Fréttablaðið - 28.12.2019, Page 13

Fréttablaðið - 28.12.2019, Page 13
Góðu gæjarnir í Liverpool Liverpool er ekki aðeins að stinga af innan vallar með frammistöðu sinni heldur eru innan liðsins góðir gæjar utan vallar. Skytturnar þrjár, Mo Salah, Sadio Mane og heimadrengurinn Trent Alexander- Arnold, hugsa um þá sem minna mega sín.   Trent Alexander-Arnold Heimadrengurinn vinnur í súpueldhúsi í borginni, er með í Under Armor Pink baráttunni sem hjápar konum sem berjast við brjóstakrabbamein og blaðið Independent sagði frá að hann hefði farið í skólann sinn til að afhenda nemendum verðlaun, af því hann langaði það einfaldlega. Enginn bað um hans aðstoð. Mohamed Salah Trúlega er hægt að skrifa heila blaðsíðu um gæðablóðið Salah. Það er nánast of langt að telja upp það sem hann hefur gert sérstaklega í ættlandinu sínu, Egyptalandi, og í sínu héraði Nagrig þar sem er mikil fátækt. Þar hefur hann byggt skóla og sjúkrahús. Þá virðist hann í ein- stökum tengslum við stuðningsmenn liðsins og er alltaf til í að koma ógleymanlegum minningum fyrir í huga og hjörtum þeirra. Sadio Mane Mané fjármagnar skóla í heimaþorpi sínu og gaf 200 þúsund pund til að hann gæti risið. Hann fjár- magnaði sjúkrahúsið í héraðinu og styrkti fátæka og fjölmörg góðgerðarsamtök í heimalandinu. Þegar breska blaðið The Telegraph ætlaði að fjalla um góð- mennsku hans bað Mané um að það yrði ekki gert. Húsnæðis- og mannvirkjamál á einum stað Þann 1. janúar 2020 sameinast Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun undir nýju nafni, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Sameiningunni er ætlað að stuðla að heildstæðri yfirsýn yfir húsnæðis- og mannvirkjamál á einum stað ásamt því að efla stefnumótun og framkvæmd húsnæðis- og mann- virkjamála til hagsmuna fyrir almenning. Við tökum á móti viðskiptavinum okkar í höfuðstöðvum okkar að Borgartúni 21, 105 Reykjavík og í síma 440 6400. Borgartún 21 440 6400 ils.is mannvirkjastofnun.is S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13L A U G A R D A G U R 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.