Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 ✝ Edgar Guð-mundsson fæddist í Reykja- vík 16. október 1940. Hann lést á Líknardeild Land- spítalans 29. nóv- ember 2019. Foreldrar Edg- ars voru hjónin Guðmundur Ágústsson, f. 8. nóvember 1916, d. 17. október 1983, bak- arameistari og skákmaður, og Þuríður Ingibjörg Þórarins- dóttir (Dóa), f. 18. apríl 1915, d. 20. febrúar 2002, myndlist- arkennari og húsmóðir. Systk- ini Edgars eru Þórarinn, f. 4. maí 1936, d. 6. ágúst 1991, eðlisfræðingur og mennta- skólakennari, Anna Þóra, f. 7. júlí 1939, d. 7. janúar 2007, fé- lagsráðgjafi og fasteignasali í New Jersey, Ágústa, f. 2. júlí 1945, prófessor emeritus og rannsóknarstjóri Zymetech, og Steinunn, f. 20. október 1950, d. 2. nóvember 2002. Eiginkona Edgars er Hanna Matthildur Eiríksdóttir, f. 26. júlí 1941, fyrrverandi banka- starfsmaður, dóttir hjónanna Eiríks Guðlaugssonar, f. 14. apríl 1914, d. 20. september 1988, bifreiðarstjóra og Livar Þrándheimi 1966. Edgar var bæjarverkfræðingur á Ólafs- firði og á Dalvík 1968-69, vann á verkfræðistofu G. Ósk- arssonar 1970-76, starfrækti eigin verkfræðistofu 1976-78, stofnaði þá, ásamt Óla Jóhanni Ásmundssyni, arkitekt, Ráð- gjöf og hönnun sf. sem þeir starfræktu til ársins 1992. Þá var Edgar samskiptastjóri Ice- net, verkefnis um tengingu raforkukerfis Íslands með sæ- streng til Hollands 1992-98. Edgar kenndi við Tækni- skólann, síðar HR, 1970-79 og við verkfræðideild HÍ 1974-83. Hann var ráðgjafi við iðnaðar- ráðuneytið um árabil, einkum á sviði orkumála og nýrra iðn- aðarkosta. Hann var ráðgjafi fyrir fjölmörg alþjóðleg fyrir- tæki. Edgar átti, sjálfur og með öðrum, mörg einkaleyfi á sviði byggingartækni. Þar ber hæst MÁT kerfið og EDOL kerfið, sem náðu um tíma út- breiðslu hér heima og erlend- is. Síðustu starfsárin helgaði Edgar sig þróun bygging- arkerfisins GECA sem hann þróaði og hannaði í félagi við aðra. Edgar var höfundur fag- bóka í byggingareðlisfræði, s.s. Trévirki (1977) og Tækni- mat húsa (1977). Hann skrifaði fjölda blaðagreina um orku- mál. Edgar var formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík, 1978- 1979. Útför Edgars fer fram frá Lindakirkju í dag, 6. nóv- ember 2019, klukkan 15. Jóhannsdóttur, f. 20. september 1912, d. 30. októ- ber 1996, hús- móður. Börn Edg- ars og Hönnu eru: (1) Atli, f. 19. des- ember 1960, sölu- ráðgjafi hjá Ísam, kvæntur Kristínu Vilhelmsdóttur, f. 13. ágúst 1960, leikskólakennara. Sonur Atla af fyrra sambandi er Edgar Smári. Börn Atla og Kristínar eru Alda Guðlaug og Hanna Liv. (2) Guðmundur, f. 11. ágúst 1965, framhalds- skólakennari, dóttir hans og Erlendínu Kristjánsson (nú látin) er Victoria Hekla. (3) Svava Liv, f. 3. mars 1968, við- skipta- og matvælafræðingur hjá MAST, gift Þráni Vigfús- syni, f. 25. október 1967, framkvæmdastjóra Vita. Son- ur Svövu Livar af fyrra hjóna- bandi er Ivan Engels. Synir Svövu og Þráins eru Edgar Ágúst og Hákon. (4) Jón Við- ar, f. 15. mars 1969, kvik- myndagerðarmaður og prent- ari hjá