Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 ✝ Bergur MárEmilsson fæddist í Reykja- vík 10. ágúst 1976. Hann lést 25. nóv- ember 2019. For- eldrar hans eru Birna Bergsdóttir, f. 22. nóv. 1945, og Emil Ragn- arsson, f. 11. des. 1946, d. 30. maí 2008. Systkini Bergs eru Kristín, Sólveig Berg, Ragnar Þór og Eva María. 2010, og Ísabella, f. 24. apríl 2012. Bergur ólst upp í Ártúns- holtinu í Reykjavík, gekk í Menntaskólann við Sund og varð stúdent vorið 1996. Hann nam viðskiptafræði við HÍ og heilsufræði við Samuel Hahne- man-skóla í Berlín. Á meðan á námi stóð og á eftir var hann sjálfstætt starfandi heilsuráð- gjafi. Bergur æfði körfubolta á yngri árum, var leikmaður Vals, spilaði 130 leiki með meistaradeild Vals og tæplega 20 unglingalandsleiki. Hann vann auk þess sem þjálfari í barnaflokkum Vals í körfu- bolta um árabil. Útförin fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 6. desember 2019, klukkan 15. Eftirlifandi maki Bergs er Helena Dögg Hilmarsdóttir, f. 4. ágúst 1976, BA í þýsku og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Er í dag starfandi flug- freyja hjá Ice- landair. Bergur og Hel- ena gengu í hjóna- band 21. ágúst 2009. Börn þeirra eru Matthías Már, f. 18. apríl 2006, Emil Már, f. 3. júlí Elsku pabbi, við söknum þín. Þú fórst frá okkur allt of snemma og allt of ungur. Ég og fjölskyldan elskuðum þig og heiminum þótti vænt um þig. Þú varst alltaf hress, kátur, horfðir alltaf á björtu hliðarnar og það vantaði ekki í þig húmorinn. Ég, Emil og Ísabella söknum þín mikið. Matthías Már. Það er laugardagsmorgunn og 10 ára stóra systir heyrir að litli bróðir er vaknaður í svefn- herbergi foreldranna. Hún læð- ist inn ganginn og inn í herberg- ið, lyftir honum upp úr rimlarúminu án þess að foreldr- arnir vakni. Svo kemur hún sér fyrir inni í herberginu sínu, uppi í rúminu sínu og leikur við litla bróður, hann er augasteinninn hennar. Það er annar í jólum og systk- inin eru í fyrsta sinn á skíðum sem þau fengu í jólagjöf. Ung- lingarnir, 12 og 14 ára, renna sér í brekkunni og litli bróðir, 4 ára, eltir þau óhræddur. Foreldrarn- ir standa neðst í brekkunni og sjá með skelfingu þegar dreng- urinn brunar niður á miklum hraða, dettur og hljóðar af sárs- auka. Daginn eftir situr hann al- sæll með skínandi fínt gifs á öðr- um fæti og ljómar af stolti. Það er sumar og stóra systir 16 ára situr á sundlaugarbakka við barnalaugina í Breiðholts- sundlaug. Litli bróðir, 6 ára, er á fleygiferð um alla laugina. Hún á auðvelt með að fylgjast með hon- um, svo hann fari sér ekki að voða, því hann er með ljósar langar krullur sem endurvarpa sólargeislunum. Bergur, litli bróðir, kom í heiminn þegar við eldri systkinin vorum 8 og 10 ára. Hann var uppáhaldið okkar. Okkur fannst hann fallegasta, sniðugasta og klárasta barn sem til var. Að þurfa að passa litla bróður var aldrei kvöð heldur tækifæri til að sýna öðrum þennan dýrgrip sem við áttum. Smápatti sem gat heillað vinkonur og vini eldri systkina sinna upp úr skónum. Þessi eiginleiki var honum eðl- islægur. Svo bjartur yfirlitum og ófeiminn. Hafði næmni á líðan annarra sem ekki öllum er gefin. Seinna þegar hann komst af barnsaldri