Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 10

Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 nefndarinnar, og Greta Baldurs- dóttir, varamaður hans, viku sæti við meðferð málsins vegna tímabund- inna anna. Við formennsku tók Jakob R. Möller, sem var tilnefndur af Hæstarétti. Þegar nefndin skilaði áliti sínu rökstuddi hún að einn um- sækjandi væri öðrum hæfari með al- mennum orðum. Ekki var stuðst við reiknilíkanið í Landsréttarmálinu. Þrír af upphaflegum nefndar- mönnum veittu umsögn en það er hæsta hlutfallið á síðustu árum. Þær Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhild- ur Helgadóttir og Kristín Benedikts- dóttir fylgdu málinu til enda. Í kjölfar umsagnarinnar lýsti Jakob R. Möller því sjónarmiði sínu á málþingi hjá Háskóla Reykjavíkur að dómnefndir væru á rangri leið er þær styddust við „boxamerkingar“ við niðurröðun umsækjenda. Heldur ekki vísað í reiknilíkan Dómnefndin skilaði næst umsögn vegna lausrar stöðu í Landsrétti með brotthvarfi Vilhjálms H. Vilhjálms- sonar dómara úr réttinum. Út frá umsögn nefndarinnar má ætla að hún hafi þá heldur ekki stuðst við reiknilíkanið umdeilda. Athygli vekur að Óskar Sigurðs- son var eini nefndarmaðurinn sem fylgdi málinu til enda. Þurfti ráð- herra að skipa tvo nefndarmenn eftir að varamenn viku sæti. Loks skilaði dómnefndin umsögn 9. desember síðastliðinn vegna lausrar dómarastöðu við Hæstarétt. Fylgdi Ragnhildur Helgadóttir þá einn upphaflegra nefndarmanna málinu til enda. Hafði Valtýr Sig- urðsson þá lýst sig vanhæfan sem varamaður Kristínar Benediktsdótt- ur. Við af Valtý tók Víðir Smári Pet- ersen en skipanin var dregin til baka vegna athugasemda umsækjenda. Við af honum tók Reimar Pétursson, báðir voru tilnefndir af Hæstarétti. Systir formanns tilnefnd Þess má geta að Ingimundur Ein- arsson var meðal upphaflegra nefnd- armanna en systir hans, Ingveldur, var einn þriggja umsækjenda sem nefndin taldi hæfasta. Viðmælandi blaðsins benti á að í jafn fámennu samfélagi væri e.t.v. auðveldara að leiða löglíkur að van- hæfi nefndarmanna, ekki síst þegar fjöldi umsækjenda skipti tugum. Lagakennsla hófst á Íslandi við Háskóla Íslands 1908. Liðu rúm 90 ár áður en aðrir skólar hófu laga- kennslu. Haustið 2001 hóf Háskól- inn á Bifröst kennslu í við- skiptalögfræði og haustið 2002 stofnaði Háskól- inn í Reykjavík lagadeild. Ári síð- ar var stofnuð lagadeild við Há- skólann á Akur- eyri. Álykta má að hátt hlutfall um- sækjenda um dómarastöður á síðustu árum hafi gengið í lagadeild Háskóla Íslands. Margir kunna því að hafa orðið samferða á lögmanns- ferli og það skapað vanhæfni. Alls hafa borist 84 umsóknir um stöðu dómara í síðustu fjórum lotum. Efnislegt mat fór ekki fram Eiríkur Elís Þorláksson, deildar- forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, telur að breytt nálgun dómnefndar til að fjalla um hæfi dómara kunni að hafa áhrif á máls- meðferðina fyrir Mannréttindadóm- stól Evrópu. Áður hafi verið notast við reiknilíkan þar sem umsækjend- ur fengu tiltekin stig byggð á starfs- reynslu án þess að fram færi efnis- legt mat á þekkingu og getu umsækjenda. Þeir sem hefðu verið víða stæðu því almennt betur að vígi. „Sú aðferð, sem notuð var í vinnu dómnefndar til að fjalla