Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Viðhorfskannanir sýna að yfir 90% aðspurðra vilja að á Íslandi sé í boði fjölbreytt meðferðarstarf,“ segir Valdimar Svavarsson, nýr framkvæmdastjóri Samhjálpar. „Mikilvægt er að hluti þessarar starfsemi sé í höndum einkaaðila og frjálsra félagasamtaka enda hafa þau svigrúm til að veita ein- staklingsmiðaða þjónustu og bregðast skjótt við þegar nýjar og óvæntar aðstæður koma upp. Það er með öðrum orðum mikilvægt að valkostir í velferðarþjónustu á Ís- landi séu margir.“ 30 meðferðarpláss í Hlaðgerðarkoti Valdimar kom til starfa hjá Sam- hjálp í byrjun nóvember en Vörður Leví Traustason hafði áður verið framkvæmdastjóri um langt árabil. Í Mosfellsdalnum rekur Samhjálp Hlaðgerðarkot sem er elsta starf- andi meðferðarheimili landsins. Húsakostur þar hefur nýlega verið endurnýjaður að hluta. Þar er pláss fyrir 30 manns, sem koma í áfengis- og vímuefnameðferð. Með- ferðin hefur gefið góða raun og jafnan er talsverður fjöldi fólks á biðlista sem vill sækja þessa þjón- ustu. Þá starfrækir Samhjálp fjög- ur áfangaheimili á höfuðborgar- svæðinu, það eru heimili fyrir fólk sem hefur lokið meðferð og er að fikra sig aftur út í lífið. Samhjálp rekur einnig nytjamarkað við Ár- múla í Reykjavík og kaffistofu við Borgartún, en þangað sækir fólk í neyð gjarnan í hádeginu. Að stað- aldri nýta 60-80 manns langtíma- úrræði Samhjálpar auk þess sem á kaffistofuna koma um 180 manns á degi hverjum. Félagasamtökin Samhjálp eru 46 ára en þau urðu til vegna þarfar fólks fyrir aðstoð og stuðning og eru sprottin út frá starfi hvíta- sunnukirkjunnar. „Kaffistofa Sam- hjálpar er skýrt dæmi um mik- ilvægi starfs okkar. Þangað fáum við fjölda fólks bæði í morgunmat og í hádeginu á hverjum degi og erfitt að svara því hvert þetta fólk færi ef Samhjálpar nyti ekki við,“ segir Valdimar. Fordómaleysi og kærleikur „Það er einstakt að finna hlýhug fólks og eigenda fyrirtækja sem hafa reglulega samband og bjóða fram mat, fatnað, vinnuframlag eða fjárstuðning,“ segir Valdimar enn- fremur. „Með aðstoð utan úr sam- félaginu er mögulegt að styðja not- endur kaffistofunnar sem allir eiga það sameiginlegt að vera fátækir og margir hverjir eiga hvergi höfði sínu að að halla. Á kaffistofunni er ekki bara matur heldur er þetta í mörgum tilvikum eini staðurinn sem skjólstæðingar okkar upplifa samfélag þar sem ríkir fordóma- leysi, kærleikur og vinátta.“ Þverfagleg nálgun í þjónustu Fram undan er stefnumótunar- vinna hjá Samhjálp. Þar verður skoðað með hvaða hætti má gera enn betur til þess að mæta fólkinu sem nýtir þjónustu Samhjálpar. „Sú vinna gengur út á þverfag- lega nálgun og að samfella sé í þjónustu, alveg frá því að fólk kemst fyrst í snertingu við heilsu- gæslu af einhverju tagi þar til það er komið aftur út í samfélagið sem nýtir þegnar,“ segir Valdimar sem er frá Selfossi og býr þar ásamt konu og börnum. Hann hefur starf- að víða á sínum starfsferli en síð- ustu 10 árin hefur hann lagt áherslu á verkefni sem snúa að fé- lagslegum úrbótum fólks. Hann lærði upprunalega rafvirkjun en er í dag með BA-menntun í félagsráð- gjöf frá Háskóla Íslands, meistara- próf í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla, ICF-vottað mark- þjálfanám og sérmenntun í áfalla- fræðum frá Bandaríkjunum. Morgunblaðið/Eggert Stuðningur Valdimar Svavarsson segir einstakt að finna hlýhug fólks. Hann er hér við kaffistofuna í Borgartúni Margir valkostir séu í velferðarþjónustu  Valdimar Svavarsson er nýr framkvæmdastjóri Samhjálpar Eignir íslenskra lífeyrissjóða námu 4.857 milljörðum króna í október- mánuði og hækkuðu um 46 millj- arða króna milli mánaða. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum frá Seðlabanka Íslands. Samtryggingardeildir lífeyris- sjóðanna áttu 4.357 milljarða og séreignardeildirnar 499 milljarða króna. Innlendar eignir sjóðanna námu 3.427 milljörðum króna í lok október og erlendar eignir námu 1.430 milljörðum króna. Á þriðju- daginn greindi Morgunblaðið frá því að lífeyrissparnaður Íslendinga hefði í lok síðasta ársfjórðungs numið ríflega 5.000 milljörðum króna. Það sem skýrir mismuninn milli þeirrar upphæðar og heildar- eigna lífeyrissjóðanna er að í síðar- nefndu tölunni er ekki tekið tillit til lífeyrissparnaðar sem aðrir fjár- vörsluaðilar varðveita fyrir al- menning. Lífeyrissjóðirnir eru hins vegar langstærsti vörsluaðili líf- eyris hér á landi. Eignir þeirra hafa aldrei verið meiri en um þessar mundir. Eignir sjóðanna jukust um 46 milljarða Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is GLÆSILEGIR „PLUG IN HYBRID“ TIL SÖLU AUDI A3 E-TRON, VW GOLF GTE, VW PASSAT GTE OG M. BENZ E350E VW PASSAT GTE PREMIUM Nýskráður 02/2018, ekinn aðeins 20 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur, leðursportsæti (nudd í bílsstjórasæti), glerþak, dráttarkrókur, 18“ álfelgur ogmikið fleira TILBOÐ 4.950.000 kr. Raðnúmer 259884 BRUNCH Allar helgar kl. 11:00-16:00 Amerískar pönnukökur Beikon, egg og ristað brauð Franskt eggjabrauð Hafragrautur Skyr Omeletta Big Brunch Eggs Benedict Gerðu þér dagamun og komdu á Sólon Borðapantanir í síma 562 3232

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.