stækkaði hringurinn sem naut góðs af birtunni. Börn eldri systkina hans eiga kærar minningar um náttfatapartí hjá stóra frænda. Þá var horft á skemmtilega mynd í vídeó, boðið upp á nammi og vakað lengi. Seinna meir átti hvert og eitt þessara frændsystkina sérstak- an sess hjá honum, hvert á sinn hátt. Bergur og Helena, eftirlifandi eiginkona hans, kynntust ung, ólust upp í sama hverfi og gengu í sama menntaskóla. Bergur var mikill fjölskyldumaður, unni eig- inkonu sinni og börnum afar heitt og lagði mikið upp úr sam- veru og návist við þau. Hann veitti börnum sínum mikinn stuðning í námi og leik auk þess sem hann gaf öðrum í fjölskyldu sinni, móður, tengdaforeldrum, systkinum og vinum, góða vin- áttu og nánd. Bergur átti við líkamleg veik- indi að stríða seinni ár en lét aldrei deigan síga þegar mátt- urinn þvarr. Hugurinn var alltaf sterkur, glaðværðin og bjartsýn- in ráðandi. Baráttuandinn var mikill í hans erfiðleikum og hvatningu átti hann alltaf fjöl- skyldu og vinum til handa. Sjálf- ur sótti hann sinn styrk í trausta eiginkonu og yndisleg börn. Bergur fylgdist vel með lands- málum og alþjóðamálum og hafði gaman af skoðanaskiptum. Hann hafði mikinn sannfæringarkraft þegar svo bar undir. Hann var hins vegar alltaf tilbúinn að hlusta á sjónarmið annarra, for- dómalaus. Viðmótið alltaf bjart og hlýtt. Nú hefur hann kvatt okkur, yndislegi litli bróðir minn. Sökn- uðurinn og sorgin eru óbærileg. Sólveig Berg, stóra systir. Elsku Bergur okkar, þú ert búinn að tilheyra okkar fjöl- skyldu frá því þú varst ungling- ur, og þrátt fyrir að þú hafir yf- irgefið þennan heim ungur að aldri og allt of snemma, þá er samleið okkar orðin löng. Þið Hilmar deilduð áhuga á körfu- bolta og hann hafði gaman af því að fylgjast með þér á þínum körfuboltaárum og núna að fylgjast með sonum þínum á sinni körfuboltaleið. Mildi, bjartsýni, umhyggja og kærleikur einkenndu þig og þína framkomu alla tíð. Það var aðdá- unarvert hversu vel þið Helena okkar stóðuð alltaf saman og það æðruleysi sem þið sýnduð er okkur ofarlega í huga. Þú varst mikill fjölskyldumað- ur og við tengdaforeldrar þínir fórum ekki varhluta af því. Við erum einstaklega þakklát fyrir allar samverustundirnar í Berlín, Flórída og ekki síst á Hólsveg- inum. Sérstaklega erum við þakklát fyrir þessa þrjá sólar- geisla, börnin ykkar Helenu, sem eru algjörar perlur og ylja okkur alltaf um hjartaræturnar. Við er- um þakklát fyrir þann tíma sem áttum með þér, en því miður var hann allt of stuttur. Elsku Helenu og barnabörn- unum okkar, elsku Birnu og fjöl- skyldu, sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng lifa í hjörtum okkar allra. Matthildur og Hilmar. Elsku Bergur, það er óskilj- anlegt og óraunverulegt að þú hafir kvatt okkur svo langt um aldur fram. Missirinn er mikill og skarðið stórt. Sorgin sem ég upplifi núna er sú allra mesta og verkefnið sem ég stend frammi fyrir núna, að halda áfram með lífið án þín er óhugsandi. Elsku stóri bróðir, þú varst einstakur, svo hlýr, já- kvæður, skemmtilegur, fróður, fallegur og með einstaka nær- veru. Kostir þínir voru óteljandi og sótti ég alltaf styrk til þín því þú gafst mér svo mikið, enda