Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is Ég pantaði bíla- leigubíl í gegnum Rentalcars.com hjá Dollar á München-- flugvelli 5.8. 2019 (bók- unarnr. 720259453). Ég tók bílinn með fullri tryggingu. Þegar ég kom á flugvöllinn 28.8. 2019 fór ég á bílaleig- una og framvísaði „vo- ucher“ fyrir bílnum og staðfestingarskjali um trygginguna. Maðurinn sem var í afgreiðslunni sagði mér að þeir ættu ekki bílinn sem ég átti að fá, en hann myndi út- vega mér annan sambærilegan. Hann kom svo stuttu seinna til baka með lykil að Ford Focus og sam- þykkti ég það, en þá sagði hann allt í einu að hann væri of gamall og fór aftur, en kom skömmu síðar með lykla að Opel Mokka. Sá bíll var í sama verðflokki og tókum við hann, enda kostaði hann okkur ekkert aukalega. Hinn 10. september kom- um við til baka og skiluðum bílnum. Þegar við litum svo á Visa- reikninginn yfir ferðina sáum við færslu frá Hertz upp á 80.247 kr. og könnuðumst ekkert við það því að við áttum aldrei í viðskiptum við Hertz. Við höfðum strax samband við Landsbankann og Valitor. Valitor fékk afrit af upphaflegum „voucher“ og svo síðar afrit af reikningnum frá Hertz. Ég fór inn á þjónustuvefinn hjá Dollar og gat séð bókunina í upphafi en síðar þegar ég ætlaði að skoða hana betur var hún horfin. Eftir ítrekuð símtöl og spjall við þjónustuver Rentalcars.com og þjónustuver Dollar fannst loks nýtt bók- unarnúmer sem hafði verið stofnað hjá Hertz og gat ég loks fengið afrit af reikningnum sent á mitt netfang. Þar kom svikamyllan í ljós. Ég hafði samband við Valitor og sendi reikn- inginn með og benti á að þetta væri falskur reikningur og bað þá að at- huga málið. Þá varð ég fyrst hissa því starfsmaður Valitor tók reikn- inginn sem sönnunargagn um að málið væri leyst og lokaði því þrátt fyrir mótmæli mín. Ég hef alls staðar komið að lok- uðum dyrum. Það síðasta sem gerst hefur er að Rentalcars.com greiddi til baka upphaflega tryggingu að andvirði 14.656 kr. en ekkert meira. Ég vil taka það fram að ég og eigin- kona mín höfum undanfarin 26 ár flogið með Icelandair til München og tekið bílaleigubíl hjá ýmsum bíla- leigum og aldrei lent í öðru eins. Er það ekki dularfullt að hvorki sé mögulegt að sjá reikninga á þjón- ustuvef Dollar (bókunarnr. 720259453 ) eða Hertz (bókunarnr. 299719895)? Eins og ég og þeir sem ég hef ráð- fært mig við líta á málið þá er þetta afar sviksamlegt og engin önnur leið sanngjörn en að reikningurinn frá Hertz verði endurgreiddur og ég greiði aðeins það sem var samið um í byrjun, „voucher“ að andvirði 41.065 kr. en ekki þær 106.658 kr. sem ég var látinn borga. Að lokum vil ég minnast á að ég óskaði eftir að Rentalcars.com út- vegaði mér afrit af leigusamn- ingnum þar sem ég á að hafa sam- þykkt ný kjör og rándýra tryggingu eða samtals tvöfalt upphaflegt um- samið verð. Ég fékk senda illa ljós- ritaða nótu með allt annarri undir- skrift en minni og þar að auki frá allt annarri bílaleigu sem heitir Thrifty og er útibúið í Malaga á Spáni! Þetta undirstrikar hversu ömurlega fjar- stæðukennd öll samskipti hafa verið í þessu ferli. Ég get ekki ímyndað mér hversu margir gefast upp á að sækja rétt sinn í svona málum en ég læt ekki svona lagað yfir mig ganga og verð- ur málið kært til lögreglunnar. Opið bréf til Landsbankans, Icelandair og Valitor Einar Róbert Árnason » Þetta er afar svik- samlegt og engin önnur leið sanngjörn en að reikningurinn frá Hertz verði endur- greiddur. Einar Róbert Árnason Höfundur er lífeyrisþegi. Stór áfangi næst í þeirri samgöngu- byltingu sem stefnir í á leiðinni milli sunnan- og norðanverðra Vest- fjarða þegar fara má um ný göng milli Dýra- fjarðar og Arn- arfjarðar á næsta ári og leiðin styttist um 27 km. Þá verður einungis eftir að leggja heils- ársveg úr Arnarfirði um Dynjand- isheiði í annars vegar