Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 ✝ Jón Þórissonfæddist 18. mars 1933 í Bald- ursheimi í Mývatns- sveit. Hann lést 22. nóvember 2019. Foreldrar hans voru Þórir Torfa- son og Þuríður Sig- urðardóttir, ábú- endur þar. Eineggja tvíburi Jóns var Pétur, aðr- ir bræður voru Sigurður og Baldur og tvíeggja tvíburarnir Ketill og Þráinn. Jón var gagnfræðingur frá Laugaskóla og vann ýmis störf bæði heima í Baldursheimi og víðar á yngri árum auk þess sem hann var virkur í ýmsum félags- störfum í sveitinni. Árið 1963 giftist hann Geir- þrúði Sigurðardóttur úr Mý- vatnssveit og skömmu seinna fluttu þau með tengdafjölskyldu hans til Akureyrar. Þar bjuggu þau lengst í Norður- götu en síðast í Vaðlatúni. Jón lærði trésmíði á Akureyri og starf- aði við hana alla ævi, lengst hjá fyrirtækinu Pan. Geirþrúður lést fyrr á þessu ári. Jón og Geirþrúð- ur eignuðust tvö börn, Þuríði sem lést um aldur fram árið 1984, og Sigurð sem lifir for- eldra sína. Sigurður er kvæntur Annette J. de Vink og þau eiga þrjár dætur, Þuríði Önnu sem er gift Alexander Sundquist og þau eiga tvíburana Baldur Frey og Sigurð Jón. Hinar dæturnar eru Líney Rut og Jónína Maj. Útför Jóns fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag, 6. desember 2019, klukkan 13.30. Elsku afi okkar. Það fá því engin orð lýst hvað það er búið að höggva stórt skarð í líf okkar. Það finnast engin orð sem fá því lýst hvað söknuðurinn er mik- ill. En jafnframt gleðjumst við yf- ir að þú sért nú sameinaður ömmu, Dudí og bræðrum þínum. Þú hefur fengið veglegar mót- tökur. Þú hefur fengið þér mjólk og köku, síðan fengið þér kaffi með slatta af rjóma og hálfum sykurmola. Það er erfitt að finna orð sem lýsa góðmennsku þinni. Þú varst svo góður og heill í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst með hjarta úr skíragulli sem allir fengu að njóta góðs af. Einlægni þín skein í gegn í öllu. Samband ykkar ömmu er í okkar augum eitt það fallegasta sem finnst. Þar finnst ást sem gæti knúið rafmagn fyrir allar verksmiðjur heimsins. Elsku afi sem elskaði ömmu meira en allt og elsku amma sem elskaði afa meira en allt. Á öllum sínum ár- um hafa þau aldrei rifist. Þó svo það risti sárar en orð fá lýst að þið séuð ekki með okkur lengur erum við óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að eiga ykkur að. Ást ykkar hefur kennt okkur svo mikið. Að fylgj- ast með þér styðja ömmu í gegn- um veikindi sín af svo mikilli ást og umhyggju er nokkuð sem við tökum með okkur út í lífið. Þú hefur kennt okkur öllum að elska skilyrðislaust. Við munum halda uppi heiðri ykkar ömmu með því að lifa eftir fallegu gildunum ykkar og ala upp afkomendur okkar með þau í fararbroddi. Elsku afi, við elskum þig og munum alltaf gera það. Þín barnabörn, Þuríður Anna Sigurðardóttir, Jónína Maj Sigurðardóttir, Líney Rut Sigurðardóttir. Við erum þakklát fyrir að hafa notið þeirrar gæfu að fá að hafa Jonna í lífi okkar. Hann var ein- stakur fyrir margra hluta sakir. Við munum minnast hans fyrir alla þá hlýju og umhyggju sem hann veitti okkur, sem og kímni- gáfuna. Það var alltaf notalegt og gaman að vera í kringum hann og alltaf hægt að treysta á að hann fengi mann til að brosa. Við erum líka heppin að hafa fengið að fylgjast með hjónabandi hans og Lillu og sjá hvernig þau studdu hvort annað með ást og um- hyggju en það er dýrmætt vega- nesti sem við fáum með okkur út í lífið. Ekki er hægt að sleppa því að minnast á grautinn sem við fengum hjá þeim í Norðurgötu á laugardögum, besti grautur sem hægt var að fá þó víða væri leitað. Jonni hafði þann eiginleika að maður vissi alltaf