Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 36

Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI Rétttrúnaðarkirkja Úkraínu sleit sig frá þeirri rússnesku í hátíðlegri athöfn í Istanbúl í janúarmánuði, en kirkjurnar höfðu verið samtengdar í margar aldir. Patríarkinn af Konst- antínópel, undirritaði til- skipun um sjálfstæði úkra- ínsku kirkjunnar og staðfesti þar með sjálfstæði hennar. Ákvörðunin vakti reiði bæði veraldlegra og andlegra leiðtoga í Rússlandi en Rússar hafa gagnrýnt ákvörðun Úkraínumanna um að stofna eigin kirkju allt frá því að hún var tekin árið 2018. Murad Sezer/Reuters Úkraínska kirkjan fær sjálfstæði Vígamenn vopnaðir byssum og sprengjuefni réðust á lúxushótel og skrifstofubyggingu í Naí- róbí, höfuðborg Kenýa, hinn 15. janúar. 21 lést í árásinni sem stóð yfir í um 19 klukkustundir. Samtök íslamista frá Sómalíu, Shabab, lýstu yfir ábyrgð sinni og sögðu ástæðuna vera ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Baz Ratner/Reuters Ráðist á hótel í Naíróbí Minnst sjötíu létust í eldsvoða í höfuðborg Bangladess, Dhaka. Talið er að eldsupptök hafi átt sér stað þegar bíll, sem knúinn var af þjöppuðu jarðgasi sprakk, en bíllinn var á leiðinni í gegnum markaðshverfi þegar sprengingin varð og barst eldurinn þaðan í fjölda verslana. Eldvörnum mun vera ábótavant í landinu og hefur fjöldi látist vegna bruna undanfarin ár. Mohammad Ponir Hossain/Reuters 70 látast í eldsvoða í Bangladess Milljónir nemenda um allan heim fóru í „verkfall“ hinn 15. mars til að krefjast þess að þjóðarleiðtogar gripu til að- gerða í loftslagsmálum. Aðgerðirnar voru skipulagðar í gegnum samfélags- miðla og náðu til fleiri en 100 landa, þar á meðal Indlands, Nýja-Sjálands, Suð- ur-Kóreu og Bandaríkjanna. Lögreglan í Berlín áætlaði að meira en 20.000 nem- endur hefðu komið saman þar í mót- mælum. Aðgerðirnar voru innblásnar af hinni 16 ára gömlu Gretu Thunberg frá Svíþjóð en hún vakti heimsathygli þeg- ar hún neitaði að fara í skólann en fór þess í stað vikulega til að mótmæla fyrir framan sænska þingið. Elisabeth Ubbe/The New York Times Unga fólkið mótmælir aðgerðaleysi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.