Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 71
MINNINGAR 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019
✝ Gestur Frið-jónsson fædd-
ist 27. júní 1928 á
Hofsstöðum í
Álftaneshreppi í
Mýrasýslu. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 8. des-
ember 2019.
Gestur vann við
bústörf til 18 ára
aldurs en fór eftir
það að vinna á
vegum Búnaðarsambands
Borgarfjarðar, Verkfæra-
nefndar ríkisins, síðar Véla-
sjóðs, og fleiri aðila til ársins
1958. Meirapróf bifreiðastjóra
tók hann 1950 og hóf nám í bif-
vélavirkjun á Akranesi 1954.
Árið 1962 fékk hann meist-
araréttindi í bifvélavirkjun og
árið eftir tók hann þátt í bygg-
ingu og síðan rekstri bifreiða-
verkstæðisins Vísis hf. á Akra-
nesi.
Árið 1967 tók hann til starfa
við stjórnun viðhaldsverkstæða
Fosskrafts og síðar Lands-
Börn Gests og Nönnu eru: 1)
Jóhanna Ólöf, f. 22.9. 1953, d.
29.8. 2015. 2) Ingibjörg Jóna, f.
15.7. 1957. 3) Jóhann Sigurður,
f. 15.5. 1962. Eina dóttur átti
Gestur fyrir, Elínu Sigur-
björgu, f. 29.7. 1953.
Gestur og Nanna fluttu aft-
ur á Akranes árið 2006.
Gestur tók mikinn þátt í fé-
lagsstarfi, m.a. ungmennafé-
lagsstarfi, starfi björgunar-
sveitarinnar Hjálparinnar á
Akranesi, karlakórsins Svana
og kirkjukórs Akraness. Einn-
ig var hann í Skagfirsku söng-
sveitinni um 14 ára skeið.
Harmonikkuleik stundaði
Gestur frá unga aldri og var
um árabil formaður Félags
harmonikkuunnenda á Suður-
nesjum. Gestur var mjög góður
hagyrðingur og samdi mikið af
gamankveðskap, eftir hann
liggur ógrynni af birtum og
óbirtum kveðskap.
Útför Gests fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 19. des-
ember 2019, klukkan 13.
virkjunar við
byggingu Búrfells-
virkjunar í Árnes-
sýslu. Árið 1973
hóf hann rekstur
eigin bifreiðaverk-
stæðis á Akranesi,
ásamt hlutastörf-
um hjá Öryggiseft-
irliti ríkisins.
Hann hætti eig-
in rekstri árið
1980 og fór að
vinna hjá Vinnueftirliti ríkisins
víða um land til að byrja með,
en árið 1988 tók hann við
starfi umdæmisstjóra Vinnu-
eftirlits ríkisins á Suðurnesjum
og á Keflavíkurflugvelli og
sinnti því til starfsloka árið
1998.
Gestur kvæntist 17. júní
1954 Nönnu Jóhannsdóttur frá
Ólafsvöllum, f. 20.4. 1936, dótt-
ur hjónanna Jóhanns Sigurðar
Jóhannssonar, sjómanns og
verkstjóra á Akranesi, og Ólaf-
ar Guðrúnar Bjarnadóttur frá
Ólafsvöllum á Akranesi.
Jæja elsku langafi.
Ég sit og hugga mig við allar
þær minningar sem við áttum
saman, ég veit ekki alveg hvar
ég á að byrja.
Það finnast engin orð sem fá
því lýst hvað söknuðurinn er
mikill.
Efst í huga mér er þakklæti,
þakklæti fyrir að hafa fengið
þetta mörg ár með þér. Það
sem er dásamlegt að hafa feng-
ið að kynnast þér og fengið að
vera partur af lífi þínu í öll
þessi ár er ómetanlegt fyrir
mér. Nú ert þú sameinaður
Hönnu Lóu dóttur þinni, þú
hefur fengið veglegar móttökur
þar.
Þú varst gull af manni og
erfitt er að finna orð sem lýsa
góðmennsku þinni.
Vildir allt fyrir alla gera,
varst mjög handlaginn við nán-
ast allt og varst ætíð uppi í
stigum, að þrífa bílana í bíla-
kjallaranum, varst góður í öllu
sem þú tókst þér fyrir hendur.
Þú varst mikill harmonikku
unnandi og varst svo flinkur á
nikkuna, þetta hljóðfæri sem
mér fannst vera heldur flókið
að sjá, byrjaði ég svo að æfa
þegar ég var ung.
Það var þér að þakka að ég
hafi byrjað að spila, ég leit mik-
ið upp til þin, við tókum oft æf-
ingar saman og spiluðum meira
að segja fyrir vinstri græna
fyrir þónokkrum árum síðan.
