Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 34

Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 Breski hjartaknúsarinn Ed Sheeran hélt tvenna tónleika á Laugardalsvelli í byrjun ágústsmánaðar. Aðdáendur söngvarans fjölmenntu á völlinn báða dagana og voru um 40 strætisvagnar kallaðir til aukalega til þess að mæta álaginu sem myndaðist á leiðakerfi Strætó vegna tónleikanna. Þá myndaðist löng röð fyrra kvöldið inn á tónleikasvæðið og voru ekki allir á eitt sáttir með biðina, þó að flestir létu sig ekki muna um að bíða til að berja Sheeran augum. Kappinn tók flest af sínum þekktustu lögum á tónleikunum, eins og Perfect og Shape of You, en það vakti sérstaka lukku að þegar Sheeran var klappaður upp í lok tónleikanna mætti hann aftur á sviðið í treyju íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sheeran troðfyllti Laugardalsvöllinn – tvisvar „Frægðarstjarna“ Björgvins Halldórssonar var afhjúpuð við Bæj- arbíó í Hafnarfirði í júlímánuði. Tiltækið var að fyrirmynd Walk of Fame í Hollywood og var síðar ákveðið að taka stjörnuna niður þar sem þarlendum þótti farið allnærri skrásettum vörumerkjum sínum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgvin fékk stjörnu FRÉTTAMYNDIR AF INNLENDUM VETTVANGI Morgunblaðið/Eggert Viðbúnaður varaforsetans vekur athygli Bandarísk stjórnvöld sýndu þróun mála hér á landi aukinn áhuga á árinu, og heimsóttu bæði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mike Pence varaforseti landið. Í heimsókn Pence til Höfða í septembermánuði vakti öryggisviðbúnaður- inn einna mesta athygli, en leyniskyttur tóku sér stöðu við nærliggjandi hús, auk þess sem bæði bandarísk og hérlend yfir- völd lögðu mikla áherslu á að allt færi vel fram. Þessi álft vakti athygli í vor en hún hafði fest gogginn í áldós. Álftin dvaldist við Urriðakotsvatn og var þeim tilmælum beint til fólks að reyna ekki að fanga hana sjálft. Björgunarleiðangur var gerður út í upphafi marsmánaðar, en þá var álftin aðframkomin og hafði lagst niður til þess að deyja. Gekk vel að bjarga henni og var álftin flutt í Húsdýragarðinn, þar sem dósin var fjarlægð og hug- að að sárum á goggnum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Álft festi gogginn í áldós

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.