Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 18
Atvinna 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 Á Íslandi státum við af þvílíkum fjölda eftirlitsstofnana að við erum orðin uppi- skroppa með nöfn á þær. Nýverið þeystu fram vígreifir frétta- framleiðendur í nafni Kveiks, þáttar á RÚV, með sína nýj- ustu uppfinningu og létu með hana eins og þeir sem telja sig hafa fundið upp hjólið. Hér er að sjálfsögðu verið að vísa í hvernig Samherji hefur farið ránshendi í Namibíu. Lítið hef ég séð umfjöllun sömu aðila um þá rányrkju sem stunduð hefur verið undan ströndum Marokkó, Máritaníu og Vestur-Sahara af sama fyrirtæki en á undan þeim höfðu Sjólaafkomendur verið með sams konar rekstur þar. Ekki eru það bara Íslendingar sem hafa séð tækifæri í rekstri í Afríku. Hollendingar og Rússar hafa verið mjög fyrirferðarmiklir í rekstri ryksugutogara undan ströndum Afríku og þar er beitt þeim meðulum sem þarf til að fá að taka þátt. Kínverjar eiga senni- lega heimsmet í útflutningi bænda til Afríku í því augnamiði að ná efnahagslegum yfirráðum þar. Þessir hlutir gerast ekki á annan hátt en að þegnar þessara ríkja eru arðrændir og þeir einu sem hagnast eru embættismenn og þeirra vinir í þeim löndum þar sem arðránið fer fram. Þegnar þessara landa líða sára fátækt og eiga vart til hnífs og skeiðar meðan embætt- ismennirnir strjúka ofalda vömb- ina sem er á mörkum þess að springa úr velmegun. Þessir hlutir gerast með nákvæmlega sama hætti á Íslandi þar sem spillingin er bara grófari vegna þess að hagsmunaaðilar koma sínu fólki inn í löggjafarsamkunduna og þá er arðránið einfaldlega lögleitt. Þetta gerist allt fyrir opnum tjöld- um. Kveiksmenn kölluðu umfjöllun sína um starfsemi Samherja í Afr- íku uppljóstrun en hvernig má það vera þar sem þetta hefur gerst fyrir opnum tjöldum? Það vita það allir sem hafa augu í hausnum og eitthvað á milli eyrnanna að við- skipti í Afríku og reyndar víða annars staðar gerast bara með þessum hætti og alls ekki á nokk- urn annan hátt. Fyrir rúmum 40 árum kom ég sem unglingur til Nígeríu á skipi sem flutti skreið- arfarm þangað. Það sem áhöfnin varð vitni að þarna var eitthvað sem engin mannleg vera ætti að þurfa að upplifa en virðingin fyrir mannslífi þarna var ekki meiri en kakkalakka. Það var altalað og öll- um augljóst að til þess að af þess- um viðskiptum hefði getað orðið þá þurfti að smyrja í hina ýmsu koppa með óvenjulegum aðferðum og í þessari smurþjónustu tóku stjórn- völd á Íslandi þátt. Þetta við- skiptamódel í Afríku hefur ekkert breyst síðan nema að vera kann að það sé orðið þróaðra. Embætt- ismönnum á Íslandi hefur síður en svo farið aftur í þessari leikni sinni en hins vegar virðist græðgi þeirra í að skara eld að eigin köku áger- ast og svo svæsið er þetta orðið að þeir sjá núorðið ekkert að því að mylja undir sjálfa sig fyrir opnum augum almennings enda viðspyrnan orðin nánast engin. Í störf- um mínum erlendis, m.a. á Kýpur og í austurhluta Rúss- lands, varð ég vitni að og þátttakandi í sams konar viðskiptamódeli og ég hafði kynnst í Afríkuviðskiptum. Ef ekki er smurt í koppa með þeim hætti sem hér um ræðir þá verð- ur einfaldlega ekkert af neinum viðskiptum. Svona viðskipti þrífast eingöngu vegna spillingar í því landi þar sem viðskiptin eiga sér stað. Þegar viðskipti eiga sér stað með þessum hætti er opin leið til að stinga undan sköttum hluta þess sem greiða á skatta af. Á Íslandi erum við með alls kyns eftirlitsstofnanir eins og Fjármála- eftirlit, Seðlabanka, Ríkisskatt- stjóra, Skattrannsóknarstjóra o.fl. Þrátt fyrir að starfsmenn á laun- um í þessum stofnunum séu fleiri