Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2019 33 Kjaraviðræður í vor þóttu erfiðari en oft áður og töldu forvígismenn fjögurra verkalýðsfélaga sig nauðbeygða til þess að boða til svonefndra „skæruverkfalla“ vegna kjaradeilunnar. Vakti þar sérstaka athygli að stéttarfélagið Efling nýtti sér sérútbúinn „verkfallsbíl“ til þess að hjálpa félagsmönnum sínum að kjósa um hin boðuðu verkföll. Ekki voru allir á eitt sáttir um þetta tiltæki Eflingar, en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður félagsins, var hins vegar mjög ánægð með þátttöku félagsmanna sinna, bæði í kosningunni og í verkföllunum sem fylgdu. Kjaradeilum ársins lauk svo að mestu með gerð hinna svonefndu „lífskjarasamninga“. Morgunblaðið/Hari Kosið um verkföll í sérstökum bíl Ísland tók þátt sem endranær í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Að þessu sinni var framlag Íslands BDSM-pönkbandið Hatari, sem vakti athygli fyrir óvenjulega sviðsframkomu og búninga. Fyrir keppnina skapaðist mikil umræða um þátttöku Íslands í keppninni, sem að þessu sinni var haldin í Ísrael, og lögðu sumir hart að hljómsveitinni að hætta við þátttöku í keppninni. Hatari komst í lokakeppnina, en náði ekki flugi í stigagjöf dómnefnda, þrátt fyrir bjartar vonir. Þegar lokastaða Íslands var kynnt drógu meðlimir sveit- arinnar upp dulur með fána Palestínumanna á, og voru ekki allir sáttir með uppátækið. Morgunblaðið/Eggert Hatari ekki allra í Eurovision Mótmæli og verkföll settu mikinn svip á árið hérlendis, en skólaverkfallið 15. mars skar sig þó úr að því leytinu til að þar var um að ræða samstillt átak nemenda í grunnskólum víðs- vegar um heiminn. Hér á landi var gengið frá Hallgrímskirkju og niður að Austurvelli, þar sem stjórnvöldum var tilkynnt að æska landsins vildi róttækar aðgerðir í loftslagsmálum þegar í stað og að meiri fjármunum yrði varið til málaflokksins en áður. Þetta var í fjórða sinn sem efnt var til loftslagsverkfalls á Íslandi, en þau voru innblásin af sambærilegum „verkföllum“ hinnar sænsku Gretu Thunberg. Morgunblaðið/RAX Verkfall vegna loftslagsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Max-vélarnar kyrrsettar Icelandair neyddist til þess að kyrrsetja allar Boeing 737 MAX-vélar sínar í aprílmánuði eftir að tvö mannskæð flugslys erlendis með stuttu millibili leiddu í ljós alvarlegan galla á hönnun vélarinnar. Þurfti félagið að fella niður um hundrað ferðir vegna kyrrsetning- arinnar á tímabilinu frá 1. apríl til 15. júní, og enn var ekki ljóst í árslok hvenær vélarnar gætu hafist til lofts á ný. Ok-jökull var kvaddur formlega í ágústmánuði, en hann mun vera fyrstur íslenskra jökla til þess að hverfa á tímum loftslagsbreytinga. Um hundrað manns sóttu athöfnina, þar sem skjöldur var settur upp til minningar um jökulinn, með skilaboðum til framtíðarinnar. Lofts- lagsvísindamenn frá Texas-ríki stóðu að viðburðinum, sem vakti heimsathygli á stöðu jökla á Íslandi og víðar vegna loftslagsbreytinga. Telja vísindamenn að allir jöklar landsins geti farið sömu leið og Ok-jökull á næstu 200 árum, verði þróun hitastigs á sama veg og hún er nú. Morgunblaðið/RAX Ok-jökull kvaddur með viðhöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.