Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 64

Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 ✝ Gyða Stefáns-dóttir fæddist í Reykjavík 5. sept- ember 1932. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð 24. nóvember 2019. Foreldrar hennar voru Mar- grét María Helga- dóttir iðnverka- kona, f. 15. febrúar 1912, d. 8. febrúar 1996, og Stefán Runólfsson iðn- verkamaður, f. 26. júní 1906, d. 19. september 1986. Systir Gyðu var Birna, f. 4. maí 1934, d. 15. febrúar 2016. Eiginmaður Gyðu var Sig- urður Helgason, hæstaréttar- lögmaður og bæjarfógeti á Seyð- isfirði og sýslumaður í Norður-Múlasýslu, f. 27. ágúst 1931, d. 26. maí 1998. Foreldrar hans voru Helgi Ingvarsson, yfir- læknir á Vífilsstöðum, f. 10. októ- ber 1896, d. 14. apríl 1980, og Guðrún Lárusdóttir húsmóðir, f. 17. mars 1895, d. 4. mars 1981. Gyða og Sigurður eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Helgi, læknir og prófessor í krabbameinslækn- ingum, f. 18. janúar 1952. Kona hans er Ingunn Vilhjálmsdóttir læknir, f. 14. janúar 1953, og ember 1960. Guðrún á þrjár dæt- ur með Guðjóni Viðari Valdi- marssyni, f. 5. mars 1960, Gyðu Fanneyju, f. 1988, Söru Ragn- heiði, f. 1990, og Hrafnhildi Júl- íu, f. 1997. 6) Margrét María, lög- fræðingur og forstjóri, f. 2. október 1964. Maður hennar er Halldór Jóhannsson verslunar- maður, f. 24. ágúst 1964. Mar- grét María á tvo syni með Vigni Sigurólasyni, f. 2. september 1963, Egil, f. 1991, og Snorra, f. 1997. Langömmubörn Gyðu eru tuttugu og þrjú. Seinni maður Gyðu var Magnús R. Gíslason tannlæknir og deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, f. 19. júní 1930, d. 2. mars 2016. Gyða lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1951, B.Ed.-prófi frá Kennarahá- skóla Íslands 1981 og BA-prófi í sérkennslufræðum frá sama skóla 1990. Í kennslu vann Gyða mikið starf með börnum og ungu fólki sem glímdi við námsörð- ugleika. Hún gat sér gott orð fyr- ir frumlegar kennsluaðferðir og einstaklingsbundna nálgun. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu menntunar og fræðslu af forseta Íslands 2001. Útför Gyðu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 19. des- ember 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. eiga þau tvö börn, Hildi Björgu, f. 1975, og Hörð Stef- án, f. 1986. 2) Júlía skrifstofumaður, f. 5. október 1953. Maður hennar var Ólafur Þórisson vél- stjóri, f. 6. nóvem- ber 1953, d. 7. júlí 1995, og eignuðust þau þrjá syni, Sig- urð Grétar, f. 1978, Kára, f. 1981, og Þóri Inga, f. 1988. 3) Stefán, matreiðslumeist- ari og framkvæmdastjóri, f. 1. júlí 1956, d. 13. ágúst 2016. Eftir- lifandi kona hans er Elín Frið- bertsdóttir skrifstofumaður, f. 19. maí 1957, og eignuðust þau þrjá syni, Stefán Elí, f. 1980, Sig- urð Helga, f. 1984, og Bjarka Má, f. 1989. 4) Grétar Már, sendi- herra og ráðuneytisstjóri, f. 15. apríl 1959, d. 7. ágúst 2009. Eft- irlifandi kona hans er Dóra Guð- rún Þorvarðardóttir versl- unarstjóri, f. 28. desember 1954, og eignuðust þau þrjár dætur, Margréti Maríu, f. 1980, Hildi Gyðu, f. 1988, og Kristínu Birnu, f. 1995. 