Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2019, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 28.12.2019, Qupperneq 39
Haustið 2018 sáu Magnea Gísladóttir og Egill Heiðar Gíslason auglýsingu í blöð- unum fyrir 100 daga námskeið hjá Reykjavík Hilton Spa. Þá höfðu þau bæði tvö verið að leita að góðri líkamsræktarstöð í töluvert langan tíma. „Okkur langaði að fá hreyfinguna í líf okkar og hafa hana reglulega og markvissa,“ segir Magnea. Hún segir að þau hafi oft byrjað og hætt eða „dinglað“ sér sjálf í tækjunum án þess að fá góða leiðsögn um hvernig eigi að nota þau. Fyrst og fremst voru þau því að leita að stað sem veitti bæði leiðsögn og aðstoð við að koma þeim í gang og í eitthvert form. „Ég ákvað að hringja á Reykja- vík Hilton Spa og fá nánari upplýsingar. Maðurinn minn er með brjósklos í hálsi þannig að hann getur ekki og má ekki gera hvað sem er. Ég sagði frá því og spurði hvort hann gæti fengið góða leiðsögn og einhvern til að fylgjast með honum þannig að hann gerði æfingarnar rétt. Mér var sagt að það væri ekkert mál, svo sögðum við kennurunum frá þessu þegar við mættum í fyrsta tímann og allt hefur gengið eftir. Hann hefur fengið mjög góðar leiðbeiningar um hvað hann má og hvað ekki.“ Áður en námskeiðið hófst tóku hjónin ákvörðun um að vera ströng í mætingunni. „Fyrst við ætluðum að fara í þetta þá var alveg bannað að segjast ekki nenna að fara, við höfum því lagt áherslu á að vera dugleg að mæta alveg frá byrjun.“ Hver og ein æfing útskýrð Hjá Reykjavík Hilton Spa lærðu hjónin að gera æfingarnar rétt. „Í staðinn fyrir að fá einn kennslu- hring með þjálfara sem gleymist svo strax í næsta tíma, þá er öllu vel fylgt eftir og það er passað upp á að allir séu að gera rétt. Æfingarnar eru líka útskýrðar mjög vel hvað hver og ein æfing gerir fyrir mann og hvað þær skipta miklu máli.“ Það er lögð mjög mikil áhersla á hve mikilvæg hreyfing er, „sérstak- lega upp á árin sem eru fram undan og að maður sé vel í stakk búinn til að lifa betra lífi bæði á bæði sál og líkama. Við erum alveg sammála um það, hjónin, að það var mjög góð ákvörðun að fara á Reykjavík Hilton Spa. Við erum algjörlega búin að finna okkar stöð. Ég hef ekki upplifað það annars staðar að fá svona miklar upplýs- ingar um hverja æfingu.“ Magnea hrósar mikilli eftirfylgni hjá þjálf- urum stöðvarinnar, í bæði vigtun og fræðslu um mataræði. „Við gátum alveg tekið til í mataræðinu, þó við séum bæði frekar grönn enda vorum við ekki að leitast við að missa einhver kíló heldur að hreyfa okkur, styrkja, bæta þol og úthald og ná góðri hreyfifærni. Svo maður sé ekki alveg að drepast þegar maður beygir sig niður til að reima skóna.“ Fastakúnnarnir eru orðnir eins og fjölskylda Á líkamsræktarstöðinni er starf- andi næringarfræðingur sem leið- beinir manni með mataræðið. „Það er alltaf hægt að leita til hennar ef maður er með einhverjar pælingar. Hún er mjög fús að gefa upplýsingar og hjálpar manni að ná sínum markmiðum. Það sama á við um þjálfunina. Ef þú ert með einhver markmið þá eru þjálfarar tilbúnir til að hjálpa þér að ná þeim.“ Magn- ea segir að það séu alltaf þjálfarar í tækjasalnum sem greiður aðgangur sé að og þeir búi til prógramm fyrir mann ef maður óskar eftir því og þeir fylgist með manni í salnum. Varðandi ræktarstöðina sjálfa segir Magnea að það sé vel tekið á móti fólki við komuna með brosi starfsmanna í móttöku og einnig við brottför. „Allt viðmót starfs- manna er einstaklega gott og einnig þeirra sem eru að þjálfa hjá stöðinni. Svo höfum við líka kynnst mörgu góðu fólki þarna. Það eru einhvern veginn allir að spjalla, þetta er bara eins og ein stór fjöl- skylda. Margir eru búnir að stunda stöðina svo árum skiptir og þau eru svo sannarlega tilbúin að taka á móti nýju fólki opnum örmum. Við finnum það mjög sterkt og finnst við svo velkomin í hópinn. Það er ekki sjálfgefið að þannig sé það, oft myndast klíkur á svona stöðum sem eru orðnar eins og heimaríkir hundar og leggja sig ekki fram um að taka á móti nýju fólki. Það getur orðið til þess að fólk fer þá bara eitthvert annað ef það fær ekki að vera með.“ Ekki bara kennitala á blaði Magnea segist upplifa sig skipta máli í augum þjálfara á Reykja- vík Hilton Spa. „Þjálfararnir eru duglegir að aðstoða ef fólk er með einhver mein. Þeir eru alveg með puttann á púlsinum. Mér finnst það mikill kostur að manni finnist maður ekki vera bara einhver kennitala, heldur skipta máli.