Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 enn í dag og hittumst við reglu- lega yfir bjór og hamborgurum, heima hjá Bergi. Ég var líka svo heppinn að kynnast hinni góðu fjölskyldu Bergs sem hefur alltaf tekið mér opnum örmum. Berg- ur var fram að þrítugu mikill íþróttamaður, en hann var nán- ast góður í öllum greinum sem hann prófaði, ég hins vegar hafði lítinn áhuga enda aldrei kunnað með bolta að fara, en okkur skorti samt aldrei umræðuefni. Bergur og Helena byrjuðu að rugla saman reytum í lok grunn- skólans og hafa átt gott samband alla tíð síðan. Við áttum nokkra samleið í barneignum og höfum við fjölskyldurnar átt margar góðar stundir saman. Þannig héldum við saman upp á áramót fyrir nokkrum árum þar sem við áttum yndislega stund og nutum þess að fylgjast með ungviðinu okkar skemmta sér fram á ný- ársnóttina. Við töluðum reglulega saman og þá töluðum við yfirleitt lengi. Oft varð að taka pásur og hringja aftur. Bergur sagði oft við mig að það væri svo gott að tala við mig og að við þekktumst svo vel. Þessi orð eru lýsandi fyrir samskipti hans við aðra og hlýja nú að honum gengnum. Í síðasta símtali sem ég átti við Berg ræddum við um börnin okkar. Hann sagði ljósa punkt- inn við að hann væri mikið heima við vera að hann væri alltaf heima þegar börnin hans kæmu heim og hann hefði alltaf tíma fyrir þau. Ég hef hugleitt þessi orð ásamt öðrum og vona að ég nái að beina lífi mínu í þær áttir sem vinur minn opnaði fyrir mér með tilvist sinni. Farðu vel, vinur minn Bergur. Guðmann. Fyrir nokkrum dögum feng- um við þær fréttir að góður vin- ur og liðsfélagi, Bergur Emils, hefði kvatt okkur. Fréttirnar tóku á og það var erfitt að með- taka þær. Frá því að tíðindin bárust höfum við rifjað upp og yljað okkur við óteljandi minn- ingar um Berg og þær stundir sem við áttum saman í Val, þar sem við æfðum saman körfubolta frá unga aldri, allt upp í meist- araflokk. Fyrir okkur sem unga drengi var körfubolti og allt sem honum tengist lífið, hvort sem það voru æfingarnar sjálfar, keppnisferðir út á land eða til útlanda, klefas- temningin, samveran, liðspartí eða annað sem tengist því að vera partur af liði. Og í okkar hópi var Bergur fyrirliði liðsins. Sögurnar eru óteljandi og fyr- ir okkar hóp þarf ekki nema eitt stikkorð eða eina setningu til að rifja þær upp og framkalla bros. Sögur af páskaegginu í Svíþjóð, ófærð á Ísafirði eða Egilsstöð- um, liðspartí í Seiðakvísl heima hjá foreldrum Bergs auk margra annarra sem fæstar eru prent- hæfar. Sögurnar eiga það þó all- ar sameiginlegt að í þeim var Bergur miðpunkturinn og alltaf hrókur alls fagnaðar. Bergur var leiðtogi liðsins. Inni á vellinum var Bergur fremstur meðal jafningja. Hann dreif liðið áfram og eigum við báðir honum mikið að þakka því ekki vildum við bregðast fyrirlið- anum inni á vellinum. Þar var Bergur mikil fyrirmynd sem lagði hart að sér á æfingum og hafði óbilandi keppnisskap og metnað fyrir hönd liðsins. Berg- ur var töffari sem við fylgdum í gegnum súrt og sætt. Þrátt fyrir mikið keppnisskap naut Bergur sín best inni í klefa með liðinu. Þar sátum við oft löngum stundum eftir æfingar þangað til Baldur og Ella