PMT. Edgar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laug- arvatni 1961 og verkfræði- prófi frá Tækniháskólanum í Í dag er tengdafaðir minn, Edgar Guðmundsson verkfræð- ingur, borinn til grafar. Með hon- um er genginn mikilmætur mað- ur sem var ekki bara eldklár og með afbrigðum framsýnn, heldur var hann enn fremur bráð- skemmtilegur og hnyttinn í til- svörum. Það er ekki algeng blanda. Ég kynntist Edgari þegar ég og einkadóttir hans, Svava Liv, fórum að rugla saman reytum fyrir um 27 árum. Edgar var mjög mörgum mannkostum gæddur, sérlega bjartsýnn að eðlisfari og bráðsmitandi fyrir aðra sem fylgdu honum að. Engu að síður var hann umhyggjusam- ur og mátti aldrei aumt sjá. Þeg- ar eitthvað á bjátaði þá var hann fyrstur til að bjóða fram aðstoð sína og gekk mjög langt í því að gera allt fyrir alla. Það var mjög gaman að fylgj- ast með Edgari í þeim fjölmörgu verkefnum sem hann sinnti og þar var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur. Hann var snillingur í mannlegum sam- skiptum og gat náð ótrúlegum árangri með símann einan að vopni talandi heimsálfa á milli. Hann var einnig mjög góður tungumálamaður sem kom sér vel þegar þurfti að ná fundi við rétta aðila. Edgar var alltaf með mörg járn í eldinum og alltaf að finna nýja vinkla á hlutum, allt frá því að endurbæta slysagildr- ur í eldhúsinu vegna barna yfir í að rafvæða fiskveiðiflotann. Ég á eftir að sakna Edgars og þeirra skemmtilegu orðatiltækja sem hann notaði. Hann var alltaf úrræðagóður og aldrei varð ég var við annað en að hann væri í góðu skapi. Síðustu árin var Edgar með illvígan sjúkdóm sem ágerðist smátt og smátt, en aldrei kvart- aði Edgar og sagðist aldrei finna neitt til. Þó grunaði mann að það hafi ekki alltaf verið raunin. Hann vildi ekki vera byrði á nokkrum manni og allra síst ást- kærri eiginkonu sinni til yfir 50 ára, henni Systu. Blessuð sé minning um góðan og traustan afburðamann sem ég leit mikið upp til alla tíð. Þráinn Vigfússon. Edgar bróðir minn var ein- stakur maður, allt í senn góð blanda af húmanista, húmorista og raunvísindamanni. Hann lifði samkvæmt lífsspeki formóður okkar Ingunnar Magnúsdóttur frá Syðra-Langholti sem sagði: „Sá kann enginn að lifa sem hugsar um það fyrirfram hvort það heppnist sem hann ætlar að taka sér fyrir hendur“ (Þórberg- ur Þórðarson, 1970). Edgar vílaði aldrei fyrir sér að taka áhættu. Nýsköpun var honum í blóð bor- in og hann helgaði þeirri gyðju sína krafta. Nýjar hugmyndir skutu upp kollinum. Hann fylgdi þeim eftir með miklum sannfær- ingarkrafti og áræðni til að raun- gera þær. Úr hugvitinu urðu til mörg einkaleyfi og fyrirtæki. Lengi vel átti enginn Íslendingur fleiri einkaleyfi en Edgar. Hann áttaði sig snemma á því að ný- sköpun er í bland hreyfiafl at- vinnulífsins og þjóðfélagsins. Edgar ferðaðist víða um heiminn til að kynna hugmyndir sínar og finna þeim fjárhagslegan grund- völl. Í þessum ferðum myndaði hann sterkt tengslanet við erlend stórfyrirtæki og háskóla. Listrænir hæfileikar Edgars komu snemma í ljós, móður okk- ar til mikillar