að honum þótti vænt um mann og við Hilla Gilla, Helga fjósakona og Stefán Ís- landi, eins og hann kallaði okkur, erum honum ævinlega þakklát fyrir það. Hildur Valdís, Helga Margrét og Dagur Elís. Hann gekk undir ýmsum nöfn- um, allt eftir því hver talaði: Jönni bróðir, Jonni frændi, Jón Baldi, Jón í Baldursheimi. Meðan Baldursheimsbræður voru allir á lífi fór kannski minna fyrir hon- um, eða heyrðist minna í honum, en sumum þeim eldri. Þegar hann var orðinn einn eftir kom þess vegna kannski enn þá betur í ljós að hann var ekki síður fróð- ur og minnugur en þeir. Ég átti dálítið öðruvísi sam- skipti við hann en hina föður- bræður mína, m.a. vegna þess að hann var nær mér í aldri en þeir flestir: Við unnum saman í bygg- ingavinnu, fórum saman á sveita- böll, ég fékk hann til að hlaupa með mér í boðhlaupssveit Mý- vetnings (ég held meira að segja að við höfum sett héraðsmet þá) og ég átti athvarf í Norðurgöt- unni hjá honum og Lillu þegar ég var í Menntaskólanum á Akur- eyri. Það er sjálfsagt allt í lagi að viðurkenna það núna að ég mis- notaði þetta athvarf stundum – fékk stöku sinnum leyfi til að gista „úti í bæ“ síðasta árið mitt í heimavistinni, á þeim forsendum að ég væri að heimsækja föður- bróður minn, en gisti svo kannski annars staðar. Þá bjó Sigga ekki lengur á heimavistinni. Ég man ekki hvort ég sagði honum ein- hvern tíma frá þessu. Það skiptir ekki máli – hann hefði ekki tekið það nærri sér. Það var gott að koma í Norður- götuna og auðvitað hefði maður átt að koma þangað oftar: Hlýja, glettni, sögur og fróðleikur. Þetta var allt saman enn á sínum stað þegar við komum í heimsókn í Vaðlatúnið í sumar, þótt hann bæri þess samt merki að Lilla var farin. Hausinn var í fínu lagi en skrokkurinn orðinn þreyttur og byrjaður að gefa sig, sérstaklega annað hnéð. „Er ekki hægt að láta gera eitthvað við þetta?“ spurði ég. „Nei, það er ekki gert við svona gamla menn. Það hefði kannski verið hægt að laga þetta eitthvað á sínum tíma – ég meidd- ist í fótboltaleik. En þá var ég bara settur í mark af því að þá þurfti ég ekki að hlaupa eins mik- ið.“ Hann var ekki mikið gefinn fyrir það að barma sér. Nú er ekki annað eftir en þakka fyrir sig. Ég geri það núna – og líka Sigga og börnin okkar. Þau tala öll um það hvað hann hafi verið „ljúfur kall“. Höskuldur Þráinsson. Það er margs að minnast eftir að elsku Lilla og Jonni féllu frá. Fyrstu minningarnar eru frá Norðurgötu þar sem stórfjöl- skyldan bjó. Norró reyndist okkur systrum sem annað heimili. Alltaf til eitt- hvað gott að borða, lærðum m.a. að borða bull-hafragrjón og nes- quik með mjólk úti á. Við gistum oft í Norró, sérstaklega yngri systur, fengum nammi hjá afa Sigga og fengum að fylgjast með Láka frænda vefja laxveiðiflugur, hreinsa golfkylfur og vaxbera gönguskíði svo fátt eitt sé nefnt. Miðpunktur þessa alls voru þau Lilla og Jonni. Þau voru mér sem aukasett af foreldrum. Það var alltaf hægt að leita til þeirra. Við Malla vorum oft fengnar í heimsókn þegar krakkar úr sveitinni komu með foreldrum sínum til Akureyrar, við lékum þá við þau meðan foreldrarnir sinntu öðrum erindum. Reyndar komst ég að því seinna að Bald- ursheimskrakkar héldu margir að við systur ættum heima í Norró, þar sem við vorum alltaf þar. Aðfangadagskvöld var hald- ið hátíðlegt í Norró með stórfjöl- skyldunni, Lilla og Jonni elduðu rjúpur sem Láki veiddi og Lilla faldi möndlu í grautnum góða. Lilla kenndi mér svo margt, við fengum að strauja, baka, gera alls konar eftirrétti úr mjólk. Jonni var ekki síðri í eldhúsinu, gerði besta grjónagraut í heimi og var lunkinn við að gera