Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 verði ríkið með einokunarrétt í þessu tilliti en að til skoðunar sé að hleypa einkaaðilum einnig að borðinu þannig að þeir geti keypt rafmagn af vind- orkugarðinum og selt áfram til not- enda. P/f Magn stefnir að því að reisa vindorkugarðinn á svæði sem nefnist Flatnahagi og er skammt suður af Þórshöfn, höfuðstað eyjanna. Hann mun framleiða 64 GWH á ári. Árni Pétur segir að þetta verkefni sé til marks um hvernig Skeljungur og fé- lög honum tengd búi sig undir þau orkuskipti sem eru við sjóndeildar- hringinn, bæði hér heima og erlendis. Orkuskiptin fram undan „Jarðefnaeldsneytið mun hopa fyrir öðrum og hreinni orkugjöfum. Við hyggjumst ekki aðeins taka þátt í þessari þróun heldur viljum við vera leiðandi. Þess vegna réðum við fyrir þremur árum til okkar sérfræðing í vindorkumálum sem hefur leitt þessa vinnu fyrir okkar hönd, bæði þegar kom að útboðinu hjá stjórnvöldum og einnig annarri undirbúningsvinnu. Með því höfum við sótt þekkingu inn í fyrirtækið og byggt áfram upp á henni.“ Hann segir að það sé þó ekki eina skrefið sem tekið hafi verið. Þannig hafi p/f Magn keypt 70% hlut í þjón- ustufyrirtækinu Demich í fyrra en það sérhæfir sig í umhverfisvænum hús- hitunarlausnum í Færeyjum. Það fyrirtæki hafi m.a. verið leiðandi við uppbyggingu hitakerfisins í nýju sjúkrahúsi sem nú er verið að reisa í Færeyjum. „Við búum þannig yfir þekkingu sem nýtist okkur. Núverandi mark- aðshlutdeild okkar skiptir þar einnig sköpum. Olíusalan til heimilanna er að stærstum hluta áskriftarsala og sam- band okkar við viðskiptavinina er sterkt. Þess vegna erum við í lykil- stöðu til að bjóða upp á heildstæða lausn óháð því hvaða orkugjafa fólk kýs að nýta sér,“ segir Árni Pétur. Stefnt að uppsetningu 2021 Spurður út í það hvenær vindorku- garðurinn verði tekinn í notkun segir Árni Pétur að það verði sennilega árið 2021. Ekki muni takast úr þessu að koma vindmyllunum upp næsta sum- ar. „Útboðið tafðist og það hefur áhrif á áætlanir okkar. Þá þurfa að vera kjör- aðstæður þegar vindmyllurnar eru settar upp. Í hæstu stöðu ná spaðarnir í 200 metra hæð þannig að það er ekki hægt að setja þetta upp á hvaða tíma sem er. Nú er þetta orðið of knappt fyrir framleiðanda búnaðarins.“ Lífeyrissjóðir með aðkomu P/f Magn stendur þó ekki eitt að þessu verkefni og segir Árni Pétur að það hafi verið mikilvægt að kalla fleiri að borðinu. „Við kynntum þetta fyrir lífeyris- sjóðum í Færeyjum og fengum mjög jákvæð viðbrögð. Niðurstaðan varð sú að tveir sjóðir ákváðu að koma að verkefninu með okkur, Liv 1 og Liv 2. Þeir eiga 60% í verkefninu og okkar hlutur er 40%.“ Möguleg tækifæri á Íslandi Sem stendur hefur Skeljungur ekki uppi áform um að blanda sér í sam- keppni um raforkuframleiðslu á Ís- landi. Árni Pétur segir að þekkingin sé hins vegar til staðar og því haldi fyrirtækið öllum möguleikum opnum. „Við sjáum talsverðan samgang milli p/f Magns og Skeljungs, m.a. í þjónustunni við sjávarútveginn. Það er ekki útilokað að hið sama geti gerst þegar kemur að raforkuframleiðsl- unni.