um hæfi dómara í Landsrétt þegar sá dóm- stóll var settur á fót, var vægast sagt gagnrýniverð. Má segja að umsögn dómnefndarinnar hafi gert það að verkum að ferlið gat aldrei gengið upp í tilviki skipunar dómara við Landsrétt. Ráðherra var sett í mjög erfiða stöðu eftir að umsögnin lá fyrir þar sem gert var upp á milli umsækjenda með stigakerfi þar sem skeikaði oft brotabroti. Þá er með nokkrum ólíkindum að dómnefndin hafi talið rétt að tiltaka að 15 um- sækjendur væru jafn hæfir og hæf- astir í 15 embætti, þar sem talsverð- ur munur var á milli þess sem lenti í sæti 1 og sæti 15 en svo nánast eng- inn munur á sæti 15 og 16, svo dæmi séu tekin,“ segir Eiríkur Elís. Breytingin af hinu góða Eiríkur Elís segir mat dómnefnd- ar undanfarið öðruvísi en þegar lagt var mat á dómaraefni við Landsrétt við stofnun hans. Breytingarnar séu af hinu góða. „Í síðustu umsögnum dómnefndar virðist hafa verið vikið talsvert frá þeirri aðferðafræði sem var viðhöfð í Landsréttarmálinu og sést það vel í síðustu umsögn um umsækjendur en þar metur dómnefndin umsækjend- ur efnislega í meira mæli en áður. Þetta er alltaf í eðli sínu huglægt mat og ljóst að fólk hefur mismunandi skoðanir á niðurstöðunni hverju sinni,“ segir Eiríkur Elís. Hann segir aðspurður að ósam- ræmi í stjórnsýslunni sé í sjálfu sér ekki alls kostar heppilegt en í raun óhjákvæmilegt í ljósi þess hvernig dómnefndin hagaði störfum sínum áður. Það sé í raun eðlilegt að dóm- nefndin breyti um aðferðafræði telji hún að sú fyrri gangi ekki upp eins og virðist vera. Þó að samræmi eigi að vera í stjórnsýslunni sé það betra ef dómnefnd af þessu tagi leiðréttir sig ef ljóst er að fyrri aðferð er röng. Erfitt að meta áhrifin Eiríkur Elís segir breytinguna sem hafi orðið á framkvæmd hjá dómnefnd til að fjalla um hæfi dóm- ara vissulega geta haft áhrif á gang málsins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) þó að erfitt sé að meta áhrifin nákvæmlega. Nú bendi margt til þess að dómnefnd sem fjalli um hæfi dómara telji að fyrri að- ferðafræði sé ekki rétt og hafi því farið aðra leið í mati sínu. Sé eðlilegt að sú staðreynd komi til skoðunar í málinu fyrir efri deild MDE. Hringekja hjá dómaranefnd  Frá Landsréttarmálinu hefur meirihluti upphaflegra dómnefndarmanna vikið sæti við dómaraval  Sautján lögfræðingar hafa komið við sögu hjá nefndinni sem setti umdeilt reiknilíkan til hliðar Fulltrúar dómnefnda vegna skipanar dómara 2017-2019 Skipan dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur 2018 Upphafl egir nefndarmenn Varamenn Tilnefndur af Hæstarétti Endanlegir dómnefndarmenn Gunnlaugur Claessen, formaður Vék sæti við meðferð málsins fyrst og fremst vegna tímabundinna anna Greta Baldursdóttir Lýsti sig vanhæfa Jakob R. Möller Jakob R. Möller, formaður Óskar Sigurðsson Lýsti sig vanhæfan Guðrún Björk Bjarnadóttir Guðrún Björk Bjarnadóttir Ragnheiður Harðardóttir Ragnheiður Harðardóttir Ragnhildur Helgadóttir Ragnhildur Helgadóttir Kristín Benediktsdóttir Kristín Benediktsdóttir Skipan dómara við Hæstarétt 2019 Upphafl egir nefndarmenn Varamenn Varamaður tilnefndur af Hæstarétti Tilnefndur af Hæstarétti Endanlegir dómnefndarmenn Ingimundur Einarsson, formaður Lýstu sig vanhæf Áslaug Árnadóttir