Ég tek upp gamla takta og
glamra á nikkuna þína einn
daginn.
Mínar sterkustu minningar
úr barnæsku eru úr Keflavík-
inni þar sem þú og langamma
bjugguð, tilhlökkunin við að
fara í heimsókn til ykkar og fá
að leika með dótaskóinn og
drekka djús og fá piparkökur
var mikil.
Eitt er mér samt ofarlega í
huga þegar ég og mamma kom-
um til ykkar ömmu og vorum
að hjálpa ykkur að panta ferð
til Tenerife.
Þú varðst orðinn svo spennt-
ur að þú settist upp á skrif-
borðið og dinglaðir fótunum
fram og til baka af spenningi,
enda voru liðin þónokkur ár
síðna þið fóruð til útlanda sam-
an, sem þið gerðuð reglulega
yfir veturna fyrir nokkrum ár-
um.
Ég minnist þess með miklu
þakklæti að þið amma komuð
með til Tenerife síðasta sumar
þar sem við áttum yndislegar
stundir saman við fjölskyldan.
Það var rosalegt stuð á okkur
þar, þið amma rúntandi um allt
á skutlunni að skoða ykkur um.
Svona gæðastundir í tvær vikur
saman er dásamlegt og mun ég
ætíð muna eftir þessari ferð.
Það sem ég er glöð að þú
komst í útskriftina mína og
fagnaðir með mér þessum
merkisáfanga sem ég náði. Þú
hélst heila ræðu um hversu
stoltur þú varst af mér fyrir að
hafa náð þessum áfanga og tal-
aðir um hversu dugleg ég var.
Takk fyrir allt afi minn, ég
mun varðveita allar þær minn-
ingar sem við áttum saman.
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu hug þinn, og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.
(Kahil Gibran)
Katrín Lind Lúðvíksdóttir.
Kynni okkar Gests hófust
upp úr 1970 þegar hann sá um
vélaverkstæði við Búrfellsvirkj-
un sem þá var nýlega komin í
gang.
Ég vann þar í nokkra mánuði
ungur maður undir hans stjórn.
Þegar þessu verkefni lauk við
Búrfellsvirkjun flutti Gestur
með fjölskyldu sinni upp á
Akranes og opnaði þar bíla- og
vélaverkstæði undir eigin nafni.
Gestur bauð mér að koma til
sín á námssamning í bifvéla-
virkjun og það gekk eftir. Á
Akranesi hófum við Vaka síðan
okkar búskap 1973.
Það var gott að vinna hjá
Gesti, hann var góður fagmað-
ur og kunni vel að reka sitt
fyrirtæki.
Maður hafði talsvert frjáls-
ræði, undir nokkrum aga þó.
Verkefni voru fjölbreytt og
þarna lærði maður ýmislegt og
öðlaðist reynslu sem nýttist vel
síðar. Þarna voru góðir strákar
og oft skemtilegt, bæði innan
og utan vinnutíma.
Gestur var tónlistar- og
gleðimaður á góðum stundum,
söng og lék á harmonikku. Tón-
listarlíf var með miklum blóma
á Akranesi á þessum árum,
Haukur Guðlaugsson stjórnaði
bæði Kirkjukór Akraness og
Karlakórnum Svönum með
næmni og glæsibrag og ekki
leið á löngu þar til maður var
kominn á kaf í þetta starf.
Einnig var Skagaleikflokkur-
inn vel virkur á þessum árum
og Vaka tók þar þátt. Í öllu
þessu starfi öðluðumst við vin-
áttu fólks sem haldið hefur ævi-
langt.
Og segja má að Gestur hafi
verið upphafsmaðurinn að öllu
þessu og þar með örlagavaldur
í okkar lífi.
Fyrir það verð ég honum
ævinlega þakklátur.
Nönnu og afkomendum send-
um við Vaka góðar kveðjur.
Ágúst Guðmundsson
Gestur Friðjónsson
Hugheilar þakkir til allra sem auðsýndu
okkur samúð og vináttu vegna andláts og
útfarar okkar ástkæra,
ÁRNA ÁRNASONAR
flugvirkja.
Hjalti Stefán Árnason Júlía Björnsdóttir
Þórir Róbert Árnason
Aðalheiður Íris Hjaltadóttir
Guðmundur Árnason Júlíana Árnadóttir
Lára Hrönn Árnadóttir
Sigríður Árnadóttir Clarke Kenneth Clarke
Haraldur Árnason
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför okkar ástkæra eiginmans,
föður, tengdaföður og afa,
HJARTAR J. HJARTAR.
