Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019
SÓL ÉG SÁ eftir Ólöfu Nordal
Allur ágóði af sölu rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna
STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA
OG FATLAÐRA
Kúlan sem
gleður alla
2019
Söluaðilar Kærleikskúlunnar 2019 eru:
Casa Kringlunni, Skeifunni og Akureyri · Epal Kringlunni, Skeifunni,
Laugavegi og Hörpu · Hafnarborg Hafnarfirði · Húsgagnahöllin
Reykjavík og Akureyri · Kokka Laugavegi · Listasafn Reykjavíkur
Hafnarhúsinu og Kjarvalsstöðum · Hönnunarsafn Íslands Garðabæ ·
Listasafn Íslands Reykjavík · Líf og list Smáralind · Þjóðminjasafnið
Suðurgötu og Hverfisgötu · Snúran Ármúla · Blómaval um allt land ·
Bústoð Reykjanesbæ · Blóma- og gjafabúðin Sauðárkróki · Norska
húsið Stykkishólmi · Póley Vestmannaeyjum
Eitthvað var um að hross sem leit-
uðu vars fennti í kaf. Það gerðist
jafnvel á stöðum sem menn hafa stól-
að á sem skjól fyrir hestana. Sigríður
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hrossum sem vitað er að drápust í
ofsaveðrinu í síðustu viku hafði ekki
fjölgað í gær, að sögn Sigríðar
Björnsdóttur,
dýralæknis
hrossasjúkdóma.
Áætlað hafði
verði að 60-80
hross hefðu drep-
ist. Víða var sakn-
að hrossa og hafði
eitthvað af þeim
komið í ljós.
Bændur og
hestaeigendur
hafa leitað að
hrossunum og eins björgunarsveitir.
Svo virðist sem hross í Húnavatns-
sýslum hafi farið verst út úr ofsa-
veðrinu. Sigríður sagði að hringt hafi
verið á bæi til að afla gagna og verð-
ur beðið með að gefa út tölur þar til
niðurstöður liggja fyrir.
Þrennt sem spilaði saman
„Það var margt sérstakt við þetta
veður sem kom hrossum illa. Eink-
um hvað hríðin var blaut og stóð
lengi. Það var meiri bloti í þessu en
oft er. Veðurhæðin var líka ofboðs-
leg, styrkurinn jafnaðist á við fellibyl
á köflum. Þetta fór allt saman og yfir
strikið á ákveðnum svæðum í Húna-
vatnssýslunum. Okkar harðgerasta
dýr varð undan að láta. Því eigum við
ekki að venjast. Ég man ekki eftir
svona felli undanfarna áratugi,“
sagði Sigríður. Hún sagði að 1995
hafi fallið hross á fáum bæjum í
Húnavatnssýslum en nú fóru fá
hross á tiltölulega mörgum bæjum.
sagði alltaf hættu á að það gerist því
snjórinn safnist saman þar sem er
skjól. Blaut hríðin festist í feldi
hrossanna nú og fraus. Við þetta
urðu hrossin mjög þung og gat þung-
inn sligað þau. Hross hröktust einnig
undan veðurofsanum og lentu sum í
skurðum eða girðingum, hættum
sem þau vara sig venjulega á.
Eðlilegt að hross gangi úti
Hestar hafa verið látnir ganga úti
hér á landi allt frá landnámi, að sögn
Sigríðar. „Það er afar, afar sjaldgæft
að það gangi ekki upp. Hrossin eru
mjög vel aðlöguð útigangi og úti-
gangur hefur mjög margar jákvæðar
hliðar. Allur fjöldinn af hrossum fór í
gegnum þetta óveður.“ Hún sagði að
hrossahald hér byggist á útigangi,
því almennt sé ekki til húsakostur
fyrir alla hestana. Sigríður hefur
skrifað tvo pistla, sem þessu tengj-
ast, fyrir hestamenn á mast.is, Vel-
ferð hrossa á útigangi og Flokkun
eftir fóðurþörf. Í fyrri pistlinum
skrifar hún: „Því er æskilegt að
hross sem ekki eru notuð til reiðar
séu haldin á útigangi og á það ekki
síður við um folöld en önnur hross.“
Hún sagði mikilvægt að fóðra
hross vel í aðdraganda óveðurs. Þau
éti ekki mikið á meðan óveður geisar.
Um leið og dúrar fara þau að kroppa
ef er beit. Hey fýkur þegar hvessir
þótt rúlluhey standist betur vind.
Sigríður sagði að hross þurfi að vera
búin undir það að standa matarlaus í
2-3 sólarhringa og þau eigi alveg að
geta það. Þau búi sig undir veturinn
með því að fitna og safna þykkum
feldi. Hross geta sofið standandi og
það hjálpar þeim að þurfa ekki að
leggjast í stórhríð.
Ljósmynd/Landsbjörg
Grafið úr fönn Nokkuð var um að hesta fennti. Björgunarsveitir SL lögðu sig fram um að leita að og grafa upp hross.