5) Guðrún lögfræðingur, f. 30. apríl 1961. Maður hennar er Andrés Júlíus Ólafsson við- skiptafræðingur, f. 13. sept- Ef það er eitthvað sem minnir mig á jólin þá er það hún móðir mín, Gyða Stefánsdóttir. Hún var sannkallað jólabarn og flest- um jólum frá því að pabbi minn lést fyrir 21 ári hefur hún varið með mér og mínum. Það er því skarð við jólaborðið þegar hún er lengur ekki hér. Þó að óneitan- lega sé mikill söknuður í hjarta mínu er ég fyrst og fremst þakk- lát fyrir að hafa átt hana að í öll þessi ár. Móðir mín var óvenjuleg, stór- brotin, fluggreind og falleg. Hún kenndi mér meira en flestir aðrir og betri kennara og fyrirmynd er ekki hægt að hugsa sér. Hún sigraðist á ýmsum þrautum lífs- ins og yfirsteig meira en gerist og gengur. Í skólasamfélaginu er oft talað um þrautseigu börnin, en það eru börnin sem standast og styrkjast í glímu við erfiðleika eða mótlæti og fara langt fram úr þeim væntingum sem almennt má búast við miðað við börn í sömu stöðu. Móðir mín var eitt af þeim börnum. Hún ólst upp við fátækt og basl, m.a. í Höfðaborg- inni í Reykjavík. Hún fór í Menntaskólann í Reykjavík, sem var fátítt hjá stelpum á þeim tíma, hvað þá stelpum með henn- ar bakgrunn. Hún glímdi við heilsubrest allt sitt líf, ól upp sex börn, lauk kennaraprófi þegar hún varð 48 ára og síðar varð hún sérkennari. Hún var mjög eftirsótt og viðurkennd fyrir starf sitt sem sérkennari. Árið 2001 var hún sæmd heiðurs- merki fálkaorðunnar fyrir störf sín að menntun og fræðslu. Hún vann mikið brautryðjandastarf í þágu lesblindra. Listinn um ágæti hennar mömmu minnar gæti verið mun lengri en ég læt þetta duga. Hvíl í friði, elsku yndislega mamma mín, og takk fyrir vega- nestið sem þú gafst mér, það er ríkulegt. Guð blessi þig. Þín elskandi dóttir, Margrét María Sigurðardóttir. Elsku amma Gyða. Þú varst engri lík. Þú varst glæsileg, há- vaxin, með stóran og litríkan persónuleika. Þú faðmaðir þétt og hlýtt, varst sagnakona af Guðs náð, lékst á als oddi og í minningunni var alltaf gleði, líf og fjör í kringum þig. Þú fórst óhefðbundnar slóðir í lífinu. Þú eignaðist og komst á legg sex myndarlegum börnum og á fimmtugsaldri skelltir þú þér í kennaranám, eins og ekkert væri, gerðist síðar sérkennari og hjálpaðir fjölda barna og ungu fólki sem glímdi við lesblindu og tókust á við aðrar áskoranir í námi. Brautryðjendastarf þitt í þágu menntunar og fræðslu var ómetanlegt og veit ég um fjölda fólks sem verður þér ævinlega þakklátt fyrir þann stuðning sem þú veittir því í námi. Mér er sérstaklega minnis- stætt þegar þú heimsóttir okkur fjölskylduna til New York í Bandaríkjunum og dvaldir um nokkurra vikna skeið þegar Hildur Gyða systir var nýfædd. Þú hafðir ofan af fyrir mér þá átta ára gamalli með því að spila við mig svona þúsund ólsen ól- sen, syngja með mér óteljandi vísur með tilheyrandi handa- hreyfingum og klöppum að hætti Ameríkana, hoppa með mér í parís og búa til hátískufatnað á barbídúkkur úr gömlum sokk- um. Þér var ýmislegt til lista lagt. Á þessum tíma var efnt til hattakeppni í skólanum mínum. Þú tókst ekki annað í mál en að ég tæki þátt og hjálpaðir mér að búa til glæsilegan dömuhatt úr gömlum dagblöðum sem þú straujaðir saman og umvafðir ljósbleikum silkiborða. Hattur- inn lenti í öðru sæti í keppninni en við