Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2019 Gulvestingar hafa mótmælt tillögum Macrons forseta Frakklands varðandi fyrir- komulag eftirlauna.    Forsetinn segirþetta umbóta- tillögur en mót- mælendur að „um- bæturnar“ séu hinu opinbera þókn- anlegar en almenn- ingi til bölvunar.    Í viðtölum við helsta forsprakkagulvestinga í vikunni kom fram að þeir muni ekki geta haldið sinni baráttu áfram mikið lengur, enda mjög verið að þeim þrengt meðal annars með fang- elsunum og saksókn gegn fjölda mótmælenda.    En þótt þau uppgjafarorðhljómi hugsanlega vel í eyr- um forsetans má vera að þau séu skammgóður vermir. Því nú virð- ist sem hin skipulagða verkalýðs- hreyfing hafi tekið við keflinu. Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir lömuðu í gær stóran hluta Frakk- lands og eiga aðgerðirnar að standa til mánudags.    Flestum skólum hefur veriðlokað, auk þess sem sam- göngukerfi landsins hefur lam- ast. Stór hluti hraðlestakerfisins liggur niðri og um 30% fyrirhug- aðra ferða Air France í innan- landsflugi hafa lagst af. Þúsundir manna mótmæltu í hinum ýmsu borgum Frakklands í upphafi andófsins og boðað hefur verið til tvennra stórra mótmæla í París.    Verkalýðsleiðtogar heita því aðhalda mótmælunum áfram nema Macron forseti hætti við áform sín um hækkun eftirlauna- aldurs og skerðingu launa ella. Emmanuel Macron Umbætur eða árás STAKSTEINAR Niðurstöður árlegrar könnunar á notkun ljósabekkja sýndu að um 11% fullorðinna höfðu notað ljósa- bekki einu sinni eða oftar á síðustu 12 mánuðum. Er þetta nánast sama hlutfall og árið áður. Könnunin hefur verið gerð árlega frá árinu 2004 fyrir hönd samstarfs- hóps Geislavarna, Embættis land- læknis, húðlækna og Krabbameins- félagsins. Á þessu tímabili hefur dregið mjög verulega úr notkun ljósabekkja, að því er kemur fram á heimasíðu Geislavarna. Árið 2004 höfðu um 30% fullorðinna notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði, en frá árinu 2013 hefur þessi tala verið um 10%. Geislavarnir segja að notkun ljósabekkja fylgi aukin hætta á húð- krabbameini og ráða norrænu geislavarnastofnanirnar fólki frá því að nota ljósabekki í nýlegri yfirlýs- ingu. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) sem kom út 2017 segir að notkun ljósa- bekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið auk- inni tíðni húðkrabbameina. Einnig hafi aldur þeirra sem fá slík krabba- mein í fyrsta sinn lækkað. 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja tók gildi á Íslandi í jan- úar 2011. Ljósabekkjanotkun óbreytt milli ára  11% fullorðinna Íslendinga notuðu ljósabekki á síðustu 12 mánuðum Ljósabekkur Notkun ljósabekkja hér á landi er nær óbreytt milli ára. Akraneskaupstaður hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur þar sem nið- urstaðan var að staðið hafi verið með saknæmum og ólögmætum hætti að ráðningu for- stöðumanns íþróttamann- virkja bæjarins á síðasta ári og öðr- um umsækjanda dæmdar miska- bætur. Málið snýst um vægi einstakra matsþátta við ráðningarferlið, þegar endanlega var valið úr hópi fjögurra umsækjenda sem skoruðu hæst. Akranesbær rökstuddi ráðningu þess umsækjanda sem ráðinn var með vísan til frammistöðu hans í við- tali og til verkefnis sem hann gerði. Þessir þættir vógu í vinnu bæjarins 70% á móti 30% þeirra þátta sem til- teknir voru í auglýsingu. Dómurinn leit svo á að bærinn hefði brotið gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttar í málsmeðferð sinni með því að hafa vægi menntunar, þekkingar, reynslu og leiðtogahæfni svo lítið sem raun ber vitni og meta viðtöl og verkefni svo hátt sem raun varð á. „Skipting þessi er ómálefnaleg og gaf auglýsingin ekki til kynna að vægi annarra þátta en hinna hlut- lægu væri svo hátt sem raun var á,“ segir í niðurstöðum dómsins. Bær- inn hafi ekki sýnt fram á að lögmæt sjónarmið hafi ráðið við ráðninguna. Dómurinn kemst að þeirri nið- urstöðu að bærinn hafi staðið með saknæmum og ólögmætum hætti að ráðningarferlinu. Málefnalega staðið að ráðningu Sá sem höfðaði málið skoraði hæst í þeim þáttum sem metnir voru út frá auglýsingu, svo sem menntun og reynslu. Þó ekki sé þar með sagt að hann hefði fengið starfið, ef staðið hefði verið rétt að hæfnismati, voru honum dæmdar 700 þúsund kr. í miskabætur og 1.500 þúsund í máls- kostnað. Sævar Freyr Þráinsson, bæjar- stjóri á Akranesi, telur að mál- efnalega hafi verið staðið að ráðning- unni og segir að ákveðið hafi verið að láta reyna á málið fyrir æðra dóm- stigi. Nefnir hann sérstaklega að lögmenn bæjarins telji að dómurinn sé ekki í takt við álit um ráðningar sem umboðsmaður Alþingis sendi sveitarfélögum landsins og fyrri dómaframkvæmd. helgi@mbl.is Ólöglega staðið að ráðningu manns  Akranesbær áfrýjar til Landsréttar Sævar Freyr Þráinsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.