þurftu að læsa gamla salnum á Hlíð- arenda. Þar var Bergur í essinu sínu, ávallt laufléttur og skemmtilegur. Bergur var góður drengur. Eftir að Bergur veiktist fyrir nokkrum árum og hafði ekki þrek í að spila körfubolta með okkur þótti okkur ómetanlegt þegar hann kíkti á okkur eftir æfingar þar sem við spjölluðum saman, rifjuðum upp gömul af- rek innan vallar sem utan. Auð- velt var að sjá að Bergur naut þessara stunda einnig því á Hlíð- arenda var hann á heimavelli. Bergur var Valsari inn að beini. Við vottum Helenu og fjöl- skyldu Bergs samúð. Minning um góðan dreng og vin lifir í hugum okkar allra sem spiluðum körfubolta með Begga. Ólafur Jóhannsson, Guðmundur Björnsson Skilgreiningin á orðinu goð- sögn samkvæmt íslenski nútíma- orðabók er: „Nafnkunn persóna eða fyrirbæri sem ljómi leikur um.“ Bergur Már Emilsson, eða Bergur Emils eins og ég kallaði hann alltaf, var algjör goðsögn í mínum augum. Á mínum táningsárum varð Bergur Emils allt í öllu í körfu- boltanum í Val, fyrirliði mfl. karla 1998, þeirra helsti drif- kraftur. Bergur hafði þann ein- staka eiginleika að vera ekki að- eins góður þjálfari heldur um leið félagi og sannkölluð fyrir- mynd yngri 15 ára körfubolta- strákanna sem hann þjálfaði og mættu á leiki til að styðja Val. Á sama tíma hélt hann uppi mikl- um og góðum aga í flokknum. Bergur Emils gaf mér fyrsta tækifærið í þjálfun um aldamótin þegar ég fór að þjálfa minnibolta í Val. Það hafði gríðarleg áhrif á mig og ýtti mér út í frekari þjálf- un og íþróttamenntun. Það fæ ég honum aldrei almennilega þakk- að. Blessuð sé minning goðsagn- ar, Bergs Más Emilssonar. Ragnar Vignir. Kæri Bergur. Síðustu daga hef ég nokkrum sinnum ætlað að hringja eða senda skilaboð, um eitthvað í takt við húmor okkar, eins og við gerðum svo oft. Snörpu símtölin þegar ég var á ferðinni eða gleðiríku föstudags- símtölin. Ég er að átta mig á því að það verður ekki aftur. Það mun taka mig langan tíma að skilja til fulls. En ég vona að ég geti í nokkrum orðum rammað inn myndina af þér í huga mér og deilt með Helenu og börn- unum, því það er mér mikilvægt að fallegu börnin ykkar gleymi aldrei stærstu þáttum persónu þinnar. Eins og ég sagði þér oft þá ertu fyndnasti vinur minn, og það er ekki vegna þess að aðrir vinir mínir séu svo leiðinlegir. Ég man bara ekki eftir að hafa átt samskipti við þig án þess að þú værir þar brosandi og hlát- urinn ómaði. Það verður alltaf sterkasta minningin um þig, kæri vinur. Það voru ekki til stór vanda- mál í þínum huga, þótt þú værir að glíma við svo erfiða hluti, allt var leysanlegt og ekki ástæða til að eyða samverustundum í leið- indi, og aldrei vildir þú væla í mér eða öðrum yfir þinni erfiðu baráttu. Ég man ekki hvort ég sagði þér það en tónlistarsmekkur þinn fannst mér stundum smá hræðilegur, fyrirgefðu vinur en það var bara ekki þitt svið, mað- ur getur víst ekki haft allt En ég man hvað þú talaðir vel um allt fólkið þitt. Flest voru orðin samt um Helenu þína og fallegu börnin ykkar. Hvað þú varst alltaf einlægt skotinn í og stoltur af Helenu, ástinni þinni í gegnum lífið, hve falleg hún væri og frábær mamma. Og öll falleg- ustu orðin um börnin þín, sem