Fréttablaðið - 28.12.2019, Side 24
Margrét Lára lék á ferli sínum
124 landsleiki og markið sem hún
skoraði í sínum síðasta landsleik
gegn Ungverjalandi í undankeppni
EM 2021 var það 79. á landsliðsferl-
inum. Hún spilaði sinn fyrsta leik
á móti Ungverjum sumarið 2003,
þá 16 ára gömul, í undankeppni
EM 2005. Margrét var ekki lengi að
stimpla sig inn í landsliðið en hún
skoraði örfáum mínútum eftir að
hún kom inn á sem varamaður í
leiknum. Margrét var markahæsti
leikmaður undankeppninnar fyrir
EM 2009 með tólf mörk.
Íslenska liðið tryggði sér þá þátt-
tökurétt á stórmóti í fyrsta skipti
í sögunni en féll úr leik í gríðar-
lega erfiðum riðli í lokakeppninni
í Finnlandi í það skiptið. Margrét
Lára spilaði einnig með liðinu sem
fór í átta liða úrslit á EM í Svíþjóð
árið 2013.
Margrét Lára tók við fyrirliða-
bandinu hjá landsliðinu af Katr-
ínu Jónsdóttur þegar Katrín lagði
skóna á hilluna árið 2013. Margrét
Lára varð svo ólétt að fyrsta barni
sínu haustið 2013. Þá tók Sara Björk
Gunnarsdóttir við fyrirliðabandinu
en Margrét Lára tók svo við band-
inu og bar það á nýjan leik þar til
hún meiddist í aðdraganda Evrópu-
mótsins árið 2017.
„Ég átti frábæran tíma með lands-
liðinu en ég fann það svo sem alveg
þegar ég kem þarna 16 ára gömul
og tek pláss, þá upplifði ég alveg að
einhverjum leikmönnum fannst
ég vera að stíga á tærnar á þeim.
Ég pældi bara lítið í því og f lestar í
hópnum tóku mér vel og það gekk
vel bæði hjá mér og liðinu og það
var mér efst í huga. Ég hafði lent í því
sama hjá ÍBV þegar ég var 14 og 15
ára gömul. Þá fann ég alveg að eldri
leikmenn pirruðu sig á því hvað
þessi stelpa væri að vilja upp á dekk.
Í báðum tilvikum þróaðist það svo
bara þannig að ég og liðið stóðum
okkur vel og ég myndaði góð tengsl
við leikmenn. Á þessum tíma var
ég lítið að pæla hvað öðrum fannst
og einbeitti mér bara meira að því
að gera vel fyrir liðin sem ég var að
spila fyrir og þróa minn leik áfram,“
segir Margrét um fyrstu árin sín í
meistaraflokki og með landsliðinu.
„Það hefur verið talað um mig frá
því að ég var ung stelpa. Strax 10
ára gömul var ég orðin umtalsefni
í fjölmiðlum þegar ég var að bæta
markamet á Pæjumótum og það
var strax á þeim tíma farið að tala
um mig án þess að ég væri að stýra
umræðunni. Ég á góða foreldra sem
bæði studdu mig vel og voru um leið
sanngjörn í minn garð. Það er að
þau hældu mér ekki um of og tóku
ekki þátt í því að hefja mig upp til
skýjanna. Þau voru bæði til staðar á
erfiðum tímum á ferlinum og þegar
vel gekk. Þau leiðbeindu mér og
voru líka með leiðbeiningar þegar
það átti við,“ segir hún.
„Ég ákvað það bara f ljótlega að
pæla ekki í þeim sögum sem voru
að ganga um mig og einhverju bak-
tali í kringum mig. Ég er orðin von
því að vera á milli tannanna á fólki
og það bítur ekkert á mig. Ég ákvað
það rúmlega tvítug og var að ein-
hverju leyti ýtt út í það til dæmis að
vera með fyrirlestur í samstarfi við
TM úti um allt og á þeim tíma var
ég mjög áberandi. Það voru örugg-
lega einhverjir sem fengu upp í kok
af mér á þeim tíma en ég var meira
að pæla í fótboltastelpum landsins
og hvað mér hefði fundist æðislegt
þegar ég var ung stelpa ef landsliðs-
konur hefðu komið á æfingu hjá
mér og sýnt mér áhuga.