Víða er fjölda hrossa enn saknað
Blaut hríð og langvinn ásamt ofboðslegri veðurhæð olli hrossafelli Fá hross féllu á mörgum bæjum
Bændur, hestafólk og björgunarsveitir leituðu hrossa og björguðu Húnavatnssýslur urðu verst úti
Sigríður
Björnsdóttir
„Það drápust hjá mér fjögur hross,
þrjú veturgömul og fullorðin meri,“
sagði Jón Kristófer Sigmarsson,
bóndi á Hæli nálægt Blönduósi. Um
130 hross eru í stóði við bæinn.
Engir hestar týndust úr stóðinu.
Hópurinn sem hestarnir drápust
úr var á næstu jörð við Hæli og á
mjög hættulausu svæði, að sögn
Jóns. Hann hafði meiri áhyggjur af
hrossum sem voru heima og vitjaði
oft um þau í óveðrinu. Þau voru í
skjóli og kvaðst Jón hafa haft
áhyggjur af að þau fennti. En það
slapp.
„Ég hugsa að það hafi verið veðr-
ið og klamminn sem drap hrossin.
Svo fennti yfir þau en það var ekki
mikill skafl yfir þeim,“ sagði Jón.
„Það voru ekki hross sem voru úti á
Guði og gaddinum sem drápust.
Þetta voru hross sem voru heima í
hólfum, í skjóli
og fengu hey.
Þau létu bara
undan veðrinu.
Hross drápust
alls staðar, eitt,
tvö, þrjú eða
fjögur á bæ. Það
er ekki eins og
það hafi fallið 50
hross á einum bæ
þar sem illa var
hugsað um þau. Það var útilokað að
koma í veg fyrir þetta.“
Jón ólst upp á Blönduósi og
keypti Hæli árið 2002. Hann hefur
fengist við sveitastörf alla sína ævi.
„Ég hef aldrei áður lent í neinu við-
líka veðri og nú. Aldrei! Bleytan
smaug um allt. Það var mjög erfitt
að höndla þetta. Hrossin voru mjög
klömmuð eftir þetta.“
Hrossin voru farin að hressast í
gær og allt að snúast til betri vegar.
Jón sagði að það sé eðlilegt með
hross sem hafa nóg að éta. Hann
rifjaði upp 1997. Þá gerði mjög
mikla hríð en það kom ekki við
hrossin þótt allt væri á kafi í snjó.
Þá snjóaði í frosti. Nú byrjaði veðr-
ið með slyddubleytu sem smaug inn
að skinni. „Svo kom frostið og alveg
gríðarleg vindkæling í 35-40 m/s
stöðugum vindi sem hamraði á
hrossunum ofan í bleytuna,“ sagði
Jón. Hann fór til gegninga í útihúsi
um 50 m frá íbúðarhúsinu og var
með þrjá hunda. Leiðin til baka var
á móti veðrinu. „Þegar ég kom inn
vantaði einn hundinn. Elstu tíkina
hafði hrakið undan veðurofsanum
og ég þurfti að sækja hana og halda
á henni inn. Það sýnir hversu of-
boðslegt veðrið var,“ sagði Jón.
Óveðrið var ofboðslegt
Bóndi við Blönduós missti fjögur hross Hrossin blotn-
uðu inn að skinni og svo kom frost og gríðarleg vindkæling
Jón Kristófer
Sigmarsson
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þing-
maður Pírata, hefur ekki áhyggjur af
stöðu sinni vegna bréfs Ásmundar
Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæð-
isflokksins.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í gær sendi Ásmundur forseta Evr-
ópuráðsþingsins bréf þar sem hann
vakti athygli á því að Þórhildur Sunna
hefði gerst brotleg við siðareglur al-
þingismanna, fyrst þingmanna.
Þórhildur Sunna er varaformaður
Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins
og formaður laga- og mannréttinda-
nefndar þess.
Þórhildur Sunna braut siðareglur
alþingismanna með því að segja að
uppi væri „rökstuddur grunur“ um að
Ásmundur hefði „dregið sér fé, al-
mannafé,“ í gegnum aksturs-
greiðslur.
„Það er málfrelsi í Evrópuráðinu
sem er einmitt heimili Mannréttinda-
dómstóls Evrópu og það er alveg aug-
ljóst að þessi úrskurður gegn mér
skerðir mitt málfrelsi,“ segir Þórhild-
ur Sunna.
Björn Leví harðorður
Björn Leví Gunnarsson, þingmað-
ur Pírata, er heldur harðorðari í garð
Ásmundar en Þórhildur Sunna.
„Þetta bréf hans er algjör viðbjóð-
ur, ofan í allt það sem á undan hefur
gengið þá dirfist hann til þess að leit-
ast eftir refsingu á vegum Evrópu-
ráðsþingsins gagnvart Sunnu. Þvílíka
og aðra eins mannleysu [...] hef ég
aldrei á ævi minni hitt,“ skrifar Björn
Leví í færslu á Facebook.
Segir Ásmund mannleysu
Þórhildur Sunna hefur engar áhyggjur af bréfi Ásmundar
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir
Björn Leví
Gunnarsson