Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 74

Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 74
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 www.danco.is Heildsöludreifing Ostakaka Caramel-Brownie Handunnar Falafel bollur Ljúffengar franskar makkarónur Mini Beyglur með fyllingu Mini Club samlokur Petit Four sælkerabitar Vegan samósur Canape snittur Vefjur með fyllingu Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna, mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar. Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira. Ljúffengt... ...hagkvæmt og fljótlegt Veisluþjónustur Veitingahús - Mötuneyti Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is Fjölbreytt úrval af matvöru og veisluréttum Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Sagan hefst á átjándu öld þegar vef- arinn Georg Jensen setti á stofn litla verslun og fór að framleiða sínar eig- in vefnaðarvörur. Á sama tíma var nafni hans, Georg Jensen, að smíða sína fyrstu silfurgripi. „Þetta var á þeim tíma þegar enginn velti fyrir sér smáatriðum eins og einkaleyfum og vörumerkjaskráningu,“ segir við- mælandi okkar, Hanne Hosbond sem jafnframt er sérfræðingur í öllu því sem viðkemur danskri vefn- aðarvöru. Bæði fyrirtækin uxu og döfnuðu og urðu að þeim stórveldum sem þau eru í dag. Þegjandi sam- komulag ríkti um að hvort um sig héldi sig innan síns sérsviðs og þannig hafa fyrirtækin tvö þrifist hlið við hlið í gengum aldirnar. Formlega stofnun Georg Jensen Damask má rekja aftur til 1756 þeg- ar Jensen-fjölskyldan opnaði versl- un en sögu fjölskyldunnar má rekja aftur til 15. aldar. Fyrsta staðsetn- ing fyrirtækisins var á Vefarastræti í Kaupmannahöfn. Það var svo Hin- rik Georg Jensen sem flutti fyrir- tækið í stærra húsnæði í Kolding og óx fyrirtækið og dafnaði í hans hönd- um. Hann hafði frumkvæðið að giftusamlegu samstarfi við danska arkitekta og hönnuði sem hefur ver- ið burðarásinn í framleiðslunni og lagði grunninn að veldinu sem Georg Jensen Damask er í dag. Grunn- stoðir Georg Jensen Damask eru í senn bæði mikil gæði en fyrirtækið notar eingöngu langtrefja egypska bómull sem þykir ein sú besta og vandaðasta í heiminum í dag. Að auki hefur fyrirtækið verið ötult við að fá helstu hönnuði Norðurlanda til samstarfs og má þar fremstan í flokki nefna Arne Jakobsen sem hef- ur hannað bæði rúmföt og dúka fyrir Georg Jensen Damask. Fyrirtækið er fyrir löngu orðið rótgróið í dönsku þjóðarsálinni og vefnaðarvara frá því þykir mikil heimilisprýði. Eins og áður segir er mikið lagt upp úr gæðum og að grip- irnir verði hluti af sögu fjölskyldna. Þannig erfast dúkar á milli kynslóða og þykja mikilvægur hluti af hátíð- arhaldi. „Árið 2015 endurvöktum við gamalt mynstur sem hafði verið hannað árið 1972 af John Becker. Í tilefni 40 ára afmælis dúksins ákváðum við að bjóða þeim sem mögulega ættu gamlan dúk inn í skáp að skila honum inn fyrir nýjan. Við vonuðumst til að fá nokkra dúka inn og geta ofið sögurnar á bak við þá í skemmtilegt mynstur. Ég man hvað allir voru spenntir þegar fyrsti dúkurinn skilaði sér og hann var í góðu ástandi,“ segir Hann og bætir við að fljótlega hafi gamanið farið að kárna þegar dúkunum fjölgaði. „Það skiluðu sér yfir 300 dúkar og flestir voru þeir í mjög góðu ásigkomulagi. Ég held að það segi mikið um gæðin þegar varan endist svo áratugum skiptir. Við fengum mikið af fal- legum fjölskyldusögum og erum enn að vinna úr þeim öllum.