Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 29
2,3 milljarða manna 2018 úr 415 milljónum 2016. Þessar þjóðir eru Brasilía, Bandaríkin, Indland, Pólland og Ungverjaland. Á sama tíma hefur lýðræði styrkst í 21 landi á undan- förnum áratug, þar á meðal Túnis, Armeníu, Georgíu og Burkina Faso. Niðurstaðan er blendin, ekki eingöngu dapurleg, en langt frá því upplífgandi. Stofnanir, sem framfylgja lögunum, bitu frá sér 2019 gegn leiðtogum, sem halda að þeir séu yfir þau hafin. Við Trump forseta blasir kæra til embættismissis í fulltrúadeildinni fyrir mis- notkun valds og að standa í vegi fyrir þinginu. Hann hefur brugðist við ferlinu með upphróp- unum um „aftöku“ og sagt demókratana „brjál- aða“. Benjamin Netanyahu var ákærður fyrir spillingu. Hann vísaði ásökununum á bug sem „valdaráni“. Í huga Trumps var það óaðfinnanleg fram- koma að gera Úkraínu að uppsprettu skíts um pólitískan andstæðing í kosningunum 2020. Af- staða Trumps til Úkraínu er sú sama og til Vladimírs Pútíns, vinar hans: Hún er einskis virði land, sem allt eins gæti verið hluti af Stór- Rússlandi. Trump hefur enga hugsjón um eða áhuga á að treysta sjálfstæði Úkraínu með nán- ari samruna við Vestur-Evrópu. Utanríkis- stefna hans er hlálega reikul. Nánast er öruggt að Trump forseti kemst hjá því að verða dæmdur í öldungadeildinni og mun sitja áfram og berjast í kosningunum í nóvember 2020. Netanyahu gæti enn losað sig úr sínum lagaflækjum. Fyrir báðum þessum mönnum er það að halda völdum orðið annað og meira en pólitísk barátta. Það er örvæntingar- full tilraun til að komast hjá því að lenda í fang- elsi. Ég hef áhyggjur af hvað Trump gæti gert tapi hann kosningunum 2020 naumlega. Hann gæti einnig hrópað valdarán. Hann langar til að verða einræðisherra og hefur valdeflt einræðis- herra um allan heim, í Saudi-Arabíu, Kína, Rússlandi og á Filippseyjum. Bandaríkin studdu fjölda einræðisherra í kalda stríðinu af herfræðilegum ástæðum, en aldrei áður hefur forseti verið svo augljóslega öfundsjúkur út í slíka leiðtoga. Ég hika ekki við að kalla Trump hatursfullan; hvort hann er í raun illur er annað mál. Til að vera illur þarft maður að vera ein- beittur og markviss. Hegðun Trumps er að miklu leyti ósamkvæm og léttvæg. Engu að síð- ur er hún skaðleg. Trump er einkenni, ekki ástæða. Eins og Paul Polman, fyrrverandi forstjóri Unilever, sagði geta „viðskipti ekki gengið þegar sam- félög bregðast“. Vestræn lýðræðisríki hafa brugðist. Fyrir áratug var heimurinn fastur í alþjóðlegri fjármálakreppu. Þeir sem báru ábyrgð gengu á braut. Uppreisnin í dag er barn refsileysis og misréttis. Hagkerfi þurfa að vera þannig úr garði gerð að þau þjóni fleirum. Réttlæti, jöfn tækifæri, menntun og sjálfbærni ættu að vera leiðandi gildi. Of mörgum hefur of lengið liðið eins og þeir væru ósýnilegir, einnota og einskis virði. Þess vegna hefur boðskapur þjóðernissinna fengið hljómgrunn. Þar er komið til móts við öll gremjuefnin með innantómum loforðum um endurheimta dýrð. Þau hafa skilað loddurum í há embætti í Washington og London. „Framtíðin tilheyrir ekki alþjóðasinnum,“ sagði Trump forseti í ræðu fyrir Sameinuðu þjóðunum í september. Ef hún tilheyrir Trump og hugmyndafræðinni „Ameríka gengur fyrir“ næstu fimm árin munu afleiðingarnar verða al- varlegar fyrir allt frá loftslaginu til alþjóðlegs stöðugleika, að ekki sé minnst á einfalda, gam- aldags sómakennd. Sigur Trumps 2020 er möguleiki, sérstaklega þar sem frambjóðendur demókrata virðast veikir eins og stendur. En skilaboðin frá 2019 eru að frjáls, opin, óspillt samfélög, sem byggjast á reglum réttaríkisins, njóta hugrakks stuðnings allt frá Teheran til Santiago. Fyrr á þessu ári var ég á skrifstofu Ekrems Imamoglus, borgarstjóra Istanbúl. Hann var á ferðalagi, en hans helsti aðstoðarmaður var leiðsögumaður minn. Imamoglu er andstæð- ingur Receps Tayyips Erdogans forseta. Hann var kjörinn, Erdogan (sem eins og Trump telur sig ósigrandi) ógilti kjörið, svo sigraði hann aft- ur með afgerandi mun. Þetta var talsvert áfall fyrir tyrkneska forsetann. Fyrir aftan skrifborð Imamoglus hékk mynd af Mustafa Kemal Ataturk, stofnanda hins ver- aldlega lýðræðisríkis Tyrklands. Það var nýbú- ið að hengja hana upp aftur. Fylgjendur Erdogans, andstæðings veraldlegs stjórnarfars með drauma um að endurreisa Tyrkjaveldi, höfðu áður fjarlægt það. Þessar tilfærslur á portrettinu blöstu við mér sem birtingarmynd heims í lausu lofti á milli einræðis og and- spyrnu. Á skrifstofu Nikols Pashinyans, forsætisráð- herra Armeníu, hangir önnur merkileg mynd, sem sýnir snævi þakið Ararat-fjall. Nú er fjallið í Tyrklandi, en á löngum skeiðum sögunnar hefur það verið hluti af Armeníu. Í þjóðarvit- undinni er það enn þar. Í höfuðborginni Jerev- an er sögusafn um þjóðarmorð. Þar er greint frá morðum Tyrkjaveldis á rúmlega einni millj- ón Armena sem hófst 1915. Margar ljósmynd- irnar eru of hryllilegar til að hugsa sér. Til þessa dags þrætir tyrkneska lýðveldið fyrir að blásið hafi verið til skipulagðrar herferðar til að drepa Armena. „Hver talar nú, þegar öllu er á botninn hvolft, um gereyðingu Armena?“ sagði Hitler árið 1939 þegar Þýskaland nasismans réðist inn í Pólland. Það er hættulegt þegar sannleik- anum er afneitað. Því fylgir byrði harmleiks framtíðar. Kínverjar og Rússar afneita sann- leikanum. Trump styður þá. Mótmælendurnir 2019 hafa rumskað gagnvart hættunni. „Berj- umst fyrir frelsi,“ sungu 800 þúsund mótmæl- endur á götum Hong Kong nýverið. Svo einfalt er það ef lífið á að vera þess virði að lifa því. ©2019 The New York Times Company og Roger Cohen. Á vegum The New York Times Licensing Group. Maður sýnir merki sigurs með fingrunum í mótmælum gegn stjórnvöldum í Beirút í Líbanon 21. október. Ali Hashisho/Reuters Mótmælandi við Tækniháskólann í Hong Kong 11. nóvember. Thomas Peter/Reuters MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2019 29 VILTU TAKAVIÐ GREIÐSLUMÁNETINU? KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.