Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 22

Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 22
BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fólk hér á svæðinu hefur síðustu vikuna þjappað sér saman um við- fangsefnin sem leysa þarf. Að- stæður hér á Dalvík og í Svarfaðar- og Skíðadal hafa verið mjög óvenjulegar. Við erum í sjálfu sér óvön fannfergi og ófærð. Það voru hins vegar rafmagnsleysi í nokkra sólar- hringa og rof í fjarskiptum sem gerðu allt erf- iðara en við er- um nokkru sinni vön,“ segir Haukur Gunnarsson, sem er for- maður Björgunarsveitarinnar Dal- vík. Óveðrið með fullum þunga Félagar sveitarinnar á Dalvík hafa staðið í ströngu að und- anförnu, en í óveðrinu í síðustu viku urðu byggðarlagið og nær- liggjandi slóðir mjög illa úti. „Óveðrið með öllum sínum þunga kom á þriðjudagskvöldinu og þá var mannskapur frá okkur þegar farinn út til aðstoðar. Svo má segja að þetta hafi verið stanslaus törn alveg fram á mánudagskvöld en þá skiluðu þau síðustu úr sveitinni sér aftur í hús,“ segir Haukur. Næsta mál á dagskrá í starfinu segir hann að gera búnað og bíla aftur klára. Sitthvað hafi laskast í átökum óveðursins, skemmdir orðið á bílum og fleira. Allt slíkt megi þó bæta. Í óveðrinu voru alls um 30 manns úr Dalvíkursveitinni við að- stoð og aðgerðir úti á mörkinni. Jafnframt nutu Dalvíkingar að- stoðar björgunarsveitarmanna frá Akureyri og Grindavík, en lengi hefur verið ágætt samstarf milli sveitarinnar á síðarnefnda staðnum og Dalvíkur. „Grindvíkingarnir komu með díselrafstöðvar sem komið var fyrir við sveitabæi inni í Svarfaðardal. Í aðgerðum okkar fór einmitt mikill tími í að sinna sveit- inni. Það var fyrst um helgina sem hlutir komust aftur í samt lag inni í dal,“ segir Haukur sem hefur tekið þátt í starfi björgunarsveitarinnar á Dalvík í 34 ár. Það var síðdegis á miðvikudag í fyrri viku sem rafmagn fór af Dal- vík og nærliggjandi slóðum. Þegar rafhlöður talstöðva og endurvarpa voru orðnar tómar fóru fjarskiptin út og komust ekki í samt lag fyrr en á föstudag. Það var eftir að varðskipið Þór komi til Dalvíkur með díselrafstöð sem notuð var til rafmagnsframleiðslu fyrir bæinn. „Við vorum hér á fullu í marga sólarhringa og á föstudeginum fór- um við svo nokkur inn í Eyjafjörð til að aðstoða við leit að piltinum sem féll í Núpá í Sölvadal. Þetta voru því mjög annasamir dagar og núna þurfum við að setjast niður, fara yfir atburðina og verkefnin og athuga hvað betur megi fara. Í sjálfu sér tel ég samfélagið hér hafa staðist áraunina með prýði. Brugðist var við veðurspá jafn vel og hægt var. Enginn gat hins veg- ar séð fyrir hver veðurofsinn yrði eða að rafmagnslínur gæfu sig. Dalvíkurlínan er sterkbyggð og hefur staðist öll veður síðan hún var reist fyrir 33 árum,“ segir Haukur og að síðustu: Katrín í eldlínunni „Nei, mér finnst ekki hægt að segja að nein mistök hafi verið gerð, hvorki í aðdraganda óveðurs- ins né í framhaldinu. Hins vegar gerðist margt sem við getum lært af, til dæmis varðandi rafmagns- málin og fjarskipti. Meginmálið er og verður að við stöndum sterk og innviðir séu í lagi þegar svona óveður kemur aftur. Annars er það svo í fámennu samfélagi eins og hér á Dalvík að þessir atburðir hafa þjappað fólki saman. Í því sambandi vil ég sérstaklega geta framgöngu Katrínar Sigurjóns- dóttur, sveitarstjóra í Dalvík- urbyggð, sem stóð í eldlínunni þessa daga; gekk í málin, miðlaði upplýsingum og stóð með fólkinu sínu. Framganga hennar í þessum atburðum var til fyrirmyndar – en öll sú reynsla sem við höfum fengið að undanförnu mun gera þetta samfélag sterkara.“ Erum vön fannfergi og ófærð  Annasamir dagar hjá björgunarsveitarmönnum á Dalvík eru að baki  Rafmagnsleysið gerði allt erfiðara  Enginn sá veðurofsann fyrir  Samfélagið stendur sterkara eftir atburðina í síðustu viku Morgunblaðið/Eggert Rafmagn Staurar í Dalvíkurlínu brotnuðu og hér er unnið að viðgerð. Ljósmynd/Björgunarsveitin Dalvík Höfnin Í áhlaupinu löskuðust bátar á Dalvík og aðstoðaði björgunarsveitarfólk kranamenn við að ná þeim upp. Ljósmynd/Björgunarsveitin Dalvík Jeppar Traustur bílafloti björgunarsveitarinnar úti á mörkinni. Haukur Arnar Gunnarsson 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Áætlað er að heildarútgjöld Hafnar- fjarðarbæjar á næsta ári verði 29,3 milljarðar króna skv. fjárhagsáætl- un sem bæjarstjórn samþykkti fyrr í vikunni. Laun verða um tæpur helmingur útgjalda eða 14,7 ma. kr. og fjármagnskostnaður er áætlaður um 1,4 ma. kr. Miklar fjárfestingar Rekstur Hafnarfjarðarbæjar hef- ur gengið vel síðustu ár, segir í fréttatilkynningu. Niðurstaðan var jákvæð sem nam 1.129 millj. króna í fyrra og árið 2017 kom út í um 800 millj. króna plús. Gert er ráð fyrir að niðurstaða yfirstandandi árs verði jákvæð um sem nemur 791 milljón króna. Út- svarsprósentan sem Hafnfirðingar greiða á næsta ári verður óbreytt milli ára eða 14,48%. Skuldaviðmið bæjarsjóðs verður um 105% í árslok 2020 og verður 112% í lok ársins sem nú er að líða. Áætlað veltufé frá rekstri A- og B- hluta eru 3,6 ma. kr. eða tæp 12% af heildartekjum. Til stendur að fjár- festa fyrir 3,1 ma. á næsta ári. Ber þar hæst uppbyggingu á suðurhöfn- inni og kaup á félagslegu húsnæði. Einnig forgangsröðun í grunnþjón- ustu sem snýr m.a. að skólum, sam- göngum, fráveitu og endurnýjun á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Þá verður haldið áfram með nýjan skóla í Skarðshlíðarhverfi. Snjallari þjónusta Samhliða verður farið í ýmis önn- ur verkefni, svo sem snjallvæðingu á rafrænum þjónustuleiðum í starf- semi bæjarins. „Breyttar þarfir og starfsumhverfi krefjast þess að við leitum allra leiða til að efla þjónustu og gera upplýsingar sífellt aðgengi- legri,“ er haft eftir Rósu Guðbjarts- dóttur bæjarstjóra. sbs@mbl.is Góður rekstur og lækkandi skuldir  Hafnarfjarðarbær fer í fjárfestingar Hafnarfjörður Íbúar eru nú 29.799 skv. nýjustu tölum Hagstofunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.