Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Zumba Gold 60+ kl.10.30. Hreyfisalurinn er opinn kl. 9.30-11.30, líkams- ræktartæki, lóð og teygjur. Aðventubingó kl. 13.30, spjaldið kostar 250 krónur, veglegir vinningar. Kaffi kl. 14.30-15. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Leik- fimi með Hönnu kl. 9-9.45. Göngubretti, æfingarhjól m/leiðb. kl.13. Línudans kl. 13.30. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:45- 15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535 2700. Boðinn Vöflukaffi kl. 14.30-15.15. Línudans fellur niður. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Jólagleði Bólstaðarhlíðar kl. 17. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi Rósu kl. 10.15 í setustofu. Dalbraut 27 Jólabingó kl. 14 í bókastofu. Allir í jólapeysum og með jólasveinahúfur. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Við hringborðið kl. 8.50. Thai Chi kl. 9 Boccia kl. 10.15. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistar- námskeið kl. 12.30. Jólapeysudagurinn. Koma í peysu, eða jóla- sveinahúfu eða bara einhverju jólatengdu. Skemmtun kl. 14. Bjarni Harðar les úr bók sinni. Tónmenntaskóli Reykjavíkur spilar nokkur lög. Jólaglögg og piparkökur. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunleikfimi kl. 9.45. Boccia kl. 10. Föstudagshópurinn hittist kl. 10. Frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Handaband kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30-12.30 og vöfflukaffi kl. 14.30-15.30. Jólahlaðborð Vitatorgs hefst kl. 18. Nánari upplýsingar í síma 411 9450. Verið öll hjartanlega velkomin. Garðabæ Dansleikfimi Sjál. kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Smiðjan Kirkjuhv. opin kl. 14-17, allir velkomnir. Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Prjóna- kaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Leikfimi Maríu 10.30-11.15. Bókband m/leiðb. kl. 13- 16. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 Boccia, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 12.45 tréskurður, kl. 20 Félagsvist. Gullsmára Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10. Fluguhnýtingar kl. 13. Gleðigjafarnir kl. 13.30. Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl. 8-12. Kl. 10.30 línudans. Kl. 13. Bridge. Kl. 13.30 Boccia. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall kl. 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Jólabasar kl. 10-15.30. Hádegismatur alla virka daga kl. 11.30-12.20. Bridge í handavinnustofu kl. 13. Jólabingó kl. 13.15. Selfoss Ringó í Vallskóla kl.10. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í sal- num kl. 11. Syngjum saman á Skólabraut kl. 13. Kaffi á eftir. Spilað í króknum kl. 13.30 og bridge í Eiðismýri kl. 13.30. OG STJARNAN SKÍN er heiti Jólatónleika SELKÓRSINS sem haldnir verða sunnudaginn 8. desember í Seltjatnatneskirkju kl. 16. Kaffi og konfekt eftir tónleika. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansleikur í Stangarhyl 4, sunnu- dagskvöld 8. desember kl. 20. Hljómsveit hússins. Mætum öll og njótum. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Laugavegi 178, 105 Reykjavík sími 551 3366. