Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 70 ára Sigurður er fæddur og uppalinn í Reykjavík og býr í Mosfellsbæ. Hann er fyrrverandi sölu- og markaðsstjóri. Maki: Ólöf Skúla- dóttir, f. 1947, fyrr- verandi ríkisstarfsmaður. Börn: Skúli Örn, f. 1975, og Lára Gró Blöndal, f. 1978. Áður átti Ólöf Brynju, f. 1964. Barnabörnin eru sjö. Foreldrar: Guðmundur Guðmund- arson, f. 1920, d. 2009, heildsali, og Gróa Helgadóttir, f. 1917, d. 1988, píanókennari og húsmóðir. Sigurður Ingi Blöndal Guðmundsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt verkið virðist erfitt skaltu ekki bakka. Lífið gengur sinn vanagang. Allt of oft sættum við okkur við hluti sem eru ekki nógu góðir, breytum þessu. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú færð hugmynd að því hvernig mögulegt er að treysta fjárhagslega fram- tíð þína. Ýmis ljón eru á veginum en þú munt yfirstíga hindranir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú leggur þig fram við að leysa vandamál í sambandinu. Ástin sigrar allt. Sumir lyfta ekki litla fingri heima fyrir, því þarf að breyta. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ekki er ósennilegt að þú lendir í úti- stöðum við einhvern í dag. Enginn er full- kominn og heimurinn ferst ekki þótt eitt- hvað þurfi að bíða. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nýr félagsskapur eða tengsl munu koma þér að gagni um ókomna tíð. Hugsun þín er í hálfgerðri móðu núna, skiljanlegt í ljósi aðstæðna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nánustu sambönd þín ganga betur en þau hafa gert í langan tíma. Einhver fell- ur af stallinum sem þú hafðir viðkomandi á. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gættu þess að vera ekki of smámuna- samur/söm. Það nennir enginn að vera ná- lægt þér ef þú heldur uppteknum hætti. Þú gengur með fyrirtæki í maganum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Varastu að taka allt trúanlegt sem þér er sagt um aðra. Gefðu þér tíma til að skoða tilfinningar þínar og það sem þú glímir við. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú er rétti tíminn til þess að ganga frá samningum. Láttu neikvæðni annarra ekki draga úr þér því þú veist hvað þú þarft að gera. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú leggur þig fram við að gera heimili þitt huggulegra á næstunni. Ein- beittu þér að fjölskyldunni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Ævintýrin halda áfram að elta þig og þú munt fara í skemmtilega reisu fljótlega á næsta ári. 19. feb. - 20. mars FiskarMundu að hafa gaman. Börn eru einkar einlæg og samband við þau er sér- staklega gefandi. Þú færð grænt ljós á framkvæmdir. tímarit og gefið út nokkrar bækur. Þá hefur hún hlotið marga innlenda og erlenda samkeppnisstyrki til vís- indastarfa, m.a. frá sænsku og norsku vísindaráðunum. Guðrún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist heilsu og líðan barna og foreldra þeirra og hefur unnið að því að bæta þekkingu til að geta betur sinnt þörfum þeirra og hefur í því samhengi unnið að úrbótum í þeim efnum og tók m.a. þátt í að stofna Umhyggju, félag til stuðnings veik- um börnum og foreldrum þeirra, var í stjórn í nokkur ár. Hún er einn af stofnendum fagdeildar barnahjúkr- unarfræðinga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og sat í stjórn þess um alllangt skeið og vann þar m.a. að stofnun Rjóðursins sem er hjúkrunar- og hvíldarheimili fyrir langveik og fjölfötluð börn. Guðrún hefur verið virk í starfi KFUM og KFUK og starfað mikið sem sjálfboðaliði í stjórnum þeirra félaga á Íslandi og sérstaklega í prófessor við Dalhouse-háskólann í Nýja Skotlandi í Kanada og áður við University of North Carolina, Cha- pel Hill í Bandaríkjunum þar sem