Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 67
MINNINGAR 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019
✝ Einar ValurGuðmundsson
fæddist á Ísafirði
24. ágúst 1958.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu á Ísafirði
hinn 10. sept-
ember 2019.
Foreldrar hans
voru Guðbjörg
Bergþóra Árna-
dóttir, ætíð kölluð
Didda, húsfreyja á Ísafirði, f.
17. apríl 1928, d. 3. nóvember
2018, og Guðmundur Jósep
Sigurðsson járnsmíðameist-
ari, f. 21. maí 1924 í Hnífs-
dal, d. 7. ágúst 1992. Systkini
Einars eru Guðmundur Sig-
urður, f. 1949, Pétur, f. 1950,
1989. 3) Hildur Ása, f. 6. júní
1994.
Eftirlifandi sambýliskona
Einars Vals er Linda Kristín
Ernudóttir, f. 26. september
1961. Börn Lindu eru: 1) Sölvi
Már Margeirsson, f. 9. janúar
1980, maki hans er María
Sveinbjörnsdóttir, þau eiga tvö
börn. 2) Steinunn Erna Mar-
geirsdóttir, f. 18. október 1983.
3) Gyða Dröfn Grétarsdóttir, f.
2. janúar 1988, hún á eitt barn.
4) Ísfold Rán Grétarsdóttir, f.
24. mars 1994, maki hennar er
Valur Örn Vífilsson og eiga
þau eitt barn.
Einar Valur ólst upp á Ísa-
firði. Hann bjó flest ár ævi
sinnar á Ísafirði en einnig í
Reykjavík, Búlgaríu og Akra-
nesi áður en hann fluttist aftur
heim til Ísafjarðar. Hann
stundaði sjómennsku nær alla
tíð eða störf tengd henni.
Útför Einars Vals fór fram
frá Ísafjarðarkirkju 21. sept-
ember 2019.
Árni, f. 1954, d.
2007, Jónína
Sesselja, f. 1955,
Ólafur Már, f.
1957, og Berg-
þóra f. 1961, d.
2014.
Einar giftist
hinn 9. júlí 1993
Guðríði Áskels-
dóttur, f. 25. júní
1960, þau skildu.
Börn þeirra eru:
1) Valdís María, f. 16. febrúar
1986, sambýlismaður hennar
er Ívar Pétursson, f. 1986.
Börn þeirra eru: Viktor Ingi,
f. 2015, og Adam Orri, f.
2018. 2) Arnar Ingi, f. 11. júní
1990, sambýliskona hans er
Monika Natalia Skawinska, f.
Elsku pabbi, samband okkar
var skrítið. Það var í langan
tíma ekkert og oft eins og það
stæði í stað, tíminn hjá þér stóð
oft í stað og þannig týnist tím-
inn. Við áttum mjög gott sam-
band þegar ég var barn og þú
varst alltaf góður við okkur
fjölskylduna. Þú fórst á túra
bæði á sjó og á landi. Sem barn
áttar maður sig ekkert á því
hvað er að gerast, þú varst bara
í heimsókn hjá Árna frænda og
félögum í Grimmakoti eða í
Hernum og við Arnar bróðir
kíktum á ykkur. Við fengum
pening, fórum út í sjoppu og
keyptum ógeðslega mikið af
nammi. Við vorum þvílíkt sátt
og þegar ég rifja þetta upp þá
er það með bros á vör við
skemmtilega minningu en ekki
þá staðreynd að þarna var
skrautlegur vinahópur, enn að
síðan kvöldið áður og nennti
ekkert að hafa okkur hangandi
yfir sér.
Þegar þið mamma skilduð
var það ekkert mál því ég hugs-
aði að það væri fyrir bestu, þú
bjóst enn á Ísafirði og við
kynntumst Lindu. Ég var orðin
fullorðinn unglingur og kom og
fór í heimsókn til þín eins og
mér sýndist, fór í tölvuna og
bjó til skrifaða geisladiska. Þú
gerðir líka nokkra diska fyrir
mig, t.d. Cat Stevens, og ég
kynntist fullt af tónlist í gegn-
um þig og mun alltaf minnast
þín þegar ég hlusta á Rolling
Stones.
Eftir að þú fluttir frá Ísafirði
slitnaði sambandið algjörlega.