hundruð þá virðist ekki einn ein- asti þar vera vakandi í vinnunni. Það þurfti einhverja starfsmenn RÚV sem eru verulega uppteknir við að verja tilverurétt sinn til að benda eftirlitsaðilum sem virðast allir vera uppteknir við eigin svefnrannsóknir á hið augljósa. Ekki verður annað séð en að Þyrnirós sofi víða vært á kostnað skattgreiðenda. Kveiksfólk ber sér svo á brjóst yfir þessari nýjustu uppfinningu sinni. Þetta sama fólk misnotar svo RÚV til að auglýsa bók sína um sama efni og vænt- anlega greiða þessir aðilar ekkert fyrir þær auglýsingar, eða gera þeir það? Hver greiddi svo ferða- kostnað þessara aðila til Afríku? Við skulum hafa í huga að í þess- um ferðum var verið að viða að sér efni sem ekki var bara notað í þáttum á RÚV heldur einnig í um- rædda bók. Hvernig er skatt- skilum af ferðakostnaði þeim sem ekki var nýttur sem slíkur háttað hjá þessum aðilum? Víst er það mannlegt að nýta sér tækifæri sem bjóðast og jafnvel ásælast hluti sem tilheyra öðrum. Eðli slíks er að ásælast sífellt meira enda er græðgi ekkert skárri fíkn en hver önnur. Afríkuviðskiptin eru ógeðsleg en þau gerast hvort sem Íslendingar taka þátt eða ekki. Stjórn- málamenn og embættismenn á Ís- landi ættu kannski að byrja á að grisja sinn eigin garð áður en þeir hendast til Afríku. Það gera þeir m.a. með því að láta af óstjórnlegri sjálftöku í eigin þágu. Þá er löngu tímabært að innkalla allan fisk- veiðikvóta og úthluta honum til hæstbjóðenda til eins árs í einu. Á Íslandi drýpur smjör af hverju strái en smjörið er bara ætlað fáum útvöldum á meðan almenn- ingur hámar í sig smjörlíki. Vært sefur Þyrnirós Eftir Örn Gunnlaugsson » Á Íslandi drýpur smjör af hverju strái en smjörið er bara ætlað fáum útvöldum á meðan almenningur hámar í sig smjörlíki. Örn Gunnlaugsson Höfundur er fyrrverandi atvinnurekandi. orng05@simnet.is Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sakn- aði þess í viðtali við Morgunblaðið 20. nóv- ember sl. að almennt væri tekin dýpri um- ræða um hvernig farið væri með fjármuni sem í Landspítalann væru settir. Vísaði hann m.a. til samnings um fram- leiðslutengda fjármögnun, sem átti að tryggja að eftir því sem afköst á spítalanum ykjust færi meira fjár- magn til hans. Átti þetta að verða leiðandi kerfi í fjármögnun spítalans, að sögn Bjarna, en hefði aldrei orðið almennilega virkt. Samningurinn sem um ræðir er frá júní 2016 á milli Sjúkratrygginga Íslands og Landspítala. Gerir samn- ingurinn ráð fyrir kostnaðargrein- ingu þjónustunnar sem Landspít- alinn veitir og að spítalinn fái endurgjald fyrir hana sem taki mið af aldri, kyni, sjúkdómsgreiningu, að- gerðum og útskrift sjúklinganna. M.a. átti samningurinn að verða und- irstaða sanngjarnari og sveigjanlegri fjármögnunar spítalans sem tæki mið af afköstum hans. Þetta eru allt fróm markmið að okkar mati. Eru þau nauðsynlegur þáttur í að gera meðferð fjármuna skilvirkari eins og fjármálaráðherr- ann telur mikilvægt. Markmiðið er s.s. það að leggja mælistiku á kostn- að við aðföng sjúkrahússins og mannaflaþörf, tengja það ákveðnum úrlausnarefnum varðandi vanda hinna sjúkratryggðu og endurgjalda hvert verk eftir þeim mæli. Spítalinn sundurliðar kostnaðinn og metur til fjár og verðmerkir það sem lagt er í. En í stað þess að skila þeim ár- angri sem til er ætlast býr fjár- málaráðherrann við hallarekstur Landspítalans ár eftir ár „án þess að viðunandi skýring fáist“ svo vitnað sé til orða Bjarna Benediktssonar í fyrrgreindu viðtali. Til þess að gera langa sögu stutta þá eru á þessu augljósar skýringar. Samningur spítalans og sjúkratrygg- inganna lítur vel út svo langt sem