“ Leiða orkuskipti í Færeyjum  P/f Magn, dótturfélag Skeljungs, byggir vindorkugarð í Færeyjum  18.000 heimili í Færeyjum þurfa að skipta út olíukyndingu  Annað dótturfélag Skeljungs með aðkomu að byggingu sjúkrahúss BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Dótturfélag Skeljungs í Færeyjum, p/f Magn, haslar sér nú völl á nýjum sviðum í tilraun til þess að tryggja hlutdeild sína í orkuskiptum á eyjun- um. Þannig vinnur fyrirtækið nú að því að byggja upp vindorkugarð sem ætlunin er að taka í gagnið árið 2021. P/f Magn hefur mjög sterka stöðu á olíumarkaði í Færeyjum og nemur markaðs- hludeild þess um 50% þegar kemur að sölu á olíu og þjónustu til húshit- unar. Í dag koma 85% þeirrar orku sem nýtt er til húshitunar í Færeyjum frá jarðefnaeldsneyti. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skelj- ungs, segir að p/f Magn hafi séð tæki- færi í því þegar stjórnvöld í landinu settu á laggirnar verkefnið 2030 sem miðar að því að stærstur hluti orku- notkunar heimila og bílaflota Færeyja eigi árið 2030 að koma frá endurnýj- anlegri orku. Stórt í sniðum „Ef þær áætlanir eiga að ganga eft- ir þurfa um 18 þúsund fjölskyldur að skipta úr olíukyndingu yfir í raf- magn,“ segir Árni Pétur. Hann bendir á að í Færeyjum séu ekki sömu tæki- færi til nýtingar jarðhita og fallvatns til raforkuframleiðslu og hér á landi og því hafi vindorkan orðið fyrir valinu. „Stjórnvöld í Færeyjum stefna að því að vera með að minnsta kosti með tvo vindorkugarða. Í því skyni efndu þau til útboðs um uppbyggingu og rekstur slíks garðs í sumar og þar varð Magn hlutskarpast. Ríkið hefur svo skuldbundið sig til þess að kaupa alla þá orku sem þar verður fram- leidd.“ Árni Pétur segir að sem stendur Árni Pétur Jónsson Tækifæri í orkuskiptum í Færeyjum Staðan í dag Verkefnið á Flatnahaga 85% orku koma frá jarðefnaeldsneyti 2,2 milljarða kr. heildarfjárfesting 70-80% lánsfjármögnun 40% eignarhlutur Magns og 60% eignarhlutur færeyskra lífeyrissj óða 300 m.kr. fjárfesting Magns að hámarki 18.000 fjölskyldur þurfa að skipta 2x meiri olíunotkun í Færeyjum en á Íslandi m.v. höfðatölu Húshitun að langstærstu leyti með olíu Ekki sömu tækifæri til nýtingar á jarðhita og fallvatni eins og á Íslandi 64 gígavatt-stunda árleg fram- leiðslugeta Sölusamningur á föstu verði til ríkisins Útskipti Áætlanagerð og útskipti á eldri búnaði Búnaður og uppsetning Sala og uppsetning á búnaði fyrir orkuskipti Sala og framleiðsla Stór hluti orkunnar verður framleiddur af Magni Áskrift Eitt gjald fyrir alla þjónustu Eftirlit og viðhald Sala á varahlutum og viðhaldsþjónusta Nýir tekjumöguleikar sem alhliða orku- og þjónustuaðili 400v Heimild: Skeljungur, fjárfestakynning V E R T Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum. - því að sumt virkar betur saman Stundum þarf tvo til 6. desember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.27 121.85 121.56 Sterlingspund 158.11 158.87 158.49 Kanadadalur 91.26 91.8 91.53 Dönsk króna 17.962 18.068 18.015 Norsk króna 13.177 13.255 13.216 Sænsk króna 12.705 12.779 12.742 Svissn. franki 122.63 123.31 122.97 Japanskt jen 1.1148 1.1214 1.1181 SDR 166.83 167.83 167.33 Evra 134.22 134.98 134.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.525

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.