Jakobína Sigtryggsdóttir
Sigtryggur Klemenz Hjartar Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ragna Hjartar Simon Reher
og barnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát
HELGA INGVARS GUÐMUNDSSONAR
vörubílstjóra,
Gullsmára 9, Kópavogi.
Kærar þakkir fær starfsfólk Ölduhrauns á
Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir umönnun og aðstoð.
Nanna S. Þorleifsdóttir og fjölskylda
Elsku besti Krist-
inn Bjarnason, fv.
tengapabbi minn og
afi dóttur minnar, er
látinn. Kiddi var ekki bara besti afi
í heimi heldur var hann alveg ein-
staklega góður maður með fallegt
og stórt hjarta. Við Kiddi héldum
alltaf góðu sambandi þrátt fyrir að
ég og barnsfaðir minn slitum sam-
vistum árið 2007.
Alltaf þegar ég hringdi í Kidda
þá byrjuðum við á því að tala um
veðrið og svo gátum við talað um
allt milli himins og jarðar og
stundum gátum við talað í 1-2 klst.
og tíminn leið hratt þegar maður
spjallaði við Kidda og umræðuefn-
in skorti ekki. Kiddi vildi alltaf fá
að vita sem mest um stelpurnar og
var afar stoltur af þeim í íþrótt-
unum sínum og því sem þær tóku
sér fyrir hendur og fylgdist alltaf
vel með.
Dætur mínar fóru oft og mörg-
um sinnum á Blönduós yfir sum-
artímann á heimili Kiddi og Sveinu
og eiga þaðan margar góðar minn-
ingar, en þrátt fyrir að Kiddi hafi
ekki verið blóðskyldur eldri dóttur
minni þá bauð hann hana ávallt
velkomna líka á heimili þeirra
hjóna og tók hana sem eigin
barnabarni sem lýsir hans ein-
stöku manngerð. Hann kenndi
stelpunum mínum að veiða, hann
fór með þær í fjallgöngur, bakaði
með þeim, föndraði og málaði þar
sem hann hafði unun af listaverk-
um og handverki og einstaklega
listrænn sjálfur var hann þar að
auki og held ég það sé mikið til
honum að þakka að börnin mín eru
svo listræn í dag og hafa gaman að
því að skapa með höndunum.
Síðast en ekki síst vil ég nefna
Kristinn Bjarnason
✝ KristinnBjarnason
fæddist 9. október
1948. Hann lést 26.
nóvember 2019.
Útför Kristins
fór fram 14. desem-
ber 2019.
tíðu ferðirnar þeirra
á Hauganesið, æsku-
slóðir Sveinu, eigin-
konu Kidda, þar sem
dvalið var löngum
stundum og búnar til
enn fleiri góðar
minningar og há-
punkturinn var að
ávallt var komið við í
jólahúsinu á Akur-
eyri sem er einn
uppáhaldsstaður
dætra minna og eiga þær margar
góðar minningar þaðan með
Kidda og fjölskyldu.
Hann fór svo í eftirminnilega
ferð með krakkana árið 2017 þar
sem flogið var yfir hálendið og
okkar fallega íslenska náttúra
skoðuð, þetta eru ómetanlegar
minningar sem þær munu varð-
veita um aldur og ævi og ég mun
að eilífu vera þér þakklát, elsku
Kiddi, fyrir að veita þeim þá
ánægju og gleði í lífinu sem þú
veittir þeim.
Mér er einnig minnisstætt þeg-
ar ég heimsótti ykkur Sveinu á
Blönduós árið 2016 og var hjá ykk-
ur í nokkra daga en alltaf bauðstu
mig velkomna eins og hluta af fjöl-
skyldunni og hafðir svo gaman af
því að tala og gera góðan mat og
við gátum setið löngum stundum
og spjallað með kaffibollann við
hönd.
Það verður að segjast, Kiddi, að
ekki verður hægt að fylla í skarðið
þitt og veröldin er tómlegri án þín
og við söknum þín mikið, en við
getum sem betur fer huggað okk-
ur við allar þær góðu minningar
sem við áttum með þér og skoðað
myndirnar sem þú varst svo dug-
legur að taka.
Guð blessi minningu þína, elsku
Kiddi, og megi englar Guðs um-
vefja þig og gefa þér friðinn að ei-
lífu, ég mun halda minningu þinni
á lofti við stelpurnar okkar um
besta afa í heimi.
Kærleikskveðja,
Margrét Friðriksdóttir
og dætur.