þú varst svo óendanlega stoltur af. Matthías, sami ljúflingurinn og þú, Emil með grallarabros þitt og Ísabella, fegursta litla prins- essan þín. Þér var svo mikið mikilvægt að þau væru umfram allt hamingjusöm, annað skipti litlu máli. Þú varst alltaf fyrsti kostur þegar mig langaði að segja frá einhverju fyndnu sem á daga mína hafði drifið, og þótt ég hringdi til að heyra í þér og af líðan þinni var það meira ég sem talaði, því þú bæði kunnir og vildir hlusta, en aðallega sýna áhuga þannig að maður fann svo sterkt umhyggjuna. Ég skildi alltaf við þig glaðari, sáttari en ég var fyrir samtalið, eftir að þú hafðir ausið yfir mann hrósi. Og hvernig getur það verið svo, þeg- ar maður veit í hverju þú varst að berjast, að þú hafir alltaf vilj- að láta öðrum líða betur – það er einstakur hæfileiki. Ég sakna þín svo innilega mikið, kæri vinur. Í dag á ég bara allar góðu minningarnar um þig og myndina af góðum vini, alltaf brosandi, með hár- lokkinn fram á ennið að segja mér skemmtilega sögu með miklum handahreyfingum og af og til í frásögninni brast fram hlátur þinn. Ég held að þú hafir aldrei sagt söguna um geitina sem réðst á mig (eins og þú kaust að kalla það) í dýragarð- inum í Berlín án þess að springa úr hlátri nokkrum sinnum, sama hve oft sú saga var nú sögð. Þú varst góður vinur sem vildi alltaf aðstoða, og með þetta fallega geðslag. Og þau sem eru svo mikið heppin að eiga minningar um þig vita að hér er engum orð- um ofaukið, svona varstu, hvert orð satt, þessi einstaki ljúfi vinur og persóna. Erlendur Þór Gunnarsson. Mig langar með nokkrum orð- um að kveðja vin minn hann Berg. Ég kynntist Bergi sumarið 2017 þegar ég fluttist til Reykja- víkur frá Keflavík í gegnum Kalla mág hans sem er einn af mínum bestu vinum. Við vissum hvor af öðrum í gegnum Kalla og einnig mundi ég eftir honum úr körfunni síðan í gamla daga. Það leið ekki á löngu þar til Bergur bauð mér inn á heimili þeirra hjóna og því- líkar móttökur. Sjaldan hefur mér liðið eins og fjölskyldumeð- lim eftir svo stutt kynni, en þangað var ég síðan ávallt vel- kominn. Grillboð, brunch, kaffi- stopp, kaldur á kvöldin, þessum stutta tíma mun ég aldrei gleyma. Bergur var alltaf hress, alltaf jákvæður og brosandi og alltaf stutt í grínið og sögurnar. En það sem einkenndi hann, að mér fannst, var hvað hann var upp- byggjandi, hann talaði í lausnum, taldi manni endalausa trú um að maður gæti gert allt sem mann langaði til. Svo jákvæður að það var aðdáunarvert. Við áttum oft gott spjall og alltaf gat ég opnað mig fyrir hon- um, ekkert var „off limits“ og traustið var alltaf 100% og ég vildi að ég hefði getað þakkað honum meira fyrir þennan tíma. Við Kalli smíðuðum körfu- boltapall fyrir flottu strákana hans tvo, Matthías og Emil, og yndislegu dóttur, Ísabellu. Ég var alltaf mjög þakklátur fyrir að hann og Helena hefði fengið okkur í verkið og treyst fyrir því, en traustið var greinilega mikið þar sem Bergur sá til þess að við unnum aldrei lengi í senn án þess að láta okkur nærast á Eg- ils Gulli á milli. Ég mun ætíð geyma þessar minningar og vera þakklátur Bergi og Helenu fyrir þessar frábæru stundir. Vil ég að lokum votta