sósu. Eftir að heilsu Lillu hrakaði sá Jonni meira um eldamennskuna og að sögn Jonna gekk það vel með aðstoð Lillu. Við áttum það sameiginlegt að elska íslenska náttúru, sérstak- lega svarta sanda. Jonni keyrði okkur hingað og þangað þar sem við gengum og skoðuðum, hann fræddi okkur líka um landslagið, nöfnin og söguna. Ógleymanleg er ferð að Villingafjalli. Lilla, mamma, Ássý, Hildur Valdís og ég gengum á fjallið í frábæru veðri, Jonni beið niðri. Í sumar gengum við fjölskyld- an að Glym í Hvalfirði og hugs- uðum til Lillu allan tímann, hún var með okkur. Í prófum í menntaskóla flutti ég í Norró í prófunum svo ég lufs- aðist til að læra. Það var yndis- legt að vera í þessa daga í Norró. Ég fékk auðvitað nóg að borða, morgunmat, morgunkaffi, hádeg- ismat, síðdegiskaffi, kvöldmat og kvöldkaffi! Þvílíkur lúxus. Þess á milli átti ég góðar stundir með Lillu, Jonna og Láka. Seinna átt- aði ég mig á því hvílík forréttindi það eru að hafa fengið að um- gangast þau öll. Samskiptin við Jonna voru alltaf skemmtileg. Hann sagði ekki endilega margt en átti svo skemmtileg og hnyttin tilsvör. Hann sagði líka svo skemmtilega frá, breytti um rödd og svip og stóð upp og lék eftir útlit og hreyfingar. Þetta varð allt svo ljóslifandi fyrir okkur hinum. Eina prófa- törnina var Þórdís frænka með í Norró. Jonni lék á als oddi en eitt man ég svo ljóslifandi. Við vorum að horfa á veður- fréttir og Þórdís spurði hvað krossinn á veðurkortinu þýddi. Jonni svaraði strax: „Veistu það ekki? Þetta þýðir að þarna hefur einhver látist úr frostbólgu,“ og við skellihlógum. Þegar ég sé táknið um skafrenning hugsa ég alltaf til Jonna. Nú eru þau Lilla og Jonni aft- ur saman, hjá elsku Dudí sinni. Við hin syrgjum þau þrjú en höld- um minningu þeirra lifandi með ást og hlýju. Kristín Einarsdóttir. Jonni og Lilla, Lilla og Jonni, í hugum okkar órjúfanleg heild. Svo ótalmargar yndislegar minn- ingar streyma fram. Hann Jonni ætlaði sér að hitta Lillu sína fljótlega aftur, en samt grunaði okkur ekki að tíminn á milli kveðjustundanna yrði svona stuttur. Við vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga þau að og ávallt reyndust þau bæði okkur og börnunum okkar vel, sama hvað á gekk. Norðurgata 46 sem okkar annað heimili og lánsemi að hefja búskap okkar, Gilla og Gerðu í húsinu við hliðina á þeim Lillu, Jonna og Láka. Það er erfitt að útskýra fyrir öðrum þessi sterku bönd sem ein- kenna stórfjölskylduna. Við öll saman í Norró á aðfangadags- kvöld þar sem rjúpurnar hans Láka voru eldaðar og Jonni stóð við pottana, laugardagsgrautur- inn um hverja helgi sem smakk- aðist hvergi betur, skíðaferðir í Hlíðarfjall, ferðirnar í Mývatns- sveit, fyrst í Skútustaði en síðar í Garð, sumarbústaðaferðir í Vaglaskóg og Þórðarstaðarskóg ásamt svo mörgu öðru. Yfirleitt allur hópurinn saman og alltaf allir velkomnir í Norró enda mik- ill gestagangur þar og mikið um að vera. Mitt í þessu öllu saman var kletturinn hann Jonni sem aldrei haggaðist og studdi alla með ráð- um og dáð. Bjó yfir mikilli kímni- gáfu, hafði gaman af því að segja sögur og leika samferðarfólk sitt en gat líka látið í sér heyra og sagt sína skoðun umbúðalaust. Í kjölfarið heyrðist oft í Lillu: „Jón Þórisson“, á mildilegan og glett- inn hátt. Hann hugsaði á einstakan hátt um elskuna sína, hana Lillu, allt til hennar dánardags. Virðingin og væntumþykjan þeirra á milli svo mikil og þau okkur miklar fyrirmyndir. Jonni og Lilla, Lilla og Jonni, verða ávallt í hugum okkar órjúf- anleg heild full af ástúð og um- hyggju. Hélt ég þér á hesti í hörðum straumi, og fann til fullnustu, blómknapp þann gæti ég borið og varið öll yfir æviskeið. Greiddi ég þér lokka við Galtará vel og vandlega; brosa blómvarir, blika sjónstjörnur, roðnar heitur hlýr. Fjær er nú fagri fylgd þinni sveinn í djúpum dali; ástarstjarna yfir Hraundranga skín á bak við ský. