Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 80
80 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019
Spánn
Barcelona – Real Madrid......................... 0:0
Staðan:
Barcelona 17 11 3 3 43:20 36
Real Madrid 17 10 6 1 33:12 36
Sevilla 17 9 4 4 21:17 31
Getafe 17 8 6 3 26:16 30
Atlético Madrid 17 7 8 2 18:10 29
Real Sociedad 17 8 4 5 28:20 28
Athletic Bilbao 17 7 6 4 19:12 27
Valencia 17 7 6 4 27:24 27
Granada 17 7 3 7 24:22 24
Osasuna 17 5 8 4 22:20 23
Levante 17 7 2 8 22:26 23
Real Betis 17 6 5 6 24:29 23
Villarreal 17 6 4 7 30:25 22
Alavés 17 5 4 8 18:24 19
Real Valladolid 17 4 7 6 14:20 19
Eibar 17 4 4 9 15:28 16
Mallorca 17 4 3 10 18:30 15
Celta Vigo 17 3 5 9 14:25 14
Leganés 17 2 4 11 12:28 10
Espanyol 17 2 4 11 12:32 10
England
Leikjum í 8-liða úrslitum deildabikarsins
var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í
gærkvöld. Gylfi Þór Sigurðsson var ekki
liði Everton, sem tók á móti Leicester,
vegna veikinda. Sjá mbl.is/sport/enski.
Heimsbikar félagsliða
Liverpool – Monterrey............................ 2:1
Naby Keita 12., Roberto Firmino 90. –
Rogelio Funes Mori 14.
Liverpool mætir Flamengo í úrslitaleik á
laugardag en Monterrey leikur við Al-Hilal
um bronsverðlaunin.
Grikkland
Olympiacos – Larissa .............................. 4:1
Ögmundur Kristinsson varði mark Lar-
issa allan leikinn.
KNATTSPYRNA
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Blue-höllin: Keflavík – ÍR.................... 18.30
MG-höllin: Stjarnan – Fjölnir ............. 19.15
Höllin Ak.: Þór Ak. – KR ..................... 19.15
Sauðárkr.: Tindastóll – Grindavík ...... 19.15
Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – Þór Þ .. 20.15
1. deild karla:
Smárinn: Breiðablik – Höttur ............. 19.15
Í KVÖLD!
HANDBOLTI
Noregur
Elverum – St. Hallvard....................... 48:33
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 4
mörk fyrir Elverum.
Drammen – Runar............................... 34:23
Óskar Ólafsson skoraði 3 mörk fyrir
Drammen.
Svíþjóð
IFK Ystad – Sävehof ........................... 27:24
Ágúst Elí Björgvinsson varði 2 skot í
marki Sävehof.
Dominos-deild kvenna
Valur – Haukar..................................... 69:74
Keflavík – Grindavík ............................ 72:67
Breiðablik – Skallagrímur ................... 54:74
KR – Snæfell......................................... 88:53
Staðan:
Valur 13 11 2 1115:871 22
Keflavík 13 10 3 977:910 20
KR 13 10 3 1012:843 20
Skallagrímur 13 8 5 900:857 16
Haukar 13 8 5 930:903 16
Snæfell 13 3 10 874:1026 6
Breiðablik 13 2 11 825:1022 4
Grindavík 13 0 13 821:1022 0
Dominos-deild karla
Leik Vals og Hauka var ekki lokið þegar
blaðið fór í prentun í gærkvöld. Sjá mbl.is/
sport/korfubolti.
Evrópudeildin
Alba Berlín – Bayern München . (frl) 76:77
Martin Hermannsson skoraði 5 stig, tók
2 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá Alba.
Evrópubikarinn
UNICS Kazan – Darussafaka ............ 71:68
Haukur Helgi Pálsson skoraði 2 stig, tók
3 fráköst og gaf 1 stoðsendingu fyrir UN-
ICS Kazan.
