannafólki. Hún var svo heppin að góðir kennarar hennar hvöttu foreldra hennar til að hún fengi að leita æðra náms. Í þá daga voru það alls ekki örlög kvenna. Guð- rún ákvað, þrátt fyrir að hafa var- ið stórum hluta starfsævi sinnar í barnauppeldi, um miðjan aldur að helga sig geðlækningum. Í lækn- isstörfum sínum og rannsóknum á sjálfsvígum skein í gegn trú henn- ar og köllun að líkna fólki. Það að miðla von og kærleika var henni mikilvægt. Guðrún og Páll komu oft til okkar Sigurðar Páls þegar við bjuggum í Gautaborg. Þau komu alltaf með einhverja visku og skilaboð um að læra, kunna og kenna börnunum okkar. Ég lærði margt af henni og eitt dæmi var að gera hinn fullkomna rommbúðing sem er ómissandi eftirréttur hjá fjölskyldunni um jól og áramót. Guðrún og Páll nutu þess að dvelja hjá okkur öll áramót í Stigahlíð í húsinu sem þau byggðu og við Sigurður Páll síðan keyptum þegar þau minnk- uðu við sig. Ég mun gera búðing- inn í ár og nefni hann rommbúð- ing tengdamömmu. Elsku Páll. Öll syrgjum við en missir þinn er mestur. Guðrúnu kveð ég með virðingu og þökk í huga. Blessuð sé minning hennar. Ásthildur Sólborg Þorsteinsdóttir. Nú er amma farin. Við sitjum eftir með söknuð í hjarta. Það er huggun að á hennar nýja stað líð- ur henni vel. Það voru forréttindi að eiga ömmu. Hún var svo lífsglöð, stað- föst, athafna- og stjórnsöm. Vildi aldrei missa af neinu. Það eru í raun nokkur ár síðan amma fór. Það byrjaði hægt. Fyrst gleymdi hún barnabörnun- um, svo börnunum. Síðast gleymdi hún afa. Það var sárast. Amma var ákveðin, greind, sér- stök, í raun einstök kona. Hún var góður námsmaður og naut þess að læra. Henni gekk vel í námi, varð dúx á stúdentsprófi, fór í læknis- fræði, sérhæfði sig í geðlækning- um meðfram því að giftast afa, eignast með honum fimm börn á 11 árum og koma upp heimili. En hún var lánsöm. Átti ynd- islega móður sem studdi hana í einu og öllu, valdi sér frábæran eiginmann sem bar hana á hönd- um sér eftir að hann náði í hana. Amma sagði sjálf að afi hefði náð í hana því hún var lítið að pæla í hinu kyninu vegna metnaðar í námi. Afi sá ekki sólina fyrir ömmu. Ef hún vildi eitthvað þá varð það þannig. Þau eignuðust tvíburastelpur stuttu eftir að þau giftu sig. Þær hafa alltaf verið kallaðar Inga og Nína. Afi vildi skíra þær það en amma vildi að þær hétu ömm- unöfnunum. Þær voru skírðar Ingibjörg og Jónína og það ekki rætt frekar. Fyrst um sinn bjuggu þau sitt í hvoru lagi, afi hjá foreldrum sín- um í Mjölnisholti og amma hjá sínum foreldrum í Meðalholti. Amma fékk mikla hjálp með stelp- urnar frá langömmu Jónínu. Þær voru mjög nánar. Eftir að afi og amma fóru að búa töluðust þær við oft á dag. Síðar fæddist þriðja stelpan, Dögg. Barnaskarinn var fullkomnaður með tvíbura- strákum, Jóni Rúnari og Sigurði Páli. Amma fékk ömmutitilinn í 44 ára afmælisgjöf þegar Inga átti son sem var að sjálfsögðu skírður Páll í höfuðið á afa. Það bættist í barnabarnaskarann næstu árin og þau urðu að lokum níu, fædd 1970- 1997. Flest okkar eru nú foreldr- ar. Barnabarnabörnin eru orðin 17. Amma var ekki sérstaklega sátt við langömmutitilinn árið 2000 og vildi að langömmubörnin