Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 16

Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 AFP Viljum við eilífa æsku? Vísindamenn reyna nú að finna æskubrunninn með það fyrir augum að lengja mannsævina og tryggja betri heilsu fram eftir aldri. Tilraunir með mýs og fiska lofa góðu og tekist hefur að tífalda ævi bandorma. Talið er að fyrsti maðurinn til að ná 130 ára aldri sé þegar fæddur. Öldrun er kóðuð inn í frumur mannsins. Vísindamenn keppast nú við að leysa kóðann, ekki síst með peningum auðmanna úr Sílikon-dal í Kaliforníu sem ekki eru til- búnir að fallast á að þeir séu forgengilegir. Ef það tekst er vonast til að stutt sé í að við getum hakkað kóðann og lengt lífið. Hvað gerist ef draumur mannsins um eilífa æsku rætist og er það eftirsóknarvert? STÓRA SPURNINGIN Indverski munkurinn Swami Sivananda kveðst fæddur 8. ágúst 1896. Myndin var tekin 2016 þegar hann varð 120 ára. Hinn heilagi Graal Í leit að eilífri æsku hafa menn um aldir leitað að heilögum Graal. Undanfarna áratugi hafa miklir sigrar vísinda ýtt undir þessa ósk og nú treysta menn á að lausnin finnist í erfðaefni mannsins. Þótt takist að hindra öldrun eru fleiri þættir sem munu hafa áhrif á ævilengd. Þegar skoðað er hvaða þættir hafa áhrif á lífs- lengd kemur í ljós að þáttur heilbrigðiskerfisins er talinn 20%, fé- lags-, efnahags- og umhverfisþættir 40% og lifnaðarhættir 40%. Þar er um að ræða nægan svefn, holla næringu, hreyfingu, geð- rækt og að forðast áfengi og tóbak. Þá lítur út fyrir að umhverfis- þættir muni hafa æ meiri áhrif á heilsu til hins verra og að erfitt verði að tryggja sjálfbærni heilbrigðiskerfa. Þá er spurningin hvort lífið verði þess virði að lifa því svo lengi. Hvernig verður ástandið á jörðinni ef ekki tekst að stemma stigu við loftslags- og umhverfisbreytingum og ef fólksfjölgun eykst til muna vegna langlífis? Mun okkur leiðast og verður lífið tilgangslaust? Er það kannski svo að forgengileiki okkar er lykillinn að vellíðan því að dauðinn er stöðug áminning um að tíminn, okkar verðmæt- asta auðlind, er af skornum skammti? Það knýr okkur flest til að njóta lífsins og láta gott af okkur leiða sem aftur eflir heilsu og vellíðan. Er það svo að dauðinn gerir lífið gott? Eilíft líf er sjálfsagt fyrir trúaða en hugarburður fyrir aðra. Líklega er leitin að eilífu lífi vitnisburður um ótta okkar og gremju gagnvart dauðanum sem við höfum fjarlægst með framförum læknavísinda. Það er kaldhæðni í hugleiðingum um eilíft líf að þegar haldið er á vit forfeðranna hefur manneskjan jafnan öðlast áframhaldandi líf í gegnum verk sín, í gegnum ástvini og með því að hafa látið gott af sér leiða. Áður en mannkynið getur farið að gæla við hugmyndina um eilífa æsku þarf að byrja á að tryggja sjálfbærni jarðarinnar, frið, jöfnuð og að maðurinn lifi heilbrigðu og gagnlegu lífi. Því eins og Mark Twain sagði, „við verðum að einbeita okkur að framtíðinni því þar verðum við það sem eftir er ævinnar“. Alma D. Möller er landlæknir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.