Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019
Jólin eru handan við hornið.Desember einkennist hjámörgum af skemmtilegri til-breytingu í mat og drykk,
samkomum á vinnustöðum og í fjöl-
skyldum. Svo koma jólin og þá er allt
það besta dregið fram í mat og
drykk og samkomur sem aldrei fyrr.
En það má ofgera öllu og meiningin
er jú að okkur verði gott af þessu
öllu saman ekki satt? Enginn vill
enda á bráðamóttökunni mitt í öllum
hátíðahöldunum. En því miður hefur
borið á því að sú verði raunin af ýms-
um ástæðum.
Jólamaturinn
Maturinn sem er á borðum er oft
þyngri en við erum vön. Meira af
söltum og reyktum mat sem getur
valdið þeim sem þjást af hjarta- og
lungnasjúkdómum vanlíðan, með
þeim afleiðingum að leita þarf að-
stoðar heilbrigðisstarfsfólks. Þótt
hefðir séu ágætar þá er víst að jólin
verða miklu ánægjulegri með mat
sem allir þola og líður vel af.
Hátíðarmatur getur vel verið holl-
ur og góður og alger óþarfi að fólk
sitji uppi með stein í maganum eftir
hátíðirnar. Hver og einn getur líka
notað þá aðferð að borða hægt og
njóta matarins frekar en að sporð-
renna sem mestu. Það er í góðu lagi
að smakka á reyktum og söltum
mat, en ekki gott að borða lítið ann-
að.
Eldra fólk er gjarnan í mat hjá
vinum og vandamönnum yfir hátíð-
arnar. Þeir sem bjóða heim ættu að
huga að því að bjóða upp á mat sem
öllum verður gott af. Það væri líka
gott að þeir sem bjóða eldra fólki í
mat yfir jólin hefðu samráð um mat-
seðilinn svo gestirnir lendi ekki í því
að borða hangikjöt eða hamborgar-
hrygg þrjá daga í röð.
Jólin eru erfiður tími í mörgum
fjölskyldum. Þá söknum við sárast
þeirra sem við höfum misst. Gott
getur verið að taka frá stund til þess
að minnast þeirra sem farnir eru og
gefa sér tækifæri til að syrgja en
líka gleðjast yfir góðum minningum
Skipulag jólahátíðarinnar getur
verið flókið í fósturfjölskyldum.
Munum að tækifæri til góðra stunda
með börnum og barnabörnum eru
mörg. Ekki er nauðsynlegt að þær
stundir séu allar um jól. Það er gott
að hlusta á hvað börnin hafa að segja
og skipuleggja hátíðina þannig að
þau upplifi að þeir fullorðnu standi
saman um að gera hana sem
ánægjulegasta fyrir börnin.
Jólasamveran
Jólin í ár gefa vinnandi fólki
marga frídaga sem tilvalið er að nýta
til samveru með þeim sem okkur
þykir vænt um. Sú samvera þarf
ekki endilega að byggjast á því að
borða yfir sig í sparifötunum. Við
getum líka klætt okkur vel og notið
útiveru saman. Lagt símana til hlið-
ar og bara notið þess að leika okkur
með börnunum. Það er líka upplagt
að taka góðan göngutúr í nágrenn-
inu, heimsækja sundlaugarnar, fara
á skauta, skíði eða gefa sleðabrekk-
unni gaum allt eftir aðstæðum og
áhugasviði hvers og eins.
Flestir óska þess að geta átt gleði-
leg jól og góða daga í kringum hátíð-
arnar. Það að hafa jólin áfengislaus
eykur líkurnar á því að svo geti orðið
hjá flestum. Í það minnsta ætti að
stilla áfengisneyslu mjög í hóf um
hátíðarnar. Njótum hátíðanna alls-
gáð.
Örugg um jólin
Yfir háveturinn má búast við alls-
konar veðri og færð og til að minnka
líkur á óhöppum og slysum er æski-
legt að gefa sér góðan tíma og fara
frekar hægar yfir. Víða leynist hálka
á gangstéttum og vegum og hálku-
slys er nokkuð sem enginn vill í jóla-
gjöf. Þeir sem ætla að ferðast lands-
horna á milli þurfa að fylgjast vel
með verðurspám.