kölluðu hana ömmu Unnu. Amma hafði sterka trú sem varð enn sterkari eftir að hún missti móður sína 1983. Ömmu var annt um að afkomendur henn- ar væru líka sterkir í sinni trú. Við vorum ekki gömul þegar hún kenndi okkur faðirvorið, Ó, Jesús bróðir besti og kristin fræði. Það var alltaf gaman að hitta afa og ömmu og vera með þeim. Þau fóru oft með okkur í sum- arbústaðinn í Grímsnesi. Þá var farið í sund á Selfossi og við feng- um ís eftir sundið. Minningar frá bernsku með afa og ömmu eru fal- legar og sólríkar. Þegar við urðum eldri urðu samskiptin dýpri. Það var gaman að ræða við þau. Amma lá ekki á skoðunum sínum, trúði á hrein- skilni og lét vita hvernig henni lík- aði það sem við gerðum hverju sinni. „Oft má satt kyrrt liggja“ var ekki til í hennar huga. Fjölskyldan skipti hana miklu máli. Við vorum alltaf í bænum hennar. Hún bað til Guðs oft á dag um að við villtumst ekki af leið heldur fetuðum þann veg sem hún taldi farsælastan. Við erum þakklát fyrir að hafa átt hana að, þakklát fyrir að hún hefur fengið frið og er komin til Föðurins á himnum. Páll Helgason, Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Atli Páll Magnússon. Elsku amma Unna. Það eru fá- ir sem hafa haft jafn djúpstæð áhrif á líf mitt og þroska og þú. Ég fékk nafn þitt í vöggugjöf og var sagt að ég héti í höfuðið á Guð- rúnu Jónsdóttur dúx MR sem var bráðgáfuð og fékk 16 í anatómíu- prófinu í læknisfræði. Þú varst kvenskörungur, eignaðist fimm börn og varst fyrsta konan sem fékk íslenskt sérfræðileyfi í geð- lækningum. Það var fyrst á fullorðinsárum að mér fór að þykja þessi ferilskrá merkileg. Þegar ég var yngri vor- uð þið afi löngu komin á eftirlaun og lifðuð lífinu lifandi. Þið voruð einstök hjón, ætíð ástrík og sam- rýnd, mínar fyrirmyndir í svo mörgu. Þið nutuð stuðnings hvort af öðru í lífi og starfi, fóruð í spennandi ferðalög, voruð alltaf sólbrún og sæt þegar við hittumst. Heimili ykkar var fullt af myndum og minjum frá framandi slóðum. Þú sýndir stolt myndaalbúmin og bauðst upp á gotterí með ferða- sögunum. Þú varst gjafmild og góð, brosmild og hjartahlý. Þér þótti gaman að syngja. Þið afi gáf- uð mér gítar, komuð píanói inn á heimilið og fylltuð þannig líf okkar tónlist. Við vorum trúnaðarvinir, ég treysti þér fyrir stóru sem smáu. Við ræddum mikið um nám og störf. Spurð um velgengni og dugnað í námi bentir þú á að þér hefði bara þótt svo gaman að læra. Þú sagðist hafa verið lánsöm að fá tækifæri til að læra og það hefði verið svo skemmtilegt. Þú gafst mér bækur eins og Önnu í Grænu- hlíð og Pollýönnu. Pollýanna mót- aði mig mikið sem barn. Ég finn það núna hvað ég sakna hennar, þessarar einstöku bjartsýni og eiginleikans að sjá hið jákvæða í hverju sem á gengur. Þið afi byggðuð bústaðinn fyrir austan og Stigahlíðina löngu áður en ég fæddist. Báðir staðir römm- uðu inn lífið á mikilvægum tímum. Ég er óendanlega þakklát fyrir að pabbi keypti af ykkur Stigahlíð- ina. Ég vona að húsin haldist í fjöl- skyldunni til að halda minningun- um lifandi og fleiri kynslóðir njóti góðs af. Ég hugsa að þér þætti vænt um það. Í fjölmörgum ferðum austur í Grímsnes kenndir þú mér landa- fræðina