Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019  Sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur farið mikinn á EM í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Glasgow í Skotlandi þessa dagana. Anton kom fjórði í mark í 200 metra bringusundi í gær á tímanum 2:02,94 mínútur og var Íslendingurinn ein- ungis sjö hundraðshlutum úr sek- úndu á eftir Þjóðverjanum Marco Koch sem hafnaði í þriðja sæti. Ant- on Sveinn setti hins vegar nýtt Ís- landsmet með tíma sínum í úr- slitasundinu og bætti þar með Íslandsmetið sem hann hafði sett um morguninn í undanrásum í 200 metra bringusundi. Þetta var fimmta Íslandsmetið sem hann setur á EM en á miðvikudaginn þríbætti hann Ís- landsmetið í 50 metra bringusundi.  Snæfríður Sól Jórunnardóttir hafnaði í 34. sæti í 100 metra skrið- sundi á EM í sundi í 25 metra laug sem fram fór Glasgow í Skotlandi í gær. Snæfríður synti á tímanum 55,25 sekúndur sem dugði ekki til þess að komast áfram í undanúrslit. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir hafn- aði í 47. sæti á tímanum 56,03 sek- úndur. Þá keppti Jóhanna Elín einnig í 50 metra flugsundi í gær og hafnaði hún í 27. sæti. Kristinn Þórarinsson hafnaði svo í 50. sæti af 62 kepp- endum í 100 metra baksundi.  Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er í 56.-67. sæti á fjórum höggum yfir pari eftir fyrsta hring sinn á lokamóti Evrópumótarað- arinnar sem fram fer á Vipingo Ridge-vellinum í Kenía. Valdís byrjaði afar vel og var á samtals þremur höggum undir pari eftir fyrstu ellefu holurnar. Þá fór að halla undan fæti og fékk hún þrjá tvöfalda skolla og tvo skolla á síðustu sjö brautunum og lék á samtals 76 höggum. Valdís er níu höggum á eftir Juliu Engström frá Svíþjóð sem er í fyrsta sætinu á fimm höggum undir pari.  Úrvalsdeildarlið Stjörnunnar, Tindastóls og Vals tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik, Geysisbikars- ins, í gær. Stjarnan vann stórsigur gegn Reyni Sandgerði í Garðabæ, 123:59, og Tindastóll lagði Álftanes á Sauðárkróki, 91:55. Þá lögðu Vals- menn Breiðablik að velli á Hlíð- arenda, 97:81, í spennandi leik.  Pólskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Ísland myndi mæta Póllandi í vináttulandsleik karla í knattspyrnu í Poznan 9. júní næsta sumar. Ef Ís- land kemst á EM 2020 fer þessi leik- ur fram viku áður en liðið myndi mæta Portúgal í fyrsta leiknum í Búdapest.  Brighton gerði sér lítið fyrir og vann Arsenal 2:1 á útivelli í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu í gær- kvöld. Neal Maupay skoraði sig- urmarkið á 80. mínútu en áður hafði Adam Webster komið Brighton yfir og Alexandre Lacazette jafnað fyrir Arsenal. Þá vann Newcastle góðan útisigur á Sheffield United, 2:0.  Enska knattspyrnufélagið Everton skýrði frá því í gærkvöld að knatt- spyrnustjóranum Marco Silva hefði verið sagt upp störfum. Kornið sem fyllti mælinn var 5:2 tap Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga gegn Liver- pool í fyrrakvöld. David Moyes, sem stýrði Everton í ellefu ár, hefur verið orðaður við endurkomu á Goodison Park.  