Við náðum aftur sambandi þeg-
ar frumburður minn kom í
heiminn 2015 og ég lét þig vita
að þú værir orðinn afi. Þú varst
alltaf mjög hnyttinn í svörum
og ég fékk einmitt sent til baka
að nú hefði Manchester United,
sem var þitt lið, fengið nýjan
stuðningsmann. Þú varst afar
stoltur af okkur börnunum þín-
um og barnabörnum og fylgdist
með úr fjarlægð. Eins og þegar
það voru breytingar i vinnunni
minni og uppsagnir þá sendir
þú á mig hvort allt væri í góðu
hjá mér. Við sendum hvort öðru
afmæliskveðjur sem mér þótti
afar vænt um því oft fylgdu
með minningar eða kær orð líkt
og ein endaði á: „Bara að vita
að þú ert til gefur manni eilíft
líf, kær kveðja pabbi.“
Í jarðarförinni og eftir hana
hef ég verið í sambandi við vini
þína og það skín í gegn að þú
varst góður vinur. Það stóð
ekki á svari ef þá vantaði hjálp
eða greiða, þá varst þú mættur.
Ég vildi óska þess að samband
þitt við okkur systkinin hefði
verið betra, þú hefðir komist
yfir skömmina, því eins og
raunin var þá fór tíminn frá
okkur. Þannig týnist tíminn þó
hann birtist við og við. Þetta
var einmitt fyrsta lagið í útför
þinni, lag til okkar, barnanna
þinna. Það er stundum haft á
orði að það sé aldrei of seint en
það getur samt oft verið of
seint en ég hef lært að lifa með
æðruleysi að vopni og vera sátt
við það sem ég fæ ekki breytt.
Þetta erfiða ár hefur heldur
betur undirstrikað það því það
er mikið af góðu fólki í kringum
mig sem kvaddi á þessu ári og
ég hugsa oft til orða góðs vinar
sem kvaddi í vor: 100% áfram!
Meira: mbl.is/andlat
Þín dóttir,
Valdís María.
Ég kvaddi vin minn og skóla-
bróður Einar Val Guðmundsson
í síðasta sinn hinn 21. sept-
ember síðastliðinn, þegar hann
var jarðsettur frá Ísafjarðar-
kirkju.
Einar Valur, ég og Jón Stein-
ar frændi minn áttum ógleym-
anlegar stundir saman á æsku-
árum okkar á Ísafirði. Við
strákarnir áttum það sameig-
inlegt að vera uppátækjasamir
ungir menn og má leiða að því
líkur að það hafi verið ástæðan
fyrir góðri vináttu. Á umbrota-
tíma æskunnar voru prakkara-
strik, sundlaugasullið, fjaran,
gömlu vöruhúsin og veiðarfæra-
geymslur okkar líf. Öllu sem
var mögulega hægt að koma í
verð, netakúlum, blýteinum og
gosflöskum, var safnað saman
hvar og hvernig sem í slíkt náð-
ist til að afla okkur fjármuna til
að eyða í sælgæti og annan
munað.
Ég gæti sagt hér bæði langar
og stuttar sögur af okkur strák-
unum sem aldrei gátu verið ró-
legir eða gert eitthvað sem
hugnaðist þeim fullorðnu. Það
væri lítið mál í góðu stuði að
fylla margar síður af sögum af
bernsku okkar Ísafjarðarpúka.
Þegar ég hugsa til Einar
Vals sé ég fyrir mér litla strák-
inn sem var vinur minn í æsku.
Nú er hann horfinn á braut og
svífur meðal stjarnanna, það er
eins og hluti af æskunni hafa
verið tekinn burtu frá mér sem
ég á erfitt með að útskýra.
Ég minnist stundanna þegar
við sátum saman á róló með sítt
að aftan á bjartri sumarnóttu
við sjúkrahústúnið heima. Ís-
húsfélagið, kirkjugarðurinn,
spegilsléttur pollurinn og flestir
Ísfirðingar í fasta svefni. Spjall-
að um lífið og tilveruna og vonir
um betri tíma, gull og græna
skóga.
Ég minnist litlu strákanna;
einmana sálir, vinir sem vissu
ekkert hvert lífið var að leiða
þá. Allir með hæfileika sem þeir
kunnu lítið að fara með. Góðir
strákar, misskildir, en uppá-
tækjasamir prakkarar. Flestir
bæjarbúar töldu þessa stráka
ekki til mikilla afreka ef til
framtíðar var litið. Við vorum
hluti af villingunum í bænum.