gleði. Sjálf var hún menntuð frá listaskóla í Kaup- mannahöfn og dreymdi um að eitthvert barna hennar yrði myndlistarmaður. Það var því allt gert til að þroska listræna hæfileika með Edgari. Mekkanó af öllum stærðum og gerðum voru keypt auk kennslubóka í listum fyrir börn og fullorðna. Fyrsta minning mín um bróður minn tengist einu hugverka hans úr mekkanói sem hann gaf mér. Þetta var lítil hrærivél og í henni var hægt að þeyta rjóma. Dúkk- urnar mínar sem tístu voru sam- stundis skornar upp af Edgari því við þurftum auðvitað að kanna uppruna hljóðsins. Ég minnist þess ekki að sú iðja hafi valdið mér nokkrum leiðindum. Það kom móður okkur á óvart að Edgar skyldi velja sér nám í verkfræði en ekki listum. Ævi- starf hans á nýsköpunarsviði varð því samtvinnað verkfræð- inni og grunni í listrænni tján- ingu með mekkanói og fróðleik í listum. Bróðir minn bar nafn banda- ríska skáldsins Edgars Allans Poe, eins af forkólfum róman- tísku stefnunnar í Bandaríkjun- um. Hann bar nafnið vel. Það er til komið þannig að Lárus Blön- dal bóksali, æskuvinur pabba, og Edgar Ívars, frændi mömmu, voru heimagangar hjá foreldrum mínum. Lárus stríddi Edgari með því að Þórarinn bróðir bæri sitt nafn því að hann hefði verið skírður Lárus Þórarinn. Edgar svaraði um hæl að það væri í góðu lagi því næsta barn foreldra minna yrði skírt í höfuðið á sér. Það varð ekki aftur snúið með nafnið þegar Edgar Ívars lést úr berklum skömmu áður en bróðir minn fæddist. Síðustu árin ræddum við systkinin saman og oft bar krabbamein á góma. Hann ræddi þau út frá tækninni og ég hélt mig við frumurnar. Edgar var uppteknari af tæknilegum fram- förum í meðhöndlun krabba- meina en eigin veikindum. Hann útskýrði í smáatriðum tæknina á bak við tækin sem hann var með- höndlaður með. Hann sagði læknunum að systir sín væri pró- fessor við Háskólann og hún væri tenging sín við frumurnar. Mér þótti vænt um þá viðurkenn- ingu. Ég kveð minn kæra, skapandi og skemmtilega bróður með sár- um söknuði. Ágústa. Edgar frændi minn var góður maður. Hann var glæsilegur á velli, hávaxinn og hrokkinhærð- ur, gáskafullur og gjafmildur. Hann keyrði varlega eins og afi – á stýrinu voru hendur stilltar á tíu mínútur yfir tíu, hafði kvikar hreyfingar og skarpa og snarpa hugsun eins og amma. Edgar var bróðir móður minnar og kær vin- ur föður míns. Ég man fyrst eftir Edda í Noregi. Hann var þar í námi á sama tíma og pabbi. Þegar ég hafði vit og þroska til naut ég þess þegar Eddi kom í heimsókn. Það var unun að hlusta á hann lýsa nýjustu hugljómunum sín- um um nýtingu á sykurreyr í milliveggi, yfirbyggingu á Laugaveg, sæstreng á milli Ís- lands og meginlandsins og svo mætti áfram telja. Stundum dugðu orðin ekki til að lýsa því sem hann hafði í huga og þá raungerði hann uppfinningar sínar með teikningum. Hug- myndir hans voru frjóar og báru allt í senn vott um virðingu fyrir náttúrunni og næmi fyrir nýt- ingu auðlinda hennar. Í hans huga var allt mögulegt. Að vera í nálægð við Edda var notalegt. Hann tók mér ætíð fagnandi, kyssti