Norska kvennalandsliðið í hand- knattleik, undir stjórn Þóris Her- geirssonar, vann Angóla 30:24 í loka- keppni heimsmeistaramótsins í Japan í gær og hefur unnið alla fjóra leiki sína. Emile Arntzen var marka- hæst með 6 mörk. Norðmenn mæta Hollandi í lokaumferð riðlakeppn- innar í dag en bæði lið eru komin áfram og fara saman í milliriðil þann- ig að leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir framhaldið hjá báðum. Holland burstaði Serbíu, 36:23, í gær. Eitt ogannað AFREKSSJÓÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Afrekssjóður ÍSÍ úthlutaði 452,9 milljónum til sérsambanda á þessu ári og hækkaði upphæðin um lið- lega 114 milljónir á milli ára. Um- hverfi Afrekssjóðs tók stakkaskipt- um árið 2016 þegar ákveðið var að setja mun meira fjármagn frá rík- inu í sjóðinn. Framlag ríkisins er 400 milljónir og hefur hækkað á hverju ári síðan 2016 eins og lagt var upp með. Einnig kemur fjármagn frá Ís- lenskri getspá til Afrekssjóðs. 27 sérsambönd ÍSÍ hlutu styrk vegna verkefna á árinu og er heild- arkostnaður verkefna þeirra tæpar 1.350 milljónir króna samkvæmt ársskýrslu sjóðsins. Afrekssjóður ÍSÍ styrkir að með- altali um þriðjung kostnaðar við af- reksstarfið en sérsamböndin öfluðu tekna fyrir um tvo þriðju upphæð- arinnar. HSÍ fékk langmest Handknattleikssamband Íslands fékk mest fjármagn úr Afrekssjóði ÍSÍ á árinu sem senn er á enda. HSÍ fékk tæpar 68 milljónir á árinu og fékk umtalsvert meira en þau sérsambönd sem næst koma. Fimleikasambandið fékk næstmest eða 46,5 milljónir. Körfuknattleiks- sambandið fékk tæpar 44 milljónir og Frjálsíþróttasambandið rúma 41 milljón. Upphæðirnar frá ríkinu eru allt aðrar en fyrir 2016. Sé farið sjö ár aftur í tímann þá fékk Afreks- sjóður ÍSÍ tæpar 35 milljónir á fjárlögum 2012. Nú fá sex sér- sambönd meira en 35 milljónir úr Afrekssjóði fyrir starfsemina árið 2019. Fram kemur í skýrslunni að áætlað sé að úthluta sömu heildar- upphæð á næsta ári og gert var í ár eða 450 milljónum. Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir árið 2020 en sérsamböndin þurfa að senda ítarlegar upplýsingar til ÍSÍ í tengslum við úthlutun. Fram kem- ur í skýrslunni að í fyrra hafi ÍSÍ farið að kalla eftir ýmsum upplýs- ingum frá sérsamböndunum. Má þar nefna lykiltölur um þátttöku, umfang verkefna, aldur og kynja- skiptingu og fleira. Skipt í þrjá flokka Starfsemi Afrekssjóðsins og áherslur eru í takti við niðurstöður nefndar sem skilaði af sér skýrslu og tillögum í mars 2017. Nefndin var sett á laggirnar vegna þess aukna framlags sem ákveðið var að setja í sjóðinn árið 2016. Sérsamböndunum er skipt í þrjá afreksflokka: A/Afrekssérsambönd, B/Alþjóðleg sérsambönd og C/ Þróunarsérsambönd. Átta sér- sambönd eru í A-flokki árið 2019. Auk þeirra fjögurra sem mest fengu og voru nefnd hér að framan eru það einnig Sundsambandið, Golfsambandið, Íþróttasamband fatlaðra og Knattspyrnusambandið. KSÍ fær ekki úthlutað úr Afreks- sjóði þar sem sambandið er sjálf- bært en svo kann einnig að vera að KSÍ hafi ekki sótt um styrk úr Af- rekssjóði að þessu sinni. Nefndin lagði til árið 2017 að sérsambönd sem væru sjálfbær myndu ekki fá úthlutað úr Afrekssjóði þar sem megnið er opinbert fé. KSÍ var eina sjálfbæra sambandið að mati nefnd- arinnar en þar var nefnt að GSÍ og ÍF gætu fallið undir þá skilgrein- ingu í framtíðinni. Kostnaður jókst á milli ára Ef