vorum nú sammála um að hann hefði í raun átt fyrsta sætið skilið. Í eitt skiptið sem þú dvaldir hjá okkur brást þú þér af bæ og komst til baka með stult- ur, eins og ekkert væri sjálfsagð- ara, og eyddi ég sumrinu í að æfa mig að ganga á þeim. Þessi skemmtilegi tími okkar í Banda- ríkjunum var reglulega rifjaður upp þegar við hittumst og mun ég varðveita þessar minningar með mér um ókomna tíð. Þegar ég var komin á unglingsár veittir þú mér einstaka aðstoð og stuðn- ing við dönskunám svo ég gæti náð betri tökum á málinu. Styrkur þinn, baráttuandi og æðruleysi þegar lífið fékk þér krefjandi verkefni í hendur var aðdáunarvert, en þú glímdir sjálf við veikindi og misstir afa Sigurð og tvo syni, föður minn Grétar Má og Stefán frænda, langt um aldur fram. Daginn eftir að ég frétti af andláti þínu settist ég niður með börnunum mínum tveimur, sýndi þeim myndir af þér og sagði þeim að þú værir farin heim til Guðs. Ragnheiður Dóra dóttir mín, fjögurra ára, sagði þá: „Ég elska hana“ og vildi ólm skoða fleiri myndir af þér. Því næst sagði Grétar Már sonur minn, fimm ára: „Þó að hún sé farin þá er hún samt hjá okkur og ég mun elska hana að eilífu.“ Elsku amma Gyða, við munum halda minningunni um þig á lofti. Við leiðarlok í þessari jarðvist langar mig að þakka þér fyrir samveruna og allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég kveð þig með orð- unum sem þú sagðir ávallt við mig á kveðjustund: „Megi Guð geyma þig.“ Margrét María Grétarsdóttir. Elsku fallega amma mín. Það var tómlegur dagurinn eftir að þú fórst. Daginn þann áttu allir nema þú, sem varst farin frá okkur. Ég hef líkt lífi með ömmu Gyðu við líf með skrúðgöngu ætíð sér við hlið. Amma tók alltaf meira pláss á mannamótum, sagði meira, var með stærri gler- augu og fleiri fjaðrir. Amma gnæfði yfir alla sem hún mætti, og ekki bara í bókstaflegum skilningi. Það var gaman og það var fyr- irferðarmikið, þar var klappað alltof hátt og úr takt, þar var hlýr ömmulófi og bros fyrir gull- ið sitt. Eeelskan. Elsku fallega amma mín. Það var enginn duglegri, kjarkmeiri, áræðnari og glæsilegri en þú. Við vitum það, þú sagðir okkur það oft. Ég er svo þakklát fyrir að hafa haft þig hjá mér svo lengi og fengið tækifæri til að kynnast stórbrotnu konunni sem var amma mín. Ég er þér svo þakklát, elsku amma, fyrir að sýna mér hvernig má vera stór. Takk fyrir allt sem þú gafst mér, kenndir mér og sýndir mér. Þín Gyða Fanney. Elsku amma Gyða er fallin frá, hún var ekki bara amma mín heldur líka ein besta vinkona mín. Hún var aðeins rétt fertug að aldri þegar ég, fyrsta barna- barnið, fæddist og fyrstu árin bjuggum við öll stórfjölskyldan saman á Þinghólsbrautinni í Kópavoginum. Ég var svo rík að eiga þar á sama stað yndislega foreldra, fimm yngri systkini pabba sem voru mér sem stóru systkini og svo afa Sigga og ömmu Gyðu. Það var alltaf rými fyrir alla í þeirra húsum, við for- eldrar mínir bjuggum í bílskúr sem breytt hafði verið í hina vænstu íbúð. Og þrátt fyrir að við amma höfum seinna, meiri- hlutann af okkar sameiginlegu ævi, ekki búið í sama landi hefur hún alltaf verið mér öruggur bakhjarl og sú sem ég hef leitað til. Margoft heimsótti hún mig í Boston og Stokkhólmi