NBA-deildin
Charlotte – Sacramento................... 110:102
Indiana – LA Lakers........................ 105:102
New York – Atlanta ......................... 143:120
New Orleans – Brooklyn.......... (frl) 101:108
Utah – Orlando ................................. 109:102
LA Clippers – Phoenix....................... 120:99
Efst í Austurdeild: Milwaukee 24/4,
Philadelphia 20/8, Boston 17/7.
Efst í Vesturdeild: LA Lakers 24/4, LA
Clippers 21/8, Dallas 18/8, Denver 17/8.
KÖRFUBOLTI
Þrefaldir meistarar Vals töpuðu í
annað skipti í síðustu þremur leikjum
í Dominos-deild kvenna í körfubolta í
gær. Haukar komu í heimsókn á
Hlíðarenda og unnu sterkan 74:69-
sigur í 13. umferð. Valskonur voru
með fullt hús stiga eftir tíu umferðir,
en síðan þá hefur hallað undan fæti.
Helena Sverrisdóttir er að glíma við
meiðisli og án hennar er allt annað að
sjá til Valsliðsins. Haukakonur eru
sjálfar á mikilli siglingu og var sig-
urinn sá fjórði í röð eftir fjögur töp í
röð þar á undan. Haukarnir fara sátt-
ir í jólafrí á meðan Valsarar vona að
Helena mæti heil heilsu til leiks eftir
frí.
Grindavík stóð í Keflavík
Keflavík þurfti að hafa meira fyrir
72:67-heimasigri sínum á grönnunum
í Grindavík en flesta grunaði fyrir
leik. Grindavík er á botninum, án
stiga, en liðið seldi sig dýrt í gær. Að
lokum voru gæði Keflavíkur hins
vegar of mikil og skoraði Daniela
Wallen 29 stig. Keflavík hefur unnið
sjö leiki í röð og er Jón Halldór Eð-
valdsson að gera virkilega góða hluti
með ungt og spennandi lið. Keflavík
er aðeins tveimur stigum á eftir Val.
KR er sömuleiðis aðeins tveimur
stigum á eftir Val, en KR-ingar unnu
sannfærandi 88:53-sigur á Snæfelli.
Gengi Snæfells hefur verið afleitt að
undanförnu og er liðið aðeins með
einn sigur í síðustu níu leikjum. Á
sama tíma hafa KR-ingar unnið átta
leiki og aðeins tapað einum og því fá-
ir sem áttu von á öðru en að KR yrði
öruggur sigurvegari. KR ætlar sér
að berjast við Val um alla titla sem í
boði eru á leiktíðinni.
Ólöf og Guðrún að gera vel
Skallagrímur náði í tvö stig eftir
tvö töp í röð er liðið vann öruggan
74:54-útisigur á Breiðabliki. Skalla-
grímur og Haukar virðast ætla að
slást um fjórða sæti deildarinnar, en
liðin eru með 16 stig, töluvert á und-
an Snæfelli, en fjórum stigum á eftir
KR og Keflavík. Guðrún Ósk
Ámundadóttir er þjálfari Skalla-
gríms og Ólöf Helga Pálsdóttir er
þjálfari Hauka. Það eru afar góðar
fréttir að konur séu ekki aðeins að fá
tækifæri til að þjálfa í deildinni, held-
ur nýta það eins vel og Ólöf og Guð-
rún eru að gera. johanningi@mbl.is
Aftur töpuðu
meistararnir
KR og Keflavík nálgast Valskonur
Morgunblaðið/Eggert
Karfa Haukakonan Randi Brown skýtur að körfu Vals í gærkvöldi.
Spánverjinn Mikel Arteta hefur
samþykkt þriggja og hálfs árs
samning við enska knattspyrnu-
félagið Arsenal og verður hann
næsti knattspyrnustjóri liðsins sam-
kvæmt ESPN.
Arteta lék með Arsenal frá 2011
til 2016, en hann hefur verið að-
stoðarmaður Pep Guardiola hjá
Manchester City allar götur síðan.