andlegur styrkur þinn ómældur. Við áttum svo margar góðar stundir þar sem við ræddum um lífið og alltaf fór ég frá þér helm- ingi stærri og tilbúin að sigra heiminn. Fyrir þér var ekkert ómögulegt og þú átt svo stóran þátt í því að gera mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Þú ert mín fyrirmynd í svo mörgu, hvort sem í íþróttunum eða á öðrum sviðum lífsins. Ég minnist áranna í Seiðakvísl. svo ótal minningar, þú varst alltaf svo góður við mig og smá stríðinn og kitlaðir mig þar til ég emjaði og mamma þurfti að skakka leikinn. Ég fékk alltaf að vera inni í her- berginu þínu og þar lærði ég að hlusta á alvöru tónlist eins og Led Zeppelin og fleira gott efni. Pabbi gerði alvörukörfubolta- völl við húsið og auðvitað lá leið- in mín í körfuboltann þín vegna. Ég fór alltaf með pabba í Vals- heimilið að horfa á þig spila þar sem þú raðaðir niður ófáum þriggja stiga körfunum. Ég man hvað ég var stolt yfir því að þú skyldir vera bróðir minn. Svo ferðin þar sem ég, mamma og pabbi heimsóttum þig þar sem þú bjóst í Prag í nokkra mánuði. Við fórum út á lífið saman og ég í minipilsi óhrædd arkandi um götur borgarinnar og þú sveittur á eftir að passa upp á litlu syst- ur, við hlógum svo mikið að þessu eftir á. Svo eru það ófáu Berlínarferðirnar þar sem við heimsóttum ykkur Helenu og stækkandi fjölskyldu. Þessar ferðir eru mér svo kærar og minningarnar svo yndislegar. Elsku Bergur minn, þú ert mér svo kær, þú komst mér allt- af til að hlæja og sjá það góða og jákvæða í öllum aðstæðum. Eftir að þið fjölskyldan fluttuð heim var ég tíður gestur hjá ykkur, hvort sem það var í matarboð, koma í sólbað á pallinum eða bara að fá ráð frá þér. Maður var alltaf svo velkominn og þú hafðir einstakt lag á því að láta öllum líða vel í kringum þig. Þú snertir líf svo margra enda varstu ein- stök fyrirmynd. Það er svo sárt að hugsa að ég muni ekki sitja með þér og spjalla aftur eins og við gerðum svo oft en ég finn svo ofsalega sterkt fyrir þér elsku bróðir. Þú átt svo stóran þátt í því sem ég hef áorkað í lífinu því þú hvattir mig alltaf áfram og uppgjöf var ekki til í þinni orða- bók. Börnin þín eru mér svo kær og veit ég að þú munt lifa áfram í þeim og þau munu alltaf búa að þeirri ást, hlýju og góðu gildum sem þú kenndir þeim. Ég mun halda minningu þinni á lofti með því að tala um þig og segja þeim sögur af þér. Það er svo gott að eiga góðar minningar því þær ylja og styrkja. Nú eru það tveir klettar sem vaka yfir, þú og pabbi. Elska þig að eilífu kæri bróðir. Þar til við hittumst á ný, þín litla systir, Eva María. Ég brást við með mikilli sorg þegar Bergur bróðir minn færði mér þá hörmulegu frétt að nafni hans Bergur Már Emilsson væri látinn aðeins 43 ára að aldri. Minningarnar um þennan fallega og yndislega frænda minn streyma fram. Mínar bestu minningar um Berg eru þegar ég stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breið- holti, þá var Bergur Már ca. 6 ára gamall snáði. Var ég tíður gestur hjá Birnu frænku minni sem þá átti heima í efra Breið- holti með sinni fjölskyldu. Alltaf var Bergur Már glaður í bragði og tók vel á móti frænku sinni, því þá hafði hann einhvern til að rökræða