Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 58

Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 Vísindin auðga okkur með því að færa okkur fegurð í margvíslegum myndum. Stundum finnst hún í einföldustu birtingar- myndum náttúrunnar: mynstri skeljar perslu- snekkjunnar; litir og viðkvæm form ilmviðar- ins; sjónaukamyndir af iðandi sólkerfum með sjónrænum skilaboðum um mikla leyndar- dóma og víðáttu. Stundum er það fínleiki samspils mólekúla heimsins, fruma, lífvera og viskerfa sem við með naumindum skiljum og höfða til ímynd- unarafls okkar og valda furðu. Stundum er fegurð í hinni einföldu hugmynd um vísindi í leit að sannleika, eða framkvæmd hinnar vísindalegu rannsóknar þar sem sköp- unarkraftur og snilligáfa mannsins afhjúpar mynstur þar sem áður virtist glundroði og óskiljanleiki. Og er ekki fegurð og tíguleiki í þeirri stað- reynd að aðeins fjögur núkleótíð erfðaefnis- ins eru mynstruð til að búa til hinar sameigin- legu genetísku upplýsingar sem liggja að baki gnótt að því er virðist óskyldra lífsforma? © 2019 The New York Times Company og Elizabeth Blackburn. Á vegum The New York Times Licensing Group. Rob Searcey Elizabeth Blackburn Elizabeth Blackburn hlaut ásamt öðrum Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði eða læknavísindum árið 2009. Skilgreining einstaklings á fegurð er afstrakt, flókið og einkar persónuleg hugsjón, sem verður að leið- arljósi út lífið. Okkar langar í það sem við teljum fallegt og sú löngun getur hæglega orðið að þrá, sem síðan verður eldsneytið, sem knýr okkur til dáða. Fegurð hefur afl til að geta af sér metnað og ástríðu og verður þannig hvatinn að því að við látum drauma okkar rætast. Í starfi okkar sem tískuhönnuðir fáumst við oft við fegurð í efnislegri birtingarmynd hennar. En fegurð getur einnig verið tilfinningalegt, skapandi og mjög andlegt afl. Kjarni hennar fjölbrigðinn. Hún getur tek- ið á sig ótakmarkaðar myndir, sem leyfir okkur að skilgreina hana á þeim forsendum, sem okkur eru skiljanlegastar. Við njótum einstakrar gæfu að lífa á tímum þegar fegurð er hyllt og heiðruð í margvíslegum myndum og mælikvarðar ná yfir fleiri og fjölbreyttari hópa en áður, óháð kynþætti, kyni, kynhneigð eða trú. Ein- staklingseðlið er fallegt. Val er fallegt. Frelsi er fallegt. Fegurð mun alltaf hafa kraft til að veita okkur innblástur. Hún er ráðgáta, óþekkjanleg músa, sem ýtir á okkur að vera betri, gera betur, leggja meira á okkur. Og samkvæmt þeirri skilgreiningu er það sem við á okkar tímum þurfum mest á að halda í heimi einfaldlega meiri fegurð. © 2019 The New York Times Company, Lazaro Hernandez og Jack McCollough. Daniel Weiss Lazaro Hernandez og Jack McCollough Lazaro Hernandez and Jack McCollough stofnuðu og hönnuðu Proenza Schouler. Flestum mínum vökustundum (og mörgum næturdraumum) ver ég í að hugsa um feg- urð og merkingu hennar. Allt mitt ævistarf hefur verið tilraun til að tjá fegurð í gegnum hönnun. Fyrir mér er fegurðin nokkuð sem er ólýsanlegt og ég upplifi hana á marga vegu. Til dæmis elska ég garðyrkju. Form og litir blóma fylla mig yfirleitt af furðu og gleði. Tíminn sem ég ver í garðinum hefur iðulega áhrif á lögun kjólanna minna, rétt eins og þeir hlutir, sem ég vel að hafa í kringum mig. Ég færist jafnvel nær því fólki sem deilir með mér þessari ástríðu. Sem manneskjur erum við öll meira eða minna stillt inn á fegurð. Fyrir vikið reynum við öll að drekka hana í okkur með einum eða öðrum hætti – hvort sem það er með því að vera úti í náttúrunni, lesa ljóð eða verða ástfangin. Og þótt samskipti okkar við fegurðina kunni að vera í einrúmi, tengir hún þegar best lætur fólk, sem deilir því að kunna að meta sömu fegurð. Fegurðin gerir okkur kleift að upplifa hið ótrúlega ríkidæmi umhverfisins. Að skynja hana er eins og að vera með vegabréfsáritun inn í okkar innra sjálf og restina af heim- inum í sömu andrá. Það áhugaverða við fegurðina er að á henni eru engir gallar, hún getur bara aukið líf okkar og bætt. ©2019 The New York Times Company og Zac Posen. Á vegum The New York Times Licensing Group. Zac Posen Zac Posen er tískuhönnuður. Collins Nai / Bottega Agency LLC „Tilgangur kynlífs er tímgun,“ sagði gagnkyn- hneigður sískynja maður eitt sinn við mig er hann var að reyna að verja andúð sína á sam- kynhneigðum. „Þannig að það sannar að sam- kynhneigð er vísindalega og líffræðilega röng. Hún þjónar engum tilgangi.