Vatnsfjörð og hins vegar til Bíldudals til að komast megi á milli Ísafjarðar og Breiða- fjarðar og þéttbýlisstaðanna á sunn- anverðum Vestfjörðum á vegum sem að mestu uppfylla nútímakröfur. Göng undir Breiðadals- og Botns- heiði, sem svo eru nefnd, milli Ísa- fjarðar, Súgandafjarðar og Önund- arfjarðar hafa tryggt örugga umferð árið um kring á norðanverðum Vest- fjörðum og allt til Dýrafjarðar í tæp- an aldarfjórðung. Með hinum nýju göngum er hins vegar hætt við að umferð muni að mestu leggjast af um Hrafnseyrar- heiði, sem nú tengir firðina saman, sem og um hinn fornfræga stað Hrafnseyri við Arnarfjörð, en leiðin um hin nýju göng mun næst liggja um 12 km frá honum. Líklegt má telja að Hrafnseyri skipi ríkan sess í hugum þeirra sem láta sig sögu þjóð- arinnar varða og staðurinn og nafn hans sé ein táknmynda framfara og frelsis hennar. Væri mjög miður ef Hrafnseyri hyrfi að mestu af sjón- arsviðinu sem hætt er við að geti orðið ef ekki verður brugðist við. Um sögu staðarins má rifja upp að þar bjó til dauðadags 1213 Hrafn Sveinbjarnarson, héraðshöfðingi og fyrsti menntaði læknirinn á Íslandi, sem staðurinn eða Eyrin var síðan kennd við og nefnd Hrafnseyri eða Rafnseyri. Um hann segir í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar „… Alla menn lét hann flytja yfir Arnarfjörð, þá er fara vildu. Hann átti og skip á Barðaströnd. Það höfðu allir þeir sem þurftu yfir Breiðafjörð. Og af slíkri rausn Hrafns var sem brú væri á hvárum tveggi firðinum fyrir hverjum, er fara vildi.“ Hann veitti öllum læknisþjónustu sem til hans leituðu og tók aldrei gjald fyrir, segir einnig. Sex öldum síðar, eða 17. júní 1811, fæddist á prestssetrinu Hrafns- eyri við Arnarfjörð sá maður sem öðrum fremur leiddi Íslend- inga til frelsis og sjálfstæðis, Jón Sigurðsson, oftast titlaður forseti. Þar bjó hann og óx úr grasi allt til 18 ára aldurs. Sem flestum ætti að vera kunnugt var á aldarafmæli hans, 17. júní 1911, stofnaður Háskóli Íslands og sama dag árið 1944 stofnað lýð- veldið Ísland á Þingvöllum við Öx- ará. Með hinum nýju göngum er von- andi að byggð á Vestfjörðum komist nær því að ná vopnum sínum, sam- göngur verði tryggari, samgangur aukist og nafn ganganna verði oft á vörum íbúa og vegfarenda. Má því telja mjög við hæfi að kenna þau við búsetustað Hrafns Sveinbjarn- arsonar og fæðingar- og uppeld- isstað Jóns Sigurðssonar, svo mjög sem þeir stuðluðu báðir að fram- förum lands og lýðs, og nefna þau Hrafnseyrargöng. Einnig héldi þetta nafn við minningunni um leið- ina um Hrafnseyrarheiði sem göngin leysa af hólmi. Eitthvað þurfa samgöngu- mannvirki að heita (líkt og lands- lagið) og hafa göngin til þessa verið kennd við annan af þeim tveimur meginfjörðum sem þau tengja og nefnd Dýrafjarðargöng. Dýra- fjörður er talinn draga nafn sitt af Dýra nokkrum landnámsmanni. Einnig hefur sú kenning verið sett fram að fjörðurinn dragi nafn sitt af því sem líkist dyrum sem fjöllin hvort sínum megin fjarðar mynda (Dyrafjörður). Yfir fjörðinn nokkru fyrir innan Þingeyri liggur fylling og brú kennd við fjörðinn og nefnist Dýrafjarðarbrú. Engar skráðar reglur gilda um nafngiftir samgöngumannvirkja hérlendis en það metið svo að ráð- herra samgöngumála hafi lokaorðið ef á reynir. Ekki er vitað til að sér- stök formleg ákvörðun hafi verið tekin um þetta nafn á göngin né hver rök liggja því að baki. Hefur nafnið fest sig nokkuð í sessi og raunar svo mjög að bæjarráð Ísafjaðarbæjar var á fundi sínum í lok október síð- astliðnum einhuga um að hafna til- lögu undirritaðs um að leggja til við ráðherra að nafni ganganna skyldi breytt og þau nefnd Hrafnseyr- argöng. 