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Lilla hefur ásamt Dudí þeirra áreiðanlega beðið eftir Jonna sín- um á himnum með opinn faðm- inn. Takk fyrir allt elsku Jonni. Þorgerður og Gísli. Jón Þórisson ✝ Guðjón Viggós-son var fæddur í Rauðanesi 12. febrúar 1939. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Vestur- lands á Akranesi 22. nóvember 2019. Foreldrar hans voru Viggó Jóns- son, f. 1908, d. 1999 og Ingveldur Rósa Guðjónsdóttir, f. 1916, d. 1993. Guðjón var elstur 5 systkina, systkini hans eru Sigurbjörg, Herdís, Rósa og Steinar (lát- inn). Hinn 22. ágúst 1965 kvæntist Guðjón eiginkonu sinni, Odd- nýju Kristjánsdóttur, f. 2.2. 1935, d. 2.4. 2009. Foreldrar hennar voru Kristján Guð- mundsson, f. 1892, d. 1961 og Veronika Narfadóttir, f. 1899, d. 1985. Börn Guðjóns og Oddnýjar eru fimm: 1) Guðbjörg, f. 1965, maki Unnsteinn Þorsteinsson, f. 1965. Synir þeirra eru: a) Jón Steinar, f. 2002 og b) Þorsteinn Unnar, f. 2003. Börn Guðbjarg- ar frá fyrra sambandi eru: a) Oddný Björk, f. 1985, b) Björn Viggó, f. 1988 og c) Kristjana Erla, f. 1990. Barnabörn þeirra eru þrjú. 2) Kristján Viggó, f. Bjarnheiðar og Friðgeirs eru þrjú, þau Auðbjörg, Þórarinn og Arnar. Sterk tengsl mynd- uðust við þau og afkomendur þeirra og stækkaði afa- og langafahópur Guðjóns heil- mikið. Vinkona og dansfélagi Guð- jóns síðustu mánuði, sem stóð þétt við bakið á honum í hans veikindum, er Jóna Gunnars- dóttir, f. 1948. Guðjón ólst upp í Rauðanesi á Mýrum. Hann gekk í barna- skóla á Valfelli í Borgarfirði, á unglingsaldri dvaldi hann 2 vet- ur í skóla á Reykjanesi við Ísa- fjarðardjúp. Hann vann hin ýmsu störf um ævina, svo sem smíðar og sjómennsku. Árið 1959 stofnaði hann nýbú í Rauðanesi II og var þar með búskap með eiginkonu sinni. Eftir að þau hættu búskap sneri hann sér alfarið að smíðavinnu, þá kominn á sjötugsaldur. Hann gerði upp fjölda gamalla húsa og kom einnig að uppbyggingu kirkna. Guðjón var mikill söng- maður, var félagi í kórum frá 17 ára aldri og var á tímabili í fjórum kórum samtímis. Hann var laginn við tónsmíði, spilaði á harmonikku og hafði unun af því að dansa. Guðjón dvaldi síðustu vikur sínar á Heilbrigðisstofnun Vest- urlands á Akranesi. Guðjón verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju í dag, 6. desember 2019, klukkan 14. 1967, maki Hugrún Sif Símonardóttir, f. 1971. Dóttir þeirra er Dísella Björt, f. 2010. Börn Hugrúnar frá fyrra sambandi eru: a) Daníel Andri, f. 1991, b) Bjarki Ar- on, f. 1991 og c) Karítas Sól, f. 1999. Eiga þau eitt barnabarn. 3) Inga Lóa, f. 1969, maki Hilmar Páll Jóhannesson, f. 1973. Sonur Ingu Lóu frá fyrra sambandi er Guðjón Þór, f. 1991. Dóttir Hilmars frá fyrra sambandi er Jóna Gréta, f. 1999. Eiga þau eitt barnabarn. 4) Fjóla Vero- nika, f. 1971. Börn hennar eru: a) Delia Rut, f. 1999, b) Bastian Orri, f. 2006 og c) Oliver Adam, f. 2008. Fósturdóttir hennar er Vigdís Millý, f. 1992. 5) Ómar Hafberg, f. 1973, maki Árný Sigtryggsdóttir, f. 1981. Börn þeirra eru: a) Ásbjörg Nína, f. 2003, b) Ísak Nói, f. 2006 og c) Ýmir Míó, f. 2011. Eftir að Guðjón missti eigin- konu sína árið 2009 hóf hann sambúð með Bjarnheiði Gísla- dóttur, f. 30.4. 1941, d. 6.6. 