Morgunblaðið - 19.12.2019, Síða 96

Morgunblaðið - 19.12.2019, Síða 96
Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósa- tónleika í kirkjum rétt fyrir jól og leikur verk eftir Mozart. Tónleikarn- ir verða í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld, Kópavogskirkju annað kvöld, Garðakirkju á laugardag og Dóm- kirkjunni í Reykjavík á sunnudag- inn, 22. desember. Allir tónleikar hefjast kl. 21. Camerarctica leikur Mozart við kertaljós FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 353. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Ég held að fæst félög séu með stöðuga þjálfun í því að skalla. Við vildum þó láta vita af því að við munum ekki gera það fram að 12 ára aldri. Viðbrögðin við þessu hafa verið góð bæði frá foreldrum en einnig þjálfurum í öðrum fé- lögum,“ segir Hákon Sverrisson, yfirþjálfari hjá Breiðabliki, m.a. í viðtali í blaðinu í dag. »81 Brugðist við eftir aukna umræðu ÍÞRÓTTIR MENNING Kór Bústaða- kirkju heldur tónleika í kirkjunni í kvöld kl. 18. Yfirskrift tón- leikana er „Við kerta- ljós“ og mun kórinn flytja hátíðleg jólalög við kertaljós. Á efnisskránni verða lög víða að og nýlegar enskar jólaperlur verða fluttar sem og eldri þjóðlegri. Ein- söngvarar verða úr röðum kórsins og Tón- freyjur munu bjóða upp á banda- ríska jólasveiflu. Lögin verða öll sungin á íslensku að nokkrum undanskildum. Aðgangur er ókeypis. Kór Bústaðakirkju heldur jólatónleika Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sóley Hjaltadóttir var með sölubás í Firði í Hafnarfirði á dögunum og seldi allt handverk sitt, sem hún hafði unnið að síðan í haust. „Ég seldi fyrir tuttugu þúsund,“ segir sjö ára hnátan stolt. Íris Huld Christersdóttir, móðir Sóleyjar, segir að Ragnhildur Ragn- arsdóttir, föðuramma hennar, hafi kennt henni handbragðið og leitt hana áfram í handverkinu. „Amma hennar er mikill föndrari, á alls konar tól og tæki, og þær hafa föndrað saman einu sinni í viku síðan í haust,“ segir hún. Bætir við að Sól- ey hafi ekki einungis fengið hæfi- leika úr föðurætt því sölumanns- genin megi rekja langt aftur í móðurætt. Hún vísar meðal annars til þess að langafi hennar og amma ráku Laufið kvenfataverslun og amma hennar á og rekur Dalakof- ann kvenfataverslun, sem afi hennar stofnaði fyrir 44 árum. „En ég er gersamlega vonlaus þegar kemur að öllu svona,“ staðhæfir hún. Ragnhildur vinnur hjá frænku sinni Maríu Kristu við að búa til skartgripi fyrir Krista Design, en hún á verslunina Systur & makar ásamt eiginmanni sínum og systur og selur framleiðsluna þar. Hún seg- ir að þegar Sóley hafi fengið perlur og ýmislegt til skartgripagerðar að gjöf hafi þær ákveðið að vinna sam- an við sköpun með sölu í huga. Ekkert mál „Litlar stelpur eru miklar sölu- konur,“ segir Ragnhildur og bætir við að Sóley hafi búið til eyrnalokka, armbönd og hálsmen fyrir litlar stelpur á sínum aldri og safnað lager fyrir söluna. „Ég hjálpaði henni en litla skottan var ótrúlega dugleg við að gera hlutina sjálf.“ Sóley segir ekkert mál að búa til skartgripi. „Amma hjálpar mér stundum,“ viðurkennir hún samt. Segir að salan hafi gengið vel og hún ætli að halda áfram að búa til svona hluti. „Þegar ég geri armbönd þá fæ ég svona band,“ útskýrir hún og heldur síðan áfram að segja hvernig eigi að bera sig að við listina: „Svo finn ég einhverjar kúlur og set þær á band- ið. Þegar ég er búin að gera það þá finn ég kannski uglu eða eitthvað þannig og set hana á. Þá er það bú- ið.“ En það þarf að gera meira en skartgripi fyrir jólin og í óveðrinu fyrir helgi var tímanum vel varið. „Ég var að búa til smákökur,“ segir Sóley. Hún segist ekki geta svarað því hvort sé skemmtilegra að búa til skartgripi eða baka smákökur. „Ég veit það ekki,“ svarar hún og fellst á að sennilega sá það bara jafngaman. „Uhm,“ umlar hún því til staðfest- ingar. Söluborð Sóley Hjaltadóttir og Ragnhildur Ragnarsdóttir við handverk hnátunnar áður en það rann út. „Litlar stelpur eru miklar sölukonur“  Sóley Hjaltadóttir sjö ára seldi handverk sitt í Hafnarfirði ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Jólaopnun: Virkir dagar 11-20 og helgar 12-20 LJÓSADÖGUM LÝKUR Á MÁNUDAG 20-40% AF ÖLLUM LJÓSUM PERUM OG KERTUM 25-30% AF ÖLLUM RÚMFÖTUM, SÆNGUM OG KODDUM 30-60% AF ÖLLUM MOTTUM FJÖLDI ANNARRA TILBOÐA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.