11. október sl. var birt á vef for- sætisráðuneytisins skýrsla sem nefnist „Arfleifð Jóns Sigurðssonar – skýrsla nefndar um inntak, stjórn- sýslu og miðlun“. Þar er lagt til „… að flutt verði á Alþingi stjórn- artillaga um að gerð verði áætlun um heildstæða nálgun á inntaki, stjórn- sýslu og miðlun arfleifðar Jóns Sig- urðssonar. Í því augnamiði verði starfsemin á Hrafnseyri efld og stofnaður formlegur samstarfsvett- vangur þeirra aðila sem nú sinna op- inberri menningarstarfsemi sem til- einkuð er ævistarfi og minningu Jóns Sigurðssonar.“ Það er mat þess sem þetta ritar að í því fælist lítil fórn og raunar þvert á móti væri vel til fundið að kenna hin nýju göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar við Hrafnseyri við Arn- arfjörð og nefna þau Hrafnseyr- argöng. Væri nafni staðarins og sögu þannig haldið á lofti og með því á táknrænan hátt stutt við þá starf- semi sem lagt er til að þar verði. Að varðveita sögu sína Eftir Jónas Guðmundsson » Í því fælist lítil fórn og væri raunar þvert á móti vel til fundið að kenna ný göng milli Arnarfjarðar og Dýra- fjarðar við Hrafnseyri við Arnarfjörð. Jónas Guðmundsson Höfundur er sýslumaður á Vest- fjörðum. jonas@snerpa.is VINNINGASKRÁ 42 9155 17266 29526 38275 48501 58743 70585 52 9167 18814 29621 38660 48537 60315 70716 483 9202 18854 29780 38941 48781 60356 71041 910 9279 19068 30153 38956 49458 60811 71082 1064 10256 19264 30363 38966 49523 60883 71861 1154 10271 20384 30536 39074 49555 61733 72188 1313 10516 20395 30623 39805 50198 61901 72213 1381 10639 20585 30879 40093 50612 61932 72387 1636 10687 22029 31315 40129 50829 62112 72502 1726 10740 22067 31749 40483 51114 62604 72548 1952 11215 22387 31847 40552 51178 63193 72610 2216 11708 22684 31952 40620 51328 63310 72622 2630 11766 22954 32398 40856 51463 63742 72795 2798 11775 23215 32734 40927 51836 63795 72871 2871 11947 23457 32794 41232 51875 63861 73124 2942 12207 23723 33046 41421 51907 64084 73224 3290 12259 24180 33672 42432 51977 64334 73238 3582 12472 24561 33939 42458 52517 64551 73651 3716 12598 24807 33954 42925 52945 64553 74275 3870 12935 25441 34158 43462 53050 64752 75036 3988 13115 25586 34248 44142 53218 64795 75628 4699 13163 26054 34346 44305 53357 65436 76511 5273 13677 26458 34821 44500 53747 66117 76606 5450 13828 26780 35061 44650 53949 66189 76699 5501 13983 26838 35197 44775 54141 68318 76850 5909 14128 26950 35368 44808 54592 68395 77044 5972 14255 26978 35518 45035 54817 68457 78206 6425 14924 27053 35694 45079 54907 68976 78373 6570 15049 27399 36075 45411 55238 69173 78603 6703 15134 27702 36159 46283 55304 69308 78860 7885 15259 28150 36685 46332 55332 69387 79720 8080 15582 28151 36931 46466 55604 69388 8169 15757 28167 37204 46775 55844 69604 8263 16106 28354 37633 47478 56535 70026 8657 16644 28729 37718 47776 57754 70232 8854 16651 29093 37927 48015 57758 70457 8956 17213 29304 38198 48481 58071 70495 230 11260 21942 34277 42227 54536 65605 72973 2949 12407 23189 34418 43715 55368 66783 75342 3780 13317 25240 36971 46309 56239 67117 76234 4080 16902 25387 37336 47068 56402 67436 76598 4648 16946 26251 37443 47205 56653 67795 76754 6956 17663 27204 37473 48150 58180 68144 78086 7916 17828 27217 38186 48334 58992 68833 78162 8082 17960 28242 38615 49169 60196 69162 78675 8272 18037 29332 39090 49541 62286 70470 79437 8782 18046 29610 39166 50004 62575 70515 8977 18120 30760 39680 50304 63799 70953 9013 18456 32442 40252 52740 63835 71412 9244 18770 33301 41554 54401 64886 71910 Næstu útdrættir fara fram 12., 19. & 30. desember 2019 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 6097 45272 46358 51954 56190 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2153 4885 31294 40936 54208 70127 2581 5740 32064 41461 56823 70389 3265 6654 37350 44084 62222 75644 3454 24133 38379 45587 66397 78974 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 5 3 2 9 3 31. útdráttur 5. desember 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.