og við eyddum líka góðum stundum saman þegar ég var heima, þar á milli heyrðumst við í síma eins oft og færi gafst. Amma var al- veg sérlega skilningsrík, um- burðarlynd og jákvæð, það var nóg að segja hálfa setningu og hún vissi hvað manni lá á hjarta. Meðal vinafólks míns hefur amma Gyða alltaf verið vel þekkt persóna og þótt mikið fínt að eiga svona flotta og skemmtilega ömmu sem kom reglulega í heimsókn og var hrókur alls fagnaðar. Þegar ég fyrir fimm- tán árum kynntist manninum mínum kom amma um leið með fyrstu bestu flugvél til að líta á strákinn og hafa þau tvö síðan verið perluvinir. Amma Gyða var mér sterk fyrirmynd enda búin mörgum alveg sérstökum hæfi- lekum. Einn eiginleiki hennar var að hún sá alla í kringum sig, háa sem lága, og fékk öllum til að líða vel. Hún sýndi okkur líka að stórar og sterkar konur geta verið kvenlegar og flottar og komist langt í lífinu á eigin verð- leikum. Sem sex barna móðir lærði amma að bjarga sér í lífinu. Ef föt og efni voru of dýr voru hinar dásamlegustu flíkur saum- aðar úr lituðum tauhveitipokum. Hún var tungumálakona og gat bjargað sér í hvaða stórborg sem var. Amma Gyða var líka með al- veg sérstakan hæfileika að ná til barna og nýttist það vel þar sem hún var kennari og sex barna móðir og eignaðist að auki sex- tán barnabörn og tuttugu og þrjú barnabarnabörn. Amma elskaði börnin, hún vissi hvað þeim þótti skemmtilegt og talaði við þau á þeirra forsendum. Hún var dáð af dætrum mínum og milli þeirra mynduðust sterk tengsl sem þær munu alltaf búa að. Amma Gyða sýndi okkur líka að það er aldrei of seint að láta til skarar skríða. Hún tók til að mynda bílpróf á fertugsaldri, há- skólapróf á fimmtugsaldri, fór í sérkennaranám á sextugsaldri, stundaði á sjötugsaldri ráðstefn- ur um allan heim og fann ástina á nýjan leik á áttræðisaldrinum. Það var mér mikill heiður að fá hana, þá komin á níræðisaldur- inn, í doktorsvörnina mína við Karolinska háskólann og var hún þá eins og alltaf full af áhuga á mönnum og málefnum. Elsku amma mín, það er mikil sorg að missa þig en mér er fyrst og fremst þakklæti í huga fyrir allt það sem þú gafst okkur. Hildur Björg Helgadóttir Gyða kom inn í líf Magnúsar Ragnars, pabba okkar, um ári eftir að hann varð ekkill, eða kom aftur inn í líf hans, þau æfðu sund saman á unglingsárum og þekktust því ágætlega. Eftir langt hjónaband var tómarúmið mikið, með Gyðu öðlaðist lífið aftur tilgang og gleði. Magnús og Gyða áttu mörg góð ár saman, hún flutti fljótlega til hans á Aflagranda en síðasta árið bjuggu þau á heimaslóðum Gyðu í Kópavogi, í íbúðum aldraðra. Þau nutu lífsins saman, fóru á tónleika, kvikmyndahús, voru dugleg að heimsækja ættingja og vini svo og að bjóða heim gestum. Fóru nokkrum sinnum til Kanarí, það var gott að kom- ast úr vetrarkuldanum, fóru vel nestuð með fullar töskur af fiski- bollum, þeim fannst óþarfi að vera alltaf úti að borða. Að fara í sumarbústaðinn hans Magnúsar varð hluti af líf- inu. Gyða var ekki vön sumarbú- staðalífi áður, en sveitin var hans líf og yndi, Gyða vissi það og fór með austur. Ógleymanlegt var þegar þau komu til dvalar eina páskana, nestuð stórri skál af plokkfiski og rúgbrauði sem þau borðuðu og