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Misty Vinsælu Smoothease buxurnar okkar eru komnar aftur. Ein stærð sem gengur fyrir stærðir S-XL. Saumlausar, teyjanlegar og einstaklega mjúkar. Verð 2.450,- stk Tilvalið í jólapakkann 8.900,- 4.900,- 4.900,- 8.900,- 10.900,- www.frusigurlaug.is Glæsileg vefverslun - Frí póstsending - Virkir dagar: 10 – 18 Laugardagar: 11 - 16 MJÓDD | S. 774-7377 MERINO ULLARFÖT ÞUNN & ÞÆGILEG Rað- og smáauglýsingar Vantar þig pípara? FINNA.is Vantar þig starfsfólk? hagvangur.is     ✝ Guðrún MaríaÞórdís Snæ- björnsdóttir fædd- ist á Hellissandi 2. febrúar 1933. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Gråsten á Suð- ur-Jótlandi 20. nóv- ember 2019. Foreldrar hennar voru Kristín E. Jónsdóttir, f. 2. ágúst 1891, d. 21. júlí 1963, og Snæbjörn Þorláksson, f. 7. ágúst 1884, d. 19. október 1974. Albróð- ir Guðrúnar var Auðunn Svein- björn, f. 4. ágúst 1936, d. 31. maí 2018. Systir sammæðra var Magnea Hólmfríður Sörensdóttir, f. 7. janúar 1921, d. 7. júlí 1995. Systkini samfeðra voru: Ásthild- ur Gyða Snæbjörnsdóttir, f. 6. febr. 1911, d. 29. jan. 1914, Helga Ragnheiður Snæbjörnsdóttir, f. 3. júlí 1913, d. 10. febr. 2000, Krist- ófer Sigvaldi Snæbjörnsson, f. 6. maí 1918, d. 1. okt. 1997, og Þor- lákur Ólafur Snæbjörnsson, f. 23. des. 1921, d. 8. mars 2009. Guð- rún ólst upp í Túnbergi á Hellis- sandi ásamt Auðuni og Magneu. Börn Guðrúnar eru: Ari, f. 24. júní 1956, d. 19. júní 1990. Faðir hans var Ingólfur Árnason, f. 4. des. 1921, d. 7. ágúst 1993. Með fyrri manni sínum Emil Samúel Richter, f. 26. jan. 1931, d. 8. jan. 2000, átti hún fjögur börn: 1. Guðrún Perla, f. 21. júlí 1960, d. 2. febr. 2014. 2. Þorsteinn, f. 20. maí 1962. 3. Valur, f. 2. júní 1963; kona hans er Teresa Maria Wielgosz, f. 16. ágúst 1973. 4. Kristinn, f. 13. nóv. 1964; kona hans er Sigríður María Gísladóttir, f. 25. febr. 1967. Þau Guðrún og Emil skildu. Seinni maður Guðrúnar var Grétar Birgis, f. 21. febr. 1929, d. 4. sept. 1981. Barnabörn Guðrúnar urðu ellefu og barnabarnabörnin eru orðin fimm. Guðrún fluttist ung til Reykja- víkur og starfaði hjá Land- símanum. Guðrún lauk námi sem sjúkraliði árið 1982 og vann í Há- túni 10B, Hafnarbúðum og á Landakotsspítala. Einnig vann hún við póstútburð um tíma. Guð- rún bjó lengst af í Reykjavík. Ár- ið 2007 fluttist hún til Danmerkur og settist að á Suður-Jótlandi þar sem tveir sona hennar búa. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ég kynntist Guðrúnu, eða Mor, eins og við kölluðum hana, árið 1990, þegar við Kristinn, yngsti sonur hennar, fórum að stinga sam- an nefjum. Við áttum því samleið í nærri 30 ár. Við höfum átt margar góðar stundir saman, bæði í Garða- stræti hjá henni, Jörfabakka hjá okkur Kristni og síðar hér í Dan- mörku. Mor var jú kjarnakona. Líf hennar var ekki sérlega auð- velt í byrjun, en sem einstæð móðir kom hún samt fimm börnum til manns með elju og vinnusemi. Hún fór í sjúkraliðanám komin á miðjan aldur, geri aðrir betur. Dugleg hannyrðakona var hún, ein af ger- semunum sem hún prjónaði er sá fallegasti skírnarkjóll sem ég hef augum litið. Ég held að öll barna- börnin hafi verið skírð í honum og að minnsta kosti tvö af langömmu- börnunum. Guðrún var frábær móðir, tengdamóðir, amma og langamma. Við áttum margar góð- ar stundir saman, það voru margar pönnukökurnar og annað gott sem Mor eða amma G eins og börnin okkar kölluðu hana, bauð upp á þegar við birtumst hjá henni í Garðastræti. Oft var spilaður kani og önnur afþreying, spjallað og hlegið mikið. Mor var einstaklega fyndin og stundum alveg óvart komu þvílíkir