Fyrirlesturinn sem ég var með
fjallaði um það hugarfar sem þarf til
þess að verða afreksíþróttamaður
og það er margt sem ég hefði orðað
öðruvísi og gert á annan hátt í dag
en ég er samt stolt og ánægð með
að hafa gert þetta og hjálpað við
að koma kvennaknattspyrnunni
almennilega á framfæri hér á landi,“
segir hún aðspurð um hvort það
hafi verið byrði að vera í umræð-
unni hjá knattspyrnuáhugafólki
sem og fyrirmynd fyrir unga knatt-
spyrnumenn.
Gaf mér meira að skora meidd
Þó svo að ferill Margrétar Láru sé
sveipaður mikilli markaskorun og
titlum þá hefur hún kynnst tölu-
verðu mótlæti hvað meiðsli varðar
og nú síðast þegar hún missti af
lokakeppni EM 2017 vegna kross-
bandsslita. Þá hefði hún viljað kom-
ast lengra í atvinnumennskunni en
meiðsli hægðu á framabraut hennar
á þeim vettvangi.
„Ég er of boðslega stolt af því
að hafa náð jafn langt og raun bar
vitni í ljósi þeirra meiðsla sem ég
þurfti að glíma við. Til að mynda
finnst mér meira afrek að skora 12
mörk fyrir Kristianstad sem var
um miðja sænsku efstu deildina
á annarri löppinni en að raða inn
mörkum fyrir Val, verkjalaus og
fersk í líkamanum. Höggið sem ég
varð fyrir sumarið 2017 var bæði
erfitt fyrir mig og það jók á höggið
þar sem Elísa systir, sem var að fara
á sitt fyrsta stórmót í stóru hlut-
verki, lenti í því sama.
Þetta var erfitt fyrir alla fjölskyld-
una sem hafði hlakkað til þess að
fara til Hollands, fylgjast með okkur
eiga gleðistund saman. Við eigum
hins vegar góða að sem hjálpuðu
okkur mikið á þessum erfiða tíma.
Ég get alveg ímyndað mér að það
myndi taka á mig ef svona tækifæri
yrði tekið frá báðum sonum mínum
á sama tíma þegar fram í sækir,“
segir Margrét um vonbrigðin að
meiðast sumarið 2017 rétt fyrir EM.
Nú þegar punktur er kominn
aftan við fótboltaferilinn er Mar-
grét Lára komin með aðra forgangs-
röðun í lífið. Móðurhlutverkið, fjöl-
skyldulífið og sálfræðistarfið sem
hún sinnir hjá Litlu kvíðameðferð-
arstöðinni á hug hennar allan. Mar-
grét sér fyrir sér að koma aftur inn
í knattspyrnuheiminn á einhvern
hátt en er ekki viss um á hvaða hátt
það verður.
„Það er skrýtið af hafa allan þenn-
an frítíma en á sama tíma alveg
yndislegt. Mig langar að vera eins
góð mamma og ég get og vera meira
til staðar fyrir manninn minn.
Það verður frábært að geta tekið
almennilegt sumarfrí. Fótbolta-
bakterían er samt eitthvað sem þú
losnar ekki svo glatt við. Ég mun
örugglega snúa aftur í fótboltann í
einhverju formi og ætla að taka þær
gráður sem þarf að taka til þess að
geta þjálfað. Hvort ég komi til með
að þjálfa, vera stjórnarmaður eða
koma inn í boltann á öðrum vett-
vangi verður bara að koma í ljós.
Það að vera álitsgjafi um enska bolt-
ann fyllir tómarúmið nógu vel sem
það að hætta að spila skilur eftir sig
núna,“ segir hún um framhaldið.
ÉG ÁTTI FRÁBÆRAN TÍMA
MEÐ LANDSLIÐINU EN ÉG
FANN ÞAÐ SVO SEM ALVEG
ÞEGAR ÉG KOM ÞARNA 16
ÁRA GÖMUL OG TÓK PLÁSS,
ÞÁ UPPLIFÐI ÉG ALVEG AÐ
EINHVERJUM LEIKMÖNN-
UM FANNST ÉG VERA AÐ
STÍGA Á TÆRNAR Á ÞEIM.
Margrét Lára bar fyrirliðabandið hjá Íslandi á blómatíma landsliðsins.
Hér er Margrét umvafin fjölskyldu sinni á sigurstundu á Hlíðarenda í haust.
Margrét Lára Viðarsdóttir var markaskorari af guðs náð en hún hefur nú ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna og setja aðra hluti en knattspyrnuna í forgang hjá sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð