Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 86
86 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Við bjóðum gott úrval af hágæða Julbo skíðagleraugum og
skíðahjálmum fyrir börn og fullorðna.
Komdu og skoðaðu úrvalið.
JÓLATILBOÐ
Skíðagleraugu og skíðahjálmur kr. 29.900
Barnaskíðagleraugu og skíðahjálmur kr. 12.900
Jólagjöfin er hjá okkur
Þetta er stór bók á alla lund,efnið borið fram í annáls-formi og marka ártölin íbókartitlinum tímaramm-
ann en raunar sækir höfundur efni
allt aftur til 1639 til að minna á að Ís-
lendingar þekktu vel þennan fisk.
Nokkuð þétt er stiklað á 19. öld en
frá 1867 eru frásagnir frá hverju ári
til 1969. Síld-
veiðar, verkun,
vinnsla, afurða-
sala, örlaga- og
reynslusögur
eru í öndvegi, en
vikið er að ótal
öðrum málum
sem tengjast
sjósókn og at-
vinnulífi yfirleitt, vexti og viðgangi
verstöðva og kauptúna og birtar frá-
sagnir af ýmsum meginviðburðum
sem marka sögu landsins og setja
síldarsöguna í samhengi; verslun
gefin frjáls, fullveldi, heimsstyrj-
aldir, kalt stríð o.fl. Höfundur hefur
dregið að sér efni úr blöðum, tímarit-
um, ævisögum, bréfum, dagbókum
og skýrslum svo nokkuð sé nefnt;
heimildaskrá er prentuð smáletri á
fimm síður og fjórir dálkar á hverri.
Höfundur tranar sér ekki fram
þannig að sjónarhornið er fjölbreytt.
Hér tala sinni rödd útgerðarmenn og
síldarstúlkur, sjómenn og verkafólk,
landsfeður og listamenn, stjórn-
málamenn og verkalýðsleiðtogar svo
einhverjir séu nú nefndir; margar
heimildir hafa ekki áður birst á bók.
Það er rétt sem höfundur hefur sagt
í viðtölum að síldarkonurnar stíga
hér á pall; bókin er tileinkuð þeim
sem og öðrum sjóverkakonum. Í
flestum opnum eru birtar smáfréttir
frá útgerðarstöðum víða um land og
gjarnan líka orðrétt klausa úr ein-
hverri heimild sem lesandi staldrar
við; oft kjarnyrtar fullyrðingar.
Íslendingar þekktu síld frá fornu
fari, ‚fjörðhjörð‘ er kenning um síld í
dróttkvæðum kveðskap og 16. aldar
skáld kallar sjóinn ,síldarjörð‘. Menn
sáu hér síldarvöður en skorti bæði
skip og veiðarfæri til þess að fanga
fiskinn. Sú síld sem menn þó veiddu
var fremur notuð í beitu en til mann-
eldis ef hana rak á land eða henni var
náð í háf eða net; eina afsökunin er
að hún var vandverkuð til geymslu
hjá þjóð sem notaði eiginlega allt sitt
salt á kjöt í tunnu – og vantaði auk
þess slík keröld. Norðmenn komu
síðan með haffær skip og nætur, auk
þess reknet. Sigling Norðmanna
hingað jókst snarlega eftir að versl-
un var gefin frjáls 1855 og þeir sáu
hér víða vaðandi síld. (Íslands-
verslun var mjög ábatasöm. Af 19
tekjuhæstu mönnum í Kaupmanna-
höfn 1897 voru átta Íslands-
kaupmenn (279).)
Árið 1867 kom hingað norskur
kaupmaður með timbur – og tók með
sér tunnur, salt og nót. Um sumarið
veiddi hann síld í Eyjafirði og sigldi
heim með 300 tunnur. Þar með var
ballið byrjað. Þessi saga í bland við
aðrar er rakin ár frá ári, margradda,
allt til 1969 að ekki fékkst síldarbein
úr sjó. Menn voru búnir að klára
stofninn. Enn er því ósvarað hvort
þjóðin hefur lært lexíuna, en lík-
urnar eru vonandi meiri en minni!
Þetta er afskaplega lífleg saga og
markast af því m.a. að síldin var ólík-
indaskepna, enginn vissi hvar hún
skyti upp kolli. Stundum sást hún
ekki þar sem sjórinn ólgaði í fyrra.