Helenu og börnum, móðir hans Birnu og fjölskyldum þeirra samúð mína. Takk fyrir samfylgdina, Berg- ur. Guðmundur Vals. Bergur Már Emilsson var uppalinn Valsmaður og lék með öllum flokkum félagsins í körfu- bolta, ásamt því að spila ungur fótbolta með Víkingi og hand- bolta í Val. Hann lék 130 leiki með meistaraflokki Vals og 27 yngri landsleiki fyrir Ísland. Það kom fljótlega í ljós að Bergur var mikið körfubolta- og leið- togaefni. Hann var að jafnaði fyrirliði í sínum hópi og var ann- ar af fyrirliðum í yngra landsliði Íslands í körfubolta (árg. 1976) sem náði frábærum árangri, m.a. í Tyrklandi 1993. Bergur var skynsamur, sterkur og góður skotmaður og traustur liðsmað- ur. Hann var jákvæður, kapps- fullur og stútfullur af gaman- semi. Hann var afar uppátækjasamur og því eftir- sóknarvert að vera í kringum hann til að vera nærri gleðinni. Sögur af uppátækjum Bergs og litskrúðugar lýsingar hans á at- burðum eru mikið skemmtiefni. Bergur þjálfaði einnig alla flokka Vals í körfubolta og snilligáfa hans til að ná til barna var mikil. Hann er einn af fáum sem geta með persónutöfrum sínum laðað til sín börn og fengið þau til að líða vel í íþróttum. Nú á síðustu dögum hafa margir Valsarar komið að máli við mig og sagt mér sögur af því hvernig Bergur fékk viðkomandi til að æfa íþróttir og mótaði þannig líf, feril og persónuleika þeirra. Erfitt er að þakka að fullu fyrir slíkt. Hann var með góða hæfileika í samskiptum og gat bjargað sér úr ólíklegustu aðstæðum. Þegar öll sund virtust lokuð fann Beggi leið til að komast áfram og tala fólk til. Undirritaður þjálfaði Berg í mörg ár og oft var mikil eftirvæntingin hjá mér að hitta Begga á æfingu til að segja hon- um frá einhverju smáatviki eða skondnum aðstæðum til þess eins að fá viðbrögð hans. Þau gátu verið svo stórsniðug. Berg- ur lifði í núinu og hafði takmark- aðar áhyggjur af fortíð eða fram- tíð. Hann var farinn að lifa í núvitund nokkru áður en fræði- menn gerðu sér grein fyrir að slíkt fyrirbæri væri yfirhöfuð til. Bergur var einstakur eðaldreng- ur og þannig einstaklingar auka lífsgæði allra. Á síðustu árum hafa samskipti okkar verið minni, en þegar við ræddum saman í síma var rifjað upp og hlegið. Hann sagði mér stoltur frá börnunum og hversu þakklátur hann væri fyrir kær- leika og styrk Helenu. Hann vildi lítið ræða um veikindi sín. Frekar vildi hann hlæja, gera lauflétt grín að sjálfum sér, okk- ur og vinahópnum. Það er með djúpum söknuði sem við kveðj- um kæran vin. Fyrir hönd Vals vil ég þakka Bergi og fjölskyldu hans fyrir alla þá miklu vinnu sem hann, Emil faðir hans og fleiri lögðu á sig fyrir félagið. Án þátttöku Bergs væri Valur fá- tækara og svipminna félag. Minning um einstakan dreng mun lifa með okkur um ókomna tíð. Ég veit og vona að þegar vinahópurinn hittist í ókominni framtíð verði sögur frá Begga sagðar. Þær eru einfaldlega of skemmtilegar til að gleymast. Við Valsmenn sendum fjölskyldu Bergs okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Hvíl í friði kæri vinur – við leikum allir saman. F.h. körfuknattleiksdeildar Vals, Svali Björgvinsson. Mann setur hljóðan. Yndisleg- ur eiginmaður og faðir farinn. Við