við. Bergur var fullorð- inslegur miðað við aldur, því að besta vinkona hans var mamma hans. Í þessum heimsóknum mínum var þessi litli drengur alltaf að fræða mig á einhverju og gefa mér góð ráð. Til dæmis kenndi hann mér að baka form- köku og hvernig ég ætti að fara að svo kakan brynni ekki við í forminu. Hann ráðlagði mér líka að hætta að setja sykur á soðið egg, frekar ætti ég að nota smjör og salt. Hann fræddi mig líka á því hvernig börnin yrðu til, bara svona til að vara mig við, því hann vissi að ég var komin með kærasta. Svona mætti lengi telja. Síðustu tuttugu árin hafa samskipti okkar Bergs verið lítil vegna þess að ég hef búið er- lendis og heimsóknirnar til Ís- lands eru oft stuttar. En í mínu hjarta hefur ekkert breyst og Bergur Már er alltaf þessi litli yndislegi góðhjartaði frændi sem ég elska svo mikið. Ég vil bara enda þessar línur með litlu ljóði sem mér finnst lýsa frænda mínum svo vel. Hvert sem leiðin þín liggur um lönd eða höf, berðu sérhverjum sumar og sólskin að gjöf. (Stephan G. Stephansson) Megi góði Guð veita fjölskyldu Bergs styrk á þessum erfiðu tím- um. Kveðja, Tóta frænka, Þórey Þorkelsdóttir. Það er sorg í hjarta mínu. Bróðursonur minn, Bergur Már, er horfinn á braut. Það er stund- um sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Enginn veit hvar manninn með ljáinn ber næst að garði, viðkomustaðir hans eru stundum lítt skiljanlegir og oft ótímabærir frá sjónarhóli okkar mannanna. Bergur var eins og sólskins- dagur sem stráði birtu allt í kringum sig, það var gott að vera í návist hans. Hann er nú syrgður af öllum sem þekktu hann, umhyggjusamur, hjarta- hlýr, brosmildur og skemmtileg- ur. Góður drengur og traustur. Ég hefði viljað eiga mikið fleiri samverustundir með Bergi, en þar sem ég bý með fjölskyldu minni í Danmörku hafa þær ekki verið eins oft og ég hefði óskað. Árið 2008 var þungt og erfitt ár hjá fjölskyldu okkar. Systkini mín, Emil og Brynja, dóu bæði það ár eftir erfið veikindi. Þar sýndi Bergur hversu umhyggju- samur og hjartahlýr hann var. Það var einstakt að sjá hversu fallega hann hlúði að pabba sín- um og eins að Brynju fjöðursyst- ur sinni. Falleg nærvera hans og styrkur, bros hans og glaðværð var smitandi og lýsti upp allt í kring og gerði það léttara að vera í heimsókn á líknardeildinni í Kópavogi. Brúðkaups þeirra Helenu og Bergs árið 2009 mun ég alltaf minnast með gleði. Þau voru svo geislandi falleg og hamingjusöm, það var góður dagur. Ég hitti Berg í síðasta sinn í júlí í sumar. Við Gísli, synir okk- ar Guðjón Emil og Ragnar Mika- el og Mette og barnabörnin, Anne Sofie, Victor og Oscar, vor- um boðin í Seiðakvísl til Birnu mágkonu á æskuheimili Bergs, og þar vorum við samankomin 40 ættingjar, yndislegur dagur sem við, frændfólk hans í Danmörku, munum minnast með gleði um ókomin ár. Bergur Már, svo glaður, bros- mildur og skrafhreifinn og hrók- ur alls fagnaðar, gerði að gamni sínu og naut samveru með okkur öllum. Stoltur og fallegur eigin- maður og faðir. Það er óbærilegt að hugsa um þá stóru sorg og mikla missi sem Helena og börnin upplifa núna. Matthías Már, stóri bróðir, sem talaði um ættarmót næsta ár, er svo frændrækinn og