Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2019, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 28.12.2019, Qupperneq 30
Nýtt ár er á næsta leiti og þá hyggjast eflaust margir hefja nýtt líf hreyfingar og hreysti. Líkamsræktarstöðvar landsins fyllast af geiglausum gestum staðráðnum í að bæta upp fyrir syndugt letilífið sem fylgir oftar en ekki hátíðunum. En þegar fólk ætlar að taka sig á og komast aftur í gang er að mörgu að huga og betra að stíga varlega til jarðar. Að sögn Bjarkar Bogadóttur, íþrótta- og heilsufræðings hjá Heilsuborg, er mikilvægt að fara ekki of geyst af stað og setja sér hófstillt mark- mið. „Ég tel að mikilvægt sé að hver og einn fari aftur af stað í hreyf- ingu á sínum hraða og í takt við þá hreyfingu sem viðkomandi hefur stundað áður,“ segir Björk. „Það getur verið gott að taka pásu inn á milli og muna að njóta, sérstaklega yfir hátíðirnar.“ Hún segir að málið snúist um að tileinka sér ákveðið hugarfar. „Heilsuhreysti er lífsstíll en ekki átaksverkefni og vegna þess skilar það oftar en ekki árangri að fara rólega af stað og á sínum eigin for- sendum. Auðvelt er að verða fyrir álagsmeiðslum ef farið er of geyst af stað. Líkaminn þarf að venjast álaginu og byggja upp styrk og þol sem tekur tíma. Því er mikil- vægt að fara rólega af stað og enn mikilvægara að hver og einn velji sér hreyfingu sem þeim finnst skemmtileg,“ segir Björk. Aðspurð segir hún strengingu áramótaheita ekkert endilega bestu leiðina til að komast aftur í gang. „Ég er persónulega ekki hrif- in af áramótaheitum, mér finnst þau búa til óþarfa álag. Vissulega geta þau virkað fyrir suma en persónulega myndi ég mæla með markmiðasetningu,“ útskýrir hún. „Að setja sér markmið er auðvelt en það getur verið erfiðara að fylgja þeim eftir. Skammtíma- og langtímamarkmið hafa reynst mér vel. Til dæmis hef ég sett mér vikuleg skammtímamarkmið en langtímamarkmiðin eru oft mánuður, mánuðir eða ár. Þannig finnst mér auðveldara að hafa góða yfirsýn yfir framfarir.“ Þannig er engin töfralausn í boði fyrir fólk sem vill komast aftur í form og lifa heilsusamlegu lífi. „Hvort sem markmiðið er að léttast, styrkjast eða þyngjast þá er heilsan ekki átaksverkefni heldur lífsstíll sem þarf að vinna markvisst að. Mikilvægt er að brosa yfir litlu sigrunum og taka eitt skref í einu. Þetta þarf líka að vera hreyfing sem hver og einn treystir sér til,“ segir Björk. „Ef heilsan og líkaminn leyfir er gott að stunda hreyfingu reglulega. Hvort sem það er ræktin eða bara göngutúr þrisvar sinnum í viku er mikilvægt að hafa á bak við eyrað að mæting er bæting og hún færir okkur skrefi nær heilsusamlegra lífi,“ heldur hún áfram. „Mér finnst þolinmæðin oft vanmetin þegar fólk fer af stað í hreyfingu.“ Þolinmæðin oft vanmetin Margir fara eflaust að huga að því að koma sér í form á nýju ári eftir sukk um hátíðarnar. Björk Bogadóttir, íþrótta- og heilsufræðingur, var spurð hvernig best sé að komast af stað í hreyfingu. Björk segir áramótaheitin oft búa til óþarfa álag. Betra sé að setja sér hófstillt markmið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ef heilsan og líkam- inn leyfir er gott að stunda hreyfingu reglu- lega. Hvort sem það er ræktin eða bara göngutúr þrisvar sinnum í viku. OSSUR.IS ÖSSUR VERSLUN & ÞJÓNUSTA Grjóthálsi 1-3 | S. 515 1300 Opið virka daga | kl. 8.30-16 SPENNANDI NÝJUNGAR FRÁ ÖSSURI 4 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHEILSA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.