“ Þá þarf e.t.v. ekki endilega að borga fyrir einkaþjálfun til að njóta persónubundinnar þjónustu þjálfaranna. „Ef eitthvað amar að, þá er nóg að láta vita ef maður finnur til í öxlinni eða er slæmur í mjöðminni þennan daginn. Þá er alveg passað upp á hvað maður er að gera og maður fær leiðsögn um Fundu loksins sína stöð Magnea Gísla- dóttir og Egill Heiðar Gíslason sáu auglýsingu í blöðunum fyrir 100 daga námskeið hjá Reykjavík Hilton Spa. Þá höfðu þau bæði tvö verið að leita að góðri líkamsræktar- stöð í töluvert langan tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Magnea og Egill segjast loksins hafa fundið sína líkamsræktar- stöð hjá Reykja- vík Hilton Spa. að gera æfinguna einhvern veginn öðruvísi.“ Á Reykjavík Hilton Spa er boðið upp á handklæði við hverja komu, þá þarf ekki að taka blautt hand- klæði með sér heim og gleyma því svo kannski heima fyrir næsta tíma. „Annað sem mér finnst líka ofboðslega mikill kostur er að það komast allir að. Á öðrum stöðvum þarf maður e.t.v. að bóka sig daginn áður í einhvern tíma ef hann er vinsæll. Maður þarf svo að vera mættur stundvíslega til að missa ekki tímann ef það er mikil aðsókn. En þarna þarf ekkert að vera búið að ákveða sig daginn fyrir hvort þú ætlir að mæta eða ekki, það er alltaf hægt að ganga að því vísu að maður komist að.“ Magnea segir að það sé sömuleiðis ekki slagur um skápana sem er alltaf nóg af. Á bak við hótelið er svo fjöldi bílastæða þar sem gengið er inn í spaið. Þar eru alltaf næg bílastæði og þarf því ekki að hringsóla um svæðið til að leita að stæði. Gulrótin er að fara í slökun eftir æfingatímana Eftir að 100 daga námskeiðinu lauk fyrir um ári síðan, tóku hjónin ákvörðun um að kaupa árskort og halda sömu reglu um að það væri bannað að segjast ekki nenna að fara. „Við mætum að staðaldri þrisvar í viku og mættum t.d. alltaf síðastliðið sumar. Við mætum á morgnana áður en við förum til vinnu og höfum bætt við fjórða deginum og förum stundum um helgar ef við erum í bænum. Eftir æfingu er líka voðalega notalegt að geta farið í pottinn og fengið dásamlegt herðanudd hjá þessum yndislegu stelpum. Það er bara æðislegt að fara út í daginn eftir nuddið sem er svo sannarlega gul- rótin, eftir góðan púltíma.“ Síðan segir Magnea að það megi stundum alveg fara bara í spaið um helgar og slaka á og njóta. Einnig er alltaf hægt að fara á kaffistofuna eftir á og fá sér góðan kaffibolla. Magnea segir þau hjónin vera dugleg við að segja vinum og kunn- ingjum frá hvað þau eru ánægð með Reykjavík Hilton Spa. „Við meinum það líka alveg frá hjartanu. Við erum búin að prófa margar aðrar líkamsræktarstöðvar í bænum og alltaf hefur okkur fundist eitthvað vanta eða eitthvað sem hentar okkur ekki. En hjá Reykjavík Hilton Spa finnst okkur við vera komin heim.“ Nú þegar árskortið er að renna út er ekkert annað í boði en að kaupa nýtt kort. „Okkur finnst alveg ótækt að fara að hætta eftir að hafa náð upp svona miklum styrk, þreki og góðu jafnvægi. Við erum staðráðin í að glutra ekki árangri okkar niður. Reykjavík Hilton Spa er yndisleg stöð í alla staði og heim- ilisleg þar sem boðið er upp á fjöl- breytta tíma eða þjálfun í sal þann- ig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Við hlökkum alltaf til að mæta á æfingar og það er ekki inni í myndinni að vera styrktaraðilar að stöðinni heldur mætum við með bros á vör og nýtum okkur það sem stöðin hefur upp á að bjóða enda líður okkur miklu betur á sál og líkama eftir að hafa byrjað að æfa þar. Þetta er orðinn ómetanlegur hluti af okkar lífsstíl.“ Við erum búin að prófa margar aðrar líkamsræktarstöðvar í bænum og alltaf hefur okkur fundist eitthvað vanta eða eitthvað sem hentar okkur ekki. En hjá Reykjavík Hilton Spa finnst okkur við vera komin heim. Magnea Gísladóttir LEIÐIN AÐ BETRI LÍFSSTÍL 100 daga lífsstílsáskorun. Hefst mánudaginn 13. janúar. Mælingar á tveggja vikna fresti, ráðleggingar um mataræði (matardagbækur) og þrír fyrirlestrar. Leiðsögn í sal, aðhald og persónuleg aðstoð. Verð: 109.900 kr. Innifalið: Aðgangur að Spa, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum og kaffi á kaffistofu. 100 DAGAR Þjálfarar: Guðbjartur Ólafsson, Agnes Þóra Árnadóttir, Þórunn Stefánsdóttir. Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090 KYNNINGARBLAÐ 13 L AU G A R DAG U R 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 HEILSA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.