Fréttablaðið - 28.12.2019, Page 10

Fréttablaðið - 28.12.2019, Page 10
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Á þessu ári hafa Íslend- ingar boðið 74 flótta- menn vel- komna. Þeir búa á höfuð- borgarsvæð- inu, Selfossi, Blönduósi og á Hvamms- tanga. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is Raunir jólanna eru af ýmsum toga. Hvort sem um ræðir þungaða mey á vergangi sem fæða þarf frumgetinn son sinn í fjárhúsi eða rjúpusósu sem hleypur í kekki þykir hverjum sinn barningur þung- bær. Það fannst mér um mína eigin jólaþrautagöngu – allavega í fyrstu. Við fjölskyldan hugðumst veita okkur þann munað þessi jólin að „fljúga vel með Icelandair“ til Íslands frá London, þar sem við búum. Eitthvað lét lúxus ferða- mátans þó á sér standa. Við innritunarborð Icelandair á Gatwick beið okkar svo löng röð að ætla mætti að verið væri að skrásetja alla heimsbyggðina. Við rétt náðum inn í vélina fyrir f lugtak þar sem biðu okkar þrír klukkutímar með tvö börn þorrin þolinmæði. Ekki tók betra við á Keflavíkurflugvelli. Við lendingu bólaði ekkert á ferðatöskunni okkar. Flug- vallarstarfsmaður tilkynnti okkur eins og ekkert væri eðlilegra að taskan hefði verið skilin eftir í London ásamt sextíu öðrum töskum. Hvers vegna? Af því bara. Við tók önnur biðröð. Að endingu var okkur boðaður sá fögnuður að taskan, sem innihélt allar jólagjafir og jólaföt fjölskyldunnar, bærist líklega til landsins einhvern tímann á næstu dögum – vonandi fyrir jól. Af f lugvellinum ókum við í Vesturbæinn. Þar var heitavatnslaust. Í ískaldri íbúð án farangurs var börn- unum komið í háttinn í ferðafötunum og yfirhöfnum – María hafði að minnsta kosti reifar til að vefja Jesú í. Ekkert bólaði á vitringum með gull, reykelsi og myrru. Á þriðja degi í sömu fötum fengum við sms skilaboð. Dýrð sé Guði í upphæðum! Taskan var komin á BSÍ. Í vígahug arkaði ég inn á Umferðarmiðstöðina staðráð- in í að segja einhverjum til syndanna. Var Icelandair að reyna að eyðileggja jólin? Vissi fyrirtækið ekki að það eru mannréttindi að þurfa ekki að vera í sömu nærbuxum þrjá daga í röð? Skyndilega heyrði ég hljóð, einhvers konar ýlfur eins og frá særðu dýri. Ég leit yfir öxlina og kom auga á lítið hliðarherbergi. Af óforbetranlegri hnýsni gægðist ég inn. Aðeins einn maður var í herberginu sem var fullt af spilakössum. Hann sat álútur á stól við einn kassann. Axlirnar á honum skókust. Hann grét með ekkasogum. Ég snerist á hæli og skjögraði í átt að töskugeymsl- unni. Ég sótti ferðatöskuna en skammaði engan því úr mér var allur vindur. Hver var þessi maður? Af hverju var hann að gráta? Hvað hafði hann tapað miklu í spilakassanum? Átti hann ekki lengur fyrir jólagjöfum handa börnunum sínum? Þegar heim var komið opnaði ég ferðatöskuna. Við blasti ófögur sjón. Ofan í töskunni var allt á f loti. Jóla- fötin voru svo blaut að hægt var að vinda þau. Jóla- gjafirnar voru handónýtar. En harmur mannsins sem grét við spilakassann fylgdi mér. Þvottafjallið sem beið mín, ónýtir jólapakkar – dót sem börnin hefðu leikið sér að í andartak en hent svo frá sér og heimtað iPadd- inn – virtust léttvæg. Angist ókunnugs manns minnti mig höstuglega á hversu mikil forréttindi það voru að helstu áhyggjur jólanna voru ferð í Kringluna rétt fyrir lokun á aðfangadag til að kaupa nýjar jólagjafir. Fíkn að féþúfu Rannsóknir benda til að rúmlega 2.000 Íslendingar glími við alvarlega spilafíkn og allt að þrefalt f leiri glími við fíknina í einhverri mynd. Talið er að spila- kassar séu þrisvar til fjórum sinnum meira