Ég og Einar vorum ráðnir á
millilandaskip sem messaguttar
15 ára gamlir. Við vorum sam-
an, tveir litlir strákar, börn á
fjarlægum slóðum að vinna og
gera það sem hæfði betur eldri
strákum eða mönnum. Það þótti
ekki mikið mál á þessum tíma
að ráða börn til starfa til lengri
eða skemmri tíma, fjarri fjöl-
skyldu og vinum. Við studdum
hvor annan vinirnir í daglegu
amstri og ævintýrum sem við
komum okkur í.
Þrátt fyrir að samband okkar
Einars seinni hluta ævinnar
hafi breyst og ekki margar
samverustundir verið undanfar-
in ár, þá hverfa ekki minningar
um góðan dreng sem hafði
hæfileika og dugnað til að koma
sér vel áfram á lífsins braut.
Lífið fór ekki mjúkum hönd-
um um Einar Val og hefur hann
oftar en ekki þurft að taka á
honum stóra sínum bæði til sjós
og lands. Með þessum fáu orð-
um langaði mig að kveðja
gamla góða vin minn sem mun
fylgja mér í minningunni um
ókomna tíð.
Konu hans, börnum og að-
standendum votta ég mína
dýpstu samúð.
Meira: mbl.is/andlat
Bárður Jón Grímsson.
Einar Valur
Guðmundsson
✝ Sólveig Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 23. sept-
ember 1958. Hún
lést 12. desember
2019.
Foreldrar hennar
eru hjónin Jón Hall-
dór Jónsson, f. 5.6.
1929, og Soffía
Karlsdóttir, f. 26.8.
1928.
Sólveig var
miðjubarn þeirra hjóna og eru
systkini hennar: Björg Karítas
Bergmann, f. 10.1. 1951, Birg-
itta Klasen, f. 28.3. 1952, Kristín
Guðmunda Bergmann, 25.2.
1955, Jón Halldór, f. 18.6. 1956,
Helga Sif, f. 21.6. 1957, d. 3.4.
2009, Karen Heba, f. 12.12.
1960, Dagný Þórunn, f. 1.1.
1964, Halldóra Vala, f. 21.3.
1968, og Ragnheiður Elfa, f.
Aníta, f. 26.9. 2001, og Alexand-
er Óðinn, f. 21.1. 2011.
4) Soffía Ósk, f. 11.10. 1992,
gift Gunnari Inga Þorsteinssyni,
f. 21.4. 1991, börn þeirra Hafþór
Kristinn, f. 11.11. 2013, og
Freyja Dís, f. 24.2. 2014.
Sólveig lauk skyldunámi og
var svo einn vetur í Héraðsskól-
anum á Laugarvatni auk þess
sem hún fór til Englands í
enskuskóla. Sólveig hóf svo
störf hjá Sparisjóðnum í Kefla-
vík þar sem hún vann í yfir 20
ár. Árið 2004 lá leið Sólveigar í
Háskólann á Bifröst og þaðan
útskrifaðist hún með BS í við-
skiptafræði. Eftir útskrift sá
hún um bókhald fyrir hin ýmsu
fyrirtæki á Suðurnesjum.
Sólveig var virkur þátttak-
andi í Kvenfélagi Keflavíkur þar
sem hún sinnti meðal annars
stjórnarstörfum fram á síðasta
dag.
Sólveig verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju í dag, 19. des-
ember 2019, klukkan 13.
10.8. 1969.
Eiginmaður Sól-
veigar var Krist-
inn Sigurður
Gunnarsson, f.
12.1. 1955, d. 14.3.
2018.
Börn þeirra
hjóna eru: 1) Ingi-
björg Jóna, f.
18.10. 1978, í sam-
búð með Þórarni
Ægi Guðmunds-
syni, f. 6.4. 1974, börn þeirra
Aþena Elfur, f. 19.2. 1998, Sóldís
Embla, f. 28.7. 2006, Áróra Elna,
f. 23.2. 2009, og Bergþór Esra, f.
23.10. 2014.
2) Jón Gunnar, f. 5.12. 1979,
börn hans Kristinn Arnar, f. 5.6.
