Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 Það er ávallt efni til að hugleiða hvers vegna fjármálafyr- irtæki eru „kerfislega mikilvægar stofnanir“ og hvers vegna einstök fjármálafyrirtæki eru kerfislega mikilvæg. Með fjármálafyr- irtækjum er átt við banka, tryggingafélög og lífeyrissjóði. Til hliðar við starfsemi þessara fyr- irtækja eru verðbréfasjóðir og greiðslumiðlunar- og færsluhirðing- arfyrirtæki. Það er athyglisvert að lesa eft- irfarandi í íslensku blaði á nítjándu öld: „Meðan að hús vor eru ábyrgð- arlaus vill enginn voga að lána oss mikið fé til bygginga þeirra gegn veði í þeim sjálfum, það verður því ekki að búast við nema smákofa- byggingum meðan svona stendur.“ Þetta birtist árið 1879, áður en Landsbanki Íslands var stofnaður. Þá þegar gerðu framsýnir menn á Íslandi sér gein fyrir samspili lána- starfsemi og vátrygginga. Mikilvæg fyrir hvern? Nærtækast er að spyrja: fyrir hvern eru þessi fyrirtæki kerfislega mikilvæg? Fyrir eigandann, starfs- fólkið eða samfélagið sem þau starfa í? Eða eru þessi fyrirtæki aðeins mikilvæg fyrir ríkissjóð þess sam- félags sem þau starfa í? Með því er átt við hvort fjármálafyrirtæki séu fyrst og fremst uppspretta fjár til skattheimtu. Fjármálafyrirtæki eru kerfislega mikilvæg fyrir sam- félagið. Annars væru þau ekki kerf- islega mikilvæg! Fjármálafyrirtæki eru ekki til fyrir starfsfólk fyrirtækjanna. Fjármálastarfsemi Það er alltaf gaman að horfa til þess sem „Svarta bókin“ segir um lánastarfsemi. Ákvæði um lána- viðskipti og vexti er að finna í 5. Mósesbók. Þar segir: „Þú skalt ekki taka vexti af bróð- ur þínum, hvorki vexti af fé, matvælum né neinu sem lánað er. Þú mátt taka vexti af út- lendingi en ekki af bróður þínum svo að Drottinn, Guð þinn, blessi þig í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur í landinu sem þú heldur nú inn í til að taka það til eignar.“ Í eldri þýð- ingum er talað um að okra eða taka fjárleigu í stað þess að taka vexti. Gyðingar fundu leið til að taka ígildi vaxta af „bræðrum sínum“ með affallaviðskiptum. Ávöxtur þess er víxill. Víxill ber ekki vexti en í viðskiptum með slíka fjármálagjörn- inga er reiknað með ákveðinni ávöxtun í afföllum. Íslömsk bankastarfsemi hafnar „vöxtum“ á sama veg og frum- kirkjan og Gyðingar. Íslömsk bankastarfsemi byggist á leigu- greiðslum með fólgnum vöxtum. Fjármálastarfsemi nútímans Fjármálastarfsemi nútímans byggist á fjölmörgum þáttum, allt frá einfaldri greiðslumiðlun til áhættustýringar í flóknum fyrir- tækjaviðskiptum. Þar á milli er upp- bygging lífeyrissparnaðar fyrir venjulegt fólk. Venjulegt fólk á að geta byggt upp frjálsan lífeyris- sparnað án þess að sá sparnaður sé fyrst og fremst andlag til skattlagn- ingar. Meirihluti alþingismanna lítur á fjármálakerfið sem skattþúfu þar sem enginn endir er á uppsprettu. Mestur hluti sparnaðar í flestum löndum er lífeyrissparnaður og í flestum löndum eru sjóðir til styrkt- ar vísindum og mannúðarmálum. Skattlagning í fjármálakerfi Skattlagning á fjármálafyrirtæki er af tvennum toga. Annars vegar er það skattur á skuldir banka. Sá skattur er 0,376% af skuldum fjár- málafyrirtækja, þó með frískulda- marki. Skatturinn var lagður á í góðmennskukasti þingmanna. Þegar skatturinn var lagður á var aðeins einn þingmaður sem greiddi atkvæði gegn þessari skattlagningu með þeim rökum að fjármálafyr- irtæki greiða ekki þennan skatt heldur viðskiptavinir fjármálafyr- irtækjanna, og þá sennilega lántak- endur hjá fjármálafyrirtækjunum fremur en innistæðueigendur. Skatturinn kemur fram í vaxtamun hjá fjármálafyrirtækjunum. Þannig verða íslensk fjármálafyr- irtæki ekki samkeppnishæf við er- lend fjármálafyrirtæki þegar stór og velmegandi fyrirtæki þurfa á lánaviðskiptum að halda. Sjávarútvegsfyrirtæki eru í