fjölskyldan hefur tíðum dvalið. Guðrún hefur skrifað fjölda vís- indagreina í virt alþjóðleg og innlend G uðrún Kristjánsdóttir fæddist 6. desember 1959 í Sigurhæðum, gamla prestssetrinu í Ólafsfirði, og bjó þar til fimm ára aldurs. Hún var svo eitt ár í Reykjavík, á Öldugötu, og fór það- an sex ára til Uppsala í Svíþjóð og bjó þar til 16 ára aldurs. Guðrún var í grunnskóla í Upp- sölum, Kvangärdets skola, Nanna skola, Heidenstamsskolan og svo í Menntaskólanum í Reykjavík og varð stúdent 1979. Hún nam eitt misseri við Johannelunds teologiska högskola í Uppsölum og lauk undir- búningsnámi í siðfræði, og trúar- og lífsskoðunarfræðum, lauk BS í hjúkrunarfræði frá HÍ 1983, MSc 1986 og sérfræðinámi í Barna- og fjölskylduhjúkrun frá Boston Uni- versity og Boston Children’s Hospit- al, Shriners Hospital og Brigham and Women’s Hospital í Boston í Bandaríkjunum og lauk doktorsprófi frá Norræna Heilbrigðisháskólanum í Gautaborg í Svíþjóð 1996. Guðrún hefur starfað sem hjúkr- unarfræðingur í Boston og við Land- spítalann og sérstaklega Barnaspít- ala Hringsins og síðan 2005 sem forstöðumaður fræðasviðs barna- hjúkrunar. Hún var ráðin lektor í barnahjúkrun við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands 1986, síðan dósent og árið 2000 pró- fessor og varð þá fyrsti prófessorinn í hjúkrunarfræði við HÍ. Guðrún starfaði sem ritstjóri nor- ræna vísindatímaritsins The Nordic Journal of Nursing Research (Vård i Norden) um sjö ára skeið og hefur setið á ritstjórnum nokkurra fag- og vísindatímarita. Hún hefur einnig ritrýnt fjölda vísindagreina í tímarit- um um rannsóknir í hjúkrunarfræði og i öðrum heilbrigðisvísindum. Hún hefur verið andmælandi við doktors- varnir í nokkrum háskólum á Norð- urlöndum og verið í rannsókna- samstarfi við fræðimenn víða um heim. Guðrún er gestaprófessor við Há- skólann í Lundi í Svíþjóð og tengdur sumarbúðunum í Vindáshlíð í Kjós. Á árum áður var hún virk í æsku- lýðsstarfi innan sænsku kirkjunnar og síðar Íslensku þjóðkirkjunni og fór m.a. sem æskulýðsfulltrúi henn- ar á Lúterska heimssambandsþingið í Búdapest sumarið 1984. Körfuboltinn var á yngri árum mikið áhuga mál og varð hún nokkr- um sinnum Íslands- og Reykjavík- urmeistari með KR. Guðrún hefur mikið gengið á fjöll og hefur unun af útivist en einnig tónlist. Hún lærði á þverflautu til grunnprófs við Komm- unala musikskolan í Uppsölum á ár- unum 1967-1975 og spilaði í blást- urssveit og í sinfóníuhljómsveit skólans í fjögur ár. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar er Rúnar Vilhjálmsson, f. 14.12. 1958, prófess- or í félagsfræði. Þau eru búsett í Vesturbænum í Reykjavík. For- eldrar hans eru hjónin Vilhjálmur Einarsson, fv. skólastjóri, f. 1934, og Guðrún Kristjánsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur og prófessor í hjúkrunarfræði – 60 ára Fjölskyldan Guðrún og Rúnar ásamt börnum sínum, tengdabörnum, barnabörnum og Kristjáni Búasyni, föður Guðrúnar, í tilefni af 30 ára brúðkaupsafmæli þeirra hjóna fyrir tveimur árum. Fyrsti prófessorinn í hjúkrunar- fræði við HÍ árið 2000 Deildarforseti HÍ Guðrún að út- skrifa fyrsta íslenska doktorinn í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands, en útskriftin fór fram árið 2009. 50 ára Sigrún er fædd og uppalin í Kópavogi en býr í Ólafsvík. Hún er stuðningsfulltrúi í grunnskólanum í Ólafsvík. Sigrún er í Soroptimistafélagi Snæfellsbæjar. Maki: Hjörtur Ragnarsson, f. 1968, sjó- maður frá Rifi. Börn: Rakel Sunna, f. 1996, Selma Mar- ín, f. 1999, og Eyrún Embla, f. 2005. Foreldrar: Petrína Haraldsdóttir, f. 1948, húsmóðir, og Þórður Kristjánsson, f. 1944, fyrirverandi lagerstarfsmaður. Þau eru búsett í Kópavogi. Sigrún Þórðardóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.