Ein af þeim jólahefðum sem
margir hafa er að kveikja á kertum.
Best er að kertin séu í kertastjökum
sem ekki er íkveikjuhætta af og það
er góð regla að láta kerti ekki loga í
mannlausum herbergjum.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæð-
isins óskar landsmönnum gleði og
friðar á hátíð ljóssins og minnum á
að vaktsíminn 1700 er opinn allan
sólarhringinn. Heilsugæslustöðvar
eru opnar á virkum dögum. Lækna-
vaktin er opin yfir hátíðarnar og
bráðaþjónustur um allt land. Sjá
nánar um afgreiðslutíma á þjón-
ustuvefsjá á heilsuvera.is
Gleðileg jól alla leið
Morgunblaðið/Eggert
Ys Margt þarf að kaupa fyrir jólin en samt er mikilvægt að njóta, til dæmis
margvíslegra menningarviðburða sem efnt til svo víða á aðventunni.
Heilsuráð
Margrét Héðinsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur og vefstjóri
Heilsuveru á Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðsins.
Nú er lag að upplifa notalega jóla-
stemningu í Sundlauginni á Ak-
ureyri. Kertaljós á bakkanum, kaffi,
kakó, piparkökur og tónlist í dag
fimmtudag kl. 17-21. Gott að gera
sér dagamun á aðventunni og njóta
kósí stundar í lauginni og pott-
unum.
Fólk þarf að slaka á þegar jólaundirbúningur veldur streitu
Kertakvöld í sundlaug Akureyrar
Tvær ólíkar sýningar standa nú yfir á
Borgarbókasafninu í Spönginni sem
vert er að gefa gaum. Á sýningunni
Ævintýraland gefur að líta afrakstur
nokkurra námskeiða í ullarþæfingu,
málun og teikningu sem haldin hafa
verið hjá Hlutverkasetri á árinu.
Falleg dýr og litrík húsakynni
þeirra mynda ævintýraheim sem
gleður augað, en hús dýranna eru
gerð úr endurunnum umbúðum.
Seinni sýningin, Leyndardómar Graf-
arvogs, samanstendur af ljósmynd-
um sem íbúar Grafarvogs sendu inn í
ljósmyndasamkeppni sem bókasafn-
ið stóð fyrir í haust, en þá var fólk
hvatt til að senda inn myndir af
skemmtilegum, skrýtnum, sérstök-
um, en umfram allt, leyndardóms-
fullum stað eða mannvirki í Grafar-
voginum.
Opið er alla daga á sýningarnar á
afgreiðslutímum bókasafnsins.
Tvær sýningar í bókasafninu í Spönginni í Reykjavík
Leyndardómar og ævintýraland
Ævintýraland Fígúrur úr þæfðri ull.
Í Grófinni í Borgarbókasafninu í
Reykjavík við Tryggvagötu er tekið
sérlega vel á móti fjölskyldum með
börn á öllum aldri. Þar er boðið upp á
fjölskyldustundir þar sem lögð er
áhersla á notalega samveru, spjall,
leik og söng. Í dag fimmtudag er ein-
mitt slík stund kl. 10.30 til 12. Í kríla-
horninu er gott úrval af harðspjalda-
bókum fyrir yngstu börnin og í fjöl-
skyldustundunum eru dregin fram
leikföng og hljóðfæri fyrir börnin.
Klukkan 11 býður starfsmaður safns-
ins upp á söngstund. Í bókasafninu er
mikið til af forvitnilegum bókum sem
foreldrar geta gripið með sér. Líka
barnabækur við hæfi barna frá 0-99
ára. Alltaf heitt á könnunni.
Notalegar fjölskyldustundir á Borgarbókasafninu
Samvera, spjall, leikur og söngur
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gaman Börn á bókasafni una sér vel.
Silfurmunir og skartgripir síðan 1924
ERNA
Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is
GULL- OG SILFURSMIÐJA
Hönnuður
Ragnhildur Sif Reynisdóttir
Verð kr. 21.500
Hönnuður
Ösp Ásgeirsdóttir
Verð kr. 8.500
Jólaskeiðin &
jólabjallan
2019
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN