Fréttablaðið - 28.12.2019, Síða 33

Fréttablaðið - 28.12.2019, Síða 33
Árið 2020 leggst mjög vel í mig. Mín bíða vafalaust skemmtileg ævintýr og ég mun nota það sem ég hef þegar lært til að skora á sjálfa mig að vaxa enn frekar,“ segir einkaþjálfarinn, dansarinn og ástríðukokkurinn Yesmine Olsson. Komin eru tíu ár síðan Yesmine venti sínu kvæði í kross og sneri sér að því að breiða út fagnaðarerindi framandi og freistandi matargerðar frá Indlandi, þar sem áherslan var á hreinan, litríkan og heilnæman kost. „Ég hef þá trú að stundum þurfi maður að taka eitt skref til baka til að sjá hverju maður hefur áorkað og til að verða þess áskynja hvað maður vill gera í framhaldinu. Ég held að árið 2019 hafi verið það ár fyrir mig. Á nýárinu stefni ég að því halda upp á allt sem ég gerði á síðastliðnum áratug og hver veit nema ég haldi afmælismatreiðslu­ námskeið, gefi út nýja matreiðslu­ bók og ég vonast til að komast aftur í sjónvarpið að elda; allt í tilefni þess að ég hef verið viðloðandi mat­ reiðslu í áratug.“ Fann sig aftur í einkaþjálfun Áður en Yesmine fór að daðra vítt og breitt við matarmenningu starfaði hún sem dansari og við einkaþjálfun í fimmtán ár. „En áður en ég flutti til Íslands vann ég sem danshöfundur og einkaþjálfari á tónlistarferðalögum og er með sérstöðu í að þjálfa fólk fyrir sviðsframkomu,“ útskýrir Yesmine sem meðal annars vann fyrir Backstreet Boys. Það var svo fyrir um þremur árum að hún sneri óvænt aftur í einkaþjálfun. „Mér barst fyrirspurn sem ég hvorki gat né vildi hafna. Ég hafði ekki ætlað mér að vinna aftur sem einkaþjálfari og var pínu hrædd að snúa aftur í gamla djobbið í stað þess að gera eitthvað nýtt. Þá fann ég hversu ótrúlega gaman er að vera einkaþjálfari eða hópþjálfari sem ég er líka í dag, og að geta hjálpað fólki að ná markmiðum sínum. Það er ótrúlega gefandi. Ég er afskaplega heppin með kúnna sem gerir starf­ ið einstaklega skemmtilegt og fann að ég hafði saknað einkaþjálfunar­ innar. Mér fannst líka gaman að sjá hvernig líkamsræktarmenning Íslendinga hefur breyst því þegar ég starfaði við einkaþjálfun á árum áður var bara ákveðinn hópur sem stundaði ræktina að staðaldri en nú hefur bæst við allur aldur og alls konar fólk sem hefur fundið sína fjöl í ræktinni því svo margt nýtt og spennandi hefur bæst við í tækjum, tímum og áherslum,“ segir Yesmine. Sænskur trampólínmeistari Yesmine vinnur við einkaþjálfun hjá World Class en líka í ýmsu matartengdu inn á milli. „Morgun­ stund gefur gull í mund og mér þykir gott að taka daginn snemma. Því er ég vöknuð og byrjuð að þjálfa klukkan 6.30. Þegar ég var yngri þótti mér lítið mál að vakna snemma og sofna seint en það hefur breyst og nú fer ég fyrr í háttinn,“ segir Yesmine sem sjálf æfir stíft. „Ég hef alltaf æft mikið, hef gaman af því og finn hvað það gerir mér gott. Ég er með sterkan íþrótta­ bakgrunn, var sænskur meistari á trampólíni og æfði fótbolta í átta ár samhliða dansinum. Í fimm ár var ég eina stelpan í fótboltaflokki drengja, fékk aldrei boltann og þurfti að ná honum ein til að fá að spila með. Ég var því komin með ágætis grunn þegar ég fór að æfa með stelpunum,“ segir Yesmine og hlær að minningunni. Það var svo í gegnum þýska skíðakappann Rudi Zangerl sem Yesmine fór að hoppa á trampólíni. „Rudi flutti í hverfið okkar og þar sá ég hausinn á honum skjótast reglulega upp fyrir trjátoppana þegar hann var að hoppa á skíðum á trampólíninu. Ég fór því í tramp­ ólín­ og skíðakennslu til Rudi og með honum utan til keppni enda var hann mega skíðagarpur. Síðan hef ég verið forfallin skíðakona og förum við fjölskyldan með skíðin í Bláfjöll þegar tækifæri gefst,“ segir Yesmine. Feel Iceland lagaði magann Yesmine er í hörkuformi, hugsar vel um heilsuna og tekur inn kollagen frá Feel Iceland. „Ég mæli heils hugar með kolla­ geni sem náttúrulegu prótíni því kollagen fyrirfinnst í líkama okkar og er okkar helsta byggingar­ og viðhaldsefni. Ég hef verið lengi í heilsubransanum og notaði alls­ kyns prótín áður en ég eignaðist börnin en minna eftir barn­ eignirnar. Þegar Feel Iceland kom með kollagen á markað ákvað ég strax að prófa enda er það hágæða, náttúruleg afurð sem unnin er úr hreinu, íslensku sjávarfangi,“ segir Yesmine og árangurinn lét ekki á sér standa. „Það fara margar sögur af því hversu góð áhrif kollagenið hefur á hár, húð, neglur og liði, en það sem kom mér mest á óvart var hversu góð áhrif kolla­ genið hefur á meltingu og maga. Ég hafði lengi verið með magavesen en fór að líða svo miklu betur eftir að ég fór að taka inn Feel Iceland kollagenið. Mér finnst ekki nóg talað um þennan ávinning kollagens fyrir heilsuna en mæli með að fólk með óþægindi í maga lesi sér til og prófi Feel Iceland kollagenið því það gæti mögulega hjálpað svo mörgum öðrum sem glíma við magaóþæg­ indi.“ Yesmine tekur daglega inn einn skammt af kolla­ gen­dufti sem hún hrærir stundum út í þeytinga en oftar en ekki út í vatn. „Þegar ég er á hraðferð Yesmine Olsson segist hafa orðið undrandi yfir góðum áhrifum kollagens á líðan í maga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ekki nóg talað um ávinning kollagens fyrir heilsuna tek ég kollagen í vatni því mér finnst mikilvægt að taka það inn daglega. Ég finn svo margvíslegan mun og féll auðvitað fyrir kollagen­ inu þegar það gerði mér svo gott í maga,“ segir Yesmine sem eins og margir finnur líka mun á því hvað hár og neglur vaxa hratt. „Margir af þeim sem ég þjálfa nota kollagen frá Feel Iceland. Við eigum það sameiginlegt að líða óskaplega vel og finna hvað kollagenið gerir okkur gott við vöðvauppbyggingu, endurheimt, liðheilsu og meltingu. Þegar fólk eldist þarf það að passa vel upp á sig og þegar kollagenbirgðir líkam­ ans þverra gerir það líkamanum gott að bæta við inntöku náttúru­ legs gæðakollagens úr íslensku sjávarfangi,“ segir Yesmine. Hleður batteríin í sjó Undanfarin þrettán ár hefur Yesm­ ine búið með eiginmanni sínum og börnum í Norðlingaholtinu og þegar nýja árið gengur í garð flytja þau sig um set í sama hverfi. „Við viljum hvergi annars staðar vera. Hér höfum við fagra náttúru Heiðmerkur og Elliðavatns í tún­ fætinum, og örstutt er yfir í Bláfjöll og austur í sveit til hestanna,“ segir Yesmine sem er dugleg að nota náttúruna í kring til heilsueflingar og úti­ sports. „Mér finnst hug­ leiðsla einstök leið til einbeitingar og best til þess fallin að fara út í náttúruna, án þess að vera með tónlist eða útvarp í eyrunum, því þá fer hugurinn annað í stað þess að hlusta á umhverfið og heyra í sinni eigin rödd. Það finnst mér langbesta endurhleðslan,“ segir Yesmine, hreysti og fegurðin upp­ máluð. „Ég er orkumikil að eðlisfari en reyni nú að hafa stjórn á orkunni og vil beina henni í réttan farveg. Maðurinn minn dró mig í sjósund og þótt ég sé ekki mikil sundkona finnst mér fátt betra en að henda mér út í ískaldan sjóinn, ein míns liðs og endurhlaða orkuna og hvern einasta vöðva líkamans, því það gerir það svo sannarlega.“ Um áramót kveður Yesmine gamla árið með gómsætum mat og drykk í góðra vina hópi. „Yfir hátíðarnar elda ég mikið af alls kyns góðgæti og við njótum matarins í botn. Ég var með önd í jólamatinn og neita mér ekki um neitt af veisluborðinu, elska bragð­ mikið sveitahangikjötið en passa að allt sé í hófi og ég vel alltaf vel og hlusta á hvað líkaminn vill og fílar.“ Feel Iceland-vörurnar fást meðal annars á eftirfarandi stöðum: Lyfja, Heilsuhúsið, Lyf og heilsa, Hagkaup, Fjarðarkaup, Apótekar- inn, Fríhöfnin og Jurtaapótekið. Dansarinn, einkaþjálfarinn og ástríðu- kokkurinn Yesmine Olsson er jafnvíg á skíði, trampólín, hesta, sjósund, dans og líkamsþjálfun. Hún notar kollagen frá Feel Iceland sér til alhliða heilsubótar. KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 HEILSA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.