2007, Viktor Ingi, f. 15.12. 2010.
3) Kristín Ásta, f. 5.8. 1984,
gift Colby Fitzgerald, f. 6.1.
1980, börn þeirra Sigurrós
Elsku systir mín hefur nú
kvatt þessa jarðvist allt of
snemma. Átta ára gömul kom
hún með Akraborginni á Skag-
ann að heimsækja ömmu, afa og
stóru systur. Bjössi afi leiddi
hana upp Mánabrautina og inn til
Kristínar ömmu. Amma horfði
með aðdáun á þessa litlu stúlku
sem sat þarna við stofuborðið og
talaði og malaði um allt milli him-
ins og jarðar og stóra systir rauk
til og tók mynd af henni til að
fanga augnablikið. Þarna sat hún
prúð og falleg í hvítu peysunni
sinni með blómabekknum og
horfði einarðlega í linsuna. Brúnu
augun hennar voru full af visku
og ró enda gömul sál. Hún var
ung þegar hún hitti ástina sína
hann Kidda. Hún svona fíngerð
og lágvaxin, hann hár og myndar-
legur.
Sóknarpresturinn, Björn
Jónsson, gaf þau saman í hjóna-
band á heimili foreldra okkar á
Faxabrautinni. Saman gengu þau
út í lífið sæl og glöð og hamingju-
söm. Svo fæddust börnin eitt af
öðru, öll vel gerð og mannvænleg.
Þegar hún seinna fór að segja
fréttir af sínu fólki þá var við-
kvæðið: hann Kiddi minn, hún
Inga mín, hann Joggi minn, hún
Kristín mín og svo yngsta barnið
hún Soffía mín. Fjölskyldan var
henni alltaf efst í huga. Svo bætt-
ust barnabörnin í hópinn og öll
fengu þau að njóta þess að vera
undir verndarvæng Sólveigar
ömmu sinnar. Hún var stolt og
ánægð að sjá þau öll dafna og
þroskast.
Elsku systir. Ég er þér óend-
anlega þakklát fyrir að hafa borið
sólskin í mitt líf og mitt hús. Nú
get ég yljað mér við ylinn af sól-
inni þinni sem þú varst í þessu lífi
og nú leiðist þið Kiddi aftur sam-
an á nýjum stað í átt að nýrri sól.
Vertu Guði falin elsku systir.
Björg Karítas Bergmann
Jónsdóttir.
Sólveig Jónsdóttir
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
DÝRUNN RAGNHEIÐUR
STEINDÓRSDÓTTIR,
Día,
lést í Reykjavík 9. desember.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 27. desember klukkan 13.
Sverrir Haukur Halldórsson
Anna Rut Sverrisdóttir Birgir Þórarinsson
Eydís Dóra Sverrisdóttir
og barnabörn
Ástkær systir, mákona, frænka og trúsystir,
RÓSA AÐALSTEINSDÓTTIR
frá Ási, Vopnafirði,
lést á líknardeild Landspítalans
16. desember. Minningarathöfn verður í
Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Reykjavík,
fimmtudaginn 19. desember klukkan 12.30.
Útförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju 30. desember klukkan 14.
Ásmundur Aðalsteinsson
Páll Aðalsteinsson Astrid Örn-Aðalsteinsson
Katrín Stefanía
Enok Örn
Lýdía Linnéa Juho
Otto Aleksander
Aron Páll
Okkar ástkæri,
JAKOB PÁLMI HÓLM HERMANNSSON
frá Neskaupstað,
lést á Grund föstudaginn 29. nóvember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 20. desember klukkan 11.
Ásta Garðarsdóttir
Jóhanna Jakobsdóttir Dennis Magditch
Björg Jakobsdóttir Ómar Eyfjörð Friðriksson
Hjörleifur Jakobsson Hjördís Ásberg
Herdís Jakobsdóttir
Hjördís Þóra Hólm Þór Wium
barnabörn og barnabarnabörn
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Magnús Sævar Magnússon,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HALLGRÍMUR PÉTURSSON
vélfræðingur,
Miðvangi 17, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu á Hrafnistu í
Hafnarfirði 4. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði sem
sinnti honum af einstakri hlýju og alúð.
Steingrímur Hallgrímsson Virginija Galinyté
Guðrún Hallgrímsdóttir
Pjetur Hallgrímsson
og barnabörn