mig á kinn og klappaði mér á kollinn. Hann vildi vita af frændfólki sínu, hvað það var að sýsla og á hvaða vegi það væri í lífinu. Óþrjótandi áhugi hans á ættfræði birtist meðal annars í þessu og þarna lá hans eðlislæga forvitni um ætt- bogann sinn og um leið virðingin fyrir hverjum og einum og þeim leiðum sem fólkið hans valdi sér. Já, ég fann alltaf að ég var hluti af fólkinu hans. Þannig var hann; lét sér annt um þá sem fylgdu honum í gegnum lífið. Ein ljúfasta minning mín um Edda frænda má rekja til þess þegar amma mín, Dóa, lést á Landakoti í febrúar árið 2002. Við hittumst þar, hann, mamma og ég, rétt upp úr klukkan fjögur um morgun. Við biðum saman við dánarbeðinn þar til prestur kom og fór með bænir yfir ömmu. Við kvöddum hana af virðingu og óskuðum henni velfarnaðar á því ferðalagi sem beið hennar. Eftir það bað Eddi mig að koma með sér heim til ömmu á Vesturgöt- una. Þar náðum við í sitthvað sem á þyrfti að halda næstu daga. Þá bauð hann mér á Kaffi- vagninn úti á Granda; klukkan var rúmlega sjö og flestir bátar að leggja úr höfn eða þegar farn- ir. Við þekktum þennan stað bæði tvö. Hann í gegnum Guð- rúnu í Kaffivagninum sem lengi var heimagangur hjá ömmu og afa og ég í gegnum ótal sendi- ferðir þangað með brauð og sæt- meti þegar ég vann í Sveinsbak- aríi. Við þögðum saman í góðan tíma, hann drakk kaffi og ég kakó og fengum okkur nýbakað- ar pönnukökur í minningu ömmu. Við ræddum saman um heima og geima og nutum þess að finna styrk hvort frá öðru við andlát ömmu. Þessi stund eins og allar aðrar með Edgari var falleg og hlýleg. Ég kveð Edgar, ljúfa frænda minn, með þakklæti fyrir allt og óska honum blessunar æðri máttarvalda á nýrri vegferð. Ingibjörg Ýr. Mig langar að kveðja góðan vin minn með nokkrum orðum. Edgar var drengur góður í orðs- ins fyllstu merkingu. Samskipti okkar hófust fyrir nær 40 árum þegar fyrirtæki okkar Ármanns- fell hf. var að byggja stórhýsi á þess tíma mælikvarða við Afla- granda í Reykjavík. Óli Ásmunds arkitekt og Edgar verkfræðing- ur höfðu þá þróað nýtt milli- veggjakerfi fyrir sementsbundn- ar spónaplötur, sem við notuðum með góðum árangri í þessa bygg- ingu. Svo leiddi eitt af öðru og Geca-kerfið fór að taka hug Edg- ars, en það gekk út á nýja fram- leiðsluaðferð á sementsbundnum spónaplötum í samlokum sem fólst í innspýtingu koldíoxíðs í blönduna og hraðaði hörðuninni úr meir en sólarhring í nokkrar mínútur. Þetta var byltingar- kennd framleiðsluaðferð og úr varð heilt kerfi fyrir mjög ódýrar byggingar, sem átti að geta leyst húsnæðisvanda milljóna. Dóttir mín Dögg skrifaði ágæta kandi- datsritgerð um þetta verkefni í viðskiptafræði sem menn geta kynnt sér, rétt í byrjun tíunda áratugarins. Edgar var í sam- starfi við finnskt stórfyrirtæki og annað í Hollandi og Magdeburg í Þýskalandi og við kynntum verk- efnið í Moskvu 1985 í upphafi Gorbatsjofs-tímans en þá var óskipulag á öllu í Rússlandi og ekkert kom út úr því. Hugarfóst- ur Edgars á enn eftir að verða að veruleika en mér kæmi ekki á óvart þó svo yrði í