Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 48
Með leyfi listamannsins og Lehmann Maupin, New York, Hong Kong and Seúl „Eldur (Bandaríki „Ameríkanna“)2“ „Fire (United States of the Americas)2“ (2019) Fyrr á þessu ári gerði ég stórt verk með nafninu „Eldur (Bandaríki „Ameríkanna“)2“ („Fire (United States of the Americas)2.“) Gegnheilum kolabútum er raðað saman þannig að þeir mynda meginland Bandaríkjanna og standa út úr vegg með handteiknuðum táknrænum, reyk- kenndum merkingum sem tákna land sem brennur, fellur, hrasar. Í verkinu er lögun Mexíkó komið fyrir að nýju á kortinu, reiknað upp á nýtt og endurhugsað þannig að það verður svo gríðarlega stórt að frelsandi, draugkennd nálægð landsins byrjar að leysast upp í alheiminum og gnæfa foldgná yfir Bandaríkjunum. Sviðin myndin fær áhorfendur til að velta fyrir sér og setja fram spurningar um félagslega sögu Bandaríkja Ameríku. Aðeins hér í Bandaríkjunum erum við vön að nota hugtakið „Am- eríka“ í eintölu. Annars staðar á vesturhveli jarðar er venja að nota orðið í fleirtölu, Ameríkurnar „the Americas“. Allt frá 19. öld þegar Bandaríkin réðust inn í Mexíkó og bjuggu til sáttmála þar sem þau slógu eign sinni á rúman helming landsvæðis Mexíkó hafa Bandaríkin ítrekað stutt valdarán um alla Rómönsku Ameríku. Þau hafa vígvætt hópa á hægri vængnum; haft afskipti af kosningum, borgarastyrjöldum og byltingum; og hleypt af stað styrjöldum, fjöldamorðum og ofbeldi glæpagengja, sem hefur skilið eftir sig djúp ör og neytt fátækt fólk og fólk í háska til að flytja norður á bóginn og leita hælis. Á fjórða áratug 20. aldar hleypti Herbert Hoover Bandaríkja- forseti af stokkunum stórtækri brottvísunaráætlun. 1,8 milljón Mexíkana var vísað brott frá Bandaríkjunum. Um 60% þeirra voru löglegir borgarar. Mörgum Bandaríkjamönnum er með öllu ókunnugt um slíka kafla úr bandarískri sögu. Sérstöðuminnisleysið mótar og ýtir með út- smognum hætti undir hatursfulla afstöðu gegn innflytjendum og fólki frá Rómönsku-Ameríku í þessu landi og nær allt frá fjöldamorðinu í El Paso í ágúst til veiða, innilokunar og sundrunar farandfjölskyldna. Ég hvet alla sem vilja skilja hvernig þetta gerðist til að horfa á heimildar- myndina „Harvest of Empire“ frá 2012 (byggð á samnefndri bók Juan González) þannig að við munum sameiginlega að beint samband er á milli íhlutunar Bandaríkjanna í Rómönsku- Ameríku og óréttlætisins í innflytjendakerfinu í á okkar tímum. Þau eru hér því að við vorum þar. ©2019 The New York Times Syndicate. Á vegum The New York Times Licensing Group. Teresita Fernández Teresita Fernández er listamaður á MacArthur styrk. Í verkum sínum endurhugsar hún tengsl landslags við nýlendustefnu, sögu, ofbeldi og vald. Yfirlitssýningin „Teresita Fernández: Elemental“ stendur yfir í Pérez-listasafninu í Miami til 9. febrúar 2020. Eldur (Fire (United States of the Americas)2) (2018-19) eftir Teresitu Fernández. 48 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 2019 með augum fimm listamanna Tímamót leituðu til fimm listamanna og báðu þá að velja eitt af sínum eigin verk- um og lýsa með hvaða hætti það væri táknrænt fyrir eða endurspeglaði árið 2019. © 2019 The New York Times ÁRIÐ ENDURSPEGLAÐ Í LIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.