Rikki kynntumst Helenu og Bergi árið 2008 þegar strákarnir okkar voru tveggja ára grisling- ar, hlaupandi um í flugvél á leið til Berlínar, borgar sem var heimili okkar allra næstu árin. Við fundum fjölskyldu í þeim, svona vini sem maður eignast fjarri heimahögunum. Yndis- legra fólk er ekki auðfundið, svona fólk sem kann að sam- gleðjast án þess að öfunda og samhryggjast án þess að vor- kenna. Elsku yndislega Helena mín, þú ert mér óendanlega kær vinkona, ég er þakklát almættinu fyrir ferðina okkar í Legoland í sumar þar sem ég kynntist betur dásamlegu börnunum ykkar þremur, Matthíasi Má, Emil Má og Ísabellu. Það sem ég dáðist að því hvernig þú komst fram við þau, af yfirvegun virðingu og ást, stórkostleg móðir hugsaði ég. Mikið var ég líka glöð þegar þú komst til Icelandair, fá að um- gangast þig í starfi ekki síður en leik. Við fjölskyldan sendum ykkur öllum sem standa Bergi og Helenu næst hjartans sam- úðarkveðjur, ríkidæmið felst í ykkur sem standið núna saman á þessum erfiðu tímum. Berglind Jónsdóttir. Glaðlyndur, áræðinn, hlýr. Það má lýsa Bergi Má Emilssyni með mörgum orðum, sem öll eru á þann veg að þau lýsa eiginleik- um og mannkostum sem gera líf okkar hinna bjartara og betra. Samt er það svo að orðin öll hrökkva skammt og merking þeirra verður svo takmörkuð þegar horft er á bak ástvinum í blóma lífsins – orðin ein fanga illa það sem er svo persónubund- ið og einstakt. Eiginmaðurinn, pabbinn, sonurinn, bróðirinn, vinurinn og félaginn Bergur Már Emilsson var mörgum kostum gæddur og hann var örlátur á sjálfan sig – þess vegna er sökn- uðurinn mikill og margra. Bergi kynntist ég þegar hann var lítill og skemmtilegur hnokki, rúmlega 10 ára. Við Sól- veig systir hans fylgdumst með honum, stundum í nánd og stundum úr fjarlægð, breytast í lífsglaðan ungling, íþróttagarp, frekar áhugalítinn viðskipta- fræðinema í háskóla – en þegar því námi lauk þeim mun áhuga- samari var hann um heilsufræð- ina sem hann nam í Berlín, ham- ingjusaman eiginmann, ástríkan föður. Á allri þeirri vegferð þroskaði Bergur með sér þá eig- inleika sem gerðu hann að ein- staklingi sem aðrir sóttu til: stuðning, hvatningu, velvild, besta félagsskap sem völ var á. Sjónarhornið á hvort heldur voru mál dagsins eða eilífðarinn- ar var oft óhefðbundið, en ígrundað og einkenndist af æðruleysi hans gagnvart sjálfum sér og almennum velvilja í garð annarra. Það er lýsandi fyrir Berg að á stundum tók hann ákvörðun um að víkja sér alfarið undan því að hlusta á almennan fréttaflutning og dægurmálaum- ræðu, sagði það beina athygli og orku frá því sem meiru skipti fyrir heilbrigði og hamingju ein- staklingsins og inntakið í sam- skiptum manna í millum, – því sem Bergur taldi að skipti raun- verulega máli í stóra samheng- inu. Þau lífsgildi réðu því einnig að þegar Emil faðir hans veiktist af sjúkdómi, sem á endanum lagði hann að velli eftir nokkurra mánaða harða rimmu, ákvað Bergur að gera hlé á náminu í Berlín. Hann vissi að sú glíma myndi bara enda á einn veg, kom heim og tók sér stöðu við hlið pabba síns og var þar um margra mánaða skeið og allt þar til yfir lauk. Það fallega og nána samband átti sér síðar