framtíðinni. Edgar var alltaf sjálfum sér trúr og geðprúðari manni hef ég ekki kynnst. Hann var tvíburi og þeir bræður veiktust báðir á sama tíma sem ungir verkfræðingar og tvíburabróðirinn dó en Edgar lifði. Það hafði djúpstæð áhrif á Edgar sem var bakarasonur þar sem skáklistin sat í fyrirrúmi og hann var slyngur skákmaður, miklu betri en ég. Ég vann hann einu sinni í 30.000 feta hæð á leið til Moskvu og lifði á því í mörg ár en annars þóttist ég góður með þau fáu jafntefli sem ég náði gegn honum en það var alltaf jafngaman að tefla við Edgar. Undanfarin 20 ár hef ég verið fjarri góðu gamni hér í Frakk- landi þar sem mig dagaði uppi, en minningin um allar þær góðu stundir sem við áttum saman lifir þar til ég dey. Hafðu þökk fyrir góða og skemmtilega samveru í tuttugu ár. Eftirlifandi eigin- konu og börnum votta ég mína samúð og megi minning um góð- an dreng lifa. Ármann Örn Ármannsson, fv. framkvæmdastjóri Ármannsfells hf. Hvernig er á viðunandi hátt unnt að minnast félaga Edgars sem nú er allur og varla verður í orðum lýst? Hann þurfti að upp- lifa. Edgar var hár maður og vörpulegur, ljós yfirlitum og álit- legur á yngri árum. Það var þó hugur hans og hugarflug er gjarnan fóru með himinskautum, sem urðu eftirminnilegri. Þessir þættir hugar hans voru slíkir að okkur venjulegum var fyrirmun- að að fylgja þeim, ekki vegna of- lætis eða yfirgangs heldur hins hversu hratt hann bar yfir. Hann sór sig þar í báðar ættir trúi ég. Fyrr á árum hittumst við Eddi stundum, ég til að hlaða mín „hugarbatterí“ sem vildu missa hleðslu, en hann til að segja mér frá síðustu hugljómunum sínum. Stuttur fundur gat breytt miklu; ígildi þess að breyta vatni í vín, dimmu í dagsljós eða ófærð í ódá- insvöll. Hvergi vottaði fyrir tak- mörkunum né hömlum. Þá var að sönnu gaman að lifa, sem er ekki lítils virði í amstri dagsins. Eddi lifði á ljóshraða þegar svo bar undir. Var síkvik sönnun þess að fé er uppspretta og for- senda flests sem gera þarf. Vant- aði hann, þau Systu eða fjöl- skylduna eitthvað fór hugurinn á flug, tók dýfur eða stökk, jafnvel heljarstökk og niðurstaðan varð oftar en ekki hreint ótrúleg. Þá mátti á hinn bóginn engan tíma missa við að hrinda snilldinni í framkvæmd. Síminn gripinn, hringt í vini eða kunningja hvar sem slíkir voru, málin skýrð og krafist aðgerða strax. Við Eddi þekktumst frá æsku- árum, urðum nokkuð samferða upp gegnum háskóla. Tengsl okkar breyttust mjög 1963 þegar við Ágústa systir hans giftumst. Þá hófst vinátta sem entist vel alla tíð, fáir skuggar og flest skemmtilegt. Snemma á tíunda áratugi síð- ustu aldar varð samstarf okkar nánara þegar við unnum að framgangi uppfinningar Edda og Finnans Harri Eela við fram- leiðslu sementsbundinna spóna- platna til notkunar í einingarhús undir heitinu: GECA. Allur heimurinn var undir og hvergi gefið eftir. Ýmsir góðir félagar komu að ferlinu sem m.a. leiddi til framleiðslu einingarplatna í lítilli verksmiðju á Akranesi. Reist voru nokkur hús úr þessum plötum sem hafa staðist ágæt- lega nag tímans