Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 61

Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 61 Hafnargæslumaður við Grundartangahöfn. Faxaflóahafnir sf. óska eftir að ráða hafnargæslumann við Grundartangahöfn. Starfið felst m.a. í aðgangsstjórnun og öryggisgæslu á afgirtu svæði Grundartanga og almennri hafnargæslu þar. Viðvera starfsmanns er í vakthúsi Grundartangahafnar og unnið er allan sólarhringinn samvæmt fyrirliggjandi vaktakerfi. • Meginverkefni eru aðgangsstjórnun, öryggisgæsla, eftirlit með farmverndarskjölum, skráning á umferð og farmi og önnur tilfallandi störf tengd starfssviði viðkomandi starfs. • Hæfniskröfur eru gott líkamlegt og andlegt ástand, góð íslensku-, ensku-, og almenn tölvukunnátta. Starfsmaður skal sækja námskeið Samgöngustofu um hafnargæslu. Þar sem í gildi eru ákvæði laga um hafnavernd þá er óskað eftir að umsækjandi leggi fram hreint sakavottorð með umsókn sinni. Umsókn ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið olafur@faxafloahafnir.is, eigi síðar en föstudaginn 20. desember n.k. Nánari upplýsingar um starfið gefur Bergsteinn Ísleifsson, öryggisfulltrúi, bergsteinn@faxafloahafnir.is Faxaflóahafnir hafa staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðarráðuneytis.       Skráðu fyrirtækið þitt á alfred.is Skrifstofustjóri á sviði vísinda og rannsókna Hefur þú menntun og reynslu á sviði skrifstofu- og verkefnastjórnunar? Hefur þú áhuga á vísindum, umhverfismálum og sögu? Spennandi framtíðarstarf á skrifstofu öflugrar sjálfseignarstofnunar er laust til umsóknar Helstu viðfangsefni:  Almennt skrifstofuhald og hússtjórn  Dagleg skrifstofuþjónusta við starfsmenn, viðskiptavini og samstarfsaðila.  Almenn umsjón með fjármálum og bókhaldi.  Umsjón með skjalagerð og innheimtu.  Umsjón með tilfallandi verkefnum, m.a. vegna útgáfu og miðlunar. Hæfni:  Menntun sem nýtist í starfi.  Haldgóð þekking á bókhaldi.  Góð tungumálaþekking.  Góð tölvukunnátta nauðsynleg; þekking á DK bókhaldskerfi æskileg.  Góð samskipta- og aðlögunarhæfni.  Sjálfstæði og nákvæmni í starfi.  Áhugi á vísindastarfi, menningu, umhverfismálum og útvist. Starfshlutfall er 50%. Fyrir fjölhæfan og þróttmikinn einstakling er möguleiki á allt að 100% starfi vegna tilfallandi, fjölbreyttra verkefna. Fornleifastofnun leggur áherslu á fagmennsku, starfsþróun, símenntun og aðlaðandi starfsumhverfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. mars 2020. Laun taka mið af kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags og frekara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2020. Umsóknir ásamt náms- og starfsferilsskrá berist á netfangið umsoknir@fornleif.is, eða í pósti á skrifstofu stofnunarinnar að Bárugötu 3, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Elín Ósk Hreiðarsdóttir framkvæmdastjóri í netpósti elin@fornleif.is eða í síma 551 1033. Sérfræðingar í ráðningum lind@fastradningar.is mjoll@fastradningar.is FAST Ráðningar www.fastradningar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.