hann nær. Með honum er þó aðeins hálf sagan sögð og einungis lagðar forsendur fyrir því sem á eftir þarf að koma. Allir hafa staðið frammi fyrir þeirri kvöl að þurfa að velja á milli vöru eða þjónustu eftir gæðum og verði. Það sem liðkar til í þeirri stöðu er oftast sú staðreynd að úr einhverju er að velja. Kaupandinn á völina eins og sagt er. Þó kemur það fyrir að úr fáu er að velja og stund- um aðeins einn kostur í stöðunni. Það er afleitt og leiðir jafnan til lak- ari kjara. Seljandinn hefur í hendi sér verð og gæði og kaupandi á eng- an kost nema að ganga að viðskipt- unum eða hafna. Fjármálaráðherrann er að kaupa heilbrigðisþjónustu sem fagstéttir hafa lagt á ráðin um hvernig hátta skuli og Spítalinn eini hefur verðlagt. Fjármálaráðherrann er lokaður inni í blindgötu þessara viðskipta og má sín einskis. Eina ráðið sem hann get- ur gripið til er flatur niðurskurður eins og reynslan hefur sýnt. Það þarf að loka þessu dæmi með fjármögnun Landspítalans. Sú að- gerð hófst ekki með áðurgreindum samningi frá 2016 heldur fyrir um áratug þegar gerð var tilraun til að aðskilja heilbrigðis- og velfarn- aðarmál sitt í hvoru ráðuneytinu. Með því sköpuðust skilyrði þess að í stjórnarráðinu yrðu tvö ráðuneyti, annars vegar rekandi heilbrigð- isþjónustu og hins vegar kaupandi hennar. Því hefur verið haldið fram að bestu evrópsku heilbrigðiskerfin, t.d. í Hollandi og hjá öðrum þjóðum Norðurlanda, séu þau þar sem tekist hefur að blanda saman ríkisreknum lausnum og einkalausnum. Kaupandi heilbrigðisþjónustunnar, sem á Ís- landi geta verið Sjúkratrygging- arnar, á að reyna að ná sem bestum samningum við veitendur þjónust- unnar á grundvelli gæða og verðs. Þjónustuveitandinn getur verið hvort sem er einkarekinn eða rekinn af al- mannafé. Hagsmunirnir sem þeim ber að verja eru alltaf hagsmunir sjúklinganna. Sá sem veitir bestu þjónustuna fyrir besta verðið er val- inn. Þetta veitir ríkinu fullkomið frelsi til að ákveða sjálft hvaða þjón- ustu það vill veita þegnum sínum. Ríkið býr hins vegar alltaf við aðhald frá einkageiranum þannig að ef einkageirinn getur boðið jafngóða eða betri þjónustu á lægra verði er samið við hann. Til þess að Bjarna Benediktssyni verði að ósk sinni, þarf ríkissjóður að eiga val við kaup á heilbrigðisþjón- ustu. Þetta er grundvallaratriði. Velferðarráðherrann þarf að eiga annan valkost en Landspítalann nema um þá fáu þætti þjónustunnar, sem ekki er hægt að veita annars staðar. Enda verður sú þjónusta ekki fjármögnuð nema á föstum fjár- lögum eða með aukafjárlögum. Vel- ferðarráðherranum sé ekki skylt að kaupa heilbrigðisþjónustu af heil- brigðisráðherranum. Ekki ef annað býðst sem sjálfsagt er að kaupa vegna gæða og verðs. Allir sem veita heilbrigðisþjónustu og vilja að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í kostnaðinum verða að leggja fram verð sitt eftir sama mælikvarða, hvort sem um er að ræða stofnanir sem heyra undir heilbrigðisráðherr- ann eða einkareknar heilbrigð- isstofnanir. Það er skoðun okkar að með þessu móti geti fjármálaráðherrann tekið gleði sína á ný og reitt fram þá fjár- muni með góðri samvisku, sem hinn sjúkratryggði Íslendingur þarfnast. Svartipétur fjármálaráðherrans Eftir Gunnar Ármannsson og Sigurbjörn Sveinsson »Með samningi um framleiðslutengda fjármögnun Landspítala er aðeins hálf sagan sögð. Lagðar eru for- sendur fyrir því sem á eftir þarf að koma. Gunnar Ármannsson Gunnar er fv. framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands. Sigurbjörn er fv. formaður Læknafélags Íslands. beggja@simnet.is Sigurbjörn Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.