Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 Gerður Unndórsdóttir, húsmóðir og verkakona, f. 1941, lengst af búsett í Reykholti í Borgarfirði og á Egils- stöðum. Börn Guðrúnar og Rúnars eru 1) Kristján Rúnarsson, f. 28.11. 1987, tónlistarmaður, málfræðingur og máltæknifræðingur, sérfræðingur við Árnastofnun við Háskóla Ís- lands. Býr í Reykjavík. Maki er Sól- veig Sigurðardóttir, tónlistarmaður og söngkona. Synir þeirra eru Krist- inn, f. 2011, og Erlendur, f. 2015; 2) Vilhjálmur Rúnarsson, f. 10.12. 1993, laganemi, býr í Reykjavík; 3) Þor- valdur Rúnarsson f. 10.12. 1993, tölv- unarfræðingur, býr í Reykjavík, maki er Drífa Sóley Heimisdóttir tölvunarfræðingur, sonur þeirra er Heimir Örn, f. 2017. Systkini Guðrúnar eru Jóna Krist- jánsdóttir, f. 11.11. 1958, sálfræð- ingur, býr í Uppsölum í Svíþjóð; Búi Kristjánsson, f. 29.6. 1961, myndlist- armaður, múrari, smiður og bygg- ingameistari, býr í Reykjavík; Guð- jón Kristjánsson, f. 11.10. 1962, lyflæknir og sérfræðingur í melt- ingarsjúkdómum, yfirlæknir og býr á Akureyri; Erlendur Kristjánsson, f. 8.4. 1966, rafmagnsverkfræðingur, býr í San Jose í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Foreldrar Guðrúnar eru hjónin Kristján Búason, f. 25.10. 1932, sóknarprestur og fv. dósent við Guð- fræðideild HÍ, og Erla Gróa Guð- jónsdóttir, f. 20.5. 1932, d. 7.12. 2015, lögreglukona og fulltrúi. Þau gengu í hjónaband 15.2. 1958. Guðrún Kristjánsdóttir Sveinbjörg Þorgerður Pétursdóttir húsfreyja á Geithellum, síðar á Hamri Þorsteinn Jónsson bóndi á Geithellum í Álftafi rði, síðar á Hamri Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja í Reykjavík Erla Gróa Guðjónsdóttir lögregluþjónn og fulltrúi á sálfræðideild skóla í Reykjavík Guðjón Gíslason sjómaður og verkamaður í Reykjavík Gísli Sighvatsson bóndi á Höfða í Dýrafi rði, sonur Sighvats Grímssonar Borgfi rðings Finnbogi Rútur Þorvaldsson verkfræðingur og prófessorVigdís Finnbogadóttir forseti Magdalena Jórunn Búadóttir hjúkrunarfræðingur og kennari við Hjúkrunarskólann Þuríður Þorvaldsdóttir hjúkrunarkona Jóna Elíasdóttir húsfreyja á Höfða Ólöf Hafl iðadóttir hjúkrunarkona Filippía Erlendsdóttir húsfreyja á Hvallátrum Steinunn Ólafsdóttir Thorlacius húsfreyja í Miðbæ Erlendur Kristjánsson bóndi í Miðbæ á Hvallátrum í Rauðasandshreppi Jóna Erlendsdóttir húsfreyja í Rvík og formaður Hvítabandsins Búi Þorvaldsson mjólkurfræðingur í Reykjavík Magdalena Jónasdóttir prestsfrú m.a. í Sauðlauksdal Þorvaldur Jakobsson sóknarprestur m.a. í Sauðlauksdal og kennari í Flensborgarskóla í Hafnarfi rði Úr frændgarði Guðrúnar Kristjánsdóttur Kristján Búason sóknarprestur og dósent við HÍ Ámiðvikudaginn setti ÓlafurStefánsson þessa skemmtilegu limru, Skammdegisblús, inn á Leir- inn: Borgin sefur, breiðar götur hljóðar, blika ljós í malbiks dökka myrkri. Skammur dagur skammtar hendi styrkri, í skorti’ á birtu, fáar stundir góðar. Löng er biðin, langt til morgunstunda, langþreytt þjóð á fjaðradýnum sefur. Samviskunni svefnþorn einatt gefur, sækir stíft í gleymsku draumafunda. Einn er á ferli unir tæpast náðum, eirðarlaus sál með tómleikann að vopni, reynir að skynja raunheimanna sorg. Eindreginn beitir öllum þekktum ráð- um, ákallar bergið, að stoltur Sesam opni, er situr einn að sumbli’ í dauðri borg. Davíð Hjálmar í Davíðshaga spyr og segir, að maður svelti ekki smalahundinn sinn: Hvuttar vinna hverja stund, hvása þá og gjamma. Því má ekki henda í hund hálfum sviðakjamma? Ingólfur Ómar sendi mér þennan óð um Stephan G. Stephansson: Gæddur varstu miklum móð mærð af tungu flæddi, ungur kvaddi æskuslóð aðra stigu þræddi. Til fósturjarðar orti óð útlegð sárt þig mæddi, okkur færði sannan sjóð sónarbeðinn glæddi. Ármann Þorgrímsson segir á Boðnarmiði, að stærsti loftslags- vandinn sé of margt fólk. Jörðin beri það ekki: Að veröldin til fjandans fer flýtir sérhver hitagráða. Meðan fólkið fjölgar sér fátt mér sýnist þá til ráða. „Þungskilið leikrit“ kallar Karl Friðriksson þessa stöku: Illa lífsins leikur skilst, listir hans og brellur, því veit enginn þar hvað dylst þegar tjaldið fellur. Sigurður Breiðfjörð yrkir til Skáld-Rósu: Einatt glæðist vonin veik viskuleynum mínum. Skýl mér flæðarelda eik undir greinum þínum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Skammdegisblús og smalahundurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.