“ Meðhöndlunin skiptir öllu máli Að sögn Hanne skiptir öllu máli hvernig vefnaðarvara er meðhöndl- uð – þá ekki síst í upphafi. „Flest höfum við lent í því að kaupa visku- stykki eða handklæði sem draga engan vökva í sig. Margir halda að það sé eitthvað að vörunni en ástæð- an er einföld. Trefjarnar liggja flatar eftir að hafa verið ofnar, saumaðar, pressaðar og pakkaðar og því er rakadrægnin lítil sem engin. Það þarf að þvo vefnaðarvöru fyrir notk- un og með viskustykkin okkar og tuskur mælum við með því að þær séu látnar liggja í köldu vatni í sólar- hring og síðan þvegnar á 60 gráðum. Það sama á við um rúmfötin og dúk- ana. Þá er reyndar nóg að þvo á 60 gráðum og óþarfi að láta liggja í bleyti. Hanne leggur jafnframt áherslu á tvennt. „Alltaf að taka vör- una í sundur áður en hún er þvegin og alls ekki hafa of mikið í þvottavél- inni. Eins er mikilvægt að slétta vel úr efninu áður en það er lagt til þerr- is. Þráðafjöldinn afstæður Nú hefur það þótt segja til um gæði vefnaðarvöru hversu mörgum þráðum hún er ofin úr. Hvernig er þessu háttað hjá Georg Jensen Da- mask? „Þetta er góð spurning og svarið er að það veltur ekki ein- göngu á fjölda þráða heldur skiptir jafn miklu máli hvernig þráðurinn er. Við notum það vandaða bómull í okkar vefnaðarvöru að okkur duga 273 þræðir til að ná sama þéttleika og önnur fyrirtæki ná með umtals- vert fleiri þráðum. Það segir mikið um gæðin á þeirri bómull sem við notum og til gamans má geta þess að einungis 3-5 prósent af heims- framleiðslunni á bómull stenst okkar gæðakröfur. Bómullin er grunn- stoðin hjá okkur og hvernig hún er ofin skiptir jafn miklu máli. Vara sem endist Við mælum alltaf fremur með mildu þvottaefni og að blettir séu meðhöndlaðir áður en þeir fara í þvott,“ útskýrir Hanne fyrir blaða- manni og það er nokkuð ljóst að fáir komast með tærnar þar sem hún hefur hælana hvað þekkingu á vefn- aðarvöru varðar. Sjálf hefur Hanne starfað lengi hjá fyrirtækinu og hef- ur mikið dálæti á vörunum. Góð vefnaðarvara skipti máli. Bæði sé hún vandaðri og betri en hún endist líka svo áratugum skiptir og veröld þar sem hið einnota er vonandi á undanhaldi þá horfir fólk til gæða og endingartíma. Þar er Georg Jensen Damask fremst í flokki. Georg Jensen er ekki það sama og Georg Jensen Dönsk hönnun þykir afar eftirsóknarverð og vönd- uð og dönsk vörumerki, þá ekki síst þau sem eru vottuð af dönsku konungsfjölskyldunni en einungis allra besta og vandaðasta handverkið er valið þangað inn enda telst það mikil gæðavottun að fá þá viðurkenningu. Georg Jensen er þar á meðal en það eru ekki allir sem vita að í raun eru tvö alls ólík fyrirtæki sem bera þetta nafn og bæði eru þau á heimsmælikvarða og vottuð af dönsku krúnunni. Morgunblaðið/ÞS Hafa vit á vefnaðarvöru Hanne Hosbond frá Georg Jensen Damask hér ásamt Jórunni Þóru Sigurðardóttur, verslunarstjóra Kúnígúnd. Vinsæl vefnaðarvara Gæðin skipta öllu máli hjá Georg Jensen Damask. Augnakonfekt Fallegur borðdúkur setur mikinn svip á borðhaldið. Á dögunum vildi svo til að eldri íslensk kona hugðist kaupa rúmföt frá Georg Jensen Damask handa allri fjölskyldunni. Hún hafði augastað á hvíta vindmyllumunstrinu en þegar panta átti fyrir hana kom í ljós að það var uppselt. Að sögn Hanne voru góð ráð dýr enda hefur konan reglulega verslað af fyrirtækinu í gegnum árin og því var mönnum umhugað um að tryggja að hún fengi rúmfötin sem hún hugðist gefa sínu fólki. „Við leituðum út um allt og á endanum fundust 200 metrar sem bú- ið var að taka frá fyrir dönsku konungsfjölskylduna. Við tókum þá ákvörðun að íslenska konan gengi fyrir og því var konungsfjöl- skyldan látin bíða og úr þessum 200 metrum voru saumuð rúmföt handa fjölskyldunni. Það er því íslensk fjölskylda sem mun sofa vært í rúmfötum hennar hátignar eftir hátíðarnar.“ Efni drottningar fór til Íslands  Allar damask ofnar vörur frá Georg Jensen Damask eru gerðar úr langtrefja egypskri bómull  Árið 2016 voru framleiddar 630 þúsund vörur og kvört- unarhlutfallið var 0,1% sem er fáheyrt í heiminum  Mikið er lagt upp úr gæð- um vörunnar og eingöngu eru notuð náttúruleg hráefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.