spegil- mynd í sambandi Bergs við eigin börn – hann var þeirra besti vin- ur. Við fráfall Bergs Más Emils- sonar er missir Helenu og fal- legu ungu barnanna þeirra, Matthíasar Más, Emils Más og Ísabellu – og fjölskyldunnar allr- ar, ekki síst Birnu Bergsdóttur – mikill og sár. Sorgin ristir djúpt, yfir örlögum sem eru sannarlega óskiljanleg og ósanngjörn – en það er ekki spurt um sanngirni og fyrirvarinn enginn. Megi guð auðsýna þeim mildi, sefa sökn- uðinn og veita þeim stuðning og þrek. Minningin um Berg Má Emilsson, þann góða og fallega dreng, sem brosti breitt við líf- inu, mun lifa með okkur öllum. Guðmundur Árnason. Mér er þungt í hjarta að kveðja kæra móðursystur mína, Hebu Júl- íusdóttur. Þrátt fyrir sorgina birtast mér margar fallegar minningar af stundum með henni. Ég minnist reglu- legra heimsókna með foreldrum mínum á heimili Hebu forðum daga, á Hjarðarhaga og síðar í Nóatúni, oft á jólum með börn- Heba Helena Júlíusdóttir ✝ Heba fæddist25. janúar 1937. Hún lést 14. nóvember 2019. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. um hennar og barnabörnum. Sér- staklega er mér minnisstæður sá góði tími sem hún og Gísli seinni mað- ur hennar áttu saman, þegar þau höfðu bæði heilsu til að njóta samver- unnar með ungum barnabörnum og voru höfðingjar heim að sækja. Það var hlýleiki og gleði í þeim samverustund- um. Þegar ég var barn sýndi Heba mér eftirminnilega og sér- staka hlýju, með einföldum leið- um sem ná til barnsins. Þegar ég varð eldri tók ég að skynja betur hve áhugaverður og djúp- ur persónuleiki Heba var. Heba var lífsreynd og ég sótti mikla ánægju í að spjalla við hana um stór mál og smá, en í samræðum naut einstök kímnigáfa hennar sín vel. Hún sagði stundum sög- ur af dvöl sinni í Bandaríkjunum á yngri árum sem ég hafði unun af. Hún var auðvitað líka á heimavelli í bandarískri menn- ingu, og þegar ég gutlaði við gít- arspil á unglingsárum lánaði hún mér forláta vínylplötu með blús- aranum BB King. Ég held að við Heba höfum bæði fundið kátínu í blúsnum hans BB King og svo einhvern húmor fyrir okkur sjálfum í óvæntu sameiginlegu áhugamáli. Þegar ég hélt sjálfur til náms í Bandaríkjunum með minni fjölskyldu seinna meir var Heba sérstaklega áhugasöm, styðjandi og miðlaði reynslu sinni til mín af örlæti. Þegar ég kom heim eftir þá langdvöl hafði heilsu Hebu hrak- að. Þar var sjónmissirinn hennar versti fjandi, en vegna hans átti hún erfiðara með að njóta sjálf- stæðis og dægradvalar sem skipti hana miklu. Þrátt fyrir þetta hélt Heba alltaf sinni reisn. Meðan hún gat gekk hún hnarreist sjálf frá heimili sínu niður í húsnæði Blindrafélagsins og sótti þangað lesefni, aðstoð og nauðsynlegan búnað. Í síð- ustu skiptin sem ég hitti hana, í heimsóknum með foreldrum mínum heima hjá þeim og í sum- arbústaðnum, var greinilegt hve af henni var dregið, en samt sem áður komu gleðileg augnablik þar sem hennar sanna og góða persóna skein í gegn. Ég kveð hlýja og skemmti- lega frænku, sómamanneskju og húmorista. Ég sendi börnum hennar, barnabörnum og ann- arri fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Viðar Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.