áhugasam- ur um ættir sínar. Litlu systkini hans, Emil og Isabella, sem eiga erfitt með að skilja að elsku pabbi sé farinn. Haldið utan um allar góðu minningarnar um ykkar kærleiksríka og góða pabba, og hann mun alltaf vera með ykkur í hjartanu. Hugur minn er líka hjá Birnu mágkonu sem sér nú á eftir elskulegum syni sínum; hjá systkinum hans, tengdafólki, systkinabörnum og öðrum ást- vinum. Megi Guðs englar um- vefja ykkur öll í sorginni og veita styrk. Ég, Gísli og börnin okkar, Ragna Stína systir og fjölskylda kveðjum þig, kæri frændi, og óskum þér góðrar ferðar inn í heim ljóss og friðar. Við vitum að þar munu pabbi þinn, Brynja og aðrir ástvinir okkar sem kvatt hafa taka vel á móti þér. Blessuð sé minning þín, minn- ingin um góðan frænda lifir áfram í hjörtum okkar. Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir og fjölskylda í Danmörku. Það eru þung spor að kveðja Berg svila minn en leiðir okkar hafa legið saman síðustu þrjátíu ár eða frá því að við kræktum okkur í sætustu systurnar í Ár- túnsholtinu. Óhjákvæmilega leit- ar hugurinn til baka á stund sem þessari og margar ljúfar minn- ingar rifjast upp. Allar eiga þess- ar minningar það sameiginlegt að ávallt var Bergur ljúfur og já- kvæður, hvort sem um var að ræða framkvæmdir á Hólsveg- inum, frí á Flórída, matarboð eða heimsóknir til Berlínar. Já- kvæðni og glaðværð Bergs hjálp- aði honum í veikindum sínum sem hann tók af miklu æðruleysi. Ég votta Helenu Dögg, Matt- híasi, Emil og Ísabellu og öðrum ættingjum samúð mína. Kristinn Freyr Kristinsson Elsku kæri vinur. Þegar mað- ur stendur frammi fyrir því að þú hafir skyndilega fallið frá eft- ir að við höfum fylgst að frá Laugarnesskóla í Laugalækjar- skóla, svo Menntaskólann við Sund og í Háskólann, þá á ég vart orð til að lýsa því sem mig langar að segja um þig og til þín. Hvernig er hægt að koma nokkru frá sér sem nær utan um allar okkar minningar, samveru- stundir, samtöl, matarboð, verk- efni og kappleiki í fótboltanum þar sem við öttum kappi saman? Þú varst fæddur leiðtogi og þegar ég hugsa til baka var það þegar komið í ljós í barnaskóla. Þar varst þú vinsæll og vinmarg- ur án þess þó að vera nokkuð upptekinn af því, þetta voru náttúrulegir eiginleikar sem þú hafðir. Allir vildu vera þar sem þú varst. Eftir því sem við uxum úr grasi urðum við betri og nánari vinir og þegar við byrjuðum í Laugalækjarskóla varst þú mér nánast sem bróðir og stundum sem stóri bróðir. Þú varst þrosk- aður, hugsandi, með mikla rétt- lætiskennd og meira jafnvægi en ég þekkti. Ég gleymi því aldrei þegar ég missti stóra bróður minn 16 ára gamall rétt í byrjun vorprófa í 10. bekk, þá varst þú sá sem ég leitaði strax til því ég vissi að hjá þér fengi ég sönn ráð, athygli þína og þroska til að hjálpa mér áfram. Og hve vel þú studdir mig sem þurfti hjálp á þessum tíma. Hjálpaðir mér við lestur fyrir próf og studdir mig áfram, leyfðir mér að tala, hlust- aðir og stappaðir í mig stálinu og lyftir anda mínum. Það var ómet- anlegt að eiga þig að og hefur verið allar götur síðan. Talandi um þroska þinn og skynsemi þá var hún slík að þeg- ar þú og Helena byrjuðuð saman þá 15-16 ára varstu fljótur að átta