skoðaður er kostnaður þeirra sambanda sem eru í flokkunum þremur eru upphæðirnar á þessa leið: Kostnaður Afrekssérsam- banda var tæpar 876 milljónir en þar er KSÍ ekki talið með. Kostn- aður Alþjóðlegra sérsambanda var tæpar 370 milljónir. Kostnaður Þróunarsérsambanda var 104 millj- ónir. Heildarkostnaður sér- sambanda að frátöldu Knattspyrnu- sambandinu hækkaði um liðlega 15% á milli áranna 2018 og 2019. Rétt er að taka fram að kostnaður getur verið mjög breytilegur á milli ára þegar kemur að afreksíþrótt- um. Stórmót eins og Ólympíuleikar, Paralympics, heimsmeistaramót og Evrópumót hafa þar mikið að segja. Lítil átök um fyrirkomulagið Í skýrslunni segir að „góð sátt sé um fyrirkomulagið“ eins og það sé og breytingarnar á reglugerðinni frá 2017 hafi gengið vel. Styrkir úr Afrekssjóði ÍSÍ til sérsambanda Sérsamband Úthlutun 2018* Alls 2019 ** BLÍ Blaksamband Íslands 10.077.681 11.800.000 BSÍ Badmintonsamband Íslands 9.623.554 11.600.000 BTÍ Borðtennissamband Íslands 1.350.000 2.200.000 DSÍ Dansíþróttasamband Íslands 6.653.602 8.900.000 FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands 27.700.000 41.400.000 FSÍ Fimleikasamband Íslands 36.000.000 46.500.000 GSÍ Golfsamband Íslands 27.350.000 37.900.000 HRÍ Hjólreiðasamband Íslands 1.250.000 3.600.000 HSÍ Handknattleikssamband Íslands 51.600.000 67.900.000 ÍF Íþróttasamband fatlaðra 20.149.338 30.300.000 ÍHÍ Íshokkísamband Íslands 9.200.000 12.600.000 ÍSS Skautasamband Íslands 1.450.000 1.500.000 JSÍ Júdósamband Íslands 6.763.426 9.500.000 KAÍ Karatesamband Íslands 4.724.170 6.700.000 KKÍ Körfuknattleikssamband Íslands 36.777.770 43.900.000 KLÍ Keilusamband Íslands 4.478.912 7.500.000 KRA Kraftlyftingasamband Íslands 13.433.697 15.600.000 KSÍ Knattspyrnusamband Íslands 0 0 LH Landssamband hestamannafélaga 3.550.000 7.300.000 LSÍ Lyftingasamband Íslands 1.750.000 2.000.000 SÍL Siglingasamband Íslands 523.650 1.000.000 SKÍ Skíðasamband Íslands 18.250.000 19.000.000 SKY Skylmingasamband Íslands 7.200.000 9.500.000 SSÍ Sundsamband Íslands 26.860.397 37.600.000 STÍ Skotíþróttasamband Íslands 8.878.375 10.700.000 TKÍ Taekwondosamband Íslands 1.351.195 2.300.000 TSÍ Tennissamband Íslands 1.307.480 2.300.000 ÞRÍ Þríþrautarsamband Íslands 1.028.159 1.800.000 Samtals 339.281.406 452.900.000 *Fyrirvarar eru í samningum og kröfur um að styrkir séu nýttir í ákveðin verkefni. Þegar uppgjör verkefna ársins liggja fyrir kemur í ljós hvort hluti styrkveitinga verður felldur niður eða hvort öll upphæðin komi til greiðslu. **Staða ársins miðað við 22. nóvember 2019 en felldir hafa verið niður styrkir að upphæð 10.018.594 til sérsam- banda af þeirri upphæð sem var úthlutað til þeirra vegna verkefna ársins 2018. Eru niðurfellingar vegna þess að ekki var farið í verkefni sérsambanda eða umfang þeirra var minna en í áætlunum. Áætlað að úthluta aftur 450 milljónum 2020  Handknattleikssambandið fékk hæstu upphæð úr Afrekssjóði ÍSÍ  Framlög úr Afrekssjóði eru um þriðjungur tekna sérsambandanna innan ÍSÍ Morgunblaðið/Eggert Reynd Karen Knútsdóttir er leikstjórnandi handboltalandsliðsins. Morgunblaðið/Ómar Tókýó Anton Sveinn McKee er kominn inn á næstu Ólympíuleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.