2018. Fyrri eiginmaður hennar var Friðgeir Jóhann Þorkels- son, f. 1941, d. 2008. Börn Okkar ástkæri faðir og tengdafaðir. Það er með miklum trega og söknuði sem við setj- umst niður og skrifum þessi orð. Lífið er óútreiknanlegt, en aldrei áttum við von á því að þú fengir þennan dóm sem þú fékkst, eftir að hafa setið við hlið mömmu og síðar Heiðu, sem báðar fengu sama mein. Þetta var einfaldlega ólýsanlega ósanngjarnt. Þú vissir um leið hvað beið þín. En eins og þér var líkt, þá tókstu á móti þessari mótöldu af æðruleysi og með þínu einstaka jafnaðargeði. Þvílík stoð sem þú varst, ekkert okkar skildi heldur hvernig þú stóðst af þér veikindi mömmu og Heiðu. Þú varst mikið blíðmenni en aldrei sáum við þig brotna. Á stundum sem þessum þjóta ótal minningar um hugann, við áttum sannarlega góðar stundir saman. Æskan var góð, þú stóðst þétt við bakið á fjölskyldunni og alltaf var hægt að leita þín. Nokkrar skákirnar voru teknar í stofunni, þér þótti alltaf gaman að spila. Þú varst alltaf boðinn og búinn að aðstoða okkur fjölskylduna í Hafnarfirði. Þegar við hófum að byggja okkur hús varstu ekki lengi að mæta á svæðið. Þú varst hér hjá okkur í hverri viku, um hverja helgi og liggja ófá hand- tökin eftir þig á okkar heimili, ómetanleg aðstoð. Þú hafðir þá unnið við að gera upp eldri hús og kirkjur, byggingar yfir 100 ára gamlar þar sem kannski ekki allt er hornrétt og beint. Nýbygging var annað og einhvern tímann tal- aðir þú um mesta millimetrahús sem risið hefði, og hlóst. Ferðalög um landið, Vestfirð- irnir eitt árið. Þar laumaðir þú Egils appelsíni að 7 mánaða gam- alli dóttur okkar, þú hafðir gaman af og grínaðist með, við teljum þetta þó eina skiptið. Eitt árið fórum við stórfjölskyldan, þú og mamma ásamt fjölda afkomenda, um Norðurlandið. Leigðum okk- ur félagsheimili í viku, það dugði ekkert minna. Hringferð árið 2017, þið Heiða með hjólhýsið í eftirdragi, ógleymanleg ferð. Í fyrra, þá þú orðinn einn aftur, fórstu að ferðast um á gamla hús- bílnum, þér þótti það ekkert mál. Komst og varst hjá okkur eina nótt í bústað, á leiðinni á harm- onikkuball á Norðurlandi. Það var ekki að sjá að þú værir á 80. aldursári, þú varst einn af þessum sem maður hélt að yrði 100 ára. Þú varst tónelskur og söngst mikið, spilaðir á harmonikkuna og píanó. Þú varst afar ánægður með að börnin okkar væru í tón- listarnámi og þegar eitt þeirra hóf píanónám og ekkert píanó var hér á heimilinu varstu ekki lengi að redda því. Þú mættir hér á sendibíl með píanóið úr sveitinni. Það kom að góðum notum en í haust keyptum við okkur nýtt hljóðfæri. Við höfðum spjallað við þig, hvað skyldi gera við þitt píanó og þú vildir helst að það færi aftur heim, í stofuna í sveit- inni. Það er komið á dagskrá, við munum skila því heim í Rauða- nes. Takk fyrir samfylgdina, elsku pabbi og tengdapabbi, við mun- um aldrei gleyma þér og munum ávallt heiðra minningu þína og halda henni á lofti. Við spilum líka reglulega rummikub og þá er ekki annað hægt en að hugsa til þín. Þinn elskandi sonur og tengdadóttir, Ómar og Árný. Elsku afi okkar, mikið sem við söknum þín. Þú varst einn sá fjöl- hæfasti afi sem til var. Bakaðir heimsins bestu pönnukökur, mættir með staflann í hverja ein- ustu veislu í fjölskyldunni og allt- af fórstu með pönnukökudiskinn tóman heim. Prjónaðir bestu lopavettlingana, þeim ætlum við ekki að týna. Það verður skrítið að heyra ekki í harmonikkunni við varðeldinn í Rauðanesi á næsta ættarmóti, við nutum þess alltaf að hlusta á þig spila. Við vitum að amma Oddný og amma Heiða taka vel á móti þér, viltu knúsa þær frá okkur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þín afabörn, Ásbjörg Nína, Ísak Nói og Ýmir Míó. Guðjón Viggósson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.