“ Ég þagði augna- blik. „Ha,“ sagði ég síðan, „þannig að … hver er þá tilgangurinn með munnmökum?“ Það þaggaði snarlega niður í honum. Oft heyri ég röksemdafærslu þar sem tilvist mannsins er smættuð í líffræðilega virkni eins og það að lifa af og framleiðni væri okkar eini tilgangur og „afkoman“ okkar síðasta orð. Það er freistandi afstaða vegna þess að hún krefst minnstrar áreynslu eða ímyndunarafls. Og fyrir flest dýr er það eini kosturinn – kólibrífuglinn sem teygar hunangssafa er aðeins að svala hungri sínu. Hann veit ekki einu sinni af fegurð sinni, hefur ekki getu til að skynja hana. En við gerum það. Við njótum listaverka, tónlistar, ljóða. Við smíðum fóðurskammtara fyrir fugla. Við gróðursetjum blóm. Aðeins maðurinn leitar uppi og tjáir fegurð. Hvers vegna erum við með þennan einstaka hæfileika ef okkur var ekki ætlað að nota hann? Jafnvel kvarkar, þessar grunneiningar í kjarna lífsins, voru upprunalega nefndir eftir „fegurð“ og „sannleika“. Þess vegna skiptir fegurð mig máli. Þegar við sjáum fegurð í einhverju erum við að nota líf- fræðilega getu okkar til fulls. Með öðrum orðum: við erum aldrei jafn lifandi og þegar við skynj- um fegurð lífsins. © 2019The New York Times Company og Constance Wu. Á vegum The New York Times Licensing Group. Ruven Afanador Constance Wu Constance Wu er sjónvarps- og kvikmyndaleikkona. Hver myndi ekki halda því fram að hlutir væru fallegir í sjálfum sér? Margt af því, sem við sjáum í náttúrunni, myndi falla undir það: sól- arlag, snævi þaktir fjallstindar, fossar, villiblóm. Slíkar myndir fylla skilningarvit okkar ánægju og róa þau og eru meðal þeirra, sem hvað oft- ast hafa verið gerðar í sögu siðmenningarinnar. Það er vitaskuld staðreynd að við erum ekki einu verurnar, sem laðast að blómum. Býflugur og fiðrildi geta ekki staðist þau heldur – en það er vegna þess að þau þurfa á blómum að halda til að lifa af. Á hinum enda fegurðarrófsins eru skriðdýr. Þeirra hlutskipti hefur verið frekar slæmt. Í vís- indaskáldskap í aldanna rás hefur útlit þeirra ver- ið líkanið að gríðarlegum fjölda ljótra skrímsla, allt frá Godzilla til verunnar í „Skepnan úr svarta lóninu“ („Creature From the Black Lagoon“) og Gorns í „Geimleiðangri“ („Star Trek“). Það kann að vera góð ástæða fyrir því að við löðumst að sumum hlutum af eðlisávísun og höfum ekki smekk fyrir öðrum. Ef forfeður okkar af spendýrakyni, á hlaupum niðri við jörð, hefðu ekki óttast risaeðlurnar hefðu þeir ver- ið étnir í einni svipan. Að sama skapi myndu næstum allir taka undir að skaðlaust fiðrildi væri fallegra en býfluga með stungubroddi – mögulega fyrir utan býflugnabændur. Hættan á líkamstjóni virðist skipta miklu máli í sameiginlegu mati okkar á því hvað sé eða sé ekki fallegt. Fegurð gæti vel verið leið fyrir skilningarvit okkar að láta vita hvenær við eig- um að finna til öryggiskenndar í hættulegum heimi. Ef svo er get ég ekki að því gert að velta fyrir mér hversu mikil fegurð er rétt utan seilingar, falin fyrir framan nefið á okkur vegna þess að við erum bara með fimm skilningarvit til þess að upplifa heiminn. © 2019The New York Times Company og Neil deGrasse Tyson. Á vegum The New York Times Licensing Group. Chris Cassidy Neil deGrasse Tyson er stjarneðlisfræðingur við náttúrusögusafnið American Museum of Natural History og gegnir þar stöðu stjórnanda Hayden Planetarium, sem kennd er við Frederick P. Rose. Hann er höfundur bókarinar „Bréf frá stjarneðlisfræð- ingi“ („Letters From an Astrophysicist“). STÓRA SPURNINGIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.