þig á að jafnvel þú myndir ekki geta gert betur í þessum efnum. Þarna var ástin þín komin og þú tókst hana föstum tökum. Mikið sem ég hef lært margt af þér í gegnum árin og vildi að ég hefði tækifæri til að læra meira af þér. Sem dæmi má nefna hvernig þú talaðir ávallt um hana Helenu þína. Hún var þín gyðja alla tíð. Það var svo fallegt að heyra hvernig þú talaðir um hana, hrósaðir henni og lofaðir hvort sem hún var nær eða fjær. Þetta var einstakur kostur sem þú hafðir í ríkulegu magni, að hrósa vinum þínum og stappa í þá stálinu og fylla þá af eldmóði til góðra verka. Það er svolítið sérstakt að þegar ég hugsa til ára minna í knattspyrnu og allra þeirra leikja sem ég spilaði þá er það nánast bara einn leikur sem stendur upp úr. Það var heimaleikur Fram gegn Víkingi í 2. flokki sem spil- aður var á grasinu í Safamýrinni þar sem Beggi stóð í markinu. Þetta var ekki úrslitaleikur í neinu móti, líklega bara leikur í Íslandsmótinu, en er mér svo minnisstæður því þarna náði ég að brjótast í gegnum vörn Vík- inga og ná fullkomnu skoti á bolt- ann og skora hjá þér. Hvað ég var stoltur af því að ná að skora hjá svo frábærum markmanni og íþróttamanni – Begga vini mín- um. Það voru ávallt ánægjulegar stundir að heimsækja Begga og Helenu og sérstaklega ef maður hitti á matmálstíma. Hvort sem þau voru námsmenn á Íslandi, í Berlín eða eftir háskólaárin þá báru þau ávallt á borð eins og höfðingjar og manni leið eins og maður væri kominn heim. Ég kveð einstakan vin minn og sendi Helenu og börnum þeirra, Birnu mömmu hans og systkin- um einlægar samúðarkveðjur. Falleg minning lifir. Grímur Axelsson. Á endanum snýst lífið um að njóta þess smáa og sjá það góða sem það hefur upp á að bjóða. Það gerði Bergur. Hann var alla tíð glæsilegur maður sem fólk tók eftir, stór og sterkur. Eftir því sem máttur hans þvarr í seinni tíð vegna heilsuleysis varð hann sterkari í anda og kunni að gefa og njóta samvista með fjöl- skyldu og vinum. Hann og Hel- enu var gott að sækja heim og þá sá maður þetta skýrt. Börnin þeirra voru í fyrirrúmi og heimili þeirra var lifandi staður þar sem fólk safnaðist saman til að fara yfir málin hverju sinni. Aldrei kvartaði hann yfir aðstæðum sín- um heldur ræddi hann gjarnan hugmyndir sínar um lífið og kom með gagnlegar lausnir við hugð- arefnum fólks hverju sinni. Hann var mjög útsjónarsamur og alltaf var gott að leita til hans. Bergur var alltaf leiðtogi þó að hann sæi sig aldrei þannig en hann sam- einaði fólk og gaf sér tíma. Hann virtist alltaf eiga nógan tíma. Líf mitt hefur aldrei verið án Bergs. Ég flutti í nýtt hverfi í Ár- túnsholti þegar ég var átta ára gamall og hóf nám í Laugarnes- skóla þar sem skólann vantaði börn og Ártúnsholt vantaði skóla. Í nýja bekknum kynntist ég Bergi. Það varð mér til happs að okkur fannst báðum lagið Our House með Madness vera gott lag. Það kom síðan í ljós að stutt var á milli húsa hjá okkur, ein- ungis einn berjamói þar sem nú stendur Ártúnsskóli. Við náðum mjög vel saman enda áhugasamir um lífið og tilveruna. Við til- heyrðum vinahóp sem bast mjög sterkum böndum sem haldast Bergur Már Emilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.