Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2019, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 28.12.2019, Qupperneq 50
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Ryan segir að fólk eigi oft erfitt með að skreppa frá í einhverja daga til að hlaða batteríin sem hann segir að sé nauðsynlegt fyrir borgarbúa. „Okkur langaði að skapa eitthvað sem hefði jákvæð áhrif á hugann og líkamann á innan við tveimur tímum. Við vildum finna eitthvað sem ekki finnst í íslenskri náttúru, eins og sölt með lækningamátt úr Dauða- hafinu og bjóða upp á það hér. Flotið er svolítið eins og að snúa aftur til náttúrunnar í ónáttúru- legum heimi. Við komumst ekki hjá því að nota myndlíkinguna að þetta er eins og að fara aftur í móðurkvið þar sem við höfðum allt sem við þurftum og vissum ekki einu sinni að við værum með líkama,“ segir Ryan. „Marga skortir djúpsvefn eða djúpslökun. Mörgum tekst að ná þessari djúpslökun þegar þau fljóta í saltvatninu. Fólki finnst það stundum bara hafa verið í tank- inum í 15 mínútur þegar það hefur í raun og veru liðið einn klukku- tími,“ segir Ryan. „Sem maður með ADHD þá finnst mér erfitt að sitja kyrr í hugleiðslu eða jóga en að fara ofan í hlýtt vatnið í myrkri og þyngdar- leysi, það lætur alla truflun virðast órafjarri,“ bætir Ryan við en hann segist nota flottankana mjög reglu- lega. Fríða segist einnig nota flottank- ana mikið. „Það er endurnærandi, og svo hjálpar það mér með svefn og fótaóværð svo eitthvað sé nefnt. Flot er alveg tilvalið fyrir hug- leiðslu. Líkaminn er alveg slakur og þú þarft ekki einu sinni að finna góða stellingu.“ Jógakennaranám í Perú Fríða stundar einnig jóga en hún fór í shamanískt jógakennaranám í Perú fyrr á árinu. „Orðið shaman er upprunnið frá Síberíu og er í dag notað sem eins konar regnhlífar- heiti þó svo að hver menning eigi sitt orð yfir það. Á íslensku væri það völva eða seiðkona. Shaman þýðir: sá sem gengur í báðum heimum. Þetta byggist á þeirri trú að allt hafi anda; fólk, dýr, plöntur, steinar, fjöll, ár, tunglið, stjörnurnar. Allt. Líka það sem er manngert, þar sem við setjum okkar ásetning í það sem við sköpum og gefum því þannig anda,“ útskýrir Fríða. „Ekkert eitt er mikilvægara en annað. Shaman er sá eða sú sem skilur þetta og sér og vinnur með þessum öndum til að heila sig, umhverfi sitt og alla sem til hennar eða hans leita. “ Fríða byrjaði að stunda jóga þegar hún vann sem flugfreyja og var með stöðuga bakverki. „Ég fann að jóga hjálpaði mikið og ég varð fljótt laus við verkina. Stuttu síðar veiktist mamma mín alvarlega og jógað hjálpaði mér að komast í gegnum það tímabil.“ Fríða og Ryan eru með ýmislegt á döfinni á nýju ári. „Ég er að fara á fullt með heilun og seremóníur á nýju ári og er í hugmyndavinnu um samstarf með dásamlegu og hæfi- leikaríku fólki varðandi það. Einnig viljum við hjónin sameina krafta okkar og bjóða upp á heilsulind bæði innanlands og erlendis. Við ætlum líka að bjóða upp á spenn- andi heilsumöguleika fyrir stór sem smá fyrirtæki sem við kynnum á nýju ári, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Fríða. „Núna um áramótin ætlum við að dvelja á jarðhitasvæði í Evrópu sem er mjög líkt og á Íslandi en það hefur líka einstaka eiginleika sem eru ekki hér og okkur langar að nýta fyrir jógað og heilsulindir bæði úti og á Íslandi,“ bætir Ryan við. Allt sem við sköpum hefur anda Hjónin Fríða Rakel Kaaber og Ryan Patrekur Kevinsson reka saman heilsulind með flottönkum. Fríða lauk einnig nýlega námi sem shaman. Þau vilja skapa stað fyrir borgarbúa til að slaka á. Hjónin Fríða og Ryan vildu skapa eitthvað sem hefði jákvæð áhrif á huga og líkama. 20 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHEILSA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.