✝ Ólafía KristnýÓlafsdóttir
fæddist á Land-
spítalanum í
Reykjavík hinn 17.
nóvember 1956.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja 5. des-
ember 2019.
Lóa, eins og
hún var ávallt
kölluð, var dóttir
hjónanna Sigríðar M. Rósink-
arsdóttur, f. 14. nóvember
1937, og Ólafs B. Erlings-
sonar, f. 1. ágúst 1934. Systk-
ini Lóu eru Jakobína Ingunn,
f. 16. janúar 1956, Gísli, f. 25.
mars 1958, Rósa, f. 6. mars
1963, og Erla, fædd 31. októ-
ber 1964.
Lóa giftist Eðvarð T. Jóns-
ir átti Benedikt þrjá syni, Kris
,f. 1975, Axel Rafn, f. 1979, og
yngstur er Fannar Levý, f. 8.
september 1986.
Lóa var þriggja ára þegar
hún flutti með fjölskyldu sinni
frá Hafnarfirði til Sandgerðis
og gekk þar í barnaskóla og
lauk gagnfræðaskólagöngu á
Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.
Lóa gerðist Bahá́i þegar
hún var fjórtán ára gömul.
Hún sinnti hinum ýmsu
störfum um ævina, m.a. fisk-
vinnslu, ýmsum verslunar-
störfum, rak veitingavagn í
Færeyjum, afgreiddi í blóma-
búð sem varð til þess að hún
ákvað að fara til Danmerkur
og læra blómaskreytingar.
Lóa rak Blómabúðina Dalíu
frá árinu 2010 og út árið 2017,
eða þar til heilsan fór að gefa
sig.
Síðustu tvö árin bjó Lóa
ásamt Benna í Keflavík til að
vera nær fólkinu þeirra.
Útför Lóu fer fram frá
Fossvogskapellu í dag, 19.
desember 2019, klukkan 13.
syni 12. febrúar
1977, þau skildu
1996. En fyrir átti
Eðvarð soninn
Knút sem lést árið
2000.
Börn Lóu og
Eðvarðs eru Eskil
Daði, f. 25. maí
1977. Ólafur Böðv-
ar, f. 2. janúar
1980. Dagur Nabil,
f. 29. janúar 1981,
d. 3. nóvember 1981. Jakob
Regin, f. 23. febrúar 1983.
Dagbjartur Ágúst, f. 13. jan-
úar 1988. Linda Rós, f. 27. júlí
1989.
Lóa á sjö barnabörn.
Eftirlifandi eiginmaður Lóu
er Benedikt Gabríel Sigurðs-
son, f. 5. nóvember 1956. Þau
giftust 9. nóvember 2002. Fyr-
Elsku stóra systir, elsku
elsku Lóa okkar. Það eru engin
orð, það er mikill söknuður. Þú
ert stóra systir mín. Lóa, ég
hef alltaf tekið þér sem sjálf-
sagðri. Þú komst of snemma í
þennan heim, langt fyrir tím-
ann, fyrirburi; fórst alveg niður
í fjórar merkur eftir fæðingu
þína. Þú snertir dauðann á
þeim tíma og valdir að lifa. Þú
byrjaðir lífið sem lítil hetja og
þurftir ekki að sanna þig eftir
það.
Fallega Lóa, þegar þú varst
unglingur var fólk að undrast
við mig af hverju þú valdir ekki
að verða módel. Þú hafðir innri
og ytri fegurð, en hafðir ekki
þörf fyrir að nota þér það. Þú
fylgdir trú þinni, Bahá’í, þú
fæddir sex börn.
Þú lifðir fyrir aðra, fyrir
blómin þín og annað fólk. Þú
sást það góða í öllum og gafst
svo mikið af þér. Þú fórst svo
fallega og hetjulega í gegnum
veikindi þín. Við töluðum sam-
an og vorum báðar að læra
mikið. Ég skil samt ekki hvern-
ig hægt er að taka þig í burtu
frá okkur. Skil ekki að þú
þurftir að fara í gegnum svo
miklar líkamlegar og tilfinn-
ingalegar þjáningar. Þú fórst
allt of snemma. Nú er það búið.
Elsku Lóa, takk fyrir að
vera ljósið í lífi okkar. Þú ert
ein of okkur fimm systkinum.
Þú ert í ljósinu, við finnum
hvað þú gefur mikið ljós inn í
orkuna okkar. Ég er ekki að
kveðja; þótt ég viti að þú munt
verða mikið með Benna þínum
veit ég að þú kíkir öðru hverju
á mig og okkur öll. Elska þig,
fallega kæra Lóa.
Erla systir.
Ólafía Kristný
Ólafsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar