Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.12.2019, Blaðsíða 40
Reynir Hauksson flamenco- gítarleikari sem búsettur er á Spáni er um þessar mundir á landinu og kynnir á röð tónleika sína fyrstu sólóplötu sem jafnframt er fyrsta ís- lenska flamenco-platan en á henni eru átta frumsamin lög. Reynir kem- ur fram í Vinaminni á Akranesi í kvöld og í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar annað kvöld. Hefjast hvorir tveggja tónleikarnir kl. 20. Kynnir nýja plötu sína með flamenco-tónlist FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 340. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Umhverfi Afrekssjóðs ÍSÍ tók stakkaskiptum árið 2016 þegar ákveðið var að setja mun meira fjármagn frá íslenska ríkinu í sjóð- inn. Alls úthlutaði Afrekssjóður ÍSÍ 452,9 milljónum króna til sér- sambanda á árinu 2019 og hækkaði upphæðin um liðlega 114 milljónir króna á milli ára en alls hlutu 27 sérsambönd ÍSÍ styrk á árinu. »34 Styrkir úr Afrekssjóði ÍSÍ hækkað frá 2016 ÍÞRÓTTIR MENNING Glitrandi miðbær – Jólahátíð er yfirskrift tónleika sem Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzósópran, Victoria Tarevskaia sellóleikari og Julian Hewlett píanóleikari halda í Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, laugardag, klukkan 17. Á tónleikunum, sem standa í um fimmtíu mínútur, flytja þau aríu úr Jólaóratoríunni eft- ir J.S. Bach auk ís- lenskra og banda- rískra jólalaga. Þríeykið hefur á síðustu árum komið fram á fjölda tón- leika hér- lendis. Jólalög og aría eftir Bach í Dómkirkjunni Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sérkennarinn Kristín Arnardóttir hefur tekið saman og gefið út náms- efnið „Lærum saman“ ætlað fyrir fimm til átta ára börn að vinna með aðstoð fullorðinna heima og eða í skóla. Í handhægri öskju eru fjórar sögubækur með myndum eftir Brimrúnu Birtu Friðþjófsdóttur, verkefnabók og námsspil í fjórum spilastokkum. Kaupendur pakkans fá auk þess aðgang að 56 mynd- skreyttum hljóðbókum, sem verða fljótlega aðgengilegar á vef útgef- enda (laerumsaman.is og steinn.is). „Útgáfan er ástríða til þess að láta gott af sér leiða,“ segir Kristín, sem hefur starfað sem sérkennari í grunnskóla um árabil, en nýja námsefnið er sjálfstætt framhald af fyrri handbókum hennar, Ég get lesið og Tölur og stærðir í leik og starfi, sem komu út 2007 og 2011 og eru ætlaðar fullorðnum. Eftir að hafa fengið styrk frá Þróunarsjóði námsgagna og Hag- þenki fyrir um þremur árum hófst vinna Kristínar við ritun efnisins. Hún segist hafa kynnst því hvað mörg börn komi óundirbúin í skól- ann og það hafi ýtt undir gerð námsefnisins. „Ég hef oft óskað þess að foreldrar kynnu betur að leika sér að tungumálinu og tölum og glæða áhugann.“ Hún bætir við að margt hafi breyst í skólastarfi með fjölgun nýbúa og að í Kópa- vogsskóla, þar sem hún starfi, séu um 40% nemenda í yngstu bekkj- unum af erlendum uppruna. Undirstöðuþættir og tenging Sögubækurnar, sem mynda grunninn að nýja námsefninu, fjalla um þrjú systkini á aldrinum fimm til átta ára. Í verkefnabókinni eru síðan æfingar, föndur, leikir og spil fyrir barnið. Í verkefnabókinni og spilunum eru til dæmis sömu stafa- bangsar og voru í fyrri bókum Kristínar. „Þetta er tilvalið efni fyr- ir elstu hópana í leikskólanum, svo- nefnda skólahópa, og fyrsta og ann- an bekk í grunnskólanum,“ segir Kristín og bendir á að í lok hverrar sögu í bókunum sé orðsending til barnanna um eitthvað sem þau geta gert til þess að æfa sig. „Öll gögnin tengjast, sögurnar eru kveikjur til að vekja áhuga og upplýsa, og síðan er farið í vinnu.“ Hjónin Kristín og Steinn Kárason gefa sjálf út bækurnar. Sindri Freyr, sonur þeirra, sér um hljóð- bækurnar, styðst við teikningar Brimrúnar Birtu, semur tónlistina og les inn á myndböndin. Kristín bendir á að bækurnar séu ekki lestrarbækur heldur bækur til þess að lesa fyrir börn. „Myndböndin eru hugsuð til þess að halda einbeitingu og athygli barnanna enn frekar. Þetta styður hvað við annað.“ Kristín leggur áherslu á að pakk- inn sé fyrst og fremst hugsaður sem undirbúningur fyrir nám í grunn- skóla og stuðningur við námið í fyrstu bekkjum hans. „Ég beini at- hyglinni að undirstöðuþáttunum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Útgáfa Sérkennarinn Kristín Arnardóttir í Kópavogi með kennsluefnið sem er í nýja pakkanum. Vill láta gott af sér leiða  Kristín Arnardóttir með námsefnið Lærum saman fyrir börn og fullorðna  Sögur til að vekja áhuga og upplýsa ÁSKR I FTARLE IKUR MORGUNBLAÐS INS Heppinn áskrifandi hlýtur að gjöf Hästens HERLEWING® handgert rúm úr náttúrulegum efnum að verðmæti 3.225.900 kr. Fátt jafnast á við að opna Morgunblaðið eftir góðan nætursvefn. Fyrir einn af áskrifendum Moggans nær þessi ljúfa morgunstund nýjum hæðum eftir að við drögum í áskriftar- leiknum okkar föstudaginn 20. desember. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ LESA MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið og Hästens eru stolt af því að vinna saman að því að gefa einum heppnum áskrifanda Morgunblaðsins Herlewing-rúm frá Hästens. Verslun Hästens á Íslandi er til húsa í Faxafeni 5, á sama stað og Betra bak. KAUPTU ÁSKRIFT Í SÍMA 569 11 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.