Fréttablaðið - 28.12.2019, Side 4
Það eru mjög skýrar
reglur að þú tekur
þig ekki af leið nema í
samráði við stjórnstöðina.
Jóhannes Rúnarsson,
framkvæmdastjóri Strætó
Árni Oddur
Þórðarson
forstjóri
Marels
var valinn
viðskipta-
maður ársins
af dómnefnd
Markaðarins.
Félagið lauk vel
heppnaðri skráningu í kaup-
höllina í Amsterdam, erlent
eignarhald hefur margfaldast
á tveimur árum og hlutabréfa-
verð hækkað um 70 prósent.
Árni Oddur segir að nú,
þegar dregið hefur úr óvissu í
alþjóðamálum, sé betri tónn í
viðskiptavinum og fyrirtækið
ætli sér stóra hluti í Asíu.
Halldóra
Mogensen
þingkona
Pírata
hefur verið
á hrak-
hólum með
húsnæði allan
desember-
mánuð eftir að
mygla uppgötvaðist í leiguíbúð
hennar. Hún segir að reynslan
hafi sýnt henni að réttindum
leigjenda í slíkum aðstæðum sé
verulega ábótavant.
Trölli
bíræfinn
grænn þjófur
reyndi að
stela for-
láta jólatré
mannauðs-
deildar
lögreglunnar
yfir jólin en
þjófurinn komst
ekki upp með að spilla jól-
unum. Trölli gisti í fangaklefa
á „hótel Grænuhlíð“ í lög-
reglustöðinni á Hverfisgötu.
Þrjú í fréttum
Marel, mygla og
mannauðsdeild
40” BREYTTUR
MEGA CAB
TRYGGÐU ÞÉR NÝJAN RAM FYRIR ÁRAMÓT
EIGUM TIL AFGREIÐSLU STRAX CREW CAB BIG HORN,
LARAMIE, SPORT OG LIMITED ÚTFÆRSLUR.
EINNIG MEGA CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM.
BJÓÐUM UPP Á 35”, 37” OG 40” BREYTINGAR
RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.987.745 KR. ÁN VSK.
RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK.
ramisland.is
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
54
kíló af amfetamínni og
35 kíló af kókaíni tók
lögreglan á fyrstu tíu
mánuðum ársins. Áætlað
götuverðmæti er um 650
milljónir króna.
130
einstaklingar voru í
meðferð hjá SÁÁ yfir
hátíðirnar.
2,5
prósenta áætluð hækkun
verður á heildsöluverði
mjólkur og mjólkurvara
um áramótin.
45
þúsund skór stóðu í
gluggum íslenskra barna
í desember samkvæmt
greiningardeild Íslands-
stofu.
0
gjafir komust til geim-
faranna sex sem vinna í
Alþjóðlegu geimstöðinni
eftir að geimfari sem
ætlað var að fljúga með
þær til þeirra var snúið við.
TÖLUR VIKUNNAR 22.12. 2019 TIL 28.12. 2019
SAMGÖNGUR Vagnstjórar Strætó
upplifa oft óumburðarlyndi, pirr-
ing og hvöss samskipti í gegnum
talstöð við höfuðstöðvarnar á
Hesthálsi og stjórnstöðina. Upplifa
þeir sig stundum niðurlægða eftir
þessi samskipti. Þetta kemur fram
í gögnum sem Fréttablaðið hefur
undir höndum.
Þá kemur einnig fram að vagn-
stjórar virðist taka sig af leið oftar
en þurfa þykir sem skapi óánægju
hjá bæði farþegum og öðrum vagn-
stjórum. Samkvæmt reglum eiga
þeir ekki að taka sig af leið nema
eftir fyrirmælum stjórnstöðvar-
innar.
Í viðtali Fréttablaðsins við
nokkra vagnstjóra í haust kom fram
að þeir fá einnig yfir sig ýmiss konar
leiðindi frá farþegum, sérstak-
lega þeir sem eru af erlendu bergi
brotnir, sem er þriðjungur af fast-
ráðnum vagnstjórum. Töluðu vagn-
stjórarnir einkum um ókurteisi frá
unglingsstúlkum og fordóma hjá
eldra fólki.
Jóhannes Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Strætó, segir að
samskiptin við stjórnstöðina séu
almennt ekki slæm. „Það er ein-
staka sinnum sem menn eru beðnir
um að vinna vinnuna sína og það
fer skakkt í suma,“ segir hann og að
þetta sé persónubundið. „Ég kann-
ast ekki við að þetta sé neitt vanda-
mál.“
Um það að vagnstjórar taki sig
af leið segir Jóhannes það aðallega
vegna þess að þeir séu orðnir of
seinir og aðrir búnir að ná þeim.
„Það eru mjög skýrar reglur um að
þú tekur þig ekki af leið nema í sam-
ráði við stjórnstöðina,“ segir hann.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er einnig töluverð óánægja
á meðal vagnstjóra með drægni
rafvagnanna. Strætó keypti 14 raf-
vagna árið 2017 og bætti tíu við ári
seinna. Duga þeir ekki heila vakt
og verr í frosti. Aki þeir á morgnana
til 10 og fari þá í hleðslu. Eru síðan
aftur teknir í notkun klukkan 14.
Þá kvarta vagnstjórar einnig yfir
því að fá ekki nægjanlega kennslu
á nýja vagna.
Jóhannes segir að drægnin hafi
alltaf legið ljós fyrir og hafnar því
að Strætó glími við vagnahallæri.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins óttast vagnstjórar að heilu
leiðirnar verði felldar niður á höfuð-
borgarsvæðinu vegna vagnaskorts.
„Við erum með nóg af vögnum, en
erum reyndar með mjög gamla
vagna þannig að þetta getur stund-
um verið brothætt. Við höfum ekki
lent í neinum vandræðum,“ segir
Jóhannes. Segir hann að einu breyt-
ingarnar sem gerðar verði á leiða-
kerfinu á næsta ári séu í Hafnarfirði,
um sumarið. Það er breytingar á
leiðum 43, 44, 33, 23 og f leirum.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Vagnstjórar hjá Strætó kvarta
undan erfiðum samskiptum
Vagnstjórar hjá Strætó segjast oft upplifa skort á umburðarlyndi, pirring og hvöss samskipti innan fyrir-
tækisins og finnst þeir stundum niðurlægðir. Þá eru þeir ekki að fullu sáttir við nýju rafvagnana. Fram-
kvæmdastjóri Strætó segir samskiptin almennt ekki slæm og kannast ekki við að þau séu vandamál.
Vagnstjórum Strætó finnst þeir stundum niðurlægðir í samskiptum sínum við stjórnstöð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð