Morgunblaðið - 19.12.2019, Síða 54
54 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019
RAYMOND WEIL söluaðilar:
Reykjavík: GÞ - skartgripir & úr, Bankastræti 12, s: 551-4007
Meba, Kringlunni, s: 553-1199 Meba, Smáralind, s: 555-7711
Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10, s: 554 4320
Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar, s: 565-4666
Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður, Hafnargötu 49, s: 421-5757
Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi, s: 462-2509
Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður, Austurvegi 11, s: 482-1433
„Veðrið verður
aldrei svo vont að það
geti ekki orðið verra“
sagði Murphy og gaf
þar með eina þá
bestu lýsingu á öfgum
veðurfars sem sett
hefur verið fram.
Jólaföstuveðrið og af-
leiðingar þess sýndu
fram á, að flutnings-
kerfið er ekki hannað
fyrir þau veður sem
hér geta komið. Stjórnvöld og al-
menningur áttuðu sig á því og vill
ráðstafanir. Fólk á landsbyggðinni
bæði til sveita og í minni bæjarfé-
lögum býr ekki við það raforku-
öryggi sem þarf í nútíma þjóðfé-
lagi. Stóriðjufyrirtæki kunna að
leggja mat á mikilvægi orku-
öryggis og verða að
taka tillit til þess
kostnaðar sem Lands-
net og orkusali bera
af öryggiskröfum
þeirra, en þegar um
öryggi almennings er
að ræða sofa stjórn-
málamenn meðan
sveitarstjórnir með
skipulagsvaldið, nátt-
úruverndarsamtök og
einstakir landeigend-
ur þvælast fyrir.
Rafmagnsleysi
kostar blóð, svita, tár og peninga í
ofanálag, mikla peninga. Það er
ekki ókeypis að setja línumenn
raforkufyrirtækjanna í viðbragðs-
stöðu og reka þá síðan af stað út í
óveðrið um leið og ljós blikka til
að finna bilunina og gera við eins
fljótt og hægt er. Það er heldur
ekki ókeypis að safna björg-
unarsveitamönnum saman í
stjórnstöðvarnar svo hægt sé að
senda þá með neyðarrafstöðvar á
stærstu kúabúin eða þá upp í af-
dalabýli sem misst hafa bæði raf-
magn og símasamband til að huga
að fólki. Allt krefst þetta mikils
viðbúnaðar, varhluta, neyðarlag-
era og farartækja sem komast yfir
fjöll og firnindi.
Fyrir hálfri öld var ekkert til-
tökumál þó einstaka sveitabæir
yrðu rafmagnslausir. Menn höfðu
olíulampa og kerti, handmjólkuðu
kýrnar og gátu jafnvel sofið hjá
þeim í fjósinu ef fraus í bænum.
Afdalabóndinn varð bara að passa
sig sjálfur þar til veðrið varð aftur
nógu gott svo næstu vinir hans
gætu sett á sig skíði og hugað að
honum. Við gerum miklu meiri
kröfur í dag. Við gerum þá kröfu,
að símakerfið virki svo við getum
með hjálp þess fullvissað okkur
um að vinur okkar uppi í dalnum
sé ekki í nauð. Við þurfum að hafa
hita á bænum og þar sem hitaveit-
ur eru þurfa dælur þeirra að
ganga. Rafmagnslaus sjúkrahús
eða heilsugæslustöðvar eru heldur
ekki til mikils gagns, við viljum að
búðirnar geti opnað kassavélar
sínar um leið og veðrinu slotar og
enn munu málin vandast með
væntanlegum orkuskiptum þega
rafbílarnir sitja straumlausir og
kaldir í óveðrinu milli hleðslu-
stöðva.
Þegar háspennulínan yfir Hvítá
slitnaði rétt fyrir jólin 1972 varð
mönnum ljóst, að ekki dugði að
reikna styrk háspennulínanna
samkvæmt evrópskum stöðlum.
Hér gat komið miklu meiri vindur
og þykk ískápa gat lagst á línurn-
ar í ofanálag. Landsvirkjun og síð-
ar Landsnet tóku mið af þessu og
þær línur sem síðar eru byggðar
taka mið af því. Það er enda orðið
afar sjaldgæft, að truflanir verði á
hinum stóru línum sem fæða Suð-
vesturlandið, en það veður sem nú
er nýlega af staðið gefur tilefni til
að líta enn einu sinni á kröfur um
veðurþol flutningskerfisins.
Hér á Íslandi búum við fá í
stóru fjöllóttu landi og þurfum að
fá rafmagn okkar um langan veg
frá vatnsorkuverum langt frá
næsta þéttbýli í stað þess að
byggja kolastöð við bæjarmörkin.
Tengingar milli byggðalaga eru
langar og liggja yfir hálendi, þar
sem veður eru válynd. Allt hækk-
ar þetta kostnaðinn sem hver ein-
staklingur verður að standa undir.
Þessi munur á því að rafvæða Ís-
land og Evrópu var að koma betur
og betur í ljós á síðari hluta ald-
arinnar sem leið og stjórnmála-
menn fylgdust vel með og voru
með í ráðum þegar þurfti. Þar
varð breyting á með nýjum raf-
orkulögum 2003, þegar innleidd
voru lög ESB um markaðsvæð-
ingu raforkunnar. Þar með höfðu
stjórnmálamenn minni möguleika
á að fylgjast með og þeim virðist
ranglega hafa verið talin trú um
að markaðurinn mundi sjá fyrir
nægu öryggi. Þeir sofnuðu á verð-
inum. Eitthvað hafa þeir rumskað
við veðrið nú, en þeir sem telja
flutningslínur vera mengun vakna
ekki.
Frá því Kárahnjúkavirkjun var
byggð hefur varla liðið svo árið,
að ekki hafi komið fréttir af
drætti á samþykkt skipulags þar
sem gera þarf ráð fyrir nýjum
flutningslínum og kærumálum
vegna skipulags eða leyfisveit-
inga. Fallið hafa dómar sem gert
hafa Landsnet afturreka með
áætlanir sínar vegna þess að ekki
hafa legið fyrir skýrslur og um-
hverfismat fyrir línuleiðir sem
tæknimenn sjá í hendi sér að eru
óhagkvæmar. Stormurinn bíður
hins vegar hvorki eftir dómum né
umhverfismati. Stormurinn huns-
ar líka sívaxandi öryggiskröfur
nútíma þjóðfélags. Hann bara
kemur og brýtur niður það sem er
of veikt.
Það sleifarlag sem núverandi
löggjöf veldur í nauðsynlegum
endurbótum á flutningskerfinu
gengur ekki lengur. Næsti storm-
ur, jafnvel enn verri getur látið
bíða eftir sér í mörg ár, en hann
getur líka komið í næsta mánuði.
Hér á landi gengur ekki, að
stjórnvöld axli ekki að sínum
hluta ábyrgð á raforkuöryggi
þjóðarinnar. Raforkufyrirtækin
þurfa vinnufrið til að tryggja ör-
yggið að sínu leyti, en fá ekki
nægan stuðning í gallaðri löggjöf.
Alþingi þarf að láta til sín taka og
setja réttan hlut ábyrgðarinnar á
rétta aðila.
Eftir storminn
Eftir Elías Elíasson » Það sleifarlag sem
núverandi löggjöf
veldur í nauðsynlegum
endurbótum á flutnings-
kerfinu gengur ekki
lengur.
Elías Elíasson
Höfundur er sérfræðingur
í orkumálum.
eliasbe@simnet.is
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.