tannar í vel á þriðja áratug. Eddi var vakinn og sofinn yfir verkefninu og fannst hann þyrfti sífellt að vera að betrumbæta ferlið, þótt ekki yrði alltaf til bóta. Illu heilli fundum við ekki rétta farveginn, þótt snilldin og notagildið séu óumdeild þar sem eiginleikar sementsbundinna spónaplatna eru býsna eftirsókn- arverðir í byggingum. Því væri verðugur minnisvarði um félaga Edgar að raungera hugmyndina. En hvers konar manneskja var Eddi? Hann var mér kær vinur og í huga hans var orðið vinur stórt. En hann er vinur minn! sagði hann stundum og þá skildist að sá ætti allt gott skilið óháð flestu öðru. Áhugasvið Edda voru marg- þætt, ekki síst ættfræðiþekking sem hann taldi lykil mannlegra samskipta. Við Eddi vorum síst alltaf sammála, en gerðum ævinlega gott úr allri misklíð okkar í milli. Nú hverfur félagi minn alfar- inn til annarra heima: Góða ferð, vinur sæll! Systu og börnunum sendum við Eygló og afkomendur bestu samúðarkveðjur. Pálmi R. Pálmason. Edgar Guðmundsson var skemmtilegur maður og eldklár. Ég kynntist honum í Þrándheimi þar sem við stunduðum báðir nám í verkfræði við Tæknihá- skóla Noregs, NTH, og við unn- um saman að lokaverkefni við skólann haustið 1966. Á Íslandi lágu leiðir aftur sam- an þegar ég starfaði hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins, Rb, en hann var formaður stjórnar um skeið. Skemmtilegast var samstarfið um rannsóknaverkefni sem styrkt voru af Evrópusamband- inu en Sambandið lagði fram á fjögurra ára fresti áætlanir um rannsóknir á ýmsum sviðum. Um var að ræða samkeppnissjóði þar sem aðildarþjóðir gátu sótt um en strangar reglur giltu varðandi nýjungar, fjölda aðildarþjóða í hverri rannsókn, nýtingu niður- staðna og þátttöku rannsókna- stofnana og fyrirtækja. Tvö rannsóknaverkefni til fjögurra ára hvort hlutu styrk þar sem Rb var stjórnandi rannsóknar en Edgar var hugmyndasmiður og frumkvöðull. Hæfni Edgars til að leggja fram kosti og möguleika viðkomandi verkefna kom skýrt í ljós þegar leitað var erlendra samstarfsaðila í viðkomandi verkefni. Þannig fékkst t.d. Cranfield University í Englandi sem samstarfsaðili í öðru verk- efninu sem varðaði nýtingu á heitu vatni til framleiðslu raf- magns með nýtingu minnis- málma en minnismálmar er heiti á málmum sem taka stærðar- gráðu meiri rúmmálsbreytingum við hitabreytingar en venjulegir málmar. Þetta verkefni var raun- ar tilnefnt framsæknasta verk- efnið sem styrkt var viðkomandi tímabil. Ég ræddi seinast við Edgar í afmælishófi Davíðs Oddssonar í Hádegismóum sl. ár. Þá sat hann í stól en virtist hress og kvartaði ekki yfir heilsufari. Ég votta fjölskyldu Edgars innilega samúð okkar Siggu Rögnu. Hákon Ólafsson. Edgar Guðmundsson Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengaföður og afa, MAGNÚSAR BJARNASONAR, Muggs, frá Garðshorni. Unnur Gígja Baldvinsdóttir Margrét Lilja Magnúsdóttir Jóhann Pétursson Bjarni Ólafur Magnússon Jenný Huld, Magnús Ellert, Baldvin Búi, Gígja Sunneva, Snjólaug Hildur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.