við- skiptum við norska banka. Skipa- félög eru í viðskiptum við þýska banka. Og flugfélög eru í við- skiptum við japanska og kínverska banka. Þau viðskipti skila sér í ábata fyrir íslenska neytendur. Ís- lendingar eru mikið fyrir að gera útlendinga ríka. Skattlagning á eignir eða skuldir er í eðli sínu eins skiptis aðgerð og minnkar skattstofninn í framtíðinni. Hitt formið á skattlagningu fjár- málafyrirtækja er 22% fjáreigna- tekjuskattur af fjáreignatekjum ein- staklinga og sjóða. Sú skattlagning getur einnig komið illa við ýmsa. Samkvæmt svari við fyrirspurn um ávöxtun og skattlagningu sjóða í vörslu Háskóla Íslands fer stór hluti af raunávöxtun sjóðanna til greiðslu á fjáreignatekjuskatti. Þannig verða sjóðirnir ekki til styrktar vísindum og mannúð, heldur til styrktar rík- issjóði í eilífum vanda. Til þess voru refirnir ekki skornir! Það er mjög erfitt að ræða við kjörna fulltrúa um mismuninn á raunskattlagningu og nafnskatt- lagningu. Þannig skiptir hugprúður og dagfarsljúfur formaður Samfylk- ingarinnar skapi þegar reynt er að tala við hann um skattlagningu á fjármálafyrirtæki og fjáreignir. Það er nú fullreynt. Fjármálafyrirtæki framtíðar Fjármálafyrirtæki í nútíð eru miðlarar milli sparenda og lántak- enda. Svo hefur verið frá frumtíð gyðingdómsins eins og lánastarf- semi er lýst í Mósesbók. Esikel seg- ir: „Hann heldur hendi sinni frá ill- um verkum, tekur hvorki vexti né stundar okur, framfylgir reglum mínum og fer að lögum mínum.“ Kalvin er löngu búinn að fallast á vexti en eftir stendur að okur er ávallt í samhengi við nauðung. Fjármálafræði nútímans eru að- eins um 70 ára gömul. Bismarck fann upp lífeyrissjóði. Íslendingar skynjuðu nauðsyn þeirra fyrir 50 árum en það eru aðeins 40 ár frá því menn fóru að skilja raunávöxtun. Fram til þess var fjármálastarfsemi til að flytja eignir frá sparendum til lántakenda. Kalvin reiknaði alltaf með eðlilegu endurgjaldi í formi vaxta. Snilld og árangur Snilldin við íslenska lífeyriskerfið er skattlagning lífeyris við útborgun og ávöxtun umfram verðbólgu. Líf- eyrisþegar þurfa þjónustu á lífeyr- isaldri og eðlilegast að þeir greiði þá fyrir hana með skatti af lífeyris- greiðslum. Árangursrík miðlun fjármagns á markaði skapar ábata hjá þeim sem njóta miðlunarinnar. Þeir sem njóta eru annars vegar lánveitendur en þeir fá í sinn hlut ávöxtun og dregið er úr áhættu þeirra, og á hinn veg- inn eru lántakar með því að fá að- gang að fjármagni til ábata og ávinnings í framtíðinni. Ábatinn er ekki fyrir ríkisjóð, nema að því leyti sem um eðlilega skattlagningu á hagnaði er að ræða. Af hverju kerfislega mikilvæg? Það er von að spurt sé hvers vegna sum fyrirtæki eru kerfislega mikilvæg. Það er vegna þess að slík fyrirtæki eru nauðsynlegir innviðir í samfélagi sem við búum í. Í ljósi sögunnar sést greinilega hvað haml- aði þjóðfélagsþróun á nítjándu öld. Það var skortur á peningum og lánsfé, og miðlun peninga. Ekki vegna þess að miðlunin sjálf væri skattaandlag, heldur vegna þess að ekki var hægt að ráðast í fram- kvæmdir í atvinnumálum og upp- byggingu íbúðarhúsnæðis vegna skorts á miðlun og miðlun áhættu í tryggingafélögum. Það kann að vera að sá texti sem að framan er sagður sé gagnslaus, eins og ljóð. Ljóðið er kastali háttvísinnar. Eftir Vilhjálm Bjarnason »Nærtækast er að spyrja: fyrir hvern eru þessi fyrirtæki kerfislega mikilvæg? Fyrir eigandann, starfs- fólkið eða samfélagið sem þau starfa í? Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. „Kerfislega mikilvæg fyrirtæki“; fyrir hvern? Fákar í fönn Loksins er orðið jólalegt um að litast eftir að fannhvítur snjór féll af himnum ofan, yfir fólk og fáka til hjólreiða. Kannski ekki bestu aðstæður til að hjóla – og þó. Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.