ávana- bindandi en aðrar tegundir fjárhættuspila. Í nýlegu viðtali við Morgunblaðið sagði Alma Hafsteinsdóttir viðskiptafræðingur frá því hvernig hún tapaði 30 milljónum króna í spilakössum á átján mánuðum. Það er vægt til orða tekið að kalla það hræsni þegar samtök sem kenna sig við góðgerðarstörf og upp- lýsingu gera sér fíkn fólks að féþúfu. Háskóli Íslands, Rauði krossinn, Slysavarnafélagið Landsbjörg og SÁÁ; þið berið ábyrgð á böli mannsins sem grét við spila- kassann á BSÍ fyrir jólin. Finnst ykkur það í lagi? Angist ókunnugs manns Fréttablaðið segir í dag frá nýjum Íslend-ingum á Hvammstanga, brosmildum fjölskyldum sýrlenskra flóttamanna sem komu í vor, tíu fullorðnum og þrettán börnum. Fólkið hefur náð ótrúlegum tökum á erfiðri íslenskunni og flestir full- orðnir hafa fengið vinnu. Þau voru á f lótta frá stríði við slæman aðbúnað, kröpp kjör og fordóma. Þau eiga skilið skilning og stuðning. Þeir sem hafa tekið á móti þeim eiga hrós skilið. Bæði verkefnisstjórar og stuðningsfjölskyldur Sýrlendinganna, en ekki síst heimamenn sem hafa boðið fólkið velkomið í samfélagið. Hinir nýju Hún- vetningar segjast hafa upplifað góðar móttökur og notið velvildar. Þeir hafi styrkst og geti nú gefið til baka. Flóttamenn og innflytjendur eru því miður bit- bein stjórnmálamanna hér sem annars staðar. Þar togast á tvennar öfgar: Annars vegar eru þeir sem vilja takmarka mjög fjölda flóttamanna og annarra innflytjenda. Alið er á ótta um að innflytjendur mengi það sem íslenskt er, þeir dragi úr öryggi og sundri samfélaginu. Hins vegar eru þeir sem vilja óheft landamæri. Oft sjáum við gagnrýna orðræðu um illa meðferð stjórn- valda á útlendingum. Sumt þar kann að vera rétt. Kerfi eru aldrei fullkomin og meðalhófið vandratað. En þrátt fyrir allt er margt gert vel, eins og á Hvammstanga. Sé rétt á málum haldið auðga flótta- menn og aðrir innflytjendur samfélagið, gera það fjölbreyttara og sterkara. Á fáum stöðum í heiminum eru útlendingar jafn velkomnir og á Íslandi. Í síðustu viku birti Gallup niðurstöður alþjóðlegrar könnunar í 138 löndum um afstöðu til innflytjenda. Þar eru Íslendingar áberandi jákvæðir á heimsvísu gagnvart þeim og hvað opnastir fyrir því að samþykkja þá. Þá er unga fólkið okkar enn víðsýnna og móttækilegra gagnvart innflytjendum. Á þessu ári hafa Íslendingar boðið 74 flóttamenn velkomna. Þeir búa á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi, Blönduósi og á Hvammstanga. Á næstu tveimur árum koma 85 flóttamenn og síðan 100. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar fjölda farandfólks í heiminum um 270 milljónir, eða um 3,5 prósent jarðarbúa. Þeim fer fjölgandi, eru um 50 milljónum fleiri en árið 2010. Þó að margir velji að flytja, eru sífellt f leiri sem flytjast af nauð. Í ársbyrjun fór fjöldi f lóttafólks á heimsvísu yfir 70 milljónir: 26 milljónir á f lótta yfir landamæri, 3,5 milljónir hælisleitenda og 41 milljón á flótta innan eigin lands. Múrar og lokaðar dyr mæta þeim í vaxandi mæli og mannréttindabrotum fjölgar. Við fótstall hinnar eirgrænu Frelsisstyttu í New York, er skráð sonnetta Emmu Lazarus frá árinu 1883 um hina máttugu gyðju sem býður menn velkomna. Með þöglum vörum sínum hrópar hún: „Fátækan skarann fær til mín, sem frjálsan þráir anda. Þar sem lampinn skærast skín, skal birtan gullin standa.“ – Það gildir líka á Íslandi. Nýir Húnvetningar EKKERT BRUDL Wellington Innbökuð íslensk nautalun d Íslandsnaut Wellington Nautalund Íslensk, frosin kr./kg.5.998 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.