nutu alla páskahelg- ina, afþökkuðu pent grillsteikur sem voru á boðstólum í sveitinni, alsæl með sinn plokkfisk. Gyða var mikil kona, hávaxin og hnarreist. Fjölskyldan stór og samhent og tók pabba vel sem hann var mjög þakklátur fyrir. Eitt Þorláksmessukvöld voru þau í Kringlunni að kaupa jóla- gjafir á öll barnabörnin, fóru út með fulla körfu af náttfötum úr Joe Boxer og skrautlegar sokka- buxur, það fór enginn í jólakött- inn það árið. Gyða var litrík og stórhuga, þau voru ólík en höfðu góð áhrif hvort á annað. Gyða dreif pabba áfram, en rósemd Magnúsar hafði góð áhrif á Gyðu. Að leiðarlokum þökkum við góð kynni og ánægjulega sam- fylgd. Sigríður Dóra, Jóhann Þór og Gylfi. Ein af eftirminnilegustu minningum mínum um Gyðu Stefánsdóttur og Sigurð Helga- son, eiginmann hennar, er þegar ég var í fyrsta sinn á leið til út- landa, 1975, með Sunddeild Breiðabliks og ég tek eftir því í rútunni að ég hef gleymt pass- anum mínum. Ég fer og segi Sig- urði Helgasyni frá þessu og hann stöðvar rútuna og ég fer með honum út úr rútunni og skyndi- lega er ég kominn með forseta bæjarstjórnar Kópavogs að húkka mér far við Hafnarfjarð- arveginn. Að lokum kom þar að leigubíll sem keyrði okkur heim til mín og faðir minn heitinn ók okkur svo út á flugvöll en það mátti ekki miklu muna að við misstum af flugvélinni til Glas- gow. Seinna átti ég eftir að heyra söguna af því þegar ég gleymdi passanum í allnokkur skipti í við- bót og við alls konar tækifæri. Gyða Stefánsdóttir var á þessum tíma formaður Sunddeildar Breiðabliks og ég og fleiri sund- krakkar urðum á formannsárum hennar heimagangar á heimili Gyðu og Sigurðar á Þinghóls- brautinni í Kópavogi. Dóttir þeirra, Margrét María, var sann- kölluð sunddrottning á þessum árum og varð íþróttamaður árs- ins í Kópavogi 1979. Gyða æfði sjálf sund á sínum yngri árum með góðum árangri og hafði mik- inn áhuga á sundíþróttinni og lagði á sig óhemju vinnu til að hagur Sunddeildar Breiðabliks yrði sem mestur. Ég fór tvisvar til Glasgow og einu sinni til Klakksvíkur með Sunddeild Breiðabliks, þegar Gyða var for- maður, og þessar utanferðir eru ómetanlegar í endurminning- unni sem og allur sá tími í Sund- deild Breiðabliks þegar Gyða var formaður. Gyða bauð okkur, sundkrökkunum sínum, í átt- ræðisafmælið sitt og þegar ég kvaddi hana með faðmlagi sagði hún: „Mundu nú eftir passan- um!“ Þegar hún var nýlega orðin 85 ára, haustið 2017, fórum við tveir sundfélagar til hennar með blómvönd og var það ánægjuleg stund og það var í síðasta sinn sem ég kvaddi Gyðu Stefáns- dóttur. Blessuð sé minning hennar. Eyþór Rafn Gissurarson. Ég er svo ríkur að hafa kynnst Gyðu Stefánsdóttur sem lést 24. nóvember. Gyða var einstök kona. Leiðir okkar Gyðu lágu saman þegar ég var prestur í Lindakirkju. Hún hafði kynnst frelsara sínum þegar hún var ung að árum. Hún naut þess að vera í samfélagi trúaðra. Fá að syngja Guði sínum dýrð og eiga samfélag við hann í bæn og lof- gjörð. Hún var alltaf svo glöð að koma til okkar í Lindakirkju. Orð verða svo fátæk og veik þeg- ar lýsa á einstaklingi sem var svona stór eins og hún Gyða okk- ar. Hún kom með bros á vör þeg- ar hún gekk inn um dyrnar á Lindakirkju. Hún þráði að koma