Arteta tekur við af landa sínum
Unai Emery, en hann var rekinn
fyrr í mánuðinum.
Freddie Ljungberg stýrir Arsen-
al tímabundið.
Sagður hafa
samið við Arsenal
AFP
Áskorun Mikel Arteta fær stórt
tækifæri í Lundúnum.
Lovísa Thompson, landsliðskona í
handknattleik, verður leikfær á ný
með Val í janúar í Olís-deildinni.
Lovísa gat lítið beitt sér í síðustu
umferð fyrir jólafrí þegar Íslands-
og bikarmeistararnir í Val heim-
sóttu topplið Fram þar sem Fram
hafði betur.
Lovísa fór þá af leikvelli vegna
meiðsla í fæti eftir innan við tíu
mínútna leik og kom ekki meira við
sögu. Lovísa er í stóru hlutverki í
vörn og sókn hjá Val eins og hand-
boltaunnendur þekkja. Hún hefur
skorað 56 mörk í deildinni í vetur.
Lovísa verður
leikfær í janúar
Morgunblaðið/Eggert
Snjöll Lovísa Thompson er í lyk-
ilhlutverki hjá Val í vörn og sókn.
Liverpool leikur til úrslita um heims-
bikar félagsliða í fótbolta í annað
skipti í sögunni á laugardag.
Liðið vann dramatískan 2:1-sigur
á Monterrey frá Mexíkó í undan-
úrslitum í gærkvöldi.
Roberto Firmino skoraði sig-
urmark Evrópumeistaranna í upp-
bótartíma, eftir huggulega fyrirgjöf
Trent Alexander-Arnold. Naby
Keita kom Liverpool yfir snemma
leiks eftir ótrúlega sendingu Mo
Salah, en aðeins tveimur mínútum
síðar jafnaði Rogelio Funes Mori fyr-
ir Monterrey. Tvíburabróðir hans,
Ramiro Funes Mori, lék á sínum tíma
með Everton um þriggja ára skeið
og var markinu væntanlega vel fagn-
að af Funes Mori-fjölskyldunni.
Liverpool leikur við Suður-
Ameríkumeistara Flamengo í úrslit-
um, en Liverpool tapaði fyrir lönd-
um þeirra í São Paulo í eina skiptið
sem liðið hefur áður takið þátt í
keppninni, árið 2005. Flamengo er á
meðal þátttakenda í fyrsta skipti og
verður því krýndur nýr heimsmeist-
ari félagsliða.
AFP
Sigurmarkið kom á
allra síðustu stundu
Sigurmark Roberto Firmino
skýtur Liverpool í úrslit
heimsbikarsins í Katar.
Flugeldarnir fóru aldrei á loft í
Katalóníu í gærkvöldi þegar
íþróttarisarnir Barcelona og Real
Madrid mættust í spænsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu. Búist var
við flugeldasýningu þegar liðin
fengju (loksins) að takast á en
leiknum lauk með markalausu jafn-
tefli. Leiknum hafði áður verið
frestað en sú ákvörðun var tekin
þegar staðan í borginni var eldfim
vegna mótmæla seint í október.
Rígurinn á milli íþróttafélaganna
er nógu mikill fyrir en þegar sjálf-
stæðisbarátta Katalóna blossar upp
um leið þá er sérstakur viðbúnaður
viðhafður þegar liðin mætast. Þeg-
ar blaðið fór í prentun höfðu ekki
borist fréttir um annað en að allt
hafi farið vel fram.
Í síðari hálfleik þurfti að gera hlé
á viðureigninni þegar gulum bolt-
um var kastað inn á af áhorf-
endapöllunum. Guli liturinn er litur
Katalóníu ef svo má segja.
Erkifjendurnir eru með jafn
mörg stig á toppnum, 36 talsins, en
Sevilla er fimm stigum á eftir.
Flugeldarnir fóru
aldrei á loft
AFP
Á Nývangi Króat-
arnir Ivan Rakitic
og Luka Modric í
leiknum í gær.