Áslaug Árna dóttir, formaður Kristín Benediksdóttir Valtýr Sigurðsson Lýsti sig vanhæfan Víðir Smári Petersen Skipan dregin til baka vegna athugasemda frá einum umsækjenda Reimar Snæfells Pétursson Reimar Snæfells Pétursson Ragnheiður Harðardóttir Halldór Halldórsson Halldór Halldórsson Óskar Sigurðsson Guðrún Björk Bjarnadóttir Guðrún Björk Bjarnad. Ragnhildur Helgadóttir Ragnhildur Helgad. Skipan dómara við Landsrétt 2019 Upphafl egir nefndarmenn Varamenn Skipuð af dómsmálaráðherra Endanlegir dómnefndarmenn Ingimundur Einarsson, formaður Lýsti sig vanhæfan Áslaug Árnadóttir Lýsti sig vanhæfa Eiríkur Tómasson, formaður ad hoc (samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar) Eiríkur Tómasson Ragnhildur Helgadóttir Vék sæti Ingibjörg Pálmadóttir Vék sæti Sigríður Þorgeirsdóttur (samkvæmt kosningu Alþingis) Sigríður Þorgeirsdóttur Kristín Benediktsdóttir Vék sæti Valtýr Sigurðsson Valtýr Sigurðsson Ragnheiður Harðardóttir Vék sæti Halldór Halldórsson Halldór Halldórsson Óskar Sigurðsson Óskar Sigurðsson Skipan dómara við nýjan Landsrétt 2017 Upphafl egir nefndarmenn Varamenn Endanlegir dómnefndarmenn Gunnlaugur Claessen, formaður Gunnlaugur Claessen Ragnheiður Harðardóttir Lýstu sig vanhæf Halldór Halldórsson Halldór Halldórsson Óskar Sigurðsson Guðrún Björk Bjarnadóttir Guðrún Björk Bjarnadóttir Ragnhildur Helgadóttir Ingibjörg Pálmadóttir Ingibjörg Pálmadóttir Kristín Benediktsdóttir Valtýr Sigurðsson Valtýr Sigurðsson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Alls hafa 17 lögfræðingar setið sem fulltrúar dómnefnda vegna skipanar dómara frá árinu 2017. Eru þá með- taldir lögfræðingar sem komu inn sem varamenn en þurftu jafnvel að víkja sæti af ýmsum ástæðum. Skipan dómnefndanna er sýnd á grafinu hér til hliðar. Eins og sjá má hefur það gerst í þremur tilfellum af fjórum að einn af fimm upphaflegum nefndarmönnum sat í endanlegri dómnefnd. Hefur því verið töluverð hreyfing á nefndarmönnum. Fyrsta nefndin, undir forystu Gunnlaugs Claessen, taldi 15 um- sækjendur hæfasta í embætti dóm- ara við Landsrétt. Við valið fylgdi hún nýrri aðferð er fólst í að gefa 33 umsækjendum einkunn samkvæmt 12 matsþáttum með misjöfnu vægi. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, breytti frá lista nefndarinnar og færði fjóra umsækj- endur ofar á kostnað annarra. Stað- festi Alþingi tillögu ráðherrans. Varð það tilefni dómsmála en dómur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu leiddi að lokum til afsagnar ráðherrans í mars síðastliðnum. Aftur deilur vegna skipanar Dómnefndinni var komið á með breytingum á lögum um dómstóla árið 2010. Skal ráðherra skipa fimm menn í dómnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og héraðsdóm- ara. Tveir nefndarmanna skulu til- nefndir af Hæstarétti, þar af annar sem formaður nefndarinnar, og skal að minnsta kosti annar þeirra ekki vera starfandi dómari. Dómstólaráð tilnefnir þriðja nefndarmanninn en Lögmannafélag Íslands þann fjórða. Fimmti nefndarmaðurinn skal kos- inn af Alþingi. Nefndin valdi næst dómara vegna lausrar dómarastöðu við Héraðsdóm Reykjavíkur. Bar þá svo við að bæði Gunnlaugur Claessen, formaður Eiríkur Elís Þorláksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.