Fréttablaðið - 28.12.2019, Page 51
Innan félagsins eru
allir vinir og við
lítum á aðstöðuna okkar
sem heimili. Á þessu
heimili æfa ólíkir ein-
staklingar saman og er
mjög mikil áhersla á að
við sýnum ólíkum
aðilum virðingu.
Ju jitsu er sjálfsvörn sem byggist á kýlingum, köstum, lásum, spörkum og gólfglímu.
Ju Jitsu gráðun fullorðinna felur í sér mismunandi lit belti sem sýna hvert iðkandinn er kominn í þjálfun sinni. Ju jitsu er sjálfsvarnaríþrótt sem hæfir jafnt börnum sem fullorðnum.
Börn og unglingar fylgja þjálfunaráætlun sem tekur mið af andlegum þroska og líkamsburðum.
Það geta allir stundað hefðbundið ju jitsu, óháð líkamlegu ásigkomulagi; ungir sem
aldnir, og konur og karlar, enda
er ástundun þessarar íþróttar á
forsendum iðkandans sem fer í
gegnum þjálfunaráætlun á eigin
hraða,“ segir Magnús Ásbjörnsson,
yfirþjálfari og 6. Dan hjá Ju Jitsu
félagi Reykjavíkur.
Félagið býður upp á æfingar sem
henta öllum aldurshópum frá tíu
ára aldri en ekki er keppt í hefð
bundnu ju jitsu af því tagi sem Ju
Jitsufélag Reykjavíkur býður upp á.
„Börn og unglingar sem æfa hjá
félaginu fylgja sérstakri þjálfunar
áætlun sem tekur mið af líkams
burðum þeirra og andlegum
þroska og markast því af sam
blandi náms og leikja,“ útskýrir
Magnús. „Börnin læra helstu lása
og tök til að verja sig, læra aga og
sjálfstjórn og læra að bera virðingu
hvert fyrir öðru. Á milli tæknilegra
æfinga fá þau óspart tækifæri til
útrásar í leikjum og ærslagangi.
Mikil áhersla er á að innan félags
ins séu allir vinir og oft er nefnt
að við lítum á aðstöðuna okkar
sem heimili. Á þessu heimili eru
ólíkir einstaklingar að æfa saman
og mjög mikil áhersla lögð á að við
sýnum ólíkum aðilum virðingu.“
Hjá unglingum er auk hefð
bundinna æfinga lögð áhersla á
að byggja upp sjálfstraust ein
staklingsins og fá þau til að huga að
þeim hættum sem þau geta lent í á
lífsleiðinni.
„Lögð er áhersla á að sjálfsvörn er
aðeins notuð í neyðartilvikum og
að slagsmál leiði aldrei til lausna,“
segir Magnús.
Yfirgripsmikil sjálfsvörn
Magnús Ásbjörnsson er yfirkenn
ari Ju Jitsufélags Reykjavíkur og
gráðaður með 6. Dan, svart belti.
Magnús nefnir að ekki sé keppt í
ju jitsu sem Ju Jitsufélag Reykja
víkur kennir ólíkt flestum öðrum
íþróttum. Iðkandinn keppi frekar
við sjálfan sig og taki gráðanir eftir
því sem honum fer fram íþróttinni.
„Það má segja að það ju jitsu
sem við kennum taki á flestu sem
kemur að sjálfsvörn, kýlingum,
köstum, lásum, spörkum og gólf
glímu. Íþróttin er yfirgripsmikil
sjálfsvörn sem tekur á þáttum
sem kenndir eru í karate, júdó
og brasilísku jiu jitstu,“ útskýrir
Magnús og ítrekar að hins vegar
sé brasilískt jiu jitsu keppnisíþrótt
þar sem meiri áhersla sé lögð á
gólfglímu.
Magnús leggur áherslu á að allir
sem koma og æfa hjá félaginu til
styttri eða lengri tíma séu hluti af
ju jitsufjölskyldunni og það er sá
vinalegi og góði andi sem einkenni
andrúmsloftið hjá Ju Jitsufélagi
Reykjavíkur.
„Við erum með afar gott barna
og unglingastarf og reynda
þjálfara þar sem lögð er áhersla á
að hafa gaman af iðkuninni,“ segir
Magnús.
Félagið bjóði upp á fyrstu æfingu
í hverju mánuði þegar lögð sé
áhersla á að taka á móti nýliðum og
allir séu boðnir velkomnir.
„Foreldrar eru hvattir til að
hafa samband við þjálfara eða
aðra forsvarsmenn félagsins með
tölvupósti eða símtali, já, eða bara
hreinlega koma og kíkja á æfingu
til að sjá þetta með eigin augum og
hitta þjálfara sem taka vel á móti
öllum gestum og áhugasömum.
Að sjálfsögðu eru allir, hvort sem
eru börn eða fullorðnir, hvattir til
að mæta og prófa æfingu,“ segir
Magnús.
Þekking er vopn
Eins og fyrr sagði fagnar Ju Jitsu
félag Reykjavíkur (JJFR) 20 ára
starfsafmæli um þessar mundir en
félagið hefur verið aðili að Íþrótta
bandalagi Reykjavíkur frá árinu
1999.
„Markmið félagsins er að stuðla
að útbreiðslu hefðbundins ju jitsu,
sjálfsvarnaríþróttar sem á uppruna
sinn að rekja til Japans og er talin
ein elsta íþrótt sinnar tegundar. Af
hennar meiði hafa meðal annars
sprottið sjálfsvarnarlistir eins og
Aikido og Hapkido, og bardaga
íþróttir eins og júdó og brasilískt
jiu jitsu,“ upplýsir Magnús.
JJR er aðili að heimssamtökum Ju
Jitsufélaga, Shogun JuJitsu Interna
tional (SJJI), en meistari skólans er
Sensei Simon Rimington, 8. Dan og
stofnandi samtakanna.
„Heimssamtökin leggja áherslu á
skipulagða þjálfun sem tekur mið
af vandaðri alþjóðlegri þjálfun
aráætlun, þar sem iðkandinn
byggir færni sína á breiðum grunni
sjálfsvarnartækni, eins og lásum,
köstum, hnitmiðaðri spark og
höggtækni en svo umfram allt
virðingu og aga. Þjálfunaráætl
unin leggur jafnframt grunn að
gráðunarkerfi samtakanna en mis
munandi litir belta gefa til kynna
stöðu nemenda á hverjum tíma,“
segir Magnús.
Einkunnarorð Ju Jitsufélags
Reykjavíkur eru: „Þekking er vopn,
notum það af yfirvegun.“
Ju Jitsufélag Reykjavíkur er til húsa
í Ármúla 19. Allar upplýsingar er
hægt að nálgast á heimasíðu þess
sjalfsvorn.is eða Facebook.
Fjölbreytt og styrkjandi
sjálfsvörn fyrir allan aldur
Ju Jitsufélag Reykjavíkur fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Magnús Ásbjörnsson, yfirþjálfari
og 6. Dan, segir að ekki sé keppt í ju jitsu heldur sé áhersla lögð á að iðkandinn rækti sjálfan sig.
KYNNINGARBLAÐ 21 L AU G A R DAG U R 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 HEILSA