Fréttablaðið - 28.12.2019, Side 34

Fréttablaðið - 28.12.2019, Side 34
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Ég leyfi mér allt. Það er ekkert bannað í mínum bókum,“ segir Helga. „En ég passa vel magnið sem ég set ofan í mig. Ég fæ mér jólaöl og konfekt og allt sem ég vil, en bara minna af því og meira af grænmeti, ávöxtum, heilkorna- brauði, baunum, hnetum og fiski. Ég tek einnig oft með mér nesti út í daginn, ég á alltaf til lífræn hindber í frystinum, ég set þau í ílát með haframjöli, kókosflögum, chia-fræjum og möndlumjólk út á. Þetta tekur um eina mínútu að framkvæma og síðan set ég þetta inn í ísskáp um kvöldið og um morguninn er nestið tilbúið. Þá get ég fengið mér holla og góða fæðu þegar ég er svöng en er ekki að bíða þar til ég er orðin of svöng og leita í fæðu sem hækkar sykurstuðulinn hraðar.“ Gott ráð að fara fyrr að sofa Helga ráðleggur fólki sem ætlar að setja sér markmið varðandi heilsuna á nýju ári að byrja á ein- hverju sem er einfalt að halda út í lengri tíma. „Mjög gott og einfalt heilsuráð er að byrja á því að fara fyrr að sofa. Þegar við sofum er líkaminn að jafna sig eftir daginn og gera sig tilbúinn í næsta dag. Nýmyndun frumna eykst og kortisólmagn, sem er streituhorm- ónið, minnkar og leptín, seddu- hormónið, eykst. Líkaminn er í raun að gera við sig og því hefur það bæði jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar að sofa vel,“ segir Helga. „Einnig þekkjum við það þegar við sofum illa að þá leitum við jafnan frekar í mat sem gefur okkur snögga orku og hækkar blóðsykurinn hratt og fáum okkur kannski sykurdjús og kex í morgunmat í staðinn fyrir heilkornabrauð með banana og vatnsglas. Einnig hreyfum við okkur minna ef við erum ekki hvíld og því hefur þetta keðju- verkandi áhrif.“ Varðandi mataræðið er fyrsta ráðleggingin sem Helga gefur fólki að taka sykrað gos af inn- kaupalistanum. Bæði er það dýrt fyrir budduna og fólk geldur fyrir það með heilsunni. „Þú græðir í rauninni tvöfalt með því að taka út gosið,“ segir Helga. Lífsstíll Helgu snýst um vellíðan. Hún hreyfir sig mikið því þá líður henni betur. Henni finnst gaman að vera hraust og geta gert það sem hún vill af því hún hefur líkam- lega burði til þess. „Ég get farið upp Esjuna og ég get farið í fótbolta með krökkunum. Líkami minn er ekki að hamla mér. Það er mjög góð tilfinning og það er þess vegna sem ég þjálfa líkama minn og hugsa vel um hann. Hreyfing lengir lífið, svo einfalt er það.“ Fjallar um heilsu í sjónvarpi Helga er hjúkrunarfræðingur að mennt, en hún lauk einnig MA- gráðu í blaða- og fréttamennsku því hana langaði að búa til heilsuþætti. „Ég hef mikinn áhuga á heilsu og veit fullvel hvað hún skiptir miklu máli. Ég byrjaði með þáttaseríu á Hringbraut sem heitir Líkaminn og gerði síðan Hugarfar í fyrravetur. Báðir þættirnir snúa að heilsu og lífsstíl. Nú er ég að gera 12 þátta seríu í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem er alger draumur fyrir mig,“ segir Helga. Margir heilbrigðisstarfsmenn koma að þáttunum og Helga segir það mjög gaman að kynnast starf- semi heilsugæslunnar en þjónusta hennar er mjög fjölbreytt. „Það geta allir sent á mig hugmyndir að umræðuefni en ég hef nú þegar svarað nokkrum spurningum í þáttunum. Við höldum áfram með þættina eftir áramót en eftir það stefni ég á það að gera aðra þáttaröð af Hugarfari. Ég held bara áfram á minni heilsubraut, þar á ég heima og það er nóg sem ég á eftir að fjalla um.“ Hreyfing lengir lífið Helga María Guðmundsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og dagskrárgerðar- kona, er alltaf með heilsuna á bak við eyrað sama hvaða mánuður er. Helga María leggur áherslu á heilbrigt líferni en leyfir sér þó óhollustu í hófi. JÚLÍA SIF OG HELGA MARÍA TÖFRA HÉR FRAM ALLA UPPÁHALDSRÉTTINA ÞÍNA Í VEGAN ÚTFÆRSLUwww.bokabeitan.is YFIR 100 uppskriftir FYRIR ÖLL TILEFNI 8 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHEILSA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.