og dvelja í húsi Drottins. Hún gaf Guði líf sitt þegar hún var á Seyðisfirði. Þá kom náðin yfir hana eins og hún vitnaði svo oft um. Hún drakk í sig allt sem var í boði, sótti messur, lofgjörðar- stundir, mörg Alfa námskeið og meira að segja komu þau Magn- ús saman á hjónanámskeið. Hún þráði að allir mættu eign- ast það sama og hún hafði eign- ast þegar hún opnaði dyrnar fyr- ir frelsara sínum. Hún fékk börnin sín til að koma með sér í kirkjuna. Þar kynntist ég þessu góða fólki sem hefur verið okkur Dísu einstaklega góðir og traust- ir vinir. Ég gæti notað mörg og falleg lýsingarorð yfir hana Gyðu okk- ar en efst í huga mínum er þakk- læti fyrir allar einstaklega góðu minningarnar sem koma upp í hugann og alla þá uppörvun sem hún var mér og þeim sem um- gengust hana Hugur okkar er hjá ykkur börnum, ættingjum og vinum hennar Gyðu okkar sem gekk til fundar við frelsara sinn Jesú Krist að kvöldi sunnudagsins 24. nóvember sl. Megi allar góðu minningarnar um einstaka íslenska konu lifa með okkur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (23. Davíðssálmur) Sveinn og Valdís (Dísa). Kveðja frá fyrrverandi samstarfsmönnum við Iðnskólann í Reykjavík Það urðu þáttaskil í sögu Iðn- skólans í Reykjavík þegar Gyða Stefánsdóttir sérkennari réðst til skólans við upphaf níunda áratugar síðustu aldar. Með henni kom ný sýn og nýjar lausn- ir við kennslu nemenda með sér- tæka námsörðugleika eins og lestrar- og talnablindu en þannig hafa hugtökin dyslexia og dys- calculia verið þýdd á íslensku. Skólinn hafði þá um langt ára- bil, samhliða því að sinna hefð- bundinni iðnfræðslu, verið í far- arbroddi í þjónustu við nemendur sem af ýmsum ástæð- um stóðu höllum fæti í fram- haldsskólakerfinu. Jarðvegurinn fyrir nýjar hugmyndir var því frjór. Ingvar Ásmundsson var skólameistari á þessum tíma. Á milli hans og Gyðu, þessa öfluga skólafólks og stóru persónuleika, myndaðist fljótlega traust og heilsteypt samband sem leiddi til þess að skólinn réðst í sérstakt átak til að aðstoða nemendur með lesblindu með hugmyndir Gyðu að leiðarljósi. Gyða var enginn nýgræðingur á þessu sviði. Hún hafði starfað við sérkennslu í mörgum skólum með góðum árangri. Hún hafði þá hugsjón að leita eftir og finna leiðir til að létta námið og lífið fyrir þann nemendahóp sem hef- ur hið hárbeitta Damóklesars- verð dyslexíuna yfir höfði sér. Sverð sem hefur eyðilagt nám og skólagöngu svo margra. Hún leitaði víða fanga í þekk- ingarleit að skjaldarvörn gegn lesblindunni, þar með í næring- arfræði, læknisfræði og lífeðlis- fræði auk kennslufræðinnar. Með samþættingu þessara fræða fann hún sína lausn. Það eru úr- ræði sem við samstarfsmenn hennar getum vitnað um að dugðu fjölmörgum til að öðlast sjálfstraust í námi og ná góðum tökum á vandanum. Með réttum snefil- og bæti- efnum styrkti hún líffræðilega þætti í samspilinu og litglærur og litgleraugu juku skerpu staf- anna í augum lesblindra og drógu úr hreyfingu þeirra, en stafirnir víxlast og dansa til í móðu í augum margra les- blindra. Hún var óþreytandi í því að efla sjálfstraust og áræði nem- enda sinna og benda þeim á marga snillinga mannkynssög- Gyða Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.