En nótaveiðarnar voru ábatasamar
þegar sjórinn silfraði eins og segir í
bréfi: „þar getur fiskimaður orðið
vellauðugur maður á einni svip-
stundu“ (38). Sem var raunin – en
margir verkendur fóru jafnhratt á
hausinn; m.a. þess vegna voru þeir
kallaðir síldarspekúlantar. Um einn
þeirra, Óskar Halldórsson, orti Sig-
urður Jónsson þessa vísu: Glímdi oft
um fremd og fé, / fann og missti
gróðann. / Fjórum sinnum féll á hné /
en fimmtu lotu stóð hann (820). Sala
á afurðum var ýmist á höndum
spekúlantanna eða undir stjórn rík-
isins og verðlag og markaðir eigin-
lega óljósari en veðurspá við upphaf
vertíðar. Löngum keyptu Svíar hvað
mest af saltsíld, unnu hana frekar og
fluttu síðan sjálfir út; Íslendingar
hafa lengst af verið hráefnis-
framleiðendur. Í fyrstu var einungis
hægt að kasta á vaðandi síld eða síld
sem stóð grunnt. Flugvélar voru not-
aðar við síldarleit a.m.k. 1944-50;
flugbátar höfðu bækistöð á Mikla-
vatni í Fljótum og leituðu síldar fyrir
Norðurlandi og flugmenn gerðu síð-
an skipstjórum viðvart. Það voru
Loftleiðir hf. sem þarna hófu starf-
semi sína (Byggðasaga Skagfirðinga,
IX, 405-9). Þetta breyttist eftir því
sem skip og nætur stækkuðu og síld-
arskip voru útbúin dýptarmæli og
gátu þannig lóðað á torfurnar og
„fírað nótinni markvissar“. Kraft-
blökk leysti nótabáta af hólmi um og
upp úr 1960 og auðveldaði sjómönn-
um lífið og sparaði útgerðinni mann-
skap en engin ný tækni létti líf
síldarstúlkna þótt síld væri söltuð á
fjölbreyttari vegu en í upphafi; þær
unnu allt á höndum. Undir miðja 20.
öld var saltsíld flokkuð á sex vegu:
matjessíld, cutsíld, grófsöltuð síld,
sykursíld, kryddsíld, faxasíld (832).
Auk þess var síld brædd í mjöl og
lýsi og hún var flökuð og fryst er á
leið og soðin niður; mín kynslóð man
eftir „gaffalbitum“ frá „Sigló-síld“.
Fjölbreytni í söltunaraðferðum opn-
aði nýja markaði, t.d. í Þýskalandi og
Póllandi.
Til að gera sér grein fyrir síldveið-
um og umfangi þeirra yfirleitt má
nefna að árið 1947 veiddu Norðmenn
þjóða mest, 635 þús. tonn, Japanir
næst með 558 þús. tonn. Íslendingar
voru þá í 5. sæti með 216 þús. tonn
(865).
Hér er skilmerkilega rakið hvað
Íslandsmið voru útlendingum gjöful.
Hér voru hundruð franskra skipa við
veiðar, þjónustu og gæslu og nokkur
þúsund sjómenn; Frakkar ráku þrjú
sjúkrahús hér á landi. Norðmenn
veiddu hér síld og hvali í nokkra ára-
tugi, til 1915 eða svo, Færeyingar
komu hingað í hundraðatali og gerðu
út fram yfir 1930 að þeir færðu sig að
mestu á fjarlægari mið, Bandaríkja-
menn voru hér síðla 19. aldar að
veiða einkum lúðu með miðstöð á
Þingeyri, oft með íslenska menn í
áhöfn. Undir lok 19. aldar byrjuðu
Bretar og Þjóðverjar botnvörpuveið-
ar og skröpuðu nánast upp í fjöru;
Íslendingar byrjuðu sjálfir togveiðar
stuttu eftir 1900. Hollendingar
sendu einnig skip á miðin, og um hríð
á 20. öld voru rússnesk, sænsk og
þýsk skip við síldveiðar. Gæsla á
miðunum var lítil. En þetta kostaði
sitt: hundruð sjómanna drukknuðu;
margar frásagnir í ritinu lýsa því
átakanlega. Það er einstök breyting í
sjósókn landsmanna að ár hafa liðið
án manntjóns.