gullmolar frá henni sem seint gleymast. Við Kristinn og börnin fluttum svo búferlum til Danmerkur 2004 en það leið ekki langur tími þar til Mor kom á eftir okkur eða 2007. Við öll söknum hennar mjög mik- ið. Ég er einstaklega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þeirri eð- alkonu sem hún var og að hafa feng- ið að sinna henni síðustu vikurnar og sérstaklega síðustu dagana sem við höfðum hana hjá okkur. Megi mín ástkæra tengdamóðir, Guðrún María, Mor, amma G., Lilla, hvíla í friði. Ástarkveðja, Sigríður María. Þau systkinin mamma, Maggý, Guðrún, Lilla eins og við kölluðum hana alltaf, og Auðunn ólust upp í Túnbergi á Hellissandi. Þau fóru öll til Reykjavíkur á vit ævintýranna, Auðunn í nám í Vélskóla Íslands, mamma og Lilla í leit að vinnu. Á Hellissandi var litla vinnu að hafa. Lilla og mamma unnu báðar á Landssímanum. Fróðlegt er að spá í fjölda símstöðva sem voru á Ís- landi á sinni tíð. Samkvæmt bók Ásthildar G. Steinsen, Stelpurnar á stöðinni 1901 – 1991 I og II, telst mér til að þær hafi verið 118 talsins, dreifðar um allt land. Afgreiðsla var handvirk, samband gefið við núm- er. Fylgst var með lengd símtala og kallað „viðtalsbil“ eftir vissan tíma. En viðtalsbil var tímaeining, notuð fyrir langlínusamtöl og mörg við- talsbil þýddi dýrt símtal. Viðtalsbil kemur fyrir í hinu fræga dægurlagi: Bella símamær: Hún Bella, Bella, Bella, Bella símamær, er ekki alveg fædd í gær. Hún Bella, Bella, Bella, Bella símamær, hún kann á flestum hlutum skil, og kallar: viðtalsbil. Fjöldi „stelpnanna“ sem unnu á þessum símstöðvum var mikill. Heimasími var ekki sjálfsagður um miðja síðustu öld. Oft var hringt í gegnum símstöðvar og fólk jafnvel sótt heim til sín. Það þurfti því margar Bellur til að sinna símstöðv- unum. Við nútímafólkið, með far- símana okkar, eigum kannski erfitt með að ímynda okkur þessar að- stæður og öll þau handtök og mann- skap sem þurfti til að afgreiða sím- töl. Það var gaman að fara með Lillu frænku í bæinn rétt fyrir jólin þeg- ar ég var lítil. Við skoðuðum útstill- ingargluggana í Liverpool á Lauga- vegi og leikfangaúrvalið þar, ljósaskiltið á Vogue-búðinni á Skólavörðustíg, skærin sem opnuð- ust og lokuðust og jólasveinana sem hreyfðust í glugganum í Ramma- gerðinni í Hafnarstræti. Fyrir litla telpu var þetta mikið ævintýri og töfrum líkast. Á þessum tímum tíðkaðist að sauma upp úr gömlum flíkum. Ég eignaðist forláta kápu sem var saumuð upp úr gamalli kápu af mömmu og sem hafði verið vent eins og það var kallað. Mamma og Lilla lögðu þar báðar hönd á plóg og nýja kápan var virkilega flott. Lilla var mjög handlagin, prjón- aði, saumaði út og hafði fallega rit- hönd. Á þessum tíma söng Lilla í kór og spilaði á gítar, örugglega Bella símamær. Guðrún var hógvær í allri fram- komu og nægjusöm. Hún var mjög falleg kona og sést það glöggt á myndum sem til eru af henni frá ýmsum tímum. Ég hitti hana síðast dagpart árið 2018, á heimili Kristins og Siggu Maju á S – Jótlandi þar sem þau tóku afskaplega vel á móti okkur. Þá var Elli kerling farin að taka sinn toll. Lilla var orðin mjög mög- ur og átti erfitt með að muna at- burði og fólk en hafði mjög gaman af því að skoða gamlar myndir frá Hellissandi. Það var ánægjulegt að fá þetta tækifæri til að hitta hana og fyrir það er ég þakklát. Gerður Guðmundsdóttir. Guðrún María Þórdís Snæbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.