á leiðinni. Ég mun seint gleyma heitum fjallanna og hvar Sogið mætir Hvítá og myndar Ölf- usá. Við fórum einnig í skemmti- legar ferðir á þínar æskuslóðir á Eyrarbakka og Stokkseyri og í Selið í Öræfum, þar sem þú varst í vist. Það var gaman að hlusta á þig rekja ættfræði, þú gast talað út í eitt og hafðir alltaf eitthvað merkilegt að segja. Ég mun halda áfram að minn- ast þín á ferðalögum um Ísland og í samræðum við dætur mínar um lífið og tilveruna. Ég skal minna þær á hvað þær eru lánsamar að fá að læra og reyna að smita þær með námsgleðinni og syngja með þeim „það er leikur að læra“. Þú lagðir mikið upp úr að við lærðum faðirvorið og bænaversin. Þú baðst fyrir friði á jörðu og að allir í fjölskyldunni myndu eignast reglusaman og traustan maka. Ég skil bænirnar betur í dag og öf- unda jafnvel þína óbilandi trú og reglulega bænaiðkun. Það er mik- ilvægt að þakka fyrir allt það góða í lífinu. Trúin hjálpar fólki að tak- ast á við veikindi, sorg og missi. Trúin gerir dauðann bærilegri, því auðvitað ertu loksins komin til Guðs þíns og vakir yfir okkur. Guðrún Ágústa Sigurðardóttir. Við kveðjum elsku ömmu Guð- rúnu með bænaversunum sem hún kenndi okkur. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Guðrún Á., Sólrún Dögg, Páll Steinar og Sigrún Björk. Með Guðrúnu Jónsdóttur er gengin mikilhæf og eftirminnileg kona, elskuð af fjölskyldu sinni og dáð af skjólstæðingum sínum. Guðrún var af alþýðufólki kom- in en braust til mennta og náði að skara fram úr á sviði læknisfræði hér á landi. Hún stóð traustum fótum í Bergsætt sem Guðni Jóns- son gerði skil í ritum sínum um ættir, bólstaði og búendur á Eyr- arbakka og Stokkseyri. Segir Guðni í formála Bergsættar tón- listarhæfileika og kvenlega fegurð meðal ættareinkenna. Guðrún átti auk þess ættir að rekja til Vestur- Skaftafellssýslu en þaðan var móðurafi hennar, Jón Einarsson bóndi, formaður og hreppstjóri frá Heiði á Síðu, faðir Jónínu, móður Guðrúnar, og hins kunna menningarfrömuðar Ragnars í Smára. Guðrún lauk stúdentsprófi með ágætiseinkunn frá MR 1946 og var dúx skólans. Lauk hún lækna- prófi 1955. Skaraði hún fram úr í námi og aðdáun vakti afburðaár- angur hennar í líffærafræði, an- atómíu, sem hún lauk með hæstu einkunn, 16 á Örsteðskvarða. Hún hlaut sérfræðileyfi í geðlækning- um 1976, fyrst kvenna hér á landi. Hún braut blað með sérfræðirit- gerð sinni um sjálfsvíg á Íslandi 1962-73. Sýndi hún áræði og kjark með því að opna umræðu um við- kvæmt svið sem áður hafði nánast ekkert verið ritað um hér á landi. Má telja hana meðal brautryðj- enda í íslenskri læknisfræði. Guð- rún var sérfræðingur í geðlækn- ingum á Borgarspítalanum 1976 til starfsloka 1996. Óhikað sneri hún aftur læknisstarfa eftir að hafa verið húsmóðir á stóru heim- ili. Guðrún tjáði sig með hrein- skiptnum hætti. Hún var einlæg í iðkun á kristinni trú og var þraut- lesin í Biblíunni. Hún trúði á mátt bænarinnar og hefur hin sterka trúarsannfæring hennar vafalaust komið að góðu haldi við meðferð á fólki í erfiðri andlegri glímu. Guðrún bjó við hamingju í einkalífi. Hún giftist skólabróður sínum Páli Sigurðssyni, bæklun- arlækni og ráðuneytisstjóra, og nýlega fögnuðu þau 70 ára brúð- kaupsafmæli. Börnin fimm bera eðliskosti foreldra sinna, tvennir tvíburar, Inga og Nína og Siggi og Nonni, og Dögg á milli þeirra. Guðrún og Páll áttu fagurt menn- ingarheimili í Stigahlíð 89 og at- hvarf í sumarhúsinu í Grímsnesi. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Guðrún og Páll voru hvort öðru allt, stóðu þétt saman allt frá ung- lingsárum í menntaskóla, gegnum lífið í starfi, á heimili og með börn- um og öðrum afkomendum. Að- dáun vakti sú umhyggja sem Páll sýndi Guðrúnu eftir að heilsu hennar tók að hraka. Pétur Kjart- ansson, frændi Páls, rifjaði fyrir skemmstu upp við mig þegar þau Guðrún og Páll fóru saman í skól- ann. Páll kom úr Mjölnisholti, sótti Guðrúnu í Meðalholtið og þaðan gengu þau saman niður í Menntaskólann í Reykjavík. Síð- an gengu þau saman langan ævi- veg tengd órofa böndum. Að leiðarlokum kveð ég Guð- rúnu með alúð og þakklæti. Páli, systkinunum fimm og öðrum ást- vinum færi ég innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Guðrúnar Jónsdóttur. Ólafur Ísleifsson. Haustið 1970 kom ný stelpa inn í 2. bekk Z í Kvennaskólanum í Reykjavík og tók fljótt við for- ystuhlutverki bekkjarins. Þarna var komin Dögg Pálsdóttir, en hún hafði dvalið fyrra skólaárið með foreldrum sínum – Páli lækni Sigurðssyni og Guðrúnu Jóns- dóttur – í Bristol á Englandi, en þar var Guðrún í sérnámi í geð- lækningum. Með okkur Dögg tókst fljótt vinskapur sem styrktist enn frek- ar þegar við urðum samferða í Menntaskólann við Hamrahlíð að loknu landsprófi. Stigahlíð 89 var æskuheimili Daggar vinkonu minnar og þar hitti ég Guðrúnu móður hennar fyrst. Í Stigahlíðina var gott að koma og þar var öllum gestum og gangandi tekið af mikilli rausn. Heimilið var stórt og myndarlegt, enda börnin mörg og fylgifiskarn- ir því margir. Þegar ég kom þar inn hafði bæði tengdasonur og fyrsta barnabarnið bæst í hópinn. Nóg var plássið. Samband þeirra Guðrúnar og Páls auðkenndist af gagnkvæmri virðingu og ást, sem hafði ekki kulnað frá því í mennta- skóla. Heimilisbragurinn bar þess glöggt vitni. Guðrún var sterkur persónu- leiki, sem hafði mikil áhrif á allt umhverfi sitt. Afburðagreind, atorkusöm og kom skoðunum sín- um á framfæri á einarðan hátt. Hreinskiptin og kröfuhörð, en líka hlý og umhyggjusöm. Hún talaði við okkur unga fólkið tæpitungu- laust og lét sig varða hvað við höfðumst að, vildi að við stæðum okkur vel og hafði metnað fyrir okkar hönd. Hún var skemmtileg kona. Naut sín vel í góðra vina hópi, enda afar félagslynd. Svo var það trúin sem var henni svo mikilvæg. Hún hafði sína sterku lífssýn, hvernig hún gæti bætt sjálfa sig og miðlað öðrum. Það er öllum nauðsynlegt í upp- vexti sínum að eiga ættingja og vini sem gefa manni með viðmóti sínu og orðum uppörvun og vissu um að maður sé metinn að verð- leikum. Þannig var Guðrún ávallt gagnvart mér. Hún var heilsteypt kona til orðs og æðis. Æðrulaus og róleg, með frið í hjarta mætti hún sínu skapa- dægri. Ég þakka Guðrúnu samfylgd- ina og þann velvilja sem hún sýndi mér alla tíð. Ragnhildur Skarphéðinsdóttir. Guðrún Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.