Þetta er bók sem lesandi grípur
niður í og margar frásagnir eru
áhrifaríkar. Hér má nefna örlaga-
sögu Margrétar Magdalenu (31-33),
ævisögu Óskars Halldórssonar sem
birtist í mörgum bútum og dag-
bókarfærslum eftir því sem henni
vindur fram, saga Hjálmars Jóns-
sonar skipasmiðs er merkileg (41),
dagbókarbrot verkakonu árið 1915
eru býsna sláandi lestur (506-515)
eins og frásögn Valbjargar Krist-
mundsdóttur af síldarsöltun á Siglu-
firði (764-68) og er þá einungis fátt
eitt talið af því sem ég staldraði við.
Til fyrirmyndar er að birta teikn-
ingar af tegundum skipa og segla-
búnaði þeirra (82); almennur lesandi
hefur t.d. yfirleitt ekki hugmynd um
hvað er briggskip og hvað er skonn-
orta o.s.frv.
Myndirnar eru sérstakur kapítuli.
Hér eru meira en þúsund myndir og
sumar hreint afbragð; ég nefni ein-
ungis stórkostlega mynd á titil-
síðuopnu sem beinlínis ólgar af lífi og
vísar um leið á kjarna ritsins. Mar-
grét Tryggvadóttir aflaði mynda en
höfundur er myndritstjóri og hefur
sýnilega nostrað við myndatextana,
þeir eru ítarlegir og upplýsandi. Það
er þáttur sem margir höfundar
fræðirita vanrækja.
Nöfn, örnefni og atriðisorð eru
saman í einni voldugri skrá, 22 bls.
og fimm dálkar á hverri. Skrá er yfir
1.100 tilvísanir og ítarleg mynda-
skrá. En er þá ekkert að? Það mætti
nefna að lesanda kæmi að gagni að
höfundur drægi nótina saman annað
slagið, snurpaði meginatriðum í við-
gangi síldveiða; söguleg vitund
margra er svo bundin í skemmri og
lengri tímabil sem geta verið til
hægðarauka og skilnings. Sumar
frásagnirnar eru keimlíkar þegar
bókin er lesin í samfellu en það gera
fæstir, hún er einfaldlega of stór til
þess. Þegar öllu er á botninn hvolft
þá eru Síldarárin læsileg og
skemmtileg náma fróðleiks um veið-
ar og vinnslu þessa nytjafisks og
annarra slíkra auk þess sem bókin
dregur upp skýrar og magnaðar
mannlífsmyndir á mesta breytinga-
skeiði þjóðarsögunnar.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Síld á Húsavík Söltunarstúlkur fá sér kaffisopa í hléi frá síldarsöltun á
Húsavík. Bókin er „læsileg og skemmtileg náma fróðleiks,“ segir rýnir.
Samtímasaga
Síldarárin 1867-1969 bbbbb
Eftir Pál Baldvin Baldvinsson.
JPV forlag, 2019. Innb., 1.152 bls.,
myndir, skrár.
SÖLVI
SVEINSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Hari
Höfundur Páll Baldvin Baldvinsson.
Síldin kom, síldin hvarf
Jólaball Sveiflustöðvarinnar verður
haldið í Iðnó í kvöld kl. 20 og lýkur
með því haustönn skólans. Á ballinu
verður steppdanssýning og burles-
que- og kabarettatriði, „vintage“
hársnyrting verður í boði og ljós-
myndabás á svæðinu. Bragi Árna-
son og Sveiflukjuðarnir koma fram
og Húsband Sigga Swing leikur
fyrir dansi. Aðgangseyrir er 2.500
kr. og fara miðapantanir fram með
tölvupósti á sveiflustodin@gmail-
.com en miðar verða einnig seldir
við innganginn.
Sveiflustöðin var stofnuð 2018 af
Sigurði Helga Oddssyni píanóleik-
ara og í skólanum eru kenndir
sveifludansar á grunn- og miðstigi. Sveifla Dansinn mun duna á jólaballi Sveiflustöðvarinnar.
Sveiflustöðin heldur jólaball í Iðnó