Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 44
44 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019
19. desember 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.17 122.75 122.46
Sterlingspund 161.23 162.01 161.62
Kanadadalur 92.7 93.24 92.97
Dönsk króna 18.226 18.332 18.279
Norsk króna 13.508 13.588 13.548
Sænsk króna 13.011 13.087 13.049
Svissn. franki 124.29 124.99 124.64
Japanskt jen 1.1143 1.1209 1.1176
SDR 168.65 169.65 169.15
Evra 136.22 136.98 136.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.3005
Hrávöruverð
Gull 1478.4 ($/únsa)
Ál 1762.5 ($/tonn) LME
Hráolía 65.31 ($/fatið) Brent
● Í nóvember var heildarafli íslenskra
fiskiskipa 69,5 þúsund tonn sem er
29% minni afli en í sama mánuði 2018.
Má rekja samdráttinn til minni uppsjáv-
arafla sem var tæp 26 þúsund tonn og
er það 48% minni afli en í nóvember í
fyrra. Aflaverðmæti í nóvember, metið
á föstu verðlagi, var 19,8% minna en í
nóvember 2018, að því er segir á vef
Hagstofu Íslands.
Síldaraflinn var rúmlega 18 þúsund
tonn sem er 49% minna en í fyrra og
var 47% samdráttur í kolmunna.
Botnfiskafli dróst saman um 9% og
var 41 þúsund tonn, þar af var þorskafli
tæplega 26 þúsund tonn sem er 2%
minna en í fyrra. Einnig veiddist 39%
minna af ufsa og 22% minna af ýsu.
Verðmæti 20% minna
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Von er á rafbúnaði þeim, sem koma
mun rafmagnsmálum í gott horf til
framtíðar á Sauðárkróki, til lands-
ins í ágúst á næsta ári. Uppsetn-
ingu búnaðarins mun að líkindum
ljúka í september eða október
2020.
Eins og komið hefur fram í frétt-
um síðustu daga er Sauðárkrókur
einn af þeim stöðum sem illa urðu
úti í óveðrinu sem gekk yfir landið
í síðustu viku. Rafmagn bæjarins
tengist með loftlínu við byggðalín-
una, í gegnum tengivirki í Varma-
hlíð, en unnið er að því að koma
þeirri línu í jörð. Hafnfirska fyrir-
tækið RST Net mun sjá um teng-
ingar á jarðstrengnum sem tengja
mun saman tengivirkin á Sauðár-
króki og í Varmahlíð. Þá mun RST
Net einnig sjá um að koma tengi-
virkinu á Sauðárkróki, sem stend-
ur utandyra og safnaði á sig mikilli
ísingu í óveðrinu, inn í hús á næsta
ári. Það verkefni mun einnig stuðla
að meira raforkuöryggi fyrir Sauð-
árkrók. Samhliða verður einnig
reist yfirbyggt tengivirki í Varma-
hlíð.
Nýkominn frá Þýskalandi
Kristján Þórarinsson framkv-
æmdastjóri RST Net, sem sér um
að vinna verkefnið fyrir Landsnet,
er nýkominn frá Þýskalandi þar
sem gengið var frá kaupum á raf-
búnaðinum fyrir bæði tengivirkin.
Aðspurður segir hann að kostnaður
er snýr að nýja rafmagnsbúnaðin-
um í tengingunni milli Sauðárkróks
og Varmahlíðar hlaupi á hundruð-
um milljóna króna. „Í þessu tilviki
sér Landsnet um að byggja húsin
fyrir tengivirkin. Fyrirtækið af-
hendir okkur þau tilbúin og við
komum svo og setjum upp raf-
magnsbúnaðinn og göngum frá
honum tilbúnum til reksturs fyrir
Landsnet,“ segir Kristján í samtali
við Morgunblaðið.
Hann segir að Landsnet hafi
efnt til útboðs í haust, og RST Net
hafi fengið verksamninginn rétt
fyrir síðustu mánaðamót. „Hönn-
unarvinna fyrir bæði verkefnin er
hafin, og tenging á háspennu-
strengnum byrjar svo fljótlega eft-
ir áramót. Við fáum búnaðinn fyrir
Sauðárkrók og Varmahlíð sem við
vorum að kaupa til landsins í ágúst,
og setjum hann upp í september,
október. Þetta verður komið í
gagnið fyrir næstu jól. Veturinn
núna er því vonandi síðasti vet-
urinn sem Sauðárkrókur þarf að
búa við þetta óöryggi í rafmagns-
málum.“
Óháð veðri og vindum
Kristján segir að ef þessu verk-
efni hefði verið lokið þegar óveðrið
skall á hefði Sauðárkrókur líkleg-
ast ekki orðið fyrir neinu straum-
leysi. „Verkefnið, sem snýr að því
að reisa tengivirkið á Sauðárkróki
innandyra, gerir það óháð veðri og
vindum. Eins og menn sáu á frétta-
myndum þá þurfti slökkviliðið m.a.
að koma að því að hreinsa salt-
blandaðan snjóinn af tengivirkinu.“
Eins og fram kom í máli Guð-
mundar Inga Ásmundssonar, for-
stjóra Landsnets, í Morgunblaðinu
á dögunum, er ástæða hægagangs
við lagfæringu rafmagnsmála á
landsbyggðinni fyrst og fremst
hversu hægt hafi gengið að fá leyfi
til framkvæmda. Undanfarin þrjú
ár hafi Landsnet ekki getað fram-
kvæmt nema ríflega helminginn af
því sem áætlað hafi verið.
Rafbúnaður væntanlegur í ágúst
Ljósmynd/Birgir Bragason
Rafspenna Saltblandaður snjór hlóðst á tengivirki og raflínur á Sauðárkróki, og olli útslætti rafmagns.
Rafmagn
» RST Net í Hafnarfirði hefur
komið að því að flytja tengi-
virki inn í hús víða um land.
» Fengu verkefnið á Sauð-
árkróki rétt fyrir síðustu mán-
aðarmót eftir útboð Landsnets
fyrr í haust.
»Á stæða hægagangs við lag-
færingu rafmagnsmála á
landsbyggðinni er einkum
vegna þess hve hægt hefur
gengið að fá leyfi til fram-
kvæmda.
Yfirstandandi vetur verður vonandi sá síðasti þar sem Sauðárkrókur þarf að búa við óöryggi í raf-
magnsmálum RST Net klárar uppsetningu rafbúnaðar fyrir næstu jól Setja tengivirki inn í hús
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Uppsetning Kristján Þórarinsson, framkvæmdastjóri RST Net.
● Seðlabanki Íslands hefur sett nýja
reglu sem kveður á um að helmingur
lágmarkslausafjárhlutfalls lánastofn-
ana skuli vera í íslenskum krónum.
Samkvæmt fyrri reglum bar bönk-
unum að tryggja að lausafjárhlutfallið
væri að lágmarki 100% í öllum gjald-
miðlum samtals, þá skyldu lánastofn-
anir uppfylla að lágmarki 100% lausa-
fjárhlutfall í öllum erlendum
gjaldmiðlum samtals. Með fyrrnefndri
breytingu verða stofnanirnar því einn-
ig að uppfylla að lágmarki 50% lausa-
fjárhlutfall í íslenskum krónum.
Hinar nýju reglur taka gildi 1. jan-
úar.
Íslenskar krónur verði
50% af lágmarkinu
● Eimskip hefur selt tvö gámaskip fé-
lagsins sem nefnast Goðafoss og Lax-
foss. Um er að ræða skip sem hafa ver-
ið tvo áratugi í þjónustu félagsins og
eru 24 ára gömul. Þau eru 1.457 gáma-
einingar að stærð. Söluverðið nemur
3,9 milljónum dollara, jafnvirði 482
milljóna króna.
Salan er liður í endurnýjun skipaflota
Eimskips. Félagið mun þó leigja þessi
sömu skip áfram eða þar til tvö ný
2.150 gámaeininga skip verða afhent
frá skipasmíðastöð í Kína.
Bókfært verð skipanna er hærra en
söluandvirðið. Því mun Eimskip færa
virðisrýrnun upp á 1,2 milljónir